Morgunblaðið - 06.03.1963, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 6. marz 1963
MORCVISBLAÐIÐ
1
£:-x-x::v::xvX:x-x-:::x::::->
iiíivíís:
:í-x -
Ouðmundur Elnarsson leg-gur síSuslu hond á arnarmálverk sitt, sem nú getur að líta í sýning
arglugga Morgunblaðsins
Um þessar mundir sýnir
GuSmundur Einarsson, frá
Miðdal, nokkur verk sín í
Morgunblaðsglugganum. Verk
þessi eru öll nýgerð og vekur
eitt málverkanna sérstaka at-
hygli. Það er af erni. I gær
heimsótti fréttamaður Mbl.
Guðmund í vinnustofu hans
við Skólavörðustíg og spurði
hann, hvort hann hefði náin
kynni af erninum, eða hvort
hann málaði hann aðeins eftir
myndum.
— Eg hef aifc’eg sérstakan
áhuga á örnum, sagði Guð-
mundur. Ég hef málað tals-
vert af íuglamyndum og lengi
langað til að mála örn, en það
er tekið að síga á ógæfuhlið-
ina fyrir honum. Hann virðist
alveg útdauður hér sunnan-
lands, en fyrir vestan eru enn
þá fáein hjón og þar hef ég
haft tækifæri til að kynnast
örnum dálítið.
— Þegar ég var strákur
voru arnarhjón í Hamrahlíð-
inni í Mosfellssveit. Við gáf-
um þeim alltaf nánar gætur,
og þegar fram liðu stundir,
urðu þau hin spökustu. Við
veiddum mikið af silungi og
skildum þá gjarnan eftir
Þetta málverk, af skarfahjónum með unga, málaði Guðmundur
fyrir nokkrum árum uppi á Mýrum.
ER GÚD FYRIRSÆTA
-j< Spiallað við Guðmund Einarsson
frá Miðdal
brondu handa þeim á árbakik-
anum. Ég er sannfærður um,
að örninn er athugull og skyn
samur fugl. Bftir því sem harð
ar er að honum gengið, velur
hann hreiður sitt af meiri var
færni.
— Nielsen, kaupmaður á
Eyrarbakka, skrifaði um alda-
rnótin mikið um friðun arnar-
ins og aðgætni í meðferð refa
eiturs, eins var hann mjög
mótfallinn sölu arnareggja,
sem þá tíðkaðist. Sennilegt er
talið að tala arna hafi þre-
faldazt á næstu áratugum, en
á síðustu 30 árum hefur hon-
um hríðfækkað. Þó munu lík-
lega _um 20—30 ernir lifa enn
við Ísafjarðardjúp og Breiða-
fjörð, enginn á Suður- eða
Austurlandi, en endrum og
eins sjást ernir fyrir norðan.
— Undanfarin ár hef ég
dvalizt nokkurn tíma hvert
sumar við ísafjarðardjúp. Fyr
ir tveimur árum voru þar í ein
um firðinum arnarhjón með
unga og komst ég í námunda
við þau, en í sumar var bara
einn eftir. Hins vegar komst
ég á öðrum stað við djúpið í
tæri við hjón með unga, sem
mér tókst að spekja mjög. í
byrj un voru þau aðgætin, en
þegar við höfðum setið á stein
um í fjörunni nokkra daga og
fylgzt með veiðiferðum þeirra
unnum við brátt traust þeirra.
Helzta fæða arnarins þarna er
rauðmagi og sjóbirtingur, og
er þeir hafa hremmt bráð
sína, setjast þeir oft á bergs-
snös og hvíla sig undir flugið
til hreiðursins. A þesum hvíld
artímum fengum við beztu
tækifærin til þes að athuga þá
á stuttu færi. Fjarlægðin hef-
ur vart verið meiri en 20 m.
Örninn er góð fyrirsæta, hann
er svo rólegur.
— ísafjarðardjúp er tilvalið
fyrir örn, enda er örninn eins
konar tákn Vestfjarða. Djúpið
er einnig ódáinsakur fyrir
hvers konar fugla- og sjávar-
dýr, — þar sitja t.d. selir ó-
smeykir á skerjum þótt menn
komi nærri. Allt þetta eyði-
leggst þó, ef það verður ekki
friðað, en gerist það, mun ísa-
fjarðardjúp verða paradís fyr
ir alla þá, sem ánægju hafa
af því að skoða náttúruna ó-
snortna, því það er kannske
eini staðurinn á íslandi, þar
sem dýr hafa fengið að vera í
friði til þessa. Það sem gera
þarf, er að fyrirbyiggja hvers
konar notkun skotvopna í
Djúpinu og stemma stigu við
óvarkárni í meðferð eiturs,
sem beitt er gegn meindýrum.
Vegurinn um Djúpið verður
brátt fullgerður, og ég er
sannfærður um að hann verð-
ur fjölfarinn af ferðamönnum,
ef náttúran fær að haldasf ó-
skert. Bændurnir á þessum
slóðum eru friðsamir menn,
svo að ekki munu þeir standa
í vegi fyrir þessari friðun.
— Við ísafjarðardjúp er
mikið af skarfi. Hann getur
orðið mjög spakur, ef hann
venst manni. Ég hef teiknað
fullorðinn skarf á um það bil
6 m færi og auk þess komizt
alveg að ungum, sem voru
svo spakir, að þeir nörtuðu í
fingurna á mér. Þegar móðir
þeirra kom aftur úr veiðiferð
með glænýjan kola, skellti
hún sér niður rétt við hliðina
á mér alls óhrædd, þar sem
hún sá hvernig mér samdi við
ungana.
— Ég er gamall veiðimað-
ur og skaut mikið af fugli
langt fram eftir aldri, en nú
orðið þykir mér meira gaman
að fylgjast með háttum fugla
og teikna þá. Margar skyttur
gefast upp á veiðunum. Við
höfum nóg annað að bíta og
brenna og getum þess vegna
látið þessi dýr í friði, enda er
voðinn vís ef við höldum á-
fram að skjóta þau.
Hvassaleiti —
Smáíbúffarhverfi. Barngóð
kona óskast á fámennt
heimili. Vinnut. 9.30-16.30,
mánud.-föstud. Tilb. merkt
„6440“ sendist Mbl. fyrir
9. þ. m.
Kærustupar
með 6 ára dreng óska eftir
atvinnu út á landi. Alls
konar vinna kemur til
greina. Uppl. í sima 13757
eftir kl. 3 í dag.
Vanar saumastúlkur
óskast. Uppl. á kvöldin
í síma 24756.
Til sölu
sem ný föt úr fyrsta flókks
efni á 12—14 ára dreng.
Hentug fermingarföt. Tæki
færisverð. Uppl. í síma
16735.
Til sölu
þvottapottur 50 Itr., tau-
rulla, bókahilla. Uppl. í
sima 2i2680 milli kl. 2 og 6.
Frímerki
Skildingafrímerki, Alþingis
hátíðarfrímerki og mikið
af öðrum eldri frímerkjum
til sölu. Tilb. sendist Mbl.,
merkt: „Frímerki — 6423“.
Ungrur maður
óskar eftir vinnu. Er van-
ur akstri. Þeir, sem vildu
sinna þessu, hringi í síma
36242.
„Rheinmetall“
reikningsvél notuð til sölu,
með tækifærisverði. Uppl.
í Fjármálaeftirliti skóla
\ Laugavegi 116 kl. 9—11,
daglega. Sími 24256.
Stúlka
með 2 börn, óskar eftir
ráðskonustöðu, helzt hjá
einhleypum manni í Kefla-
vík eða Njarðvík, strax.
Uppl. í síma 2217.
1 herb. og eldhús
óskast. Upplýsingar í sima
22150.
Húsmæður athugið
Sel heimabakaðar kökur,
Nökkvavogi 31, kjallara.
B.T.H. straupressa
vönduð, mjög lítið notuð
til sölu. Verð kr. 3.800,-.
Upplýsingar í síma 11830.
Tvær stúlkur
óska eftir aukavinnu á
kvöldin. Margt kemur til
greina. Tilb. sendist Mbl.
fyrir 9. þessa m., merkt:
„Aukavinna — 6051“.
International
sendiferðabíll ’53 til sölu.
Skipti á minni bíl koma
til . greina. Uppl. í síma
37036.
Steifihús í IMoröurmýri
um 100 ferm., kjallari og tvær hæðir ásamt bilskúr
og ræktað’-i og girtrl Jóð til sölu.
Kýja fasteignasálan
Laugaveg 12 — Sími .24300
og kL 7.30-8.30 eih. simi 18546
Til leigu
5 herb. íbúð í Vesturbænum. Tilboð sendist afgr.
Mbl. fyrir 10. þ. m. merkt: „Sólrík — 6259“.
íbúðir óskast:
Höfum kaupendur
að 5 og 6 herb. raðhúsum. Útborganir frá kr.
500 til 700 þúsund.
Höfum kaupendur að 5 og 6 herb. hæðum. — Útb.
frá kr. 40C til rúm 600 þúsund.
Höfum kaupendur að 3ja og 4ra herb. hæðum. —
Útborganir frá kr. 350 til 450 þús.
Höfum kaupendur að 2ja herb. hæðum og íbúðum.
Útborganir frá kr. 150 til 250 þúsund.
Ennfremur einbýlishúsum af öllum stærðum. —
Háar útborganir.
Einar Sigurðsson
Ingólfsstræti 4. — Simir 16767. — Eftir kl. 7 35993.
Einbýlishús
Höfum til sölu glæsileg einbýlishús (Bungalow)
210 ferm. með bílskúr, fokheld eða lengra komin.
Stór eingarlóð. Teikningar fyrirliggjandi á skrif-
stofu okkar.
Austurstræti 10, 5. hæð.
Símar 24850 og 13428.