Morgunblaðið - 10.03.1963, Page 3

Morgunblaðið - 10.03.1963, Page 3
Sunnucíagur 10. marz 1963 Sr. Bjarni Sigurðsson: 1 DAG kl. 2 verður tefld síð- asta skákin í einvígi Friðriks Ólafssonar og Inga R. Jóhans- sonar, um titilinn skákmeist- ari Reykjavíkur 1963. Eins og er, er staðan jöfn. Báðir hafa hlotið 1% vinning, en í þess- ari síðustu skák hefur Ingi hvítt. í tilefni af þessari skák, sem getur orðið þýðingar- mikil, einkum fyrir Inga, sneri blaðið sér í fyrradag til Inga og Friðriks og spjallaði við þá stundarkorn. Við hitt- um fyrst Friðrik, sem nú stundar nám í lögfræði við Háskóla íslandsr" — Hvernig leggst skákin í þig, Friðrik? — Ég vona allt það bezta með árangurinn. Ég hef verið Friörik Olafsson. Ingi R. Johansson. að mörgu leyti ánægður með árangurinn fram til þessa í einvíginu, þótt það hafi viljað bera við að ég gerði vitleysur í tafllok. — Hefurðu undirbúið þig eitthvað undir einvígið? — Nei, ekkert sem heitið getur, það er helzt að ég reyni eitthvað að glugga í byrjanir. Það er verið að berjast um smávegis titil, en mér finnst einhvern veginn ekki að það sé álitið aðalatriðið, heldur sé reynt með þessu einvígi að gera upp á milli okkar. Þótt Ingi hafi engan titil á hann alveg fyllilega skilið að vera alþjóðlegur meistari, og væri betur að titlinum kominn en margur þeirra. Ef einhver munur er á okkur Inga er það bara herzlumunur. — Það er líka erfiðara fyr- ir mig að undirbúa mig en fyrir Inga, því ég veit ekki fyrir víst við hverju ég á að búast þó ég hafi grun um það. — Grunur þinn er náttúr- lega leyndarmál? — Já, ég kæri mig ekkert um að Ingi lesi um það í blöðunum. Það reyna báðir eftir föngum að koma hinum á óvart og forðast eftir megni að koma mikið inn á troðnar slóðir. Þó ég leggi yfirleitt ekki mikið upp úr mótum hér heima, vil ég ógjarnan tapa fyrir Inga. — Hvað er svo framundan hjá þér þegar tekur að vora? — Það er verið að bjóða mér á stórmeistaramót í Los Angeles og svo er mót í Fær- eyjum í sambandi við 40 ára afmæli skákfélagsins þar. Þeir eru að biðja mig að koma. Ég býst við að það verði eitthvað léttara þar en fyrir vestan. — Ertu kvíðinn fyrir sunnu deginum? '— Ekki kvíðinn beinlínis, en ég geri mér náttúrlega grein fyrir að ég á alltaf á hættu að tapa. Næst hittum við svo Inga R. Jóhansson, sem vinnur við endurskoðun hér í borg, og er einmitt í mesta annatímanum eins og er: — Hvernig hafa þér líkað úrslitin í þeim þremur skák- um, sem þið hafið teflt? — Ég tel að mér hafi geng- ið vel fram að þessu og að úr- slitin séu nokkuð sanngjörn. Úrslitin núna eru sjálfsagt undir því komin hvor okkar lendir í meira tímahraki í lok- in. Svo er náttúrlega þægi- legra fyrir mig að hafa hvítt. —• Ertu búinn að ákveða Hugur aö verki... vígis þinn fyrsta leik í þessari skák? — Já, ég er búinn að ákveða hann. Ef maður undirbýr sig eitthvað að ráði undir mót, er maður búinn að ákveða fyrir- fram byrjunarleikinn í hverri skák, en í venjulegum skákum gerir maður það náttúrlega bara jafnóðum. Ef byrjunar- leikurinn er fyrirfram ákveð- inn þarf ekki að einbeita sér að að kynna sér aðrar opnan- . ir en þær, sem þessi leikur gefur kost á. — Þú hefur þá undirbúið þig talsvert undir þetta ein- vígi? — Ég hef undirbúið mig eins og tök hafa verið á, en tíminn er nokkuð naumur. Annars vill það oft verða svo að undirbúningurinn kemur að litlu haldi því alltaf er einhver leikur, sem maður hefur ekki kynnt sér, og báð- ir reyna að koma hinum á óvart, og nota síður þær byrj- anir, sem efstar eru á baugi hverju sinni. — Ertu nokkuð kvíðinn fyrir lokaskákina? — Það er alltaf spenningur í mér áður en ég byrja, en þegar ég er byrjaður, hverfur hann. Það er ekki ósvipað og þegar ég er í prófi, nema hvað ég er þá kvíðinn allan tím- ann. TEXTI þessa drottins dags grein- ir frá því, hvernis Jeús læknar dóttur kanversku konunnar. Að- stæður eru svipaðar og þegar hann læknar þjón hundraðshöfð- ingjans, að sjúklingurinn er víðs fjarri og verður albata samt. Þegar ungi læknirinn vitjaði sjúklings síns hérna á dögunum, sagði hann: í dag reynum við nýtt lyf, sem ég vona, að eigi betur við þig en þau, sem þú hefur fengið til þessa. í gær- kvöldi, þegar ég var að fara upp í, laust. því allt í einu niður í huga mér, að einmitt þetta lyf hentaði þér betur en hin. — Og nýja lyfið var reynt viðstöðu- laust og ekki bar á öðru. en nokkuð svíaði. Svo þótti a.m.k. sjúklingnum, sem lengi hafði engzt í heljargreip. Ef til var þó annað, sem hafði ekki síður á- hrif eins og á stóð; það mátti skilja af orðræðu sjúklingsins: Vandkvæði mín fylgja honum út úr sjúkrastofunni, þau fylgja honum lengur en vinnustundir hans, hann tekur þau jafnvel með sér í háttinn. Og þegar þekk ingin helzt þannig í hendur við mannslundina, er von þess ár- angurs, sem ekki næst í annan tíma. . Þeir eru fleiri en margan grunar mennirnir, sem með nokkrum hætti hafa tölu á þeim, sem liðsinnis er vant. Það finn- um við gerst, þegar eitthvað bjátar á, og hve mikils virði er hún okkur þá ekki samúðin og hjálparlundin, sem eins og leit- ast við að fylla í skörðin. íhug- un um þessi mál hlýtur að auka okkur bjartsýni, því að miklu orka þau öfl þau kynngimögn hins hvita galdurs, sem eru að verki í heiminum, í mannshjört- Aðalfundur Myndlistar- félags-ins AÐALFUNDUR Myndlistarfé lagsins var haldinn 20. febrúar síðastliðinn að Hótel Borg. í stjónn voiru kosnir: Formaður Finnur Jónsson, ritari Pétur Friðrik, gjaldkeri Eggert Guð mundsson, meðstjó'rnendur Guð rnundur Einarsson frá Miðdal og Sveinn Björnsson. Sýningarnefnd: Guðmundur Einarsson frá Miðdal, formaður, Pétur Friðrik, Sveinn Björnsson, Ásgeir Bjarnþórsson og Helga Weisshappel. [ A/A /5 hnúitr [ / SV SO hnútor X Snjókemo t OSt ***■ V Skúrir S Þrumur W:.íi KuUat/i/ Hifutkif H Hm1 L r Lmt» Vonhlýindin, sem Atlants- hafslægðin suður af íslandi veldur, ná norður um Fær- eyjar og Norðursjó, en á Norðurlöndum hefur vetur ennþá völd. í Kaupmannahöfn var 3ja stiga fix>st og talsverð snjókoma í gærmorgun. Hér á landi var hitinn 2—6 stig á láglendi, bjartviðri og vindur haegur á Vestur- og Norðurlandi, en hvasst og skúrir við suðurströndina. Á Austfjörðum var sums staðar krapahríð unum um víða veröld. Þau mögn eru vísast ekki eins hörð við- komu og vítisvélar, en hver er sá klettur, að hann standist mýkt dropanna, er þeir leggja saman? Á þeim, sem af einskærum kærleika brjóta heilann um vandkvæði annarra, sannast, að vökull hugur samúðar og manns- lundar er einhver dýrmætasta orka, sem beizluð hefur verið í mannlífinu. ★ Iðulega er leitað til manna og þeir beðnir um að biðja fyrir þeim, sem eiga bágt. Og ekki þarf að draga í efa, að oft verð- ur þeim að trú sinni, sem það gjöra. Fyrir skömmu er látinn háaldraður maður, sem varði löngum einverustundum á kvöldi hverju til að biðja fyrir þeim 'hundruðum mann, sem hann bar sérstakl-ega fyrir brjósti. Og víst var leitað til hans, af því að hann var sterktrúaður og bæn- heitur. En menn mega ekki heldur vantreysta sjálfum sér í trúar- efnum. Enginn hefir tekið einka ley.fi á guðstrúnni, hvorki kenni menn né aðrir. Hugleiðingar og bænarlíf er íþrótt, sem enginn getur nokkru sinni orðið full- numa í. Á bak við trúarþrosk- ann er oft áralangt stríð, lang- vinn barátta; á vettvangi trúar- innar hljóta allir að heyja Jak- obs-glímu sína við drottinn áður en til úrslita dregur. Að vísu er það satt „að þröngt er hlið- ið og mjór er vegurinn, er liggur til lífsins“, en engu að síður stendur sú leið öllum opin, sem þangað leita. Hugur mannsins er þrotlaus orkulind. Og aldrei verður hún svo jörmunefld og knýjandi sem þá hún leitar guðdómsins í lotningu og tiibeiðslu. Þessi sannindi eru svo áþreifanleg og augljós, að þau verða meira að segja mæld og vegin. í ljósi þess verður hún skiljanleg frá- sögnin um blómin, sem uxu bet- ur, þegar beðið var fyrir þeim. Oll nu.tu þau nákvaemlega sömu umtoirðu. En um annan hópinn var hugsað með tjáningu í hjart- anu, og ekki leyndi það sér held- ur, að sá dafnaði mun betur en hinn, sem aðeins naut umhirðu handanna. ★ Maður gengur eftir aðalstræti, þar sem margir eru á ferli. Hann ér mörguim kunnugur og þekkir fjöld andlita á göngu sinni. Og það er segin saga, þegar hann 'hittir einihvern, sem hann ber kennsl á, að hann hugsax um hann einihverja hlýja hugsun eða rifjar upp einhverja kosti á ráði v eg far and a rvs. Og það hýrnar yfir svip hans á göngunni. Seinna er hann staddur í kyrr- um stað, þar sem „svipþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg“. Og enn heilsar hann hverjum svip með hlýju og góðvild í huga. — Þessi maður er voldugri en okkur órar fyrir. Það er gaman að heyra í frétt- um um fundi og ráðstefnur og slyng orð mikilla skörunga. Þó er það í raun og veru ekki þar, sem örlögum manna og heims- álfa er ráðið til lykta. Það þekkj- um við af dæmi Krists, sem var lítils megandi og snauður á ver- aldarvísu. Þó var hann öllum öðrum voldugri, sem fæðzt hafa á jörðu. Kraftur hans var því- lí'kur, að hann gat á andartaks stund læknað fjarstadda af skæð um sjúikdömum. Guð, sem skap- aði manninn í sinni mynd, hefir gefið honuim neista af þessum almættiskrafti. Hugur, sem starf- ar í kærleika, er uppspretta og orkulind mikillar blessunar. í daglegri önn okkar reynum við að glæða það helga log. Bjami Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.