Morgunblaðið - 12.03.1963, Síða 2

Morgunblaðið - 12.03.1963, Síða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. marz 1963 ina og hlaut 2Vi vinniag en Ingi iy2. í gær afhenti stjórn Tafl- félags Reykjavíkur Friðriki á heimili hans bikar, sem keppt var um og gefinn var af Trygg ingamiðstöðinni h.f. Á myndinn sézt einnig „kóngur“, sem er eins konar flaska og innihélt líkjör á sín um tíma. Fiaskan er gjöf frá tengdaföður Frðiriks. Friðrik sigraði EINVÍGI þeirra Friðriks Ólafs sonar og Inga R. Jóhannssonar um Reykjavíkurmeistaratitil- inn í skák lauk sL sunnudag með sigri Friðriks. Vann Friðrik síðustu skák- Húsbruni á Holtsgötu Maður forðaði sér út um glugga Landhelgissamning- urinn mikil vernd Hrakspárnar reyndust haldlausar segir Davíð Ólafsson, fiskimdlastjóri í GÆR voru liðin tvö ár frá því að reglugerðin um fiskveiðilögsöguna tók gildi. Af því tilefni sneri Morgunblaðið sér til Davíðs Ólafssonar, fiski- málastjóra, og spurði hann um reynsluna, sem fengizt hefði á þessum tveimur árum. Davíð Ólafsson svar- aði þannig: „Reynslan af þesum samn- ingi þau tvö ár, sem hann hef- ir verið í gildi er í öllu eins og við var búist. Allar hrak- spár andstæðinga samningsins hafa því reynzt haldlausar. Með samningnum var tryggð full og endanleg við- urkenning á 12 mílna fisk- veiðilandhelginni. Þá höfðu grunnlínubreytingarnar mikla og varanlega þýðingu, því að þær gilda um alla framtíð og eru allar á hinum þýðingar- mestu stöðum. Þannig varð líka verulegur hluti af „hóif- unum“ utan 12 milna fisk- veiðilandhelginnar frá 1958 og þýðingarmikii svæði unn- ust þegar með samningsgerð- inni, svo sem á Selvogsbanka og sunnan Langaness. Loks eru svo stór svæði milli 6 og 12 mílna, sem aldrei eru opin samkvæmt samningnum, en það eru netasvæðin á Breiða- firði, Faxaflóa og við austan- vert Suðurland og svo allt svæðið fyrir Vestfjörðum, Grímseyjarsund og Kolbeins- eyjarsvæðið. Samningurinn hefur reynzt þýðingarmikil vernd fyrir fiskveiðar bátaflotans við landið, enda fara þær vax- andi ár frá ári, bæði á þorsk- og síldveiðum. Að því er veiði á þorski og skyldum tegund- um svo og hvað flatfisk snert- ir, þá er vafalaust að koma í ijós nú undaníarin ár sú mikla þýðing, sem landhelgis- reglugerðin frá 1952 hefir haft, en með henni voru öll helztu uppvaxtarsvæði þess- ara fisktegunda við landið friðuð. Nú er aðeins eftir eitt ár þar til sá dagur rennur upp, að siðasta erlenda fiskiskipið hverfur úr fiskveiðilandhelg- inni og íslendingar hafa þar full og óskert afnot allra gæða“. Atök verkfallsmanna og lögreglu í Frakklandi Aslandíð fer nú versnandí, og fleiri hota verkfalli UM HÁDEGISBILIÐ á sunnudag var slökkviliðið kvatt að húsinu nr. 9 við Holtsgötu, sem var al- elda. Hafði einn af íbúum húss- ins þurft að bjarga sér út um glugga og brákaðist við það á fæti. Húsið sem kviknað hafði í var einnar hæðar steinhús, timbur- klætt að innan. Þannig hagar til að útgangur er um eldhúsið, en eldurinn mun hafa komið upp í herbergi þar við hliðina, sem leigt er ungum manni. Var hann nýfar inn út í húsinu bjuggu ungversk hjón. Er þau urðu eldsins vör, hljóp konan út, en maðurinn komst ekki út um eldhúsið sem fyrr segir og stökk út um gluggann. Slökkviliðinu gekk vel að ráða niðurlögum eldsins, er það kom á vettvang, en miklar skemmdir Fyrsta mál- verkaupp- boð ársins SIGUTtÐUR Benediktsson, heldur fyrsta málverkauppboð ársins í Þjóðleikhúskjallaranum á morg- un kl. 5. Listaverkin eru sýnd frá kfl. 2—6 í dag og kl. 10—12 á morgun. Hér er um að ræða 50 mál- verk og vatnslitamyndir eftir vel flesta þekktustu myndlistamenn þjóðarinnar, t.d. 5 myndir eftir Ásgrím Jónsson, 8 eftir Kjarval, 2 eftir Kristínu Jónsdóttur, teikn ing eftir Einar Jónsson, mynd- höggvara, og Við Þingvallavatn, eítir Jón Stefánsson. Ennfremur eru hér þrjú málverk frá íslandi, eftir þekkta danska málara t.d. Exner. Nokkrar myndir eru eftir yngri málara, t.d. lítil kodteikning íítir Sverri Haraldsson og önnur •ftir Þorvald Skúlason, i f GÆR kl. 11 var aitstlæg áitt hér á landi en þó heldutr norð- austanstæðari en undanfama daga. Heldur hafði kólnað en fnost var ekki á láglendi. Á Norðuriöndum var enn- þá kalt, en suður í Frakk- landi var yfir 10 stiga hiti. í New York var vægt frost að skrifstofumennirnir færu 1 samúðarverkfall. Urðu þeir við beiðninni og lögðu allir niður vinnu. Ástandið 1 verkfallsmálunum fer nú versnandi. Um 1000 náma menn við járnnámurnar í Lor- raine hafa hótað að fara í verk- fall. Hafa þeir kosið í sendi- nefnd, er halda skal til fundar við Maurice Bokanowski, iðnað- armálaráðherra. í París gætti mikils óróa í dag, en á morgun hefst verkfall járn- brautarstarfsmanna. Munu þeir fella niður vinnu í tvo tíma, hverju sinni, sem vaktaskipti verða. Með þeim hætti hyggjast starfsmenn járnbrautanna rugla allar áætlanir, án þess þó, að til algers samgöngurofs komi. í málum kolanámumanna miðar- ekkert í samkomulagsátt. eí>ir krefjast 11% hækkunar. Stjórn landsins hefir boðið 6% hækkun, er komi til framkvæmda á einu ári. Hafa námumenn hafnað því tilboðL Stjórnin segist hins veg- ar ekki taka upp frekari samn- ingaviðræður, fyrr en verkfalls- menn hafi snúið aftur til vlnntt, Halda báðir aðilar þannig íast við sitt. í París var skýrt frá þvl I dag, að mjög gengi nú á kolabirgðir í rPakklandi. Þá hefur orðið að grípa til skömmtunar á gasi, þar eð 3000 starfsmenn við jarðgas- námur í Lacq í S-Frakklandi, hafa lagzt niður einnig, en þaðan flá landsmenn um helming af þyi gasi, sem notað er í landinu. Kvöldvaka HAFNARFIRÐI — Slysavarna- deildin Hraunprýði hélt sína ár- legu kvöldvöku í Bæjarbíói sL sunnudag fyrir troðfullu húsi — komust færri að en vildu — og mjög góðar undirtektir. — Vegna þess hversu margir urðu frá að hverfa hefir nú verið ákveðið að endurtaka kvöldvökuna á mið- vikudagskvöldið kl. 8,30. _ Verða aðgöngumiðar seldir 1 Bæjarbíói þann dag frá kl. 4. urðu á öllum herbergjum hússins og húsgögnum. Eldsupptök eru ókunn. Hæstu viimmgar Happdrættis H.I. MÁNUDAGINN 11. marz var dregið í 3. flokki Happdrættis Há skóla íslands. Dregnir voru 1000 vinningar að fjárhæð 1.840.000 kr. Hæsti vinningurinn, 200.000 kr., kom á heilmiða númer 30.483. — Var hann seldur í umboði Guð- rúnar Ólafsdóttur, Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. 100.00 krónur komu á hálfmiða númer 2.643, sem voru seldir í umboði Frímanns Frímannssonar, Hafnarhúsinu. 10.000 krónur: 4961 6451 8144 14712 14805 15622 15667 19667 20002 22231 23078 30154 32007 33304 34579 37104 39670 46324 51509 (Birt án ábyrgðar). París, Merlébach, 11. marz. — NTB — £ D A G kom til átaka verk- fallsmanna og lögreglu í Merlebach, nærri kolanámun- um í Lorraine í Frakklandi. Er það í fyrsta skipti, þá 11 daga, sem verkfall kolanámu- manna hefur staðið, að til alvarlegm árekstra kemur. Atburðurinn átti sér stað, þegar skrifstofustarfsmenn kolanámanna voru á leið til vinnu í Merlebach. Komu þeir í stórri bifreið, en verkfalls- menn ruddust í veg fyrir þá. Lögreglan skarst í leikinn og upphófust handalögmáL Eng- inn mun þó hafa særzt. — Komst fljótlega á ró aftur. Fyrr um daginn höfðu fjöl- margir lögreglumenn verið send ir að skrifstofubyggingunni í Merlebaeh. Er fyrstu skrifstofu- starfsmennirnir komu til vinnu, gerðu kolanámumenn aðsúg að byggingunni, og kröfðust þess, Almennar prestkosn- ingar leggist niður MENNTAMÁLANEFND neðri deildar hefur að ósk kirkju- málaráðherra lagt fram á Al- þingi frumvarp um veitingu prestakalla, er gjörir ráð fyrir, að almennar prestskosningar séu lagðar niður, en í þess stað greiði sérstakir kjörmenn, sóknarnefndarmenn og safnað arfulltrúar, atkvæði um um- sækjendur og skuli veita um- sækjanda embættið, hafi hann hlotið % atkvæða fyrrnefndra kjörmanna. Hljóti enginn um sækjandi slíkan stuðning kjör- manna, mælir biskup með tveimur umsækjendum, ef um fleiri en einn er að ræða, eftir því sem hann telur eðlilegast, J en kirkjumálaráðherra veitirj öðrum hvorum embættið. Þó er kjörmönnum heimiltl að kalla prest án umsóknar, ef i nægilega margir þeirra eru einí huga um að kveðja tiltekinn; mann til þjónustunnar. Loks þykir eðlilegt, að for I seti íslands veiti prestsembætt | in að S'káLholti, Hólum og Þing j völlum eftir tillögum biskups , og kirkjuráðs. Frumvarp þetta var sam-1 þykkt á 3. kirkjuþingi þjóð- kirkju íslands 1962, en þar var ( það fllutt af biákupi og kirkju- réði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.