Morgunblaðið - 06.03.1963, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 06.03.1963, Qupperneq 11
Miðvikudagur 6. marz 1963 MORCVIS B L Á ÐIÐ !1 1 Blaðamannaþœfctirair í REkis- útvarpinu eru ein af nýjungum þess og hlustendiur hafa veifct þessum þáttum vaxandi afchygiH. Kemur þar mangt til; m.a. að ýmsir framámenn í þjóðmálum eru spurðir og svara, án nokkurs verulegis undirbúnings. Þar sem þessir þættir miðast við að spyrja og fá svarað því, eera efst er á baugi hverju sinni,' vaentir hlustandinn þess, að í vörunum fái hann sannastar og gleggstar upplýsingar um það «nál, sem þá er á dagskrá. Mánudaginn 4. febrúar sl. svaT aði flugmálastjóri spurningum Þórður E. Halldársson: Reykjavíkurflugvðllur og framtíð hans blaðamanna um framtíð Reykja- vikurflugvallar.- Fyrir tveim til þrem árum var þessi sami flugmálastjóri þátttakandd í umræðum í þætt- inum „Spurt og spjallað í út- varpssal", um þetta sama efni. Ritaði ég þá grein í dagblaðið Vísi, nokkru síðar og taldi flug- málastjóra hafa í þeim umræð- um hallað allverulega réfctu máli ©g færði fyrir því rök. Ég hlustaði á þennan þátt nú ©g varð þess áþreifanlega var, að hdð sama var uppi á teningnum *em í hið fyrra skiptið.. Flugmálastjóri segir, að með tmá endurbótum og brautarleng ingum geti Reykjavíkurflugvöll- ur orðið sæmilegur millilanda- flugvöllur um langt árabil fyrir bæði félögin. Þróun fugmála allt til þessa er sú, að flugvélarnar stæikka og flytja meiri þunga. Fullhlaðnar verða flugvélar Loftleiða að lenda á Keflavikurflugvelli til «ð taíka eldsnyti, vegna þess að þær ná sér ekki upp af Reykja- víkurflugvelli og nú síðast fyrir nokkrum dögum varð ein af flug vélum Loftleiða að hella niður benzínforða sínum á vellinum, vegna þess að vind lægði, svo að hún náði sér ekki upp nema með því að „létta á sér.“ Flugmálastjóri segir, að leng- Ing brautar í Nauthólsvík sé gerð fyrst og fremst til þess að geta tekið flugið með meiri þunga. Hvaða afleiðingar það befur kem ég að síðar. Blaðamaður spyr, hvort undir- lagi brautanna á Reykjavíkur- flugvelli sé ekiki eitfchvað íifátt. „Það er bæði gott og vont“, segir flugmálastjóri; „hluti vallarins er byggður á mel og móhellu, hlutar byggðir í mýri og af því Jeiöir að undirstaðan er sums •taðar frekar veik og sums stað- ar betri. Hins vegar hefur það aldrei komið að sök.“ Reykjavíkurflugvöllur er styrj el darfyrirbrigði, byiggður á sem ekemmstum tíma, með sern tninnstum tilkostnaði, miðaður við þess tíma flugvélastærð og þunga, en ekki sem framtíðar flugvöllur fyrir íslendinga. Melurinn og móihellan er að- eins á hábungu flugbrautarinnar, Miöbær — Nauthólsvik. Til beggja enda eru undir flugbraut- inni mýrarfen, sem kakkað var í rauðamöl og aftur rauðamöl, svo ég noti orð flugmálastjóra. En hann gleymdi að geta þess, að þegar rauðamölin hélt áfram að eíga ofan í fenið, gi'ipu Bretar til þess ráðs að raða tómum olíu- tunnum og blikkbrúsum hlið við hlið, fylla þessi ílát með grjóti og eandi, og steypa svo yfir. Geta má nærri, eftir rúm 20 ár, hvort ekki er farið að þynnast í blikk- ruslinu, svo sem missig og sprung wr um völlinn þveran og endi- langan sanna bezt. Ég vann sjálf ur um tima við byggingu vallar- ins og er þessu vel kunnugur. Blaðamaður spyr: „Hver er hættan af því að hafa svona að- krepptan flugvöll, beinlínis í miðri borginni?“ Svar flugmála- etjóra: „Ég tel 1 fyrsta lagi að vollurinn sé ekki aðkxepptur. það er frjálst aðflug úr vestri yfir sjóinn, frjálst aðflug úr suðri yf- ir sjóinn og það er mjög sæmi- lega frjálst aðflug úr austri yfir lítt bygigt land.“ Aðflugið úr vestri er yfir sjó, það er rétt. Hvað segja hins veg- ar Kársnesbúar um aðflugið úr suðri, þegar vélarnar skríða yfir húsþökum þeirra til að ná braut- inni í Nauthólsvík? Og hvað segja Fossvogsbúar um aðflugið úr austri, þar sem bæði Bæjar- sjúkraihúsið og Kapellan eru í að- flugsgeira, áður en vélin steypir sér niður af Öskjuhlíð til þess að ná braut? Eru rauðu ljósin á þess um byggingum kannske ætluð bílaumferð og gangandi? Sannleikurinn er sá, að jafnvel nýji flugturninn, eina nýja bygg ingin á flugvellinum, er „hindr- un“ samkvæmt ICAO-reglum — og sama er að segja um lenging- una á flugbrautinni út í Naut- hólsvík, með tiliiti til Kársness- ins. Og hvað aðflugið snertir, þá telur flugmálastjóri ekki taka að minnast á flugdð inn yfir mið- borgina. Við getum látið það gott heita. En þurfa þær svo ekki a.m.k. annað slagið að hefja sig til flugs aftur,flugmálastjóri? í>að þarf engan „tæknifræð- ing“, bara leikmann, til þess að sjá það og vita, að í fluglaki stafar meiri hætta af flugvél en í lendingu. Það gera sennilega ekki allir sér ljóst, sem um mið- borgina fara, hver hætta getur stafað af ferlíkjunum, sem koma æðandi út yfir miðborgina, með alla mótora spennta til hins ýtr- asta til þess að ná sér upp fyrir byglgingarnar og möstrin á Lands símastöðinnL Hvað skeður, bili mótor í þeim átökum? Þá hugs- un vil ég ekki húgsa til enda. Hvers vegna þarf flugmálastjóri að gleyma svona „smáatriðum", þegar hann er að ræða um örygg ismál flugsins yfir Reykjavík? Hann fer hins vegar fljótt yfir í þá sálrna, og eyðir löngu máli í það að gera samanburð á því, sem lélegast er í þessum efnum hjá öðrum þjóðum. Enda þótt það standist engan samjöfnuð, eins og þeir geta borið um, sem það hafa séð. En þeir eru bara svo tiltölulega fáir í samartburði við þá, sem hann er að fræða. Endurbætur eða nýr- flugvöllur Endúrbætur á Reykjavikur- flugvelli eða bygging nýs flug- vallár á Álftanesi var annar meg inþátturinn i samtali blaðamann anna og flugmálastjóra. Hlust- andinn ^arð hins vegar litlu nær eftir. Eftir að flugmálastjóri hefur fullyrt, að stórfelldar endurbætur á Reykjavíkurflugvelli kosti ekki meira en hámark einn þriðja þess verðs, sem nýr flugvöllur t.d. á ÁlftanesL mundi kosta (miðað við fimm hundruð millj.) gerir blaðamaðurinn athuga- semd: „Þér sögðuð að endurbæt- ur á flugvellinum mundu kosta einn þriðja þess verðs, sem mundi kosta að byggja nýjan völl á Álftanesi. Var ekki í þessu álitd amerisku sérfræðinganna, sexn komu hingað til þess að rannsaka þetta mál, bent á það, að fullnægjandi endurbætur á Reykjavíkurflugvelli yrðu jafn- vel dýrari en nýr flugvöllur?" Svar: „Nei, ég kannast ekki við það.“ Hvort sem blaðamennimir hafa þar næst komið með óþægi- legar staðreyndir, eða eitfchvað það borið á góma, sem almenn- ingur mátti ekki heyra, er það staðreynd, að þarna var klipptur kafli úr segulbandsupptökunni. Hvað máttum við ekki heyra, sem hlustuðum? Er þess að vænta að það verði þagað í hel, sem talað er undir svo mörg vitni? Er hugsanlegt að flugmála stjóri hafi verið að segja eitt- hvað ósatt? Ingólfur Jónsson, samgöngu- málaráðherra skipaði 11. júlí 1960 sérfræðinganefnd undir for- sæti Árna Snævarr, verkfræð- ings. Sú nefnd skilaði áliti 27. febrúar 1962. Nefndinni var ætlað að gera tillögur um framtíðar- skipan _ fiugval.larmála Reykja- víkur. Á bls. 11 segir: „Ennfrem- ur má gera ráð fyTÍr að „kostn- aður við þessa endurbyggingu gætá hæglega orðið jafn eða íar- ið fram úr kostnaði við að byggja nýjan flugvöll á öðrum stað, er fullnægi ströngustu kröfum“, svo að tilgreind séu orð Buckleys (bls. 109). (Buckley þessi er amerískur sérfræðingur í flug- vallarmálum, sem fenginn var hingað frá fyrirtækinu James C. Buckley Inc. New York til þess að athuga framtíðarskipan flug- vallarmála Reykjavíkur). Þá þykir og rétt að tilfæra hér orð- rétt hluta úr lokaorðum Buck- ley‘s um þetta efni (bls. 110): „Ef til vill er einnig vert að athuga nauðsyn Reykjavikur- borgar fyrir landrými í nágrenn- inu til útþenslu. Þær framkvæmd ir, sem hér eru ræddar, myndu ekki einungis þarfnast alls nú- verandi landrýmis flugvallarins, heldur myndi þurfa að bæta þar við." Þetta eru tilfaerð orð úr nefnd aráliti Árna Snævarr, auk til- vitnaðra orða mr. Buckley. Þama miðar hann við minnstu hugsan- lega stærð flugvallarins sem framtíðarvallar fyrir Reykjavik. Þetta segist flugmálastjóri alls ekki kannast við. Flugmálastjóri segir það kosta tvær milljónir króna að rann- saka flugvallarstæði á ÁlftanesL í hinu orðinu fullyrðir hann að jarðvegsskiptin í Miklubrautinnd séu „microskopiskt atriði" hjá þeim jarðvegsskiptum, sem þurfi að framkvæma undir flugvöll á Álftanesi. Hvaðan kemur honum þessi vizka, ef aðeins rannsókn á flugvallarstæðinu kostar tvær milljónir, en ekki verið fram- kvæmd? Ég vil aðeins segja það að akademisk þekking er orðin úrelt, ef svona röntgenaugu sjá það fyrirhafnarlaust, sem hiún þarf að eyða tveim milljónum i að rannsaka. Mig undrar ekki þó hann segist geta talið nagHiaus- ana undir flugvélavængjunum í fleiri hundruð feta hæð. Niðúrstaða flugmálanna /eftir þessu; eina færa lausnin að end- urbyggja hrollvekju Reykvik- inga: Reykjavíkurflugvöll. Það er S allra vitorði, sem nokkuð þekkja til, að ef á að endurbæta Reykjavíkurflugvöll, þarf að brjóta upp mest allan völlinn, Skipta um jarðveg í meiri hluta vallarstæðisins og steypa að nýju. Það má telja hvrjum sem er trú um það öðrum en mér, að það kosti ekki meira en 165 milljónir að vinna það verk. Verði farið að eyða milljónatugum í smávægilegar endurbætur er erfiðara að snúa við, og þá kallar hver endurbót- in á aðra unz fjárhæðin er orð- in svimandi há fram úr þeirri á- ætlun, sem kann að hafa verið gerð. Flugmálastjóri segir að Álfta- nesið sé eini tiltækilegi staður- inn undir flugvöll. Það er út af fyrir sig virðulegur þakklætis- vottur til vegamálastjóra, sem var látinn þenja Suðurnesjaveg niður að sjó í Kapelluhrauni vegna higusanlegs flugvallar þar, enda þótt upphaflega væri ætlað að hann lægi beint. Það er enn- fremur uppörvandi fyrir þá, sem berjast fyrir lagningu varanlegra vega, í þessu landi vegleysanna, þegar flugmálastjóri lýsir því yf ir í útvarpinu að þeir verði sein- farnari að vetrarlagi en gömlu malartroðningarnir. Það vita all- ir, sem þekkja Suðurnesjaveg, og það get ég vel borið um, sem bú- inn r að aka þann veg að stað- aldri í sl. þrettán ár, að það má telja á fingrum sér þá daga að vetrinum, sem ísing myndast á veginum. ísing myn^ast ekki nema við sérstök veðurskdlyrði, sem hver vanur ökumaður áttar sig strax á og nda þótt ising myndist frekar, eða öllu heldur sé hættulegri á steyptum vegi en möl, er vegurinn þannig lagður að breiðir malarkantar eru utan við steyptu akbrautina. Þannig missa þessi rök alveg marks. Flugmálatjóri segist hafa sam- úð með Kópavogsbúum vegna hávaða frá flugvélum. (Hvað um slysahættuna?). Við skulum nú athuga í hverju samúðin felst. Hann segir brautarlengingu út í Nauthólsvík gerða tíl þess að völlurinn geti fullnægt meiri flug vélaþunga en til þessa, Brautin lengist að Kópavogi. Það þýðir að þyngri fugvél er komin nær Kópavogsbyggð en nú er, þegar hún getur hafið sig til flugS. Hún hlýtur því að fljúga nær húsun- um en hún gerði áður. Við hinn enda sömu brautar, sem snýr að Hringbraut hafa ljósastaurar verið lækkaðir og ját ar flugmálastjóri það gert vegn flugumferðarinnar. Þetta hefur mörgum fundizt nokkuð djarft teflt. En hann var ekki lengi að bjarga því atriði. Svona hafa þeir það í Caracas í Venezuela, og þar eru staurarndr ekki nema einn og hálfur metri, segir hann. Nærtækara dæmi fannst ekkL enda erfitt að afsanna þau rök. Þessi endi brautarinnar hefur líka verið lengdur. í tilefni af því vil ég spyrja: Þegar flugvél lend ir á þessari braut, hlaðin farþeg- um, og kæmi fyrir likt atvik og skeði með Leif Eiriksson í Glas- gow, er þá hugsanlegt að þessi braut xnundi þola slika nauð- hemlun? Eða hvað mundi ske? Ég tel mig hafa fært rök fyrir því að flugmálastjóri hafi í spum ingaþættinum gefið villandi upp lýsingar og jafnframt sleppt mörgum meginatriðum í svörum sínum að því er snertir öryggi Reykjavíkurflugvallar. Allt, sem mælti með því að fjarlægja völl- inn úr miðborginni mátti hvergi koma fram. Framtíðarhorfur Það má segja að lítill vandi sé áð gagnrýna eitt eða annað, ef ekki sé um leið bent á leiðir til úrbóta. Reykjavikurflugvöllur á að hverfa úr miðborginni svo fljótt sem tök eru á. Liggja að þvá eftir- farandi rök: 1. Flugvöllurinn er staðsettur á stórhættulegum stað fyrir ör- yggi borgarinnar. Það eitt væri nægjanleg ástæða til að fjar- lægja hann. 2. Borgin hefur ekki efni á því að láta hið dýrmæta og fagra borgarstæði undir vellinum ónot að. 3. Hávaði og óþægindi af flug- umferð yfir íbúðahverfum borg- arinnar er óþolandi. Hvað er þá lagt tif að komi I staðinn? vrður væntanlaga spurt. Þriðjudaginn 3. apríl 1962 var í 78. tbl. Mbl. síðu nr. 2, sagt frá erindL er Ingólfur Jónsson, flug- málaráðherra, hélt á fundi í Keflavík, sunnudaginn l; april. Orðrétt stendur þar: Því næst ræddi Ingólfur Jónsson um sam- göngumálin. — “en eins og kunn ugt er hafa að undanförnu vrið settar fram hugmyndir um bygg ingu flugvallar á ÁlftanesL Tal- ið er að slí'kt mannvirki mundi ekki kosta minna en 500 milljón- ir króna. Kvað ráðherrann þá hugmynd, að gera nýjan flugvödl mjög fjarlæga, ekki sízt ef sjá mætti að sá flugvöllur yrði inn- an fárra áratuga inni í höfuð- borginnL en hins vegar væri ruú ráðið að hraða lagningu hins nýja Keflavíkurvegar og mundi hann 'því koma í staðinn fyrir nýjan flugvöll. Kvað ráðherrann þennan nýja steinsteypta veg gera það fært að flytja allt milli- lándaflUgið til Keflavíkurfliug- vailar, þegar fcímar liða, en a.m.k. fyrst í stað gæti innan- landisflugið notast við Reykja- vikuirfkigvöU, en vera mætti að það yrði einnig flutt til KeifLa- víkur síðar. Taldi ráðherrann áætlað kostnaðarverð hins nýja vegar ca. 130—140 milljónir, en ef byggja ætti nýjan flugvöll mundi hann aildrei kosta undir 500—600 milljónum, og auk þess ættum við þar sem Keflavikuir- fiugvöUur er einn bezta flug- vöil í N-Evrópu“. Ekki fannsit flugmálastjóra taka því í blaða- mannaþættinuim að geta þess að þetta áUt flugimálaráðlherra hefði ioomið frarn. Við verðum að skrifa það á' reikning minnisleysis. En ekkert hefði það nú gerf til þófct álit æðsta manns í þessuim mál- um heföi einmitt komið, fram -í þessum umræðum. Við vituim að Keflavíkurflug- Framh. á bis. 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.