Morgunblaðið - 06.03.1963, Side 22
22
MORCVNBL4Ð1Ð
/
Miðvikudagur 6. marz 1963
Sundráð Rvíkur hefir alvar-
lega hrotið sundreglurnar"
Eftir Einar H. Hjartarson
VEGNA aðdróttana þeirra, sem
ég hefi orðið fyrir á íiþrótta-
síðum Morgunblaðsins, Vísis og
Alþýðublaðsins, um að ég hafi
fellt rangan úrskurð varðandi
niðurröðun keppenda á brautir
á sundmóti KR, sem haldið var
fimmtudaginn 28. febr. s.l. óska
ég að taka fram eftirfarandi og
sýna fram á með rökum að ég
hafi á réttu að standa. Frá því
fyrst að keppni hófst í Sundhöll
Reykjavíkur hefir það verið
venja að færa saman keppendur
í riðlum, ef vanhöld hafa orðið
það mikil að slíkt hafi verið
hægt. Eins og allir, sem horft
hafa á sundmót vita, er ekki
hægt að bjóða uppá að láta einn
eða tvo menn synda í riðli, ef
hægt er að fylla riðilinn og í
öðru lagi þá er aðstaða fyrir á-
horfendur í sundhöllinni þannig
að óverjandi er að gera sér leiik
að því að halda þeim fáu áhorf-
endum, sem ennþá sýna þann
áhuga að horfa á sundmót, leng-
ur en þörf krefur í þeim hita,
sem þar er. í>á hefir einnig tíðk-
ast, til hagræðis fyrir áhorfend-
ur að láta efsta mann á skránni
í viðkomandi sundi, synda á
fyrstu braut, næst efsta á ann-
ari' braut o.s.frv. með því geta
áhorfendur fremur áttað sig á
hver syndir á hverri braut. Að
vísu er þetta ekki lögum sam-
kvæmt, því skv. 22 gr. sund-
reglna S.S.Í. er skylt að láta
keppendur draga um brautir, þó
mega sundstjórar félaganna ann-
ast það hver fyrir sína keppend-
ur. Á sundmóti K.R. var mót-
mælt þssum hætti, sem hafður
hefir verið á um skipan á brautir
þegar riðlar eru sameinaðir. Á-
kvað ég þá samstundis að ..láta
keppendur draga um brautirn-
ar, hvað þrír af þeim gerðu, en
sá fjórði, okkar ágæti sundmað
ur og sundráðsmaður úr Í.R.
Guðmundur Gíslason neitaði, og
krafðist að fá að synda á ann-
arri braut; þar sem hann hefði
beztan tíma keppenda, og ætti
þar af leiðandi rétt á beztu braut
inni. Þetta vildi ég ekki fallast
á, énda hefi ég öll þau ár, sem
ég hefi fylgzt með og starfað
fyrir íþróttirnar talið að í keppni
ættu allir' að standa jafnt að'
vígi og er mér ekki grunlaust að
flestir forystumenn íþróttanna
hafi sömu skoðun. þegar Guð-
xnundur fékk ekki vilja sínum,
framgengt kvaðst hann ekki
keppa 'í sundinu, en við því gat
ég náttúrulega ekkert gert, ég
5
*
Ódýrir
kvenskór
í
bomsur
kr. 150
Péturs Andréssonar
Framnesvegi 2.___
vil geta þess hér að hann bar
fyrir sig alþjóðareglur i ' sundi,
sem samþykktar voru í Róm 1960
og gilda til ársins 1964. Fyrir
okkur íslendinga gilda þær að-
eins í alþjóðakeppni eða lands-
keppni, þar sem þær hafa ekki
verið gefnar út eða samþykktar
af sundsambandi Xslands sem
okkar reglur. Sú lagagrein, sem
Guðmundur ætlaði að hanga í
er no. 62 og segir þar að draga
skuli um brautir í undanrásum
svo og, ef ekki fari fram undan-
rásir, þá skuli einnig draga um
brautir í úrslitásundinu, sem
sagt það er eins hægt að raða
keppendum niður á brautir í
úrslitasundi eftir tímum ef fram
hafa farið áður undanrásir, þetta
segja alþjóðareglurnar. Nú hefði
mátt ætla að Guðmundur hefði
tekið sarnan pjönkur sínar og
horfið frá allri keppni á mótinu
þar sem að hans áliti höfðu ver-
ið freklega brotnar á honum leik
reglur. Nei, svo var ekki, hann
synti í þremur sundum, sem
hann var skráður í og í öllum
'sundunum synti hann á annarri
braut, en á þá braut setti hann
sig sjálfur þegar raðað var nið-
ur í keppninni, og kki nóg með
það heldur sýnir hann K.R. þá
lítilsvirðingu að vilja ekki taka
á móti verðlaunum úr hendi for-
manns K.R. Einars Sæmunds-
sonar. Þess má og geta að þeir
Sigurður Sigurðsson, (Akranesi),
sem nú keppti fyrir Í.R. og Þor-
steinn Ingólfsson sýndu sama
skort á háttvísi en þeir kepptu
í boðundsveitinni ásamt Guð-
mundi. Eg vil skjóta því hér til
stjórnar sundsambandsins, þar
sem upplýst hefir verið að sund
ráð Reykjavíkur hefir alvarlega
brotið sundreglurnar með því
að mismuna keppendum, hvort
ekki væri rétt að sambandið
ryndi að sveigja stefnu sundráðs
ins inn á brautir réttu megin
við lög og reglur.
í sambandi við skrif þau, sem
Atli Steinarsson hefir látið frá
sér fara á Íþróttasíðu Morgun-
blaðsins og befir farið þar rangt
með staðreyndir, sem hann að
vísu hefir verið að reyna að
kingja aftur, vil ég segja þetta,
að lesendur íþróttasíðunnar gætu
freistast til að halda að þar
gripi inní félagapólitíkin en báð
ir eru ÍR-ingar. Til skýringar á
þessu vil ég geta þess að Atli
hefir starfað í mörg ár að sund-
málum og þekkir gjörla reglur
þær, sem gilda, þótt sunddóm-
arapróf hans sé orðið gamalt.
Um skrif Arnar Eiðssonar í
Alþýðublaðinu og Jóns Birgis
Péturssonar í Vísi ætla ég ekki
að fjölyrða, en ég dreg í efa að
þeir hafi nokkurntíma lesið sund
reglurnar. Verð ég því að virða
þeim til vorkunar skrif þeirra,
því þeir vissu ekki betur, þótt
þeir hefðu auðveldlega getað
fengið þær upplýsingar, sem á
vantaði svo þeir hefðu getað
flutt rétt mál.
Einar H. Hjartarson.
leikstjóri.
Flísin í auga
leikstjórans
ÞAÐ er kaldhæðnislegt, en dá-
lítið táknrænt dæmi um ást og
kunnáttu á reglum, að leikstjóri
síðasta sundmóts skuli með orða
flaumi á nær tveimur dálkum
reyna að sanna „Eg hafði á réttu
að standa“. En það finnst því
miður í dómara og starfsmanha
stétt ’íþróttamóta hér menn sem
aðhyllast vigorðið. „Eg veit
þetta allt manna bezt“.
Þrátt fyrir dálkana tvo frá
leikstjóranum er eftirfarandi
staðreyndum ósvarað. .
1. Prentuðu sundreglunum,
sem leikstj. grípur fálmandi til í
villu sinni, hefur margoft verið
breytt, þótt ekki hafi komið út
aðrar prentaðar reklur í staðinn.
Má til nefna breytingar á flug
sundi, bann við kafsundi í bringu
sundskeppni o.fl. Engin þessara
breytinga er skráð í bókina sem
leikstjórinn segist verða að fara
eftir — en þó treystir hann sér
að vera leikstjóri.
2. Meðal annara breytinga
sem gerðar og tíðkaðar hafa ver
ið á þessum reglum er niður-
„röðun“ í riðla og á brautir. SRR
og SSI hafa viðhaft niðurröðun
ekki drátt — og engan annan
hátt á í um eða yfir 2 ár, og áður
var sterkustu mönnum (fljót-
ustu) alltaf raðað á miðbrautir
þó stundum væri dregið milli
annara.
3. Leikstjórinn segir: „Það á
að draga um brautir samkv. gild
andi reglum“. En því lét hann
Framhald á bls. 23.
B-liðs menn úr Hfeflavík og Hafnarfirði eigast við um
boltann.
Skemmtilegir
eikir
i inn-
Ennþá vantar þó aðstæður til
að leika innanhúss
INNANHÚSSMÓT VÍKINGA í
knattspyrnu vegna 55 ára af-
mælis félagsins hófst í fyrra-
kvöld og komu öll liðin fram, 14
talsins og voru leikirnir 7. Þó
innanhússknattspyrna verði hér
aldrei nema svipur hjá sjón mið-
Körfuknattleik-
ur i kvöld
f KVÖLD fara fram að Háloga
landi þrír leikir í meistaramót-
inu í körfuknattleik, allir í
yngri flokkúnum. Leikirnir hefj
ast kl. 8,15, og leika þá a-lið ÍR
gegn KFR og a-lið Ármanns
gegn ÍR í 2. flokki.
Leikir þessir voru áætlaðir
annað _ kvöld, og tilkynntir
þannig að þeir verða leiknir í
kvöld.
ZSL
”q~ bilasalg
Berg|)órugótu 3. Símar 19032, 20070
Seljum i dag
International sendiferðabíl
með stöðvarleyfi.
Ford Zephyr
Wiliys jeppi ’55
GUÐMUNDAR
Bergþ6rugötu 3. Slmjtr 1M32, 20*70
að við erlendis vegna ófullnægj-
andi vallarútbúnaðar, þá brá fyr
ir skemmtilegum Ieikköflum,
baráttu og góðum leik.
Hörðustu leikirnir voru þar
sem A- og B-lið KR mættust og
A- og B-lið Þróttar. Báðir leik-
irnir urðu mjög spennandi. A-liði
Þróttar tókst að jafna fyrir leiks-
lok og tryggja sér sigur og áfram
hald í keppninni í framlengingu
leiks. En B-lið KR, sem náði ör-
uggri forystu í leiknum við A-
liðið varðist harðri og oft tví-
sýnni lokasókn A-liðsins og B-
liðið heldur áfram í keppninni
R O V A l
köldu
húðinqarni'
eru
hraqðgóðir
og
handhcegir
en A-liðið er úr leik, eftir ósig-
urinn 3 gegn 4 mörkum.
Þá varð allhörð keppni milli
Fram A og Víkings A. Náðu Vík-
ingar góðri forystu í fyrri hálf-
leik 3—1 en Framarar skoruðu öll
mörk í síðari hálfleik og unnu
5—4. Voru skemmtilegir kaflar í
þessum leik.
Tilþrifaminni og stundum til-
viljanakenndir voru aðrir leikir.
Víkingur B vann Hauka A með
5—4. Keflavík A vann Val B-
lið með 5—4 og Valur A vana
Fram B örugglega með 5—2. —
Keflavík B vann svo loks Hauka
B með 7—6.
Eftir í keppninni og úrslitum I
gærkvöldi voru því Keflavík með
A og B-lið, Fram A, Valur A,
Þróttur A, KR B og Víkingur
B-lið.
Fermingarskór
Stærðir 36—40.
Verð kr. 334,-.
Stærðir 37—41.
Vérð frá kr. 285,-
Skóhúsið
Hverfisgata 82.
Sími 11-7-88.