Morgunblaðið - 06.03.1963, Qupperneq 17
Miðvikudagur 6. marz 1963
MORGl' ISBLAÐIÐ
17
- v r r7y *
' . s * , " ~m4§
Skip í ís fyrir sunnan Noreg
Fimbuivetur á Norðurlöndum
„ísland hlýjasti hletturinn í Evrópu“. — Tuttugu
skip föst í ís í Skagerak-Kattegat, og „Beltin“
lokuð. — Norðurlandaráð lýkur störfum með „hálf-
kveðinni vísu“.
Nesbyen, 2'3. febr.
ÞESSA DAGANA heyrir mað-
ur, hvenær sem útvarpið hef-
ur fréttatíma, lesna upp til-
kynningu frá hafnarstjóranum
í Osló. Aðvörun til skipa, sem
ekki séu stór og hafi ekki mjög
aflmikla vél, um að reyna ekki
að sigla leiðsögulaust í Skage
rak og Kattegat, því að þau
geti ekki vænzt þess, að ísbrjót
ar hjáipi þeim. Þeir geti ekki
snúist við því, vegna þess að
þeir hafi nógu að sinna, við
að halda opinni ofurlítilli
rennu gegnum ísinn upp Osló
arfjörð, og geti alls ekki snúist
við því að hjálpa skipum, sem
festist í ís utanvið þessa
„rennu“. Dag og nótt sigla
norsku ísbrjótarnir „Herkules“
og „Salvator“ fram og aftur
um Oslóarfjörð — eða „Fold-
ina“, sem kötluð var í gamla
daga — frá Dröbak-sundi og
suður á móts við Gautaborg,
til þess að halda opinni sigl-
ingaleiðinni til Oslóar. Síðasti
spottinn — frá Dröbak og til
Oslóar — eða botninn í Oslóar
firiði, er hins vegar svo til ís-
laus ennþá.
Undanfarna mánuði, þ.e.a.s.
siðan í byrjun nóvember, hafa
kuldarnir hér í Skandinavíu
verið þrálátari en nokkurn
tíma á þessari öld. Fyrst í
stað sagði veðurstofan, að vet
urinn væri sá harðasti síðan
1941—42, en nú eru harðindin
orðin langvinnari en þá, og veð
urfræðingarnir gefa engar von
ir um að þeim linni í bráð.
„Veðramótin eru á línu frá
Normandí til Varsjava, og eng
in von um að nokkuð hlýni fyr
ir norðan línu næstu daga“,
sagði fulltrúi veðurstofunnar í
Osló við eitt blaðið í gær-
kvöldi.
I útvarpinu heyrir maður
daglega símtöl við vitavörðinn
á Færder Fyr, en það er aðal-
vitinn í Oslóarfirði. Er nú lið
in vika síðan hægt var að hafa
samband við vitann sjóleiðis,
en vitavörðurinn er samt hinn
brattasti, og segist hafa nóg af
mat, en ef eitthvað vanti, sé
alltaf hægt að fá það með
„kopta“. Það sé erfiðara sem
þau eigi, sum þessara tuttugu
skipa, sem föst eru þarna í firð
inum. — Fyrst í stað gátu
„Salvator“ og „Herkules“
hjálpað skipum seim urðu ó-
sjálfbjarga, en nú hafa þau
öðru að sinna, og sama máli
gegnir um sænsku ísbrjójana,
t.d. „Óðinn“, sem er sterkasti
brjóturinn á Norðurlöndum.
Danir hafa nóg að hugsa, að
„moka frá“ sínum eigin dyr-
um, því að nú eru bæði „belt-
in“ — Stórabelti og Litlabelti
— lokuð af ís, svo að Eyrar-
fiund er eina siglingaleiðin
milli Eystrasalts og Atlants-
hafs eins og stendur.
ísinn veldur skiljanlega
miklum truflunum í atvinnu-
og samgöngulífinu. Stóriðju-
fyrirtæki, svo sem áburðar-
gerðir Norsk Hydro geta ekki
komið framleiðslunni frá sér
sjóleiðis, og í Gautaborg vildi
svo hlálega til, að 1600 hafnar
verkamenn höfðu gert verk-
fall skömmu áður en Kattegat
fór að frjósa. Þessvegna koma
daglega langar þungavörulest
ir með járnbrautinni frá Gauta
borg til Oslóar, hlaðnar
sænskri framleiðslu, sem
þurfti að komast á heimsmark
aðinn og þoldi enga bið.
í Helsingjabotni Eystrasalts
er sömu sögu að segja. Skógar
iðnaðarfyrirtækin í Norðan-
verðri Svíþjóð, alla leið frá
Söderhamn til Haparanda
geta ekki komið pappír, tréni
og timbri frá sér aðra leið en
senda það með járnbraut yfir
þveran skagann, til Þránd-
heims, en þar hafa járnbraut-
irnar orðið að auka starfslið
’sitt til þess að hafa undan.
Þetta eru aðeins nokkur
dæmi um áhrif kuldans hérna.
Fólk er orðið svo óvant svona
harðindum að það kveinkar
sér, og talar um að öll náttúru
lögmál séu farin úr skorðum.
Sumt gamalt fólk kenni atóm
sprengingunum um röskunina
og finnst að endaskipti hafi
verið höfð á flestu. Og þá vitn
ar það m. a. til þess, að
Reykjavík skuli í undanfarna
þrjá mánuði hafa verið „heit-
asta höfuðborgin á Norður-
löndum“. Þeir lesa í blöðunum
um „temperaturen igár“ og
þar stendur: — Osló -f- 19,
Stockholm ~ 23, Kjöbenhavn
-r- 15 — en Reykjavik + 7!
En hvað íslögin snertir þá
er það eina vonin, að nú komi
sterk norðanátt og hreki ís-
inn burt úr Oslóarfirði. En
hvert? Suður að Danmörku og
teppi ef til vill Eyrarsund.
Það er óvíst að Danir kæri
sig nokkuð um þessa norðan
átt
Ársþingi Norðurlandaráðs
lauk í gær. Undanfarna daga
hefur það gert ályktanir um
ýms af dagskrármálunum, en
sú ályktun sem mestu máli
skiptir, varðar vitanlega efna
hagsmálin. Hún er samt
hvorki fugl eða fiskur, enda
var ekki við betra að búast.
Hún er aðeins hálfkveðin vísa,
sem öll Norðurlöndin vona að
verði botnuð á sem beztan
hátt. En þar verða aðrar þjóð
ir að leggja gott orð í belg. En
efnahagsmálin voru afgreidd
með ályktun ráðsins um, að
Norðurlandaráðið beini þeirri
ósk til ríkisstjórna Norður-
landa, að
„þegar fjallað verður um
alþjóðleg markaðsmálefni,
komi stjórnirnar, eftir því sem
unnt er, fram á sameiginleg
um vettvangi, til þess að
tryggja skilyrðin fyrir efna-
hagslegri samvinnu Norður-
landa“ . . . og að ná sem bezt-
um árangri af þeim möguleik
um, sem hafa opnazt við sam
þykktir nýafstaðins EFTA-
funds til þess að gera markaðs
samninga, ýmist við sérstakt
land, eða heildarsamninga við
fleiri lönd. Það er tekið fram
í ályktuninni, að þetta gildi
ekki aðeins iðnaðarframleiðslu
heldur lík'a landbúnaðar og
sjávarafurðir. Markaður fyrir
þær fyrri er lífsskilyrði fyrir
Dani, í nærri því sama mæli
og fiskmarkaðurinn skiptir
ölíu fyrir afkomu íslendinga.
Um árangurinn í framtíð-
inni verður engu spáð. Nú eru
t.d. Norðmenn að semja við
Breta um markað fyrir ísfisk,
og Bretar eru þungir í vöfum,
og vilja fá ívilnanir hvað land
helgina snertir á móti væntan
legum markaðsfríðindum. Og
Damr vilja lögleiða 12 mílna
landhelgi við Grænland og
Færeyjar, en það mildar ekki
Breta og heldur ekki Norð-
menn, sem telja að Grænlands
útgerðin norska sé í hættu
stödd, ef landhelgin við Græn
land verði stækkuð. Og þannig
mætti lengi telja.
Um fjölda annarra mála á
NR-þinginu mætti skrifa langt
mál, en hér er ekki rúm til að
gera þeim nokkur skil, svo
gagn sé í. Getið skal þó þess,
að tillaga um að fólk verði
fullveðja 18 ára, í stað 21 árs,
náði ekki fram að ganga. Og
ekki heldur tillaga um að
skora á ríkisstjórnirnar að lög
leiða búmannsklukku — eða
„sumartíma" — um öll Norð-
urlönd. Danski ræðumaðurinn
í því máli gerði umræðurnar
talsvert skemmtilegar. Hann
kvað Dani vera á móti því að
flýta klukkunni, og sagði að
„sér væri ókunnugt um, að
nokkur vísindaleg sönnun
væri til fyrir því, að það
bætti heilsuna“ að fara á fæt
ur fyrir allar aldir. Þá var
hlegið í þinginu — í fyrsta, og
ég held einasta sinn. Áður
höfðu menn brosað, þegar til
laga kom fram um, að spyrja
læknana ráða um, hvort það
mundi bæta heilsuna, að lög-
leiða „mýkri hanzka“ handa
hnefaleikaköppum. — Tillaga
um samræmingu á löggjöf
ferðaskrifstofa náði ekki held
ur fram að ganga. Sænski
ræðumaðurinn taldi alls ekki
nauðsynlegt, að eftirlitið væri
strangt. Sagði hann að löggjöf
in í Svíþjóð væri svo góð, að
það væri hefting á atvinnu-
frelsi að gera hana strangari.
Þá var honum bfent á, að fyrir
nokkru hefði hópur Svía keypt
sér farmiða og viku uppihald
á Mallorca, en aldrei komist
lengra en á flugvöllinn í Kast
rup, vegna þess að danska
ferðastofan, sem seldi farmið
ana reyndist ekki borgunar-
maður fyrir ferðinni.
Sú samþykkt þingsins, sem
mér finnst mestu máli skipta
fyrir ísland, kom frá menning
armálanefndinni. Hún gerði
endanlega samþykkt um Nor-
rænu stofnunina í Reykjavík,
sem þingið afgreiddi svo að
segja samhljóða. Þannig má
ganga að því vísu, að innan
skamrns verði risin upp i
Reykjavík stofnun, sem sann
ar að ýmislegt þarft getur ,þó
komið frá ráðinu.
Forsetinn, Nils Hönsvald,
minntist á það í lokaræðu
sinni, að ekki hefði tekizt að
gera ályktun um breytta starfs
tilhögun ráðsins, í þá átt að
takmarka þann mikla tillögu
fjölda, sem jafnan liggur fyrir
ársþingunum. — f fundarlok
bauð forseti sænska hlutans í
ráðinu, Bertil Ohlin, þinginu
að mæta til næsta ársf undar í
Stokkhólmi.
Skúli Skúlason.
— Minníng
Framih. aif bls. 6
wr sinnar og systkina. Þetta var
23. febr., en í dag verður hann
jarðsettur á æskuheimili sínu,
Gaulverjabæ, að aflokinni minn-
ingarathöfn í Dómkirkjunni. Með
honum er góður drengur og
hrekklaus farinn af þessum
heimL
P. V. G. Kolka.
BRYNJÚLFUR Dagsson, héraðs-
iæknir í Kópavogi var fæddur
í Þjórsárholti 1905. Hann varð
ttúdent 1930 og lauk kandidats-
prófi í læknisfræði 1936. Hann
gegndi héraðslæknisstörfum í
Reykdalahéraði og Dalahéraði.
1956 tekur hann við starfi, sem
héraðslæknir í Kópavogi.
Oft hafði ég dregið hettuna
»f pennanum, þegar ég frétti lát
Brynjúlfs Dagssonar læknis.
Jafnoft hafði ég dregið hana á
fcftur. mér þess fyllilega meðvit-
andi, að hér yrðu aðrir færari
að koma til, kunnugri lífi og
starfi Brynjúlfs Dagssonar bæði
fyrr og síðar.
En ég fann, að þannig varð
ekki skilizt við manninn, sem
hafði verið læknir heimilisins í
sjö ár. Það var þó ekki fyrir sjö
árum, sem ég kynntist lækninum
og manninum Brynjúlfi Dagssyni,
heldur nánar til tekið tveim ár-
um seinna, að hann kom inn
á heimili mitt, reyndar í fótspor
annars læknis, til að útfylla vott
orð þess, sem ekki fékk hér að
vera, til að skýra okkur frá að
lítill logi, sem aðeins hafði náð
að flökta um nokkurra mánaða-
skeið væri allur. Þá kynntist ég
Manninum Brynjúlfi Dagssyni.
Þá, þegar kunnátta og leikni
læknavísindanna urðu að lúta í
lægra haldi, þá kynntumst við
karlmennsku hans, æðruleysi og
nærfærinni samúð, sem neyddi
drúpandi höfuð, til að líta upp og
framá við. Því Brynjúlfur Dags-
son læknir, var maður, sem krafð
ist mikils af sjálfum sér og öðr-
um. Ekkert var fjær honum, en
láta bugast. Andstreymi var heil
brigðum huga hans stæling og
göfgun.
Hafi Brynjúlfur Dagsson stund
að heilsubætum í svefnskálum
manna þá stundaði hann ekki síð-
ur mannbætur á leið til dyra.
Þessar stuttu viðstöður í stof-
unni, snöggar spurningar hans,
beint að kjarna þess, sem hann
vildi fá vitneskju um. Og hvernig
gengur þér lagsi, leiðin að settu
marki?
Það hækkaði oft undir loft og
víkkaði til veggja, við þessa
spurningu, sem í spurn sinni var
krafa til hvers og eins, að leggja
allt fram.
Nú er allt á sínum stað, veggir
og loft, undarlega litlaust og
hljótt. En ennþá titrar loftið af
ómi horfinnar raddar.
Brynjúlfur Dagsson vissi, að
það er ekkert höfuðatriði hversu
lengi okkur tekst, að dvelja í
þessu gestaboði á jörð, heldur
hitt, að við drengilega og æðru-
laust veitum hvort öðru tækifæri.
Hver maður þarf sitt færi, and-
legum og líkamlegum hæfileik-
um sínum til þroska.
En nú er komið að krossgöt-
um og við, sem erum í deiglunni
skiljum hér við þig, slítum þess-
ari andlegu veizlu, höldum til
okkar heima, en þú hverfur þang
að, sem hvorki veggir né loft fá
sniðið flugtakinu stakk. Allt líð-
ur og ekkert kemur aftur. Blóð-
rauð síðvetrar sól sezt fallega á
sjóinn, út við sjóndeildarhring-
inn og boðar lok þess dags sem
liðinn er og gefst ei aftur. I
litlum bæ, við lítinn vog , er
einum humanista færra og því
skarð fyrir skildi.
Gunnvör Braga.
Rúmteppaefni
Nýkomið úrval af damask rúmteppaefnum.
Breidd 250 cm. Sendum gegn póstkröfu.
Marteínra Einarsson & Co.
Fata- & gardínudeild Laugavegi 31 - Sími 12816