Morgunblaðið - 06.03.1963, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 06.03.1963, Qupperneq 3
Miðvikudagur 6. marz 1963 MORGVNBLAÐ1Ð 3 I Völlurinn var forarsvað, en markmaðurinn lét sig samt hafa að fleygja sér til að j knöttinn. Z'** hremma ELDRA fólk og jafnvel yngra hefur síðustu árin orðið líð— rætt um það, að veðráttan sé orðin einkennileg, og á hverj um vetri lætur fólk í ljós kvíða fyrir sumrinu, enda finnst því vor mestallan vet- urinn. Fréttamaður og ljósmynd- eri Morgunblaðsins voru um daginn á ferð vestur við Há- skóla, þegar þeir veittu þvi eftirtekt, að ungir drengir voru komnir í knattspyrnu á vellinum í Vatnsmýrinni. Völlurinn var ein forarvilpa, og markmaðurinn í öðru lið- inu, sem alltaf þurfti að fleygja sér eftir boltanum, var ekkert frýnilegur að sjá En hvað verða menn ekki að láta sig hafa til að bjarga heiðri bekkjarins. Leikurinn var talsvert ó- jafn, og við gáfum okkur á tal við nokkra áhorfendur, bekkjarfélaga þeirra, sem eru að keppa og njósnara, sem hafa verið sendir til að sjá hvaða leikmenn séu hættuleg astir. i«c mmm Sótt og varizt af kappi. — Hverjir eru að keppa? — 12 ára D á móti 12 ára C í Miðbæjarbarnas'kólanum. Það stendur 6—0 fyrir okkur. — Hverjir eruð þið, spyrj- um við. -—• D-bekkurinn. Við erum búnir að vinna alla okkar leiki. Það er einn í okkar iiði alveg ofboðslega fær. Hann stökk einu sinni upp og skall aði boltann í bláhornið. — í hvaða félagi er hann? — Hann er í — hann er — í Val. Varið ykkur, þeir eru að koma. Það er ekki hægt að fá hann til að segja neitt frekar, því C-bekkurinn hgfur náð bolt anum, og þeim má ekki tak- ast að skora Við förum að líta í kringum okkur til að ná myndum af þessum fyrsta knattspyrnuviðburði ársins'. Það varð fljótlega aft- ur nóg að gera við mark C- bekkjarins og við gengum þangað. — Er alltaf verið að skora hjá ykkur? — Já, en það er líka ellefu manna lið á móti átta. — En þið hafið einn stóran strák í vörninni hjá ykkur, seg ir ' einn áhorfandinn. — Já, en þið hafið líka einn stóran í sókninni, og svo strákinn úr Val, segir mark- maðurinn. — Strákurinn hjá okkur er ekki eins stór, segir áhorfand inn, sem greinilega er í D- bekknum og vill gera sem minnst úr liðsmuninum. Áður en við förum er búið að skora tvö mörk til viðbót ar, og það er orðið svo dimmt að það er varla hægt lengur að taka myndir. Við göngum yfir að hinu markinu, því markmaðurinn þar má vera að því að standa kyrr, meöan við tökum af honum mynd. — Er þér ekki kalt, þegar þú hefur svona lítið að gera? — Nei, ég bjóst við því áð ur og bjó mig vel. Við erum búnir að vinna alla okkar leiki. Þegar við förum eru nokkr ir drengir, sem líka finnst vera komið vor að kveikja í sinu sunnar í vatnsmýrinni. Þegar við nálgumst og stöðv- um bílinn kæfa strákarnir eldinn og hlaupa í burtu. Þeir vita að þeir mega ekki kveikja í sinu. Markmaðurinn hjá D-bekkn um hafði ekkert að gera • • • ................... Tvennir sinfóníutónleikar HJÓNIN Irmgard Seefried og Wolfgang Sohneiderhan voru iniklir auðfúsugestir hér, og þeir þrennir tónleikar, sem þau héldu eða áttu þátt í, bera af flestu Cðru, sem hér hefir verið á boð- stólum í vetur af því tagi. Áður hefir verið sagt frá ljóða- kvöldi Irmgard Seefried, og verð lir það kannske eftirminnilegast af tónleikunum öllum. En auk þess kom söngkonan fram á tón- leikum Sinfóníuihljómsveitar ís- lands 22. og 23. f.m. Á fyrri tón- leikunum söng hún tvær Mozart- *ríur, sem mjög skemmtilegt var •ð heyra, „II tramonto“ eftir Itespighi og loks tvö lög eftir Itichard Strauss. Á síðari tónleik unum söng hún aðeins eina Mozart-ai-íu og Strauss-lögin. Verkið eftir Respighi sýndist *in voðaleg langloka, sviplítið og tilþrifasnautt, og má þó vera, að með því leynist kostir, sem koma mundu í ljós, ef fylgzt væri með textanum (eftir P. B. Shelley). En hér var sungið á ítölsku og engin tilraun gerð til að kynna ljóðið í efnisskrá. — Lögin eftir „Strauss, „Traum duroh die Dámmerung" og „Zueignung", virtust varla eiga heima á þessum stað. — í stuttu máli verður að segja, að þótt hlutur söngkonunnar væri allmik 111 í þessum tónleikum (hinum fyrri) og margt forkunnarvel gert, jók hún þó naumast nokkru við þá hrifningu, sem hún vakti á ljóðakvöldi sínu. Sá, sem hér hafði mest til mál- anna að leggja, var fiðlusnilling- urinn Wolfgang Sohneiderhan. Hann lék á fyrri tónleikunum A-diúr konsert Mozarts (K 219) og á hinum síðari fiðlukonsert Beethovens. Hér fór saman frá- bær tækni af hinum góða, gamla Mið-Evrópuskóla og túlkun, sem var svo sannfærandi í hófsemi sinni og myndugleik, að lengra verður naumast komizt. Mun þessi flutningur á Beethoven- konsertinum lengi í minnum hafður af þeim, er heyrðu. Stjórnandi á þessum tónleikum var þýzki hljómsveitarstjórinn Gustav König. Kom hann hér áður en tónleikarnir voru haldn- ir og hafði skamman tíma til æf- inga. Verkefnavalið bar þess nokkur merki: „Fígaro“-forleik- ur Mozarts á þeim síðari, allt verk úr flokki þeirra, sem oftast hafa verið flutt hér áður. Með- ferð þeirra var öll snyrtileg og stundum með nokkrum tilþrif, um, og undirleikurinn í einleiks- og einsöngsverkunum, sem áður var getið, var yfirleitt með mikl um ágætum. Vafalítið er hér um að ræða hljómsveitarstjóra, sem mikill fengur gæti verið að fá I hingað í heimsókn við ákjósan- leg skilyrði. Jón -Þórarinsson. Bólusettir gegn flenzunni AKRANESI, 2. marz. Allan mann skapinn, eins og hann leggur sig hjá fyrirtækinu Heimaskaga hf. bæði þá, sem vinna á landi, og á sjó, svo og skrifstofufólk á að sprauta í dag hjá héraðslæltni við hinni svokölluðu Asíu-inflú enzu. — Oddur. íslenzk list- sýning í Gautaborg Gautaborg, 4. marz. Einka- skeyti frá AP. SÝNING á íslenzkum mál- verkum og leirmunum, sem Gullbrand Sandgren ræðis- niaður íslands opnaði í Gauta borg í dag, hefur vakið mikla athygli. í opnunarræðu sinni benti Sandigren á að sérstæð og töfr- andi einkenni íslands hafi snemma komið fram í listaverk- um. M.a. væru sumir munirnir á sýningunni búnir til úr hrauni. Tore Ahnoff, forstöðumaður Va- lands, hins þekkta listaháskóla Gautaborgar, tók einnig til máls við opnun sýningarinnar. Listasýning þessi var undirbú- in í samvinnu við Loftleiðir, og verður hún opin út þennan mán- uð. STAKSTEIIVAR „Sprengiliti“ Framsóknar Moskvumálgagnið ber sig illa í gær eftir ósigur þjóðfylkingar- manna í Iðjukosningunum, en eins og áður hefur verið skýrt frá er nú fylgi kommúnista komið niður í rúm 20% í þessu stóra verkalýðsfélagi, sem þeir stjórn- uðu- um árabil og höfðu meiri- hluta í. Kommúnistablaðið er sérstak- lega sárt yfir „sprengilista1* Framsóknar „á vinstra fylgið“. Þegar kommúnistar tala um „sprengilista Framsóknar" verð- ur það ennþá auðsærra en áður að þeir eru farnir að reikna Framsóknarmenn í verkalýðsfé- lögunum sem nokkurs konar fylgi fé sitt! Fyrir Iðjukosningamar f jölyrtu þjóðfylkingarmenn mjög um það, að úrslit þeirra yrðu nokkurs konar prófsteinn á fylgi Viðreisn arstjórnarinnar í Reykjavík. Eft ir að kosningaúrslitin eru kunn og lýðræðissinnar hafa hlotið 62% atkvæða í Iðju, minnist hvorki Tíminn né Moskvumál- gagnið á þetta. Þessi blöð reyna þvert á móti að láta sem allra minnst bera á fréttum af Iðju- kosningunni. Þau eru sneypt og framlág, enda sætir það engri furðu eftir þá hirtingu sem verk smiðjufólkið í Reykjavík hefur veitt þeim. Njósnamál á íslandi „íslendingur“, blað Sjálfstæðia manna á Akureyri, birtir nýlega stutta forystugrein um njósnir Rússa hér á landi og stuðning kommúnista við þá iðju. Kemst blaðið m. a. að orði á þessa leið: „Enn hefur íslenzkur maður snúið sér til íslenzkra yfirvalda vegna ágengni tveggja starfs- manna rússneska sendiráðsins á íslandi í að fá hann til njósna- starfa, og hefur þessum sendiráðs möhnum verið vísað úr landi. Hér er því alvarlegra mál á ferðinni, að fjölmennur hópur íslendinga telur Sovétið sitt annað föður- land, þótt aldrei hafi þeir þangað komið, og er því til margra hluta vís. í þeim efnum verða lýðræð Issinnaðir tslendingar að hafa opnari augu en áður fyrir þeirri hættu, er að þeim er búin“. Bvggingarsjóður gamla fólksins Frumvarp Viðreisnarstjómar- innar um byggingarsjóð gamla fólksins hefur *vakið mikla at- hygli. Hlutverk þessa sjóðs er eins og kunnugt er að stuðla með lánveitingum og styrkjum að því að byggðar verði hentugar íbúð ir fyrir aldrað fólk. Frú Ragnhild- ur Helgadóttir, alþingismaður, var eins og kunn ugt er formaður nefndar þeirrar, er undirbjó þetta merka mannúð- armál. Hefur hún haft forystu um ýmiss fleiri Ragnhildur umbótamál á Helgadóttir sviði heilbrigðis- og félagsmála. Það er vissulega athyglisvert, að konurnar tvær, sem nú eiga sæti á Alþingi, frú Ragnhildur Helgadóttir og frú Auður Auðuns, er báðar fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins. Þannig hefur - Sjálf- stæðisflokkurinn sýnt skilning sinn á nauðsyn þess, að gáfaðar og starfhæfar konur taki þátt í löggjafarstarfinu. Er það ekki of mælt, að frú Ragnhildur og frú Auður séu glæsilegir fulltrúar ís- lenzkra kvenna á Alþingi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.