Morgunblaðið - 12.03.1963, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.03.1963, Qupperneq 12
12 MORCVTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. marz 1963 Útgeíandi: Hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johapnessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. KRAFIZT SKÝRS SVARS 'lll'orgunblaðið hefur rifjað það upp, að fyrir tveim árnm lýstu Framsóknarmenn því yfir, ásamt kommúnist- um, að þeir teldu landhelgis- samkomulagið við Breta „nauðungarsamning“ og sögðu, að einhliða bæri að fella það úr gildi. Höfðu þeir um þetta mörg og stór orð. Framsóknarmenn bentu réttilega á það, að valdahlut- föll yrðu að breytast á Al- þingi til þess að unnt væri að gefa út yfirlýsingu um það, að samkomulagið við Breta hefði verið „nauðungarsamn- ingur“ og þess vegna félli það úr gildi. Þeir sögðu, að tæki- færi mundi lcoma fyrir ís- lenzku þjóðina til að leggja dóm á þetta mál. Þeir sögðu með öðrum orðum, að þeir mundu kjósa um landhelgis- málið. Og auðvitað voru kommúnistar til í slíkar „þjóð fylkingarkosningar“. Nú eru þessar kosningar framundan og Morgunblaðið hefur þess vegna minnt Fram sóknarmenn á stóru orðin. Spurningin er sú: Ætla Fram- sóknarmenn að standa við þau? Lýsa þeir því enn yfir, að þeir muni lýsa samninginn við Breta ógildan, ef þeir fá aðstöðu til þess á Alþingi með samstarfi við kommúnista. Landhelgissamkomulagið hefur nú verið í gildi í tvö ár og íslenzka þjóðin hefur kynnzt því, hve miklum á- rangri var náð. Þær smávægi- legu undanþágur, sem Bret- um voru veittar, falla úr gildi af sjálfu sér eftir eitt ár. Þess vegna á íslenzka þjóðin fulla heimtingu á því að fá að vita, hvort Framsóknarmenn hygg ist stefna í voða þeim árangri, sem náðst hefur og koma á ný á algjörri óvissu í landhelgis- málinu. Þess vegna krefjast menn þess að fá skýr og undan- bragðalaus svör: Ætla Fram- sóknarmenn sér að reyna að ógilda samkomulagið við Breta, ef þeir fá aðstöðu til þess, eða eru öll stóru orðin dauð og ómerk? AÐ STOFNA TIL ÓFRIÐAR ----------------------- Sú iðja að ala á andúð í garð annarra þjóða, er ekki sæmandi lýðræðissinnum, þótt hún hæfi ágætlega komm únistum. Allir góðir menn leggja sig nú fram um það að laða þjóðirnar til samstarfs og draga úr tortryggni og þjóðrembingi. Þess vegna eru skrif á borð við þau, sem ein- kennt hafa Tímann í umræð- um um utanríkismál, til mik- illar vansæmdar. En skrif Framsóknarmanna eru ekki einungis ósæmileg, heldur eru þau líka hættu- leg. Þannig hefur blað þeirra látið að því liggja, að hér á landi væru þeir stjómmála- leiðtogar, sem meirihluti þjóð arinnar styður, tilbúnir til þess að fallast á það, að Bret- ar fengju á ný réttindi til veiða innan 12 mílnanna, þeg ar undanþágur þeirra falla úr gildi eftir eitt ár. Framsóknarmenn vita full- vel, að fyrir þessu er ekki flugufótur. Þeir gera sér líka ljóst, að brezk stjórnarvöld muni ekki einu sinni orða þetta, bæði vegna þess að und anþágumar skipta Breta sára litlu máli og þó enn fremur vegna hins, að þeir vilja láta fyrnast yfir landhelgisdeil- una og hafa góð samskipti við íslendinga. En Framsóknarmenn vita meira. Þeir vita að í Bret- landi em harðsnúnir hags- munahópar, sem beita mundu öllu áhrifavaldi sínu til þess að fá slíka kröfu setta fram, ef þeir gerðu sér minnstu von ir um að gengið yrði að henni. Þessir menn reyna að telja sjálfum sér og öðmm trú um, að einhver bilbugur sé á ís- lendingum í þessu máli. Það er við þessa menn, Dennis Weleh og félaga hans, sem Framsóknarmenn eru nú í bandalagi. Þeir boða vísvit- andi þau ósannindi, að á ís- landi séu áhrifamenn, sem vilji fallast á kröfur brezkra hagsmunahópa og ýta þannig undir að slík krafa verði gerð. Þessi framkoma Framsókn- armanna er sannarlega for- dæmanleg, enda hefur verið eftir henni tekið og mun verða á hana minnt. Að undanförnu hefur mál- gagn Framsóknarflokks- ins margsinnis ráðizt að Bret- um með dylgjum og aðdrótt- unum. Ekki þótti þeim þó nóg að verið og bættu því við, að Danir væru fláttskapar- menn og fiandsamlegir íslend ingum. NIÐURLÆGING BÚNAÐARÞINGS rpil skamms tíma hefur það -*• verið nokkuð almenn skoðun, að bændur væru yfir- leitt ábyrgari í kröfum sínum og sýndu stillingu og rökfestu i Adenauer og Erhard sættast eftir mánaðar ösamkomulag FYRIR nokkrum dögum hittust þeir Adenauer kanzlari Vestur- Þýzkalands og I.udwig Erhard efnahagsmálaráSherra og tókust í hendur eftir að hafa verið ó- sáttir í mánuð. Á fundinum lofuðu Adenauer og Erhard, sem ir.argir telja lík- legasta eftirmann kanzlarans, að vinna saman ©g reyna að forðast sundrung, þar sem hún gæti orð- ið flokki þeirra, kristilega dem- okrataflokknum, hættuleg. Fundinn, þar sem kanzlarinn og efnaihagsmálaráðiherrann sæ.tt ust, sátu 42 fulltrúar fram- kvæmdanáðs Kristiilega demó- krataflokksins. Að* fundinum loknuim hélt formaður þingflokks Kristilegra demókirata, Heinrieh ven Brentano, fund með frétta- mönnuim og sagði, að deilumiál þeirra Adenauers og Erbjairds væru útkljáð. Von Brentano sagði, að í lok fundarins hefði Adenauer gengið til Erhards og tekið innilega í hönd hans. Deilur Adienauers og Erhards hófusit með þvi að Adenauer sakaði Erhard í bréfi um, að skipta sér af utanirikismá/luim, sem ekki væru í hans verka- hring, sagði Adenauer, að Er- hard hefði snúizt á sveif með Breturn varðandi aðild þeirra að Efnahagsbandalagi Evróipu, en látið hjá líða að lýsa stuðningi við samvinnusáttimiála Vestur- Þjóðverja og Frakika, sem de Gaulle og Adenauer gerðu með sér í París. Erhard neitaði í brétfi þessum ásökunum kanzlarans, en þá skrifaði Adenauer hionuim annað bréf þar sem hann gagn- rýndi stefnu hans í efnahags- miáium. Eftir það miætti Erhard ekki á ráðuneytisfundum. Adenauer Nánir stuðningsmenn Erharda sökuðu Adenauer um, að tilgang- urinn með gagnrýninni á efna- hagsmáílaráðherrann væri að skerða möguleika hans á þvií að verða kanzlari. En eftir fundinn þar sem etfna- hagsmálaráðherrann og kanzlar- inn sættust sagði Von Brentano fréttamiönnum, að Erhard væri eftir sem áður líklegastur eftir- maður Adenauers. Eins o.g kunn- ugt er mun kanzlarinn segja af sér í haust Liston sló vindhögg og meiddist á hné 10. APRÍE. n.k. munu þeir mæt- ast öðru sinni til þess að keppa um heimsmeistaratitilinn í þunga vigt, Sonny Liston núverandi heimsmeistari og Floyd Patter- son fyrrv. heimsmeistari. Eins og menn muna sló Liston Patter- son niður í fyrstu lotu síðast er þeir kepptu. Liston og.- Patterson áttu að roætast 4. apríl, en- keppninni var frestað vegna þess að Listan meiddist á hné. Þjálfari Listons, Jack Nilton, skýrði þjálfara Pattersons svo frá, að Liston hefði farið út á golfvöll einn á baðströndinni í Miami, gripið golfkylfu, búið sig undir að slá, og slegið, en það varð vindlhögig. Liston hafði bor- ið sig mjög klautfaleiga að þessu og er hann sveiflaði kyltfunni meiddist hann smiávægilega á hné. Þj áifari Pattersons, Dan Florio, sagði ,að hann seldi söguna um meiðslin á hrué Listons ekiki dýr- ari en hann keypti hana. „All- ir eru að segja mér hive Liston .sé mikið ofurmenni“, sagði Fiorio „en hvert barn, sem er nógu gamait til þess að lesa mynda- blöð veit að ofurmenni meiðast ekki á hné þó þau sveifli golf- kylfum“. Fleiri en Florio hafa látið í Ijós tortryggni í saimbandi við meiðsli Listons, en þjáifari hans segir: „Hver sem ekki trúir þvi að Sonny sé meiddur getur feng- ið að sjá röntgenmynd atf hné bans“. Liston á golfvellinum skömmq áður en hann sló vindhöggið. í málafylgju sinni. Þess vegna var yfirleitt tekið eftir störf- um búnaðarþings og það naut verðskuldaðrar virðingar. Nú hefur hins vegar verið haldið þannig á málum á búnaðarþingi, að til hreinn- ar vansæmdar er fyrir bænda stéttina. Öfgar og öfugmæli vaða þar uppi, svo ýmist vek- ur aðhlátur eða vorkunnsemi. Byggist þetta á takmarka- lausri heift þeirra Framsókn- armanna, sem í meirihluta eru á þinginu. Sérstaka athygli vakti það, þegar sömu mermirnir, sem gengust fyrir því að lagt var gjald á bændur til að byggja hótel í Reykjavík, lýstu því yfir, að sams konar gjald til | að styrkja lánasjóði búnaðar- ins jaðraði við stjórnarskrár- brot. Nú leynir það sér ekki, að fremur væri um stjórnar- skrárbrot að ræða, þegar fé er tekið af bændum til þess að byggja höll, sem aldrei getur orðið þeim annað en byrði, heldur en er, þegar beinlínis er verið að styrkja þeirra eig- in atvinnugrein, auk þess sem mörg fordæmi eru fyrir því, að slík gjöld séu tekin af at- vinnuvegunum til þess að styrkja þá sjálfa. Þannig hafa forystumenn Framsóknar í raun réttri lýst því yfir, að þeir telji sjálfa ] | sig hafa staðið að stjómar- skrárbroti, en ætla síðan að kenna öðrum um slíkan verkn að, þótt sú ásökun sé auðvit- að miklu fjarstæðari. Öánægðir með samgöngur HÚSAVÍK, 8. marz — Húsvík- ingar eru heldur óánægðir með skipulag samgangna við Húsa- vík. Hingað eru 5 áætlunarferð ir í viku, tvær með flugvéluna og 3 með áætlunarbílum frá Ak- ureyri og falla bæði flugferð og bílferð á miðvikudaga og laug- ardaga, en engar ferðir eru 4 daga vikunnar og fæst þá ekkl póstur. Er viðkomandi aðilun* I bent á þetta til athugunar fyr* | ir skipulag niæista vet.-ar. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.