Morgunblaðið - 06.03.1963, Side 12
12
ORCVNRLAÐIÐ
Miðvikudagur 8. marz 1963
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson,
Sigurður Bjarnason frá Vigur,
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
, Ritstjórn: Að\lstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 einfakió.
A UKAAÐILD ENN EKKI
SKÝR GREIND
/alter Hallstein, prófessor,
framkvaemdastjóri Efna-
hagsbandalags Evrópu, ræddi
við fréttamenn í Washington
í fyrradag. Þar sagði hann
m.a.:
„Enginn veit hvað aukaað-
ild þýðir, þar sem engin skýr-
greining er á henni í (Róm-
ar-) sáttmálanum“.
Þessari skoðun hefur Morg-
unblaðið raunar haldið fram
mánuðum saman, en jafn-
harðan hefur því verið mót-
mælt af Framsóknarmönn-
um, að enn væri óvíst hvað
fælist í aukaaðild að Efna-
hagsbandalagi Evrópu. Þeir
hafa sagt, að með aukaaðild
hlytum við íslendingar að af-
sala okkur margháttuðum
réttindum og raunar látið í
það skína, að aukaaðild hlyti
að leiða til meiri og minni
skerðingar sjálfstæðisins.
En nú er komið á daginn,
að sjálfur framkvæmdastjóri
Efnah'agsbandalags Evrópu
lýsir því yfir, að enn sé allt
óráðið um aukaaðild. Slíkar
yfirlýsingar hefði raunar
ekki þurft, vegna þess ein-
faldlega, að orðalag 238. gr.
Rómarsáttmálans er svo al-
mennt, að nánast getur allt
rúmast innan hennar.
Þegar þetta er haft í huga
sést bezt, hve óafsakanleg sú
afstaða Framsóknarflokksins
var að rjúfa samstarf við
aðra lýðræðisflokka í þessu
mikilvæga máli. Það er alveg
Ijóst, að Framsóknarmenn
rufu þetta saúnstarf ekki
vegna þess að stjórnarflokk-
amir vildu ekki fyrirfram
loka aukaaðildarleiðinni. —
Framsólcnarmönnum var full
kunnugt um það, að Við-
reisnarstjórnin var og er
staðráðin í að gæta hags-
muna íslendinga í hv-ívetna
og einmitt þess vegna vildi
hún ekki fyrirfram loka þeirri
leið, sem ef til vill hefði “get-
að orðið heppilegri en hin
leiðin, sem um var að ræða.
Ástæðan til þess að Fram-
sóknarmenn rufu þetta sam-
starf var aðeins sú, að þeir
ætluðu sér á þann hátt að
bæta aðstöðu sína í væntan-
legum þingkosningum. — Þá
varðaði ekkert um íslenzka
hagsmuni, ef þeir gátu bætt
aðstöðu flokks síns. Þess
vegna vom rógsiðjan og að-
dróttanirnar hafnar.
En það fór hér, eins og svo
oft áður, að óheildindin
komu þeim sjálfum í koll,
sem beittu þeim. Það eina,
sem Framsóknarmenn hafa
uppskorið með afstöðu sinni,
er að þjóðin öll gerir sér nú
grein fyrir því, að þeir hugð-
ust nota þetta afdrifaríka
mál í flokkspólitískum til-
gangi, hvað sem hagsmunum
þjóðarinnar leið.
MERK RÆÐA
GUNNARS
GUNNARSSONAR
¥ hófi blaðamanna flutti
* Gimnar Gunnarsson, skáld,
merka ræðu, sem birtist hér
í blaðinu í gær. Hann gagn-
rýndi ýmislegt í fari íslend-
inga og sérstaklega sneri
hann sér að forstöðumönnum
samkomunnar, blaðamönnum
og gaf þeim verðugt um-
hugsunarefni.
Gunnar Gunnarsson er
vanur að vera ómyrkur í
máli. Hann talar ekki þannig
að öllum líki vel, en einmitt
þess vegna er eftir orðum
hans tekið.
Það var vel til fundið af
stjóm Blaðamannafélagsins
að fá þetta höfuðskáld ís-
lendinga til að tala í hófinu.
Hann talaði á þann veg sem
menn fyrirfram hlutu að
gera ráð fyrir, enda hefur
hann aldrei leitazt við að
vinna sér vinsældir með
málafylgju sinni, heldur
reynt að benda á það, sem
betur mætti fara, þótt það
kæmi við einhverja. Sjálfur
gerir hann sér þetta ljóst,
enda segir hann í niðurlagi
máls síns:
„Blaðamenn góðir, sem
báðuð mig að mæta hér; ég
gerði það með hálfum huga.
Allir aðrir voru hingað
kvaddir þess eins erindis að
skemmta sér og skemmta
öðrum: mér hins vegar ætlað
að vega ofurlítið upp á móti
sjálfsagðri léttúð síðkvölds-
ins með fáeinum alvarlegum
hugleiðingum; hugmyndin að
baki óefað sú, að þeir sem
entust til að hlusta á mig
hefðu þar með tryggt sér
eins konar aflátsbréf -r- og að
fornum vanda ekki ókeypis“.
SAMTÖK FERÐA-
SKRIFSTOFA
C*á furðulegi háttur er á hér-
^ lendis, að móttaka er-
lendra ferðamanna er einok-
uð af ríkisfyrirtæki. Samt eru
hér nokkur einkafyrirtæki,
sem starfa að ferðamálefnum,
en hendur þeirra eru bundn-
ar af fáránlegri löggjöf.
Morgunblaðið hefur marg-
sinnis bent á nauðsyn þess að
einokun Ferðaskrifstofu ríkis-
ins væri afnumin og þá |
UTAN ÚR HEIMI
Biíreiðin, sem Argoud fannst í í Faris.
Frönsk yfirvöld teija
OAS í upplausn
FRÖNSK yfirvöld telja nú
ástæðu til þess að ætla að
tekizt hafi að sundra röð-
um þeirra OAS-manna,
sem enn eru frjálsir ferða
sinna.
Það eru fjórir atburðir,
sem valda þessari bjart-
sýni yfirvaldanna:
• í byrjun febrúar kyrr-
setti spánska lögreglan Jean
Gardes, fyrrv. ofursta, einn
af fremstu leiðtogum OAS.
Telur franska lögreglan, að
hann hafi nú mjög takmarkað
samband við félaga sína í
Frakklandi. Áður en Gardes
var kyrrsettur hafði hann oft
heimsótt Frakkland á laun og
rætt við OAS-menn þar í
landi. Hann flýði til Spánar
eftir að Alsírdeilan leystist.
• Handtaka samsæris-
mannanna, sem ætluðu að
ráða de Gaulle af dögum, er
hann heimsótti herskóta í
París 15. febr. Skjöl, sem
fundust í fórum hinna hand-
teknu og framburðúr þeirra
við yfirheyrslur veitti lög-
reglunni upplýsingar um
starfsemi OAS og menn, sem
ekki höfðu áður verið grun-
aðir um þátttöku í starfsemi
leynihreyfingarinnar.
kröfu gera einnig nýstofnuð
samtök ferðaskrifstofanna.
Þetta er réttlætiskrafa, sem
ekki má lengur draga að
verða við.
En þetta er ekki einungis
réttindamál heldur líka mikið
hagsmunamál. Það er alveg
fráleitt fyrirkomulag að
fjöldi ferðaskrifstofa starfi
að því að fá íslendinga til að
fara utan, en sé bannað að
reyna að fá útlendinga til að
koma til landsins. Við getum
haft miklar tekjur a.f ferða-
mönnum, en þó auðvitað
fyrst og fremst ef dugmiklir
menn skipuleggja ferðalög
hingað og sjá um móttöku
ferðamannanna.
Slíkt er ekki á færi opin-
berrar skrifstofu, heldur
einkafyrirtækjanna, og þess
vegna á að veita þeim rétt til
rnóttöku ferðamanna.
Argoud ofursti hefur veittJög-
reglunni mikilvægar upplýs-
ingar um OAS.
• Ránið á Argoud ofursta
í Munchen og framsal hans í
hendur lögreglunnar í París.
Argoud var áhrifamesti OAS-
leiðtoginn, sem flúið hafði til
Þýzkalands. Haft er eftir á-
reiðanlegum heimildum, að
við yfirheyrslur í París und-
anfama daga hafi Argoud
gefið lögreglunni mikilvægar
upplýsingar um starfsemi
OAS.
• Að lokum er handtaka
níu OAS-manna, sem höfðu,
að eigin sögn, oft .ætlað að
ráða Pompidou forsætisráð-
herra af dögum.
Óttast enn tilræðl
Lögreglan hefur ekki upp-
lýst hvernig komst upp um
mennina, sem ætluðu að ráða
Pompidou af dögum, en I fór-
um þeirra fundust ýmis gögn
varðandi starfsemi OAS. —
Franska leyniþjónustan er
bjartsýn á það, að -henni tak-
ist að koma upp um fleiri
OAS-menn, vegna ábendinga,
sem felast í gögnum þeim,
sem fundizt hafa í fórum
hinna handteknu, bæði sam-
særismannanna, sem ætluðu
að ráða de Gaulle af dögum
og þeirra, sem ætluðu að
myrða Pompidou.
Frönsku lögreglunni hefur,
eins og sést af því sem áður
segir, tekizt að uppræta tvær
deildir OAS í París og gera
óvirka tvo helztu foringja
samtakanna í Þýzkalandi og
á Spáni. Hverjir það voru,
sem rændu Argoud ofursta í
Munchen er enn ekki vitað og
menn óttast að aldrei muni
takast að upplýsa það. Eins
og skýrt hefur verið frá
hringdi maður, sem ekki lét
nafns síns- getið, til lögregl-
unnar í París. Skýrði hann
frá því, að Argoud væri
bundinn og meðvitundarlaus
í bifreið skammt frá lögreglu-
stöðinni, og þar fannst hann.
Árangur aðgerðanna gegn
OAS að undanfömu og þær
upplýsingar, sem leyniþjón-
ustan hefur nú í höndum,
gefa ástæðu til þess að ætla,
að ýmsir meðlimir OAS, sem
farið hafa frjálsir ferða sinna
til þessa, neyðist nú til þess
að fara í felur og verði því
ekki eins hættulegir. Þó telur
lögreglan, að* henni muni inn-
an skamms takast að hafa
hendur í hári þeirra for-
sprakka samtakanna, sem enn
hefur ekki náðst til, en óttast
að áður muni þeir gera til-
raun til þess að framkvæma
stærsta ætlunarverk sitt, þ. e.
a. s. ráða de Gaulle forseta
af dögum.
Talið er að Argoud hafi verið rænt úr forsal gistihúss í Mun-
chen. Myndin sýnir hiuta forsalarins.
v