Morgunblaðið - 06.03.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.03.1963, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 6. rnarz 1963 MORCVNBLAÐ1Ð 13 Sigurður Þórðarson, Laugarbóli: ÍSLENZKI ÖRNINN EINHVER sagði mér úr þing- fréttum Ríkisútvarpsins nýlega, að Bjartmar Guðmundsson, al- þingsm., bæri nú fram á alþingi frumvarp til breytingu á lögum um friðun arna. Þetta er bæði þarft verk og gott. En reisa þarf lammar skorður, erninum til yerndar, ei duga skal. íslenzki haförninn hefir nú verið alfriðaður að lögum, um langt árabil. Þó fækkar honum stöðugt og það svo, að lætur nærri að telja megi á fingrum annarrar handar þau arnarhjón, sem enn eru á lífi á landinu. Og eftir því sem vitað er, mun meirihluti þessa örsmáa hóps, yera búsettur hér á Vestfjörðum. Tvennt mun aðallega valda fækkuninni, þ. e. eitrun fyrir svartbak og refi, sem lögleyfð hef ir verið, með nokkrum takmörk- unum um meðferð eitursins og svo eggjataka úr hreiðrum arn- arins. Á þriðja möguleikann vil ég ekki trúa, þann, að nokkur skytta fáist til þess að beina riffil hlaupi sínu, eða nokkru öðru skot vopni, að þessum tignarlega kon- ungi íslenzikra fugla. 'i Ég hefi oft orðið þess var, að menn töldu örninn mikinn skað- vald, er dræpi lömb, sér og ung- Um sínum til matar. Ég er á barnsaldri alinn upp i nábýli við örninn og þykist þekkja hann allvel og lifnaðar- hætti hans. Það var margt sauð- fé hér á Laugabóli, þegar ég var innan við fermingu. Fénu var yfirleitt haldið um sauðburðinn í hlíðunum milli Laugabóls og Arngerðareyrar, sem eru mjög skjólasamar og að nokkru, vaxn- ar skógarkjarri. Um sauðburðinn vorum við Halldór, síðar bóndi á Arngerðareyri, látnir labba innan um féð og athuga burðinn og stundum voru eldri menn með í þeim ferðúm. En þar voru einnig fleiri á ferð stundum. Það var engin nýlunda að sjá þar 4 til 6 erni innan um féð, eða á sömu slóðum og það, en aldrei man ég eftir því að við yrðum varir við að þeir tækju lifandi lamb. Aðeins einu sinni, eftir að iég var farinn að búa hér, féll grunur á örninn um hvinnsku. Pillarnir komu til mín og sögðu að örninn hefði hremmt lamb á tilteknum stað á túninu og flogið með það í stefnu á Arnarstapa, þar sem verpir venjulega, en það er klettadrangur við innanverðan fjarðarbotninn. Þegar ég athug- ÞÝZK stjórnarvöld bjóða fram tvo styrki handa íslenzkum stú- dentum eða kandidötum til að sækja þriggja til fjögurra vikna sumarnámskeið við háskóla í Sam bandslýðv eldinu Þýzkalandi á sumri komanda. Hvor styrkur iieimur 500 þýzkum mörkum, en auk þess fá styrkþegar 580 mörk til greiðslu ferðakostnaðar. Um- sækjendur skulu vera á aldrin- |im 20 — 30 ára. Námskeið þau, sem hér um tæðir, eru haldin við ýmsa þýzka háskóla og eingöngu ætluð út- lendingum. Fjalla þau um mis- munandi efni varðandi þýzka tungu, menningu, listir, efnahags- mál o. fl. Þess skal getið, að ung- *im hljómlistarmönnum, sem Styrk hljóta, gefst kostur á að sækja hljómlistarhátíðir í stað námskeiða. — í stað þess að veita tvo styrki til að sækja framan- greind námskeið, kemur til greina að veita einn styrk til að sækja tveggja mánaða þýzkunám gkeið 4 vegum Goethe-Institut, og mundi styrkfjárhæðin þá nema 1.200 mörkum auk 580 marka til fargjalda. Skrá um námskeiðin, sem um aði um þær fáu lambær sem á túninu voru, reyndist þar allt í friði og spekt. Hinsvegar var stokkönd horfin af eggjum sín- um, er hún átti á lækjarbakka þar sem þeir héldu lambið tekið og sást hún aldrei síðan. Það má vel vera að örninn geri usla í varplöndum, en þar eru þá oftast fleiri að verki og skæðari víkingar en örninn, svo sem svartbakurinn, hrafninn, ref- ir og minkar og gætir þá þessara fáu fugla lítt, móts við þá fylk- ingu, sem nú vex upp óáreitt, sennilega í þúsundatali innan skamms, í hinum mannlausu byggöum Hornstranda, lifir þar konunglega á eggjum og fugli og eyðir fljótlega öllu fuglalífi þár í björgunum, án þess nokkuð sé gert eða hömlur á lagðar, svo mér sé kunnugt, „aukast þar og marg- faldast og uppfylla jörðina" og eru nú framvarðasveitir þess liðs þegar byrjaðar að leggja land undir sig hér umhverfis Djúpið. Það ef annars undarlegt ósam- ræmi í hugsun og framkvæmd, að alfriða örninn, en leyfa sam- tímis að eitra fyrir svartbakinn. Ætli að það bæri nokkurn ár- angur, þótt festur væri miði við útburðinn sem svartbakinum er er ætlaður og örninn, kurteislega áminntur u-m að snerta hann ekki? Nei, alþingi verður að banna alla eitrun, því meðan svo er ekki gert, verður öll friðun kák eitt. Eitrun fyrir dýr, er sví- virðilegúr blettur á þjóðSélaginu, sem á að banna með lögum og gera mönnum algerlega ófært að komast yfir strychnin eitur, sem aðallega er notað í þessu skyni, vegna þess að það er bæði bragð- laust og lyktarlaust. Dauðastríð skepnu, sem etið hefir strychnin, er bæði langvinnt og hroðalegt. Það er áreiðanlega hárrétt, sem nokkrar landsþekktar refaskytt- ur hafa haldið fram, að refurinn lærir fljótlega að varast eitrið og verður bæði tortryggnari og skæð ari fantur eftir þá kynningu af veizluboðum mannsins. Svart- baknum verður aldrei eytt með eitri að nokkru ráði. Ég held að til eyðingar honum verði ör- uggasta aðferðin að gera skipu- lega leit um varptímann á öllum þeim stöðum sem mönnum eru kunnir sem varplönd hans og eyða eða taka egg hans, þá mundi hjörðinni fækka smátt og smátt. Það væri þjóðarsmán ef þessir er að velja, og nánari upplýs- ingar um þau, fæst í menntamála ráðuneytingu, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. Þar fást og sér- stök umsóknareyðublöð, og skal umsóknum, ásamt tilskildum fylgigögnum, komið til ráðuneyt isins eigi síðar en 15. marz n.k. Sex prestaköll auglýst laus til umsóknar 6 PRESTAKÖLL hafa verið aug- iýst laus til umsóknar. Þau eru: Desjarmýrarprestakall í N-Múla- prófastsdæmi. Húsavíkurpresta- kall 1 S-Þingeyjarprófastsdæmi. Hofsóssprestakall í Skagafjarðar- prófastsdæmi. Holtsprestakall í V-ísafjarðarprófastsdæmi. Mikla- bæj arprestakall í Skagafjarðar- prófastsdæmi. Breiðabólstaðar- prestakall í Rangárvallaprófasts- dæmi. Umsóknarfrestur er til 31. marz nJt, Sigurður á Laugabóli. örfáu ernir, 12 — 15 að tölu, sem eru síðustu leifar þessa sér- stofns, í heiminum, yrðu aldauða hér vegna tómlætis manna og skorti á nauðsynlegri vernd. Eftirmæli og hlutur okkar nú- lifandi kynslóðar yrði þá jafnvel verri í framtíðinni, en þeirra fá- vísu manna, sem drápu síðustu geirfuglana í heiminum, til þess að næla 1 fáeina silfurdali. Dráp arnar, eyðilegging á eggj- lim hans eða ungum, ætti að varða gífurlegum sektum og fang Á AÐ ala upp fiskstofna hér við ströndina handa öðrum þjóðum, sem fiskveiðar stunda í Norður Atlantshafi? Yfir þjóðina er dembt hverri blaðagreíninni af annarri. Að við hér séum að eyðileggja fiskstofn- ana við strendur landsins og þá sjálfsagt í Norður Atlanshafinu líka. Menn vilja banna þorskaneta- veiðar, aðrir vilja banna drag- nótaveiðar og enn aðrir vilja tak- marka síldveiðar, og nú síðast banna þorsknætur. Er þetta heil- brigður hugsunarháttur? Einstakir menn finna dragnót- inni allt til foráttu. Hún á að eyða öllu smæsta ungviði. Einnig á hún að róta svo upp botninum að engri skepnu sé þar líft og allur botngróður eyðilagður. Ekki mun nokkur sjómaður trúa þessu, sem fiskveiðar hefur stundað. Möskvastærð á dragnót er það stór að allt ungviði fer þar í gegn. Ég hef töluvert verið við dragnótaveiðar og hef ég aldrei séð sjóinn óhreinkast við þær veiðar. Ekki er hægt að vera með dragnót nema þar sem er sléttur botn, sandur eða leir. Þar hef ég aldrei orðið var við neinn gróður í botninum. Nú hefur Jón vinur minn Árna- son frá Akranesi, borið fram frumvarp á Alþingi um það, að banna dragnótaveiðar í Faxaflóa. Undir því yfirskini að Faxaflói sé svo þýðingarmikil uppeldisstöð fyrir ungviðið. Sjálfsagt liggur þó fleira þar á bakvið. Ef til vill hagsmunir nokkurra trillubáta þar á skaganum. Á að setja í naust 40 — 50 drag- nótabáta, sem hafa verið hér í flóanum undanfarin sumur með dragnót og áflað allvel? Afli mun hafa verið svipaðúr þessi 3 sum- ur, þó mun afli hafa komizt hæst í sumar, í 14 hundruð þúsund krónur á hæsta bátinn. Svo mik- inn afla hef ég ekki heyrt getið um hin 2 fyrri sumurinn, svo ekki bendir það til að allt sé að ganga til þurrðar hér í flóanum. 250 — 300 manns hafa haft at- vinnu á þessum bátum yfir sum- elsi. Jafnframt þyrfti að skipa trúverðuga eftirlitsmenn. með friðun fuglsins og hreiðra hans um varptímann, þar til ungar væru fleygir og færir, á þeim fáu varpstöðum sem hann hefir hald- ið við ennþá. í árslok 1961, var svo komið, að hér sást aðeins einn roskinn og dapur örn á ferð. Sennilega misst maka sinn. En nú hefir hann náð sér í mjög ungan maka og hefi ég séð þá að jafnaði í vetur, tvisvar í viku hér úti á bökkunum, er ég þarf að fara einhverra erinda í Djúpbátinn að Arngerðareyri. Ungi örninn er svo spakur, að hann hreyfir sig ekki þótt maður aki hægt fram hjá honum í ca. 10 — 12 m fjar- lægð, þar sem hann situr oftast á sömu þúfunni og horfir rólegur á þetta „viðrini“, vagninn, sem rennur um veginn, getur þá hver sem vil'l virt fyrir sér nákvæm- lega gegn um gluggana, hinn tígulega, svipmikla og brúna- þunga konung ísl. fugla. Það mundi mörgum, er ekki hefir áður séð örn, en þeir eru senni- ■lega margir í þessu landi, finnast hann fögur óg ógleymanleg sjón. Sá eldri er venjulega í meiri fjarlægð og er varari um sig, hefir sennilega kvekkst á mönn- unum einhverntíma. Náttúran er grimm og alltaf að drépa á landi, sjó og í lofti, þar etur hver annan kvikan eftir þörfum og náttúruhvöt og spyr hvorki um eignarrétt né hvað kg. arið. Hvað á að gera við frysti- húsin hér við Faxaflóa yfir sum- arið, á að loka þeim öllum? Marg- ir hafa vinnu þar og er hætt við að það kæmi sér illa fyrir marga ef þeim væri lokað. Hvað er stór hluti af Faxaflóa, sem dragnót er dregin á? Ég er ekki svo fróður að vita það, en ég gæti trúað að það væri ekki meira en 5% af flóanum fyrir innan línu sem dregin væri frá Gaiðskaga í Malarrif. Þá eru 95% eftir, sem fengju að vera algerlega í friði fyrir dragnót- inni, þar gæti allt líf dafnað vel hennar vegna. Það er ekki dragnótin og ekki við íslendingar sem erum að eyða fiskstofnum í Norður At- lantshafinu, nema að mjög litlu leyti. Heldur eru það stórþjóð- irnar sem fiskveiðar stunda þar, með mörg hundruð togurum og þúsundum annarra fiskiskipa. Sá fiskur sem veiddur er, hann hrygnir aldrei framar. Þó hrygningarstöðvar séu tald- ar stórar og góðar hér við strönd- ina, þá eru þær víða annars stað- ar ef til vill engu verri. Líkur benda til að þorskur og ufsi hrygni 10—12 faðma frá botni. Oft er hann í torfum um hrygn- ingartímann þetta langt frá botn inum og er þá aðal fiskmagnið fyrir ofan netatrossurnar, sem ekki ná nema 2 — 3 faðma frá botni upp í sjóinn. Handfærabátar hafa oft fengið ágætan afla, þar sem netatrossur hafa verið dregnar fisklausar, vegna þess að fiskur er ekki við botninn. Hægt hefur verið að fylgjast með þessu síðan dýptar- mæiarnir komu til sögunnar. Eftir að unginn eða seiðið kem- ur úr þorskhrogninu, berst það upp undir yfirborð sjávar og verða þá margar hættur á vegi þess. Þessir ósjálfbjarga einstakl- ingar ráða ekki ferðum sínum, heldur berazt þeir 'með straumn- um. Nú er það svo, að aðalstraum- urinn eða flóðbylgjan, liggur með sól umhverfis landið, og fer með þessar litlu lífverur með sér. kosti. Örninn, þessir örfáu fugl- ar sem til eru, verður þar áreið- anlega skaðaminnstur og varp- lönd má verja fyrir honum með ýmsu öðru en skotum og eitrL Ég skora á alþingi að ganga nú rösklega til verks og gera eitt hvað sem að fullu gagni mætti verða, erninum til bjargar. En ég skora alveg sérstaklega á Vest- firðinga þá, er örninn hefir sýnt þann heiður og traust að velja sér fyrst og síðast byggðir þeirra til bústaðar, að gera allt sem i þeirra valdi stendur, til þess að vernda líf arnarins, unga hans og eggja, því nú er svo lcomið að líf hans eða tortíming er að mestu komin í hendur og ábyrgð Vestfirðinga. Það hæfir ekki vest firzkri gestrisni að telja eftir, eða amast við því, þótt svo tig- inn og fágætur gestur í heimi okkar, sem hinn íslenzki haf- örn, grípi æðarkollu, egg eg lamb kött, ef einhver veit dæmi til slíks, ætti honum að vera það velkomið. Það heimsækja okkur aðrir og miklu skæaðri vikingar, sem við ráðum lítið eða alls ekkert við og gera miklu meiri usla og er því oftast tekið með jafnaðargeði, af gömlum vana. En ef örninn er aðeins grunaður um að krækja sér í fuglsræfil eða annað, þá ætlar allt vitlaust að verða. Við Vestfirðingar skulum vernda hann og afkvæmi hans, eins og við getum og sönnum heiðursmönnum sæmir. Ég hef heyrt sagt að Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur hafi talið 600 slík seiði úr einum-svart fuglsmaga. Hvað myndu þá allir svartfuglar í Látrabjargi borða margar milljónir daglega? Síðan 1928 hafa engin egg né fugl verið tekinn í Látrabjargi, svo viðkoman hlýtur að vera rnikil. Eitthvað þurfa svartfugl- arnir í hinum bjögunum að borða líka. Það er fleira en mannshönd- in, sem ungviðinu verður að grandi. Fyrir nokkrum árum las ég það í blaðagrein að hafsúlan í Eldey borðaði eins mikinn fisk og allir Reykvíkingar til samans, sem mun vera 10 — 12 tonn á dag. Ekki étur hafsúlan stóran fisk, því hún rennir honum niður í heilu lagi. svo fiskurinn er varla stærri en fullorðin hafsíld. Ljótur yrði svipurinn svipurinn á sum- um, ef þeir sæu slíka smáfiska- kös koma hér á land alla daga ársins. Menn hér á landi hafa löngum verið ósammála um, hvaða veiði- aðferðir ætti að nota. Sumum hentar þessi veiðiaðferð, öðrum hin. Um þetta er karpað aftur og fram. Um síðustu aldamót átti að reka þá formenn frá Þorlákshöfn, sem byrjuðu að veiða með fiski- línu, svo alvarlegt þótti þetta þá. Til þess kom þó ekki, því hyggn- ari menn gátu stillt til friðar. Gamli Vaninn þá, var að dorga með handfæri. Fljótvirkari veið- arfæri mátti ekki nota. Ekki mun hafa gengið minna á þegar farið var að nota þorska- net hér í Garðsjónum upp úr síðustu aldamótum. Og enn énd- urtekur gamla sagan sig. Menn rífast um veiðiaðferðir. Við sem höfum stundað drag- nótaveiðar hér í flóanum undan- farin sumur viljum fá að stunda þá veiði áfram, og mótmælum harðlega frumvarpi Jóns Árna- sonar um friðun Faxaflóa fyrir dragnót. Ef á að fara að vísa okkur á einhverja veiðiaðferð, svo að við myndum afla nógu lítið, svo fiski stofninn eyddist ekki af okkar völdum, er hætt við að lítið 'kann\i í þjóðarbúið. Flestir myndu þá fljótlega leggja árar í bát og hætta. Reykjavík, 24. febrúar, 1963. Bjarni Andrésson. Þýzkir námsstyrkir Á að banna fslendingum að veiða fisk? eftir Bjarna Andrésson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.