Morgunblaðið - 10.03.1963, Síða 1

Morgunblaðið - 10.03.1963, Síða 1
24 siður og Lesbók 50. árgangur 58. tbi. — Sunnudagur 10. marz 1963 Prentsmiðja Mo»-gunbla8sins Tugir manna farast I FREGNUM frá NTB í dag segir, að snemma morguns (ísl. tími) hafi orðið miklar sprengingar í verksmiðju- byggingum, önnur í S-Afríku en hin í V-Þýzkalandi. — Um þaö bil 60—70 mpnns hafa far izt í slysum þessum og um 80 manns særzt svo að flytja varð í sjúkrahús. ★ JOHANNESBURG, 9. marz. — Snemma í morgun varð mikil Sprenging í stóri dynamitverk- smiðju skammt utan við Jó- hannesborg. Óstaðfestar fregnir herma, að 35—45 verkamenn háfi týnt lífi, en líklegt er talið, að þeir séu enn fleiri. Nær þrjá- tíu manns hafa verið fluttir 1 sjúkrahús, sumir í lífshættu. Sprengingin heyrðist í 30 km fjarlægð og rúður brotnuðu í húsum, sem voru í allt að 8 km fjarlægð frá staðnum. ★ ARNSBERG, V-Þýzkalandi. — Að minnsta kosti fimmtán manns týndu lífi í mikilli sprengingu, Framhald á bls. 2. Salah Bitar mynd- ar stjórn í Sýrlandi Var menntamala- og öryggismálaráðh. Sýrlands, er það var tengt Egyptalandi Kairo og Damaskus, 9. marz. NTB-Reuter. • Fáar nýjar fregnir hafa bor- izt frá byltingarmönnum í Sýr- landi í dag. Þó tilkynnti útvarpið í Damaskus snemma í morgun, að mynduð hefði verið ný stjórn undir forsæti Salah Bitar, • en hann var menntamála- og ör- yggismálaráðherra landsins með- an það var í sambandi við Egyptaland. • Útgöngubann var enn hert i gærkvöldi og nótt en létt í nokkrar klukkustundir í dag. Allir hópfundir eru bannaðir og, að því er fréttastofan Mið- Austurlönd í Kairo hermir, hafa byltingarmenn stöðvað útkomu allra blaða nema þriggja morg- unblaða. Fá þau að halda áfram göngu sinni en verða ritskoðuð jafnóðum. Fregnum af byltingunni í Sýr- VIÐTALIÐ VIÐ BIDAULT EKKI SÝNT í HOLLANDI Haag, Hollandi, 9. marz — NTB — Reuter — STJÓRN Hollands hefur gripið í taumana til þess að hindra að sjónvarpað verði í Hollandi viðtali fréttamanns BBC við Ge- orge Bidault, fyrrum for- sætisráðherra Frakklands. Fyrirhugað var, að viðtalið yrði sýnt í Hollandi í kvöld, en í gærkvöldi skýrði tals- maður stjórnarinnar svo frá, að menntamálaráðherra lands ins, Y. Scholteu, hefði símað útvarps- og sjónvarpsstöð- inni, er boðaði viðtalið, að ríkisstjórn Hollands liti það mjög alvarlegum augum, ef samtalið birtist. Þær ástæður, sem stjórnin færir fyrir afstöðu sinni, eru, að birting viðtalsins í Hol- landi kunni að skaða tengsl Hollendinga og Frakka, stefna öryggi ríkisins í hættu, svo og eðlilegri ró og reglu innanlands. De Gaulle, Frakklandsfor- seti, mun vera væntanlegur í opinbera heimsókn til Hol- lands innan skamms, og telja fréttaritarar það meginástæð- una fyrir stefnu stjórnar Hol- lands. Ennfremur benda þeir á, að birting viðtalsins í brezka sjónvarpinu mæltist mjög illa fyrir í Frakklandi og telja enn ekki ljóst hverjar afleiðingar það kann að hafa. landi er gert hátt undir höfði í egypzkum dagblöðum. Segja þau fleiri byltingar innan hins arab- íska heims- muni fylgja í kjöl- farið. Nasser, forseti Egypta- lands hefur sent nýju stjórninni orðsendingu, þar sem m. a. segir, að íbúar arabíska sambandslýð- veldisins hafi verið bitrir yfir aðskilnaðinum við Sýrland og þeir hafi beðið þess með óþreyju að sýrlenzka þjóðin léti í Ijósi vilja sinn og risi upp gegn óvel- komnum valdhöfum. „Við þökk- um guði, að sýrlenzka þjóðin hef ur unnið bug á herstjórum og yfirstigið allar hindranir“ segir Nasser, forseti. Nýja byltingarstjórnin hefur þegar hlotið yfirlýstan stuðning íraks, Jemen, Alsír og Jórdaníu, auk Egptalands. Nýr forsætisráðherra Hinn nýi forsætisráðherra Sýrlands, Salah Bitar, er 51 árs að aldri, fæddur og uppalinn í Damaskus. Hánn hlaut menntun sína í París og hóf feril sinn sem kennari heima í Sýrlandi. Árið 1942 hóf hann fyrst afskipti af stjórnmálum og stofnaði sósíalistískan þjóðernissinna- flokk. Tveim árum síðar hóf hann útgáfu málgagns flokksins. Árið 1953 varð hann að flýja til Líbanon, hafði þá verið sakaður um aðild að samsæri gegn stjórn lands síns. Er heim kom stofnaði hann Sýrlandsdeild Baath-flokks ins og i fyrstu frjálsu kosning unum í Sýrlandi var hann kjör- inn á þingi. 1956 var Bitar utan- ríkisráðherra. Bitar er kunnur fyrir vísinda leg ritverk sín um eðlisfræði, stjörnufræði og stærðfr sði. — Hann hefur jafnan verið boðberi einingar Arabaríkjanna c held- ur því fram, að Arabaríkin eigi að vera hlutlaust svæði milli Austurs og Vesturs. Fagurt veður var í Reykja-’ vík í gærmorgun. Þessi litla telpa var að gefa öndunum niðri við tjörn í sólskininu. Hún heitir Kristín og verður 2 ára í dag. Við óskum henni 1 til hamingju með daginn. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. • Brezks fréttaritara leitað London, 5. marz (NTB). Yfirvöldin í Bretlandi hafa nú ákveðið að hefja á ný leit að fréttaritara brezku blaðanna Observer og Economist, Har- old Philby. Philby, sem var starfsmaður utanrikisþjónustu Breta áður en hann gerðist fréttamaður, hvarf frá heimili sínu í Beirut í Líbanon fyrir rúmum mánuði. Leit að hon- um hafði verið hætt, en fyrir skömmu barst konu hans sím skeyti frá honum og var það -sent frá Kairó. Ákváðu brezk yfirvöld því, að halda leitinni áfram. ^RotðiialiUisíM fylgir blaðinu í dag og er efni hennar m.a.: Bls. 1 Prestsetur í eyði: Sandfell 1 öræfum, eftir séra Gisla Brynjólfsson. 2 Svipmynd: W. A. Visser’t Hooft. 3 Sagan af dátanum, eftir C. F. Ramuz. Seinni þáttur. 4 Bridge. 5 Staða og stefna í íslenzkum bókmenntum, eftir Sigurð A. Magnússon. Síðari hluti. 7 Lesbók Æskunnar. 8 Iáí á öðrum hnöttum. 9 Presturinn, sem varð hung urmorða, eftir Oscar Clausen. 10 Fjaðrafok. 11 Mjaltir og mjólkurflutning- ar, annar þáttur Jónasar Magnússonar, Stardal, um búskap Eggerts Briem í Viðey. 15 Krossgáta. 16 Frægar teikningar (Pollaiuolo, Verrocchio). • *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.