Morgunblaðið - 06.03.1963, Blaðsíða 20
20
MORCVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 6. marz 1963
ÞATRICIA WENTWORTH:
MAUD SILVER
KEMUR í HEIMSÓKN
March sagði: — í»á hefði get-
að legið beint við að gruna Carr
Robertsson.
Ungfrú Silver hristi höfuðið.
— Já, fljótt á litið, en raun-
verulega ekki. Við skulum at-
huga hvað fram hefur komið um
máiið: Hann hefur snögglega
uppgötvað það, að það er James
Lessiter, sem hefur dregið kon-
una hans á tálar og yfirgefið
síðan og hann þýtur þarna út
úr húsinu. En hann fer ekki í
Mellinghúsið, heldur fer gang-
andi alla leið til Lenton og tef-
ur lengi hjá Elísabetu Moore.
Þau voru einu sinni trúlofuð,
en skildu síðan og nú sættast
þau aftur. f>að er vitanlega hugs
anlegt, að maður, sem þannig
er ástatt fyrir, fari að fremja
morð, en ótrúlegt finnst mér
það, og ég held ekki, að ef hann
hefði framið morðið, þá hefði
hann farið að koma heim með
56
blóðugu regnkápuna, og sýnt
hana frænku sinni með þessum
Orðum: „Hversvegna gerðirðu
það?“
— Gerði han» það?
— Já, Randal. l>að sannfærði
ungfrú Cray um sakleysi hans,
og það sannfærði mig líka. I>ó
ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN
VOLKSWAGEN ER
mi
>i?í
_____x
m
Ví
'ttf.
p
mms
5vi-jx-tm
KW
p m
r-r/ m>.
fii
('X-f'*.
'V/t\Myírjri
manno bíll!
Hann er ódýr í rekstri og
með loftkældri vél. Hann
hefur sjálfstæða fjöðrun á
hverju hjóli og lætur vel að
stjórn við erfið skilyrði.
Hann er með nýtt, endur-
bætt hitunarkerfi.
Volkswagen-útlitið er alltaf
eins og því eru endursölu-
möguleikar betri. — VERÐ
FRÁ KR. 121.525.—
PANTIÐ TlMANLEGA SVO AÐ VIÐ GETUM
AFGREITT EINN TIL YÐAR FYRIR VORIÐ.
HEiLDVERZLUNIN HEKLA HF
Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275.
aC ég hefði ekki 1%'nnzt honum
mikið, hafði ég fengið allgóða
hugmynd um innræti hans. í>að
hefði verið hægt að æsa hann
upp í ofbeldisverk, en aldrei í
tvöfeldni eða þjófnað. Og ef
hann hefði myrt manninn, er
það alveg óhugsandi, að hann
hefði reynt að koma sökinni á
ungfrú Cray.
— Það er ekki nema satt. Og
hvað kom svo næst hjá þér?
Hún hóstaði ofurlítið.
— Mér fór að detta I hug
Katrín Welby, en komst þar
ekki að neinni niðurstöðu. Bæði
af eigin viðkynnningu og af-
spurn, hafði ég komizt að þeirri
niðurstöðu, að hún væri köld og
sérgóð. Og ég vissi, að hún var
ósannsögul og mig grunaði, að
hún væri ófróm.
Hann lyfti augnabrúnunum.
— í>að munar ekki um það!
Allt þetta, en ekki morðinginn?
Hún hristi höfuðið ásakandi.
— 'Ég gat ekki hugsað mér
hana berja mann í höfuðið með
eldskörung. Er hún hefði ætlað
að myrða einhvern, hefði hún
að mínu áliti vafalaust notað
eitur til þess. Kona, sem er svO
fín með sig, hefði þurft að vera
alveg viti sínu fjær af reiði, áð-
ur en hún gæti drepið mann á
svo hroðalegán hátt. Og að mínu
áliti hefði frú Welby aldrei getað
orðið viti sínu fjær af reiði. En
þrátt fyrir þetta vissi ég, að
hún bjó yfir einhverju, sem hún
vildi halda leyndu, og vitanlega
reyndist það rétt vera.
March hallaði sér aftur í
stólnum með glettnislegum að-
dáunarsvip.
— Og þá komum við að hr.
Holderness. Þú skilur, að mig
langar nú mest að vita, hvernig
þér datt hann í hug.
— Þáð gerðist nú á einfald-
asta hátt, sem hugsanlegur er.
Hún stóð upp til að mæla erm-
ina og þegar hún fann, að hún
var orðin nógu löng, tók hún að
fella af. — Þetta snýst í raun-
inni allt um þessar fjórar gull-
styttur. Þeim var stolið, ekki af
neinni tilviljun, heldur að yfir-
lögðu ráði. Og ég tek tilganginn
með því að hafa verið tvöfald-
an. Verðmæti myndanna kom
þar við sögu, og svo sá tilgang-
ur að láta þetta lita út eins og
innbrot. Ég varð að gera mér
ljóst, hver hefði næga sérþekk-
ingu á myndunum. Ég var þegar
búin að strika út ungfrú Cray,
Carr Robertsson og frú Welby.
Sú síðastnefnda hefði vel getað
stolið þeim, hvað snerti viljann
til verksins, en hún lá þegar
undir grun fyrir óráðvandlega
meðferð annarra hluta, og ég
taldi hana vera of varkára, til
að fara að bæta þjófnaði ofan á
það.
— En duttu þér aidrei í hug
— Ég veit það, kæra harn, að það er erfitt að vera ástfanginn,
en það gengur fljótt yfir.
Mayhew-hjónin? Það fer varla
hjá því, að þau hafi vitað um
verðmæti myndanna.
— Ég held, að þau hafi tekið
myndirnar eins og hvern annan
sjálfsagðan hlut. Þegar einhver
hlutur hefur verið á sínum stað
svo lengi sem menn muna, tekur
maður beinlínis ekki eftir hon-
um lengur. Ég tók vitanlega eft-
ir sálarástandi frú Mayhew, en
það gat eins hafa verið út af
áhyggjum um son he.nnár, því
að undireins og sannleikurinn
um hann kom í Ijós, snarbatn-
aði henni. Hvað manninn henn-
ar snerti, hafði ég orðið þess
vö_’, að hann var almennt virt-
ur í Melling. Ég held, að í þorpi
eins og Melling, sé óhugsandi
að hafa það mannorð, -sem hann
hafði, án þess að verðskulda það.
Einnig er það, að ef borinn er
saman tíminn þegar hann kom
með vagninum frá Menton og
tíminn, þegar Carr Robertson
kom þarna þá var óhugsanlegt,
að hann hefði getað framið
morðið. Hr. RobertsOn hlýtur að
hafa komið í Mellinghúsið um
hálfellefu. Þá var Hr. Lessiter
dauður og regnkápan blóðug.
Hr. Mayhew kemur frá Lenton
með síðasta vagni, sem kemur
ekki til Melling fyrr en klukkan
ellefu. Þessvegna varð ég að
finna út, hverjir fleiri gætu ver-
ið sannfróðir um stytturnar og
verðmæti þeirra. Og þá var það,
að mér datt hr. Holderness í
hug.
SHUtvarpiö
8.00
12.00
13.00
14.40
15.00
17.40
18.00
18.20
18.30
18.50
19.30
20.00
Miðvikudagur 6. marz.
Morgunútvarp.
Hádegisútvarp.
„Við vinnuna": Tónleikar.
„Við sem heima sitjum“: Ann
ar lestur sögunnar „Gestir"
eftir Kristínu Sigfúsdóttur.
Síðdegisútvarp.
Framburðarkennsla í dönsku
og ensku.
Útvarpssaga barnanna: „Vista
skipti" eftir Einar H. Kvaran;
IV. (sögul.) (Helgi Hjörvar).
Veðurfregnir.
Þingfréttir.
Tilkynningar ,
Fréttir.
Varnaðarorð: Sæmundur Auð
20.05
20.20
21.00
21.45
22.00
22.10
22.20
22.40
23.25
unsson skipsrjóri talar um ör.
yggi á sjó.
Tónleikar: Lúðrasveit útvarps
ins í Leipzig leikur; Otto
Kayser stj órnar.
Kvöldvaka:
a) Lestur fornrita: Ólafs saga
helga; XVIII. (Óskar HaU-
dórsson cand mag.).
b) Sigurður Jónsson frá Brún
fer með frumort kvæði.
Föstuguðsþjónusta í útvarps-
sal. — Prestur: Séra Sigurður
Pálsson á Selfossi. Organleik-
ari: Jón G. Þórarinsson. Stúlk
ur úr Barnamúsikskólanum
syngja.
íslenzkt mál (Jón Aðalsteinn
Jónsson cand. mag.).
Fréttir og veðurfregnir.
Passíusálmar (21).
Kvöldsagan: „Svarta skýið'*
eftir Fred Hoyle; V. (Örn-
ólfur Thorlacius).
Næturhljómleikar: Dr. Róbert
Abraham Ottóson stjórnar
tónleikum í Jerúsalem 15.
nóv. s.l. Kol-ísrael sinfóniu-
hljómsv. leikur. Einleikari á
píanó: Varda Nishri.
Dagskrárlok.
Fimmtudagur 7. mari.
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 „Á frívaktinni": sjómanna-
þáttur (Sigríður Hagalín).
14.40 „Við, sem heima sitjum" (Dag
rún Kristjánsdóttir).
15.00 Síðdegisútvarp.
17.40 Framburðarkennsla í frönskn
og þýzku.
18.00 Fyrir yngstu hlustendurna
(Margrét Guðmundsdóttir og
Valborg Böðvarsdóttir).
'18.20 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir.
19.00 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Um leiklist; síðara erindi (Har
aldur Björnsson leikari).
20.20 Tónleikar: Waldemar Wolsinf
leikur á óbó.
20.35 Erindi: Bindindisráð krlstinna
safnaða (Pétur Sigurðssoa
ritstjóri).
21.00 Tónleikar Sinfóniuhlj ómsveit-
ar íslands í Háskólabiói; fyrri
hluti. Stj.: William Strickland
Einsöngv.: Sylvia Stahlman,
Hörpul. Jude Mollenhauer.
21.45 Upplestur: Jón frá Pálmholt!
les frumort Ijóð.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmar (22).
22.20 Kvöldsagan: „Svarta skýið‘*
eftir Fred Hoyle; VI. (Örn-
ólfur Thorlacius).
22.40 Djassþáttur (Jón Múli Árna-
son).
KALLI KUREKI
K — -X
Teiknarú Fred Harman
t — Ég finn reykjarlyktina, en sé
ékki eldinn. Við hljótum að vera
nærri.
— Þeir hafa sennilega byrgt eldinn
með öskiL
— Það er eitthvað á seiði þarna.
Ég heyri að hesturinn stappar niður
löppunum.
— Allt í lagi, en ekki meira um það.
Ég ætla að læðast og komast á bak
við þá
Þú skalt skríða eins nálægt þeim
og þú getur. Ég reyni að fá þá til að
gefast upp, en ef það gengur ekki þá
verður þú að sjá um Bvkkju-Bjarna.
16250 VINNINGARI
Fjórði hver miði vinnur að meðaltalil
Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur,
Lægstu 1000 krónur.
Dregið 5. hvers mánaðar.