Morgunblaðið - 12.03.1963, Síða 5

Morgunblaðið - 12.03.1963, Síða 5
r Þriðjudagur 12. marz 1963 MORCl’lS B L 4 ÐIÐ i Fétur Sigurtison, gjaldkeri tJSAH, flytur sögu sambandsrns Ljósm.: Þórður Jónsson, Skagstr. Fimmtugt ungmennasamband Blönduósi, 27. fébr. — Sl. sunnu- <lag hélt Ungmennasamband A.- Húnvetninga hátíðlegt 50 ára af- inæli sitt með fjölmennu hófi í Félagsiheimilinu á Blönduósi. Sáitu það um 300 manns. Sam- bandið bauð öllum starfandi ungmennafélögum í A-Húna- vatnssýslu ásamt heiðursfélögum eamibandsins, eldri forustumönn- un ungmennafélaganna í sýsl- unni, fulltrúum frá UMSÍ og ÍSÍ ©g fleiri gestum. Móbergi, keppt á vegum sam- bandsins og hlotið verðlauna- bikar frá USAH fyrir að setja 10 héraðsmet á einu ári. Hún er nú íslandsimeistari í tveimur í- þróttagreinum. USAH hefur staðið fyrir fræðslu og skemmtiviku Húnvetn inga, Húnavökunni, og leitast við að fylkja menningarfélögum hér aðsins urn hana. Og eins og ræðu maður kornst að orði, „að baki dagskrár Húnvökunnar hverju Cuðjón Ingimundarson afhendir Ingvari Jónssyni gjöf frá UMFI. Formaður USAH, Ingvar Jóns- eon hreppstjóri á Skagaströnd, eetti hófið og stjórnaði því. Aðal ræðuna flutti Pétur Sigurðsson, gjaldkeri USAH. Rakti hann helztu þætti í starfsemi sambands ins. Það hefur haldið uppi öfl- ugri íþróttastarfsemi og átt marga góða íþróttamenn innan einna vébanda. T.d. hefur ein af beztu íþróttakonum landsins, Guðlaug Stein.grímsdóttir, frá sinni liggur saga, er aldrei verð ur skráð, sagan af þrá fólksins til að hefja hug sinn frá oki og amstri hversdagslífsins og eignast heiðra drauma vökunætur". Ýms ar verklegar framikvæmdir hefur sambandið stutt og styrkt, t.d. sundlaug á Reykjum, héraðshæl- ið á Blönduósi og félagsheimili í Húnaveri. Nú er það stór eign- araðili að félagsheimilinu á Blönduósi. 9 stofnendur heiðraðir Nokkrir stofnenda sambands- ins eru enn á lifi. Hafa þeir allir verið kjörnir heiðursfélagar og af henti formaður þeim eða ætt- ingjum þeirra heiðursskjöl. Að- eins einn af 9 nýkjörnum heið- ursfélögum, frú Guðrún Teits- dóttir, fyrrv. ljósmóðir á Skaga- strönd, ga,t komið því við að sækja hófið. Tveimur íþrótta- mönnum, sem lengi kepptu á vegum samibandsins og náðu á- gætum árangri, voru færðir verð- launabikarár, sem sérstök viður- kenning frá sambandinu. Voru það þeir Pálmi Jónsson, á Akri, og Sigurður Sigurðsson á Skaga- strönd. Guðlaugu Steingríms- dóttur voru þökkuð mikil og frá- bær afrek. Gisli Halldórsson, forseti ÍSÍ, flutti sambandinu kveðjufrá ÍSÍ, og skýrði jafmfrámt frá því, að fyrsti formaður USAH, Jón Pálmason, alþingismaður frá Akri, hefði verið sæmdur heið- ursmerki ÍSÍ í tilefni af afmæl- inu. Jón gat ekki setið hófið, en var afhent heiðursmerkið daginn áður. Pétur H. Björnsson á Móbergi, flutti sambandinu kvæði, og Björn Bergman las upp kvæði, sem Steingrímur Davíðsson, fyrrv. skólastjóri á Blönduósi orti til sambandsins. Þá tóku til máls Jón ísberg, sýslumaður, Pétur Pétursson á Höllustöðum, form. Búnaðarsambands A-Húnvetn- inga, Bjarni Jónasson, Blöndu- dalshólum, Guðmundur Jónasson Ási, sr. Pétur Ingjaldsson Hösk- uldsstöðum, sr. Þorsteinn G. Gísla son Steinnesi, sr. Jón Kr. ísfeld og Halldór Jónsson, bóndi Leysingja stöðum. Færðu þeir allir sam- bandinu árnaðaróskir og þakk- læti fyrir vel unnin störf. Stefán A. Jónsson las upp heillas&eyti, er sambandinu höfðu borizt, Karlakórinn Vökumenn söng undir stjórn Kristófers Kristj- ánsonar 1 Köldukinn, og Jón Tryggvason í Finnstungu stjórn- aði almennum söng. Saga USAH skrifuð Verið er að rita sögu USAH og verður hún prentuð í næsta hefti Skinnfaxa. Hefur Stein- grímur Davíðsson, fyrrv. skóla- stjóri á Blönduósi tekið að sér að semja hana, en hann er einn af stofnendum og heiðursfélög- um saimbandsins og var um langt skeið meðal helztu forvígis- manna Ungmennafélaganna í sýslunni. Að loknu hófinu var fjölmenn- ur dansleikur í Félagsheimilinu. — B.B. Ingvar Jónsson afhendir Guðrúnu Teitsdóttur, ljósmóður, heiðurs Skjaí, en hún var eini stofnandi sambandsins, sem sat hófið. Permanent litanir geislapermanent, — gufu permanent og kalt perma- nent. Hárlitun og hárlýsing Hárgreiðslustofan Perla Vitastig 18 A - Sími 14i46 Sængur Endurnýjum gömlu sæng- urnar. Seijum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. Dún- og fiðurhreinsunin Kirkjuteigi 29. Sími 33301. Heirjifrægt merki — Hagkvæmt verð. ■ Biðjið verzlun yðar um M A Z D A Aðalumboð: Raftækjaverzlun íslands h.f. Símar 17975 76 Reykjavik. IJTBOÐ Tilboð óskast í að smíða og setja upp innréttingar í eina íbúð Upplýsingar í Álftamýri 2 efstu hæð til vinstri kl. 9—12 í dag og næstu daga. Tilboð óskast í Pick-up-bifreið og nokkrar fólksbifreiðir er verða sýndar í Rauðarárporti fimmtud. 14. þ. m. kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. Iðnaðarhúsnæði 600—800 ferm Iðnaðarhúsnæði óskast leigt. Tilboð sendist í Box 1047. Skrífstofustúlka með starfsreynslu óskast nú þegar. Tilboð send- ist afgr. Mbl. fyrir fimmtudagskvöld merkt: „6152“. Vélrífunarstúlka óslcast frá 1 apríl. Enskukunnátta áskilin. Umsóknir, er greini aldur og menntun sendist oss sem fyrst. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16. Tollvörugeymslan hf. Aðalfundur 1963, verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og hefst með borðhaldi kl. 19. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Þátttakendur panti borð tímanlega hjá þjónum Sjálfstæðishússins. STJÓRNIN. Járnsmiður, vélvirki og rennismiður óskast Strax. Járn hf. Síðumúla 15.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.