Morgunblaðið - 10.03.1963, Page 23

Morgunblaðið - 10.03.1963, Page 23
Sunnudagur 10. marz 1963 MORCUNBLAÐ1Ð 23 * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * ■ * KVIKMYNDIR * SKRIFAR UM: * KVIKMYNDIR * Leikfé’ag þjóðanna MIÐVIKUDAGINN 27. þ.m. heldur Alþjóða leikihúsmála- stofnunin hátíðlegan „Leik- húsdag „þjóðanna“. Dagls þessa var fyrst minnst í fyrra og var kjörorð hans „Farið í leiklhús.“ ísland er aðili að Alþjóða leikhúsmálastofnun- inni, og voru í tilefni dags- ins sérstakar leiksýningar í Þj óðleikhúsinu og Iðnó, sér- stök dagskrá í Ríkisútvarpinu tileinkuð deginiun, og hans minnst í dagblöðum. í fyrra var flutt sérstakt ávarp dags- ins, sem franski leikritahöf- undirinn og leikarinn Jean Cocteau samdi. í ár er það bandaríski höfundurinn Artih- ur Miller, sem semur ávarpið. Verður dagurinn að sjálfsögðu um hér, meðal annars mun Þjóðleikhúsið stefna að því að |) frumsýna þá leikritið „And- 1 orra“, eftir Max Frisch. — Doktorsrífgerð Framihald af bls. 10. prófessorar við Svartaskóla. Hin- ir tveir síðarnefndu eru með fremstu þörungafræðingum í heimi. I upphafi varnarinnar flutti Sigurður snjalla varnarræðu, en siðan tóku andmælendur til jnáls. Luku þeir Feldmann og Ohadefaud miklu lofsorði á vertk- ið, og kváðu það vera fyrirmynd rannsókna á þessu sviði. Lögðu þeir og áherzlu á það, að með hinni frumlegu samaniburðarað- ferð sinni hefði Sigurður lagt nýjan grundvöll að þörungarann- eóknium. — Prófessor Plantefol lagði sérstaka áherziu á gildi jþessara rannsókna fyrir þekkingu é 'Sjávarlífinu í Norðuirhöfum, einkanlega við Íslandsstrendur, þar sem allt væri enn lítt kann- að á þessu sviði. Eftir að andmælendur hötfðu þorið sig saman, tilkynnti próf- essor Plantefol úrslitin: Sigurður Jónsson var saemdur heiðurs- naifnbótinni Docteur és Sciences með æðstu viðurkenningu, sem veitt er í Frakklandi: mention trés honorable avec les félicita- tions du jury. HÁSKÓLABÍÓ: Látalæti (Breakfast at Tiffany’s) SÖGUÞRÁÐURINN í þessari amerísku mynd er ekki marg- brotinn, og myndin ekki sérlega efnismikil. Hún fjallar um unga og fríða stúlku, Holly Golightly, og er eftirnafnið vissulega rétt- nefni, því stúlkan gengur létti- lega og óvarlega „um gleðinnar dyr“ í heimsborginni miklu, New Yorfc. Hana dreymir um auðug- an eiginmann, er geti veitt henni dýr klæði og skartgripi, sem hugur hennar girnist öðru frem- ur, og það „hnoss“ hefði hún> vafalaust getað öðlast ef ástin hefði ekki komið til sögunnar og búið henni önnur örlög. Holly hefur ekki mikið fyrir stafni og aðal tekjulind hennar eru 100 diollarar á viku, sem hún fær fyrir það að heimsækja faniga í Sing-Sing og flytja fyrir hann veðurspá tiil lögfræðings hans í New York, en veðurspár þessar reynast síðar vera upplýsingar um eiturlyf j asmygl og hafði það nærri komið Holly í alvarlega bölvun. í sama húsi og Holly býr Paul Yarjak, ungur og gjörfuleg- ur maður, og verða þau hrifin hvort af öðru. En þrátt fyrir ást- Athugasemd í TILEFNI af umræðum á fundi sameinaðs þings þann 8. þ.m. um hagnýtingu sildar, sem frá hefir verið skýrt í fréttum ríkisútvarps ins og daglblaða í Reykjavík, vill Síldarútvegsnefnd taka fram eftirfarandi: I) Sala á niðurlagðri, niðursoð inni og reyktri síld, svo og sala á hvers konar saltsíld í neytenda- umbúðum er og hefir verið sölu starfi Síldarútvegsnefndar algjör lega óviðkomandi, enda hefir lög gjafinn ætlað öðrum aðilum for göngu í þeim málum, sbr. lög um Fiskiðjuver ríkisins og Niðursuðu verksmiðju ríkisins, en starfsemi þessara stofnana hefir ætíð verið Síldarútvegsnefnd algjörlega ó- viðkomandi. Skal í því sambandi bent á, að síðastu áratugina hafa nokkrar niðursuðu- og niðurlagn ingarverksmiðjur flutt út óveru- legt magn af niðurlagðri og niður soðinni síld og hefir sala og fram leiðsla á þessum vörutegundum verið öllum frjáls og eins og áður er sagt algjörlega óháð starfsemi Síldarútvegsnefndar. II) Enda þótt framleiðsla og sala á niðurlagðri síld í neytenda umbúðum sé starfsemi Síldarút- vegsnefndar óviðkomandi, hefir Síldarútvegsnefnd þó veitt niður lagningarverksmiðju Síldarverk- smiðja ríkisins á Siglufirði % miiljón króna óafturkræfan styrk eða 250 þúsund krónur á árinu 1961 og 250 þúsund krónur á ár- inu 1862. SYSTIR MARIA ELISABET af reglu St. Franciskussystranna andaðist í Drottni styrkt af náðarmeðulum kirkjunnar í Sjúkrahúsinu í Stykkis- hólmi 9. marz 1963. Jarðarförin mun fara fram frá kaþólsku kirkjunni í Stykkishólmi miðvikudaginn 13. marz n.k. kl. 9 f.h. Drottinn veiti henni eilífa hvíld. Faðir okkar, tengdafaðir og afi GUÐMUNOUR GUÐMUNDSSON frá Hól, Hafnarfirði verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudag- inn 12. marz n.k. kl. 2 e.h.. — Fyrir hönd vandamanna. Bjami Guðmundsson, Kristín Engiljónsdóttir, Ester Guðniundsdóttir, Símon Sigurjónsson, Elsa Lyons, Bob Lyons, Grétar Guðmundsson og barnaböm. ina vill Holly frekar ganga að eiga milljónamæring frá Brasilíu, sem hún hefur von um að geta klófest, og svo dregur það mjög úr áhuga hennar á Paul, að hún kemst að því, að Paul lifir á ör- læti miðaldra konu. Ástir þeirra Holly og Paul eru þannig nokkuð beiskju blandnar, enda kemur að því að ekki er annað sýnna en að vegir þeirra muni skilja .... Mynd þessi er fremur lítilfjör- leg og ekki sérlega skemmtileg, þó að sum atriði hennar séu dá- góð, en myndin er vel leikin, sér- staklega aðalhlutverkin, Holly, sem Audrey Hepburn leikur skemmtilega og með sínum al- kunna yndisþokka, og Paul, sem George Peppard leikur einkar vel. Þá fer og okkar gamli kunn- ingi, Mickey Rooney, þarna með hlutverk Japana, sem býr í sama húsi og Holly. Er hann ekki sér- lega frýnlegur og hefur allt á hornum sér við Holly, sem með veizlugestum sínum setur allt húsið á annan endann. þ/ — „Hin hvitu segl Framhald á bls. 6 ar hafði hann á þessum stöðum kynnzt mönnum og verið for- maður og skipstjóri, og séð jafn- an um útgerð sína með sóma. Með atorku sinni og dugnaði dró hann mikla björg í þjóðarbúið, því hann var stjórnsamur og heppinn formaður. Auk þessa eignaðist hann tólf efnileg börn og kom þeim upp án ann- arra hjálpar en konu sinnar. Hann var ávallt í hópi forystu manna í sinni stétt. Atorkusamur og framsælkinn, stakur reglu- maður á vín og allt annað, er hann hafði með höndum fyrir útgerðina og fólk er hjá honum vann. Hann var áreiðanlegur í viðsklptum við aðra og orðheld- inn maður, og þótt oft væri erf- iður fjárhagur hans framan af ævi, bæði vegna ómegðar og þess að mörgum reyndist erfitt á fyrri hluta þessarar aldar að vinna sig upp frá allsleysi til mann virðingar og efna. Þetta tókst honum samt með fádæma dugn- aði, ráðdeild og því að treysta á sjálfan sig fyrst og fremst. Hann var nýtur og góður son- ur lands síns og trúr í starfi unz yfir lauk. Páll Hallbjörns 2 gerðir 3 gerðir 3 gerðii 2 gerðir ALLT FRA (SÍWÍMWI Hafnarstræti 1. Sími 20455. Vegna þeirra mörgu, sem hafa í huga kaup á landbúnaðarbílum (fjórdrifsbílum) viljum við benda á nokkur atriði, er hinir 800 eigendur Land Rover bíla álitu að skiptu rniklu máli þegar þeir völdu sér landbúnaðarbifreið. 1. Stór liður í viðhaldskostnatSi bifreiða eru ryðskemmdir á yfirbyggingu og undirvagni. Yfirbygging og hjólhlífar á Land Rover er úr aluminium blöndu. Grind er öll ryðvarin að innan og utan. 2. Heppilegt er að bílar sem mikið eru notaðir í vatni og aur- bleytu, og þurfa þar af leiðandi nokkra éftirtekt hvað smurn- ingu viðvíkur, hafi sem fæsta smurstaði. Land Rover hefur aðeins 6 smurkoppa og auðvelt er fyrir eigendur að smyrja i þá sjálfir með þrýsti-smursprautunni sem fylgir hverjum bíl. 3. Bændur, sem nota þurfa bíla sína við heyvinnu vita það vel, hvað áríðandi það er, að sem fæstir óvarðir snúningsöxlar séu í drifbúnaði bílsins, og að auðvelt sé að verja þá fyrir heyi. Með Land Rover getið þið fengið ódýrar hlífar fyrir hjöruliðina sem verja þá fyrir heyi, háu grasi eða þara- bunkum. 4. Allir, sem eitdivað hafa ekið í torfærum og brattlendi, vita hvað áríðandi er að handhemill sé traustur, endingargóður og vel varinn fyrir öllu hnjaski. Handiiemilsbúnaður Land Rover er vel varinn upp í grindinni og virkar á hemlaskál á drifskafti Btilling er gerð með einni skrúfu og er það bæði fljótlegt cg auðvelt. 5. Vönduð og nákværn handbók á íslenzku fylgir hverjum bíl. •— Ennfremur geta allir þeir, sem vilja kynnast kostum Land- Rover fengið ókeypis eintak. Það er margt fleira, sem benda mætti á, t.d. mætti nefna að Land Rover befur mjög rúmgóð framsæti og er skráður sem 7 manna bifreið. Einnig ættu menn að athuga að auðvelt er að koma fyrir keðjum á Land Rover, bæði á fram- og afturhjól, og að sporvídd hjólanna er sú sama. Skrifið, hringið eða hafið tal af okkur og við munum leysa úr spurningum yðar og veita yður allar nánari upplýsingar. Heildverzlunin Heklahf Laugavegi 170—172. — Reykjavík. — Sími 11275. J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.