Morgunblaðið - 06.03.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.03.1963, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. marz 1963 Jakob Jóh. Smdii skrifar um VORIÍR VETRI Matthías Johannessen: „Vor úr vetri“. — Gunnlaugur Scheving gerði myndir og kápu. — Helgafell — 7. febr. 1963. MATTHÍAS Johannessen hefuir vent sínu kvæði í kross og yrk- ir hér eingöngu rímað og stuðl- i............ .....—...... Matthías Johannessen eða hefðbundið, eins og nú er farið að kalla það. Eru hér á ferðinni eintómar sonnettur, að undanskildu inngangskvæð- inu. Eru þær margar gullfalleg- ar og ljómandi vel ortar og víða djúp hugsun að baki orðanna. Kennir hór að visu uggs og kvíða nútímans og þeirrar óvissu, sem sveipar framtíðina, en vonin um vor úr vetri hefur þó síðasta orðið, eins og fram kemur á skláldlegan hátt í mörgum kvæð- unum. Nægir að benda á loka- erindi eins og þessi: Blánar af nýjum degi sær við sand síungri þrá, að brotna við sitt land, eða þetta: Hún rís samt aftur, jörð með sól úr sæ, sígræn jörð og frjó sem grös í maL Hér er víða skáldlegt orða- ▼«.1, djarfar likingar og sefjandi Brynjúlfur Dagsson héraðslæknir — Minning persónugerving, og þó að finna megi einhverja hnökra á band- inu, þá gætir þess ekki, innan um allt það, sem vel er gert. Sem dærni um skáldlegt hand- bragð höfundar skal hér að lok- um tekin upp ein sonnetta í bók- inni: Nóttin vair fögur, fjöllin sak- laus á vanga. Feigð þinna drauma myrkur, sem enginn þekkir, þögnin eilíf, hendumar fingr- aðir hlekkir, hláturinn sígrænt lauf og blóm, sem anga. Landið holdvott af regni, rauðvín í glasi, rökkurhlý nóttin, senn er hún á förum, kemur ei aftur með orðlaust hvísl á vörum öndvert og dautt, en minn- ingin spor í grasi. Nóttin var að kveðja köld eins og vetur þess dauða, sem kernur ei aftur, nóttin var , lík þeirrar stundar, sem kemur ei aftur, en kallar þig oft til fundar við krossfest orð, sem lituðu nóttina rauða. Þú leitar að vori og leiðir hug þinn til baka, en Ijóð þinnar æsku er stirðn- uð jörð undir klaka. Skáldið nýtur þess óbeinlínis, að það sér langt „ud over denne verdens grásten og mög“, eins og Arne Garborg sagði. Tóm- hyggja nútímans er of vatnsbor- in til þess, að vænlegt sé að gera úr henni hið sanna vín skáldskaparins, en sem betur fer, er Matthías Johannessen fjarri þeim nihilisma. Jakob Jóh. Smári. ÞAÐ hefur löngum fylgt læknis- starfi að vera kvaddur til ferðar án fyrirvara, hvernig sem stend- ur á eyktamörkum eða árstíðum. Svo er og þegar komið er að þeirri ferð, sem enginn á aftur- kvæmt úr. Það er jafnvel eins og hinn mikli sendiboði eigi oft brýnna erindi og bráðara við lækna en aðra menn. Fyrir fáum dögum vorum við hjónin gestir á heimili míns gamla nágranna og starfsfélaga Brynjúlfs Dagssonar, ásamt nokkrum öðrum vinum þeirra hjóna. Húsbóndinn var með hýru yfirbragði, eins og hann var van- ur, húsfreyjan gædd því hispurs- lausa og hlýja viðmóti, sem gerir gestum komuna og veruna ánægjulega. Það hvarflaði víst að engum okkar, að þetta yrði skilnaðarsamkvæmi, heimilisfað- irinn innan örfárra daga liðið lík, en húmóðirin komin á spítala með heilabróðfall og tvísýna á lífi hennar. ÖIl þekktum við þrek og dugnað Brynjúlfs og enn var hann á ágætum starfsaldri. Það skal þó látið ósagt, fivort hann hefur áður kennt sér nokkurs meins. Brynjúlfur Dagsson var ekki vanur að kvarta. Brynjúlfur heitinn var fæddur í Þjórsárholti í Hreppum 9. sejtt. 1905, sonur þeirra hjónanna Þór- laugar Bjamadóttur bónda í Sviðugörðum í Flóa, Þorvarðs- sonar, og Dags síðar hreppstjóra í Gaulverpabæ, Brynjúlfssonar fræðaþuls á Minnanúpi, Jónsson- ar s. st., Brynjólfssonar s. st. Jóns sonar klausturhaldara á Kirkju- bæ, Brynjólfssonar Thorlaciusar sýslumanns á Hlíðarenda, Þórðar sonar Skálholtsbiskups, Þorláks- sonar Hólabiskups, Skúlasonar á Eiríkssstöðum, en kona Skúla var Steinunn, dóttir Guðbrands bisk- ups. Er þetta karlleggur Thorla- cius-ættar, þótt ættarnafnið hafi ekki verið notað af þeim lang- feðgum alllengi. Brynjúlfur læknir ólst að mestu upp í Gaulverjabæ og mun ekki hafa verið ætlað að ganga mennta veginn, en hugur hans stóð mjög til fróðleiks og frama, svo að hann hóf nám, þegar hann var farinn að geta unnið fyrir sér, tók stúdentspróf 25 ára gamall, og varð kandidat í læknisfræði þar. Haustið 1939 varð hann starf andi læknir á Selfossi, en skipað- ur héraðslæknir í Reykdælahér- aði 1940, Dalahéraði 1942, Hvammstangahéraði frá 1. jan. 1945 og loks Kópavogshéraði frá sex árum síðar. Dvaldist hann næstu þrjú ár í Dstnmörku og afl aði sér mjög alhliða framhalds- menntunar á ýmsum spítölum 1. jan. 1956, en hafði þá áður gegnt aðstoðarlæknisstarfi um tíma á lyfjadeild Landsspítalans. Hann fylgdist jafnan mjög vel með í vísindagrein sinni, aflaði sér oft nýrra bóka, var veturinn 1948—49 við framhaldsmenntun í heilbrigðisfræði í London, en sumurin 1959 og 1961 á náms- skeiðum fyrir embættislækna í Gautaborg. Hiklaust mó því telja hann hafa verið einn af bezt menntuðu héraðslæknum lands- ins. Brynjúlfur læknir kvæntist 1531 Sigríði Pétursdóttur Slökkvi liðsstjóra Ingimundarsonar og eignuðust þau fimm börn. Fjögur þeirra eru á lífi: Dagur, starfs- maður við Lyfjaverzlun Ríkisins, Þórlaug hjúkrunarkona, Unnur og Sigríður, námsmey, en áður en Brynjúlfur kvæntist átti hann dóttur, Huldu, sem gift er Guð- mundi Guðmundssyni síma- mannL Af þessari lýsingu á lífsskeiði Brynjúlfs heitins mættu ókunnug ir ætla, að það hafi verið nokk- urn veginn greið og slétt gata, en svo var ekki. Fjárhagur hans var mjög þröngur framan af, hér- uðin erfið og illa launuð, en ofan á bættist ólæknandi vanheilindi sumra barna hans og heilsumiss- ir fyrri konu hans að lokunou Aldrei sá þó ömurlyndi á hon- um og virtu sumir honum það jafnvel til léttúðar. Afkoma hans var að vísu orðin með sæmilegu móti á Hvammstanga og ágæt allra síðustu árin, þótt ekki nyti hann þess lengi. Það varð honum líka ómetanlegt lán, að síðari kona hans, Ingibjörg Jónsdóttir óðalsbónda í Hergilsey Árnason- ar, sem verið hafði forstöðukona barnaheimilis um langt skeið, reyndist stjúpbörnum sínum sem bezta móðir, svo að þau elskuðu hana og virtu, en honum sjálfum mikil stoð í starfi hans og lífi. Við Brynjúlfur heitinn vorum nágrannar í rúman áratug og skammt á milli, enda höfðum við mjög mikið saman aj5 sælda og hjálpúðumst venjulega að við meiri háttar aðgerðir. Var ég þá stundum nætursakir hjá honum, ef svo stóð á; og naut fróðlegra viðræðna við starfsbróður minn, en söngs frú Sigriðar, sem var mjög söngvin og hafði fallega og tæra rödd. Hlýnar mér í huga, er ég minnist þeirra mörgu stunda. Brynjúlfur Dagsson var mjög ötull læknir og ósérhlífinn, laua við alla ágegni og fégræðgL Hann var með hærri mönnum á vöxt og karlmenni að burðum, rausnarmaður mikill, er því var að skipta, jafnan glaður í bragði, trygglyndur og allt að því barns- lega einlægur. Hann var að fara að jarðarför gamals vinar síns, er hann varð heltekinn af kranz- æðastíflu uppi á Hellisheiði, komst með veikum burðum að Selfossi og andaðist þar eftir nokkrar mínútur á heimili móð- Framhald á ols. 17. Tvær skriður úr Laugarvatns- fjalli Laugarvatni, 2. marz. SEINNIPARTINN í dag féllu á sama tíma tvær skriður úr fjall- inu fyrir ofan byggðina. Skrið- urnar féllu á sama stað og stóra skriðan í fyrra, sem vann mikið tjón á skóginum og tók veginn af á stórum kafla. Miklar drunur fylgdu skriðunum og var uggur í fólkinu á staðnum, en til allrar hamingju stöðvuðust skriðurnar þegar þær voru komnar niður í mitt fja.ll. — Benjamín. VELVAKANDA barst þetta bréf fyrir nokkuð löngu. Ekki er talin ástæða til að synja birt ingu þess, en það hefir verið lagfært og dregið úr nokkrum stóryrðum. En hér kemur bréf- ið: • Brjótið plötuna. Kæri Velvakandi! Fyrir mörgum árum hafði Benedikt Gröndal hljómplötu- þátt í Útvarpinu, og vann hann sér það til ágætis að brjóta- í á- heyrn alþjóðar eina plötu, sem hann taldi virðingu útvarpsins misboðið með að leika kvöld eftir kvöld. Benedikt hafði mik ið til sins máls, þó að sitt sýnd ist hverjum, eins og oft vill verða. Nú er þessi sami Benedikt orðinn formaður útvarpsráðs og ber því meiri ábyrgð en áður á heiðri stofnunarinnar. Þrátt fyrir það lætur hann leika dag eftir dag hljómplötu, sem einn söngvari þessarar borgar hefur sungið inn á, en ég tel langt fyrir neðan virðingu útvarpsins að láta leika þessa plötu. Þetta er platan með laginu „Við brimsorfna kletta". Það 'hlýtur að vera frumskilyrði hvers góðs söngvara, að hann kunni textann og að sjálfsögðu lagið, áður en hann syngur það inn á plötu, en á þessu vill verða ærinn misbrestur. Þessi ágæti texti mun vera eftir Loft Guðmundsson, blaða- mann, ef ég man rétt og var á tímabili dálætissöngur Vest- mannaeyinga og er ef til vill tileinkaður þeim. Ætti söngvar- inn því að geta fengði réttan texta, ef hann kærir sig um að hafa heldur það sem sannara reynist. Hann syngur alltaf: — „Skipanir gjalla, skipstjórar kalla“, en það á að vera: „Skip stjórar kalla, skipanir gjalla“. Þó keyrir um þverbak er hann syngur: „Þó að brimið sér bylti með gný“, sem er hrein enda- leysa, eins og allir sjá, enda á það að vera: „Þó að báran sér bylti með gný“. Það er nú tillaga mín, að Bena dikt Gröndal taki þessa plötu og brjóti hana. Það þarf ekki að gerast í áheyrn alþjóðar, en burt með hana úr útvarpinu. Með þökk fyrir birtinguna. Ú tvarpshlustandi1*. • Stutt svar til form. F. f. B. „Bílstjóri" sá er spurði I Velvakanda: „Til hvers eru bíla klúbbar?" biður um að fá það leiðrétt í svari frá F.Í.B. að han« hafi talið vegaþjónustu F.Í.B. lofsverða, en ekki „óþarfa" einn og formaður F.Í.B. segir, og að mynd af „draugnum", bílflakinu sem dregið var úr bænum, sé I Ökuþór 2. tbl. 1961, en bíllinn ók á Sogsbrúna sunnudagina fyrir Verzlunarmannahelgin* en var dregin úr bænum um hádegi daginn eftir. Um fræðslu kvikmyndir má fá upplýsingar frá sæg af bílklúbbum í N- Ameríku en þar eru ca 50 sinn um meiri likur fyrir úrvali kvilc mynda en í Danmörku. Að öðru leyti staðfesti bréf F.Í.B. það sem gagnrýnt var, um skort á fræðslu í blöðum þegar með þarf,- og vöntun á samvinnu við fólkið, sem sést á fjölgun bil- slysa. Smá gagnrýni, sem þessi ætti að ske á félagsfundum, ef þeir væru haldnir, en vonandi ýtir þessi grein nokkuð við þein* bílklúbbum, sem þetta getur átt við. „Bílstjóri**!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.