Morgunblaðið - 13.03.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.03.1963, Blaðsíða 1
24 síður 50. árgangur 60. tbl. — Miðvikudagur 13. marz 1963 Prentsmiðja Morgunblaðsins Krúsjeff tekur af skarið: Listamönnum settur stdllinn fyrir dyrnar „Frelsi í listum „Trjónuhestur" í samfélagi kommúnista“ MOSKVU — AP — Síðari hluta dags í gær bárust Morgun- fclaðinu fréttir af ræðu Krúsjeffs, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, er hann lét frá sér fara sl. föstudag, þar sem hann tekur af skarið um listir. í tveggja klukkustunda ræðu, sem lesin var af þulum Moskvuútvarpsins á föstudag, lýsir Krús- jeff afstöðu sinni til frelsis í listum. Verða henni ef til vill bezt skil gerð, með þessum orðum forsætisráðherrans: „Mín skoðun er sú, að það geti aldrei orðið um fullkomið frelsi einstaklingsins að ræða, jafnvel ekki á lokastigi komm- únismans. Frelsi einstaklingsins, í of ríkum mæli, leiðir til stjórnleysis . . . allt, sem vinnur á móti hagsmunum fólksins ©g þjóðarinnar, verður fjarlægt“. í forystugrein Morgunblaðsins í dag, er drepið á þessi mál, en þess skal getið, að sú grein er rituð áður en fregnin um ræðu Krúsjeffs barst blaðinu. Eins og áður segir, þá var það rithöfundurinn Ilja Ehrenburg, sem fyrir harðastri árás varð. Hann var heima hjá sér, er upp- lesturinn stóð yfir. Að honum loknum var hann niðurbrotinn og aumur á að sjá. M.a. sagði hann við ungan rithöfund, er þá hitti hann: Harðasta útreið hlaut Ilja Ehrenburg, rithöfundurinn aldr- aði. Var ijóst af ummælum þeim, er féllu í hans garð, að hann er talinn mjög hættulegur maður í So vétr íkj unum. Forsætisráðherrann náði til Jevtusjenko í gagnrýni sinni. Var farið mildari orðum um hann, en Ijóðskáldinu bent á að leita ekki eftir því að auglýsa sig á ódýran hátt. Lítill vafi er taiinn leika á því, eð ráðamenn í Moskvu hafi talið sér ógnað alvarlega af frelsis- öldu þeirri, sem gætt hefur í sovézkum listum að undanförnu. Ummælum forsætisráðherrans var beint að 500 fulltrúum sov- ézkrar málaralistar, bókmennta og kvikmynda. Að lestrinum loknum var ljóst, að valdhafarn- ir í Moskvu hafa sett „uppreisn- ergjörnum" listamönnum stólinn fyrir dyrnar. „Ég mun aldrei sjá sovézkar listir blómgast, en þú munt sjá það — eftir tuttugu ár“. Þeir listamenn í Sovétríkjun- um, sem hafa undanfarið trúað á tjáningarfrelsi, fundu ekkert í ummælum Krúsjeffs, er gefið gat þeim til kynna, að þeim yrði að von sinni. Hins vegar varð á- heyrendum ljóst, að sovézkir ráðamenn hafa álitið „afvega- leidda“ listamenn eina mestu hættu, sem gætt hefur innan landamæra Sovétríkjanna á und- anförnum árum. Krúsjeff fór m. a. þessum orðum um það mál: uvíst hvaö verður um Georges Bidault Múnchen 12. marz — NTB Tfirheyrslum v-þýzkra yfirvalda yfir Georges Bidault, fyrrverandi forsætisráðherra Frakka, er nú lokið. Hefur þvi verið lýst yfir »f opinberri hálfu í V-Þýzkalandi, •ð ekkert hafi komið í Ijós, er bendi til þess, að Bidault hafi að hafzt neitt þar í landi, er glæp- •amlegt geti talizt. Saksóknarinn, Heinrich Kamm erer, lýsti því yfir í blaðaviðtali í dag, að ekki yrði höfðað mál gegn Bidault. Nokkrum klukkustundum síðar var tilkynnt, að v-þýzka stjórnin hefði ekkert á móti því, að Bid- ault fengi hæli í V-Þýzkalandi, »vo framarlega, sem hann héti því að slíta öll tengsl sín við þjóðlega franska andspyrnuráðið. Blaðamaður, sem ræddi við Bidault í gær, segir, að hann hafi lýst því yfir við sig, að hann xnyndi aldrei hætta afskiptum af •tjórnmálum. Sæki Bidault ekki um hæli í Bayern, þá verður hann að halda á brott úr landinu, til þess lands, er vill veita honum viðtöku. Bæði yfirvöld í Sviss og Bret- landi hafa lýst því yfir, að Bid- ault muni ekki fá landvistarleyfi þar. „Friðsamleg sambúð á sviði listanna er tilræði við Marx- Leninisma, tilræði við málstað verkamanna og bænda“. Næstu ummæli bentu til þess, að þegar hefði verið ákveðið hvaða tökum þeir yrðu teknir í framtíðinni, sem hyggjast snúa' baki við skipunum flokksins. Síðan hélt Krúsjeff áfram: „Fyrsta skrefið í þessa átt í : -y llaP Ilja Ehrenburg (meira frelsi á sviði lista) myndi miða að því að rífa niður það, sem áunnizt hefur á sviði sósíal- ískrar listar.... það er ekki hægt að tryggja, að þetta fólk („vafasamir“ listamenn) reyni ekki að taka höndum saman gegn stórfengleik byltingarinn- ar“. Þá sagði Krúsjeff, að frelsi I llstum yrði að telja „trjóuhest“ í samfélagi kommúnista. Samtímis vísaði hann á bug þeirri hugmynd, að það værj skref í áttina til fortíðarinnar, er einstaklingnum væri þröngvað til að taka ákveðna stefnu. Þessa skoðun skýrgreindi forsætisráð- herrann þannig: „Við lifum í skipulögðu, sósial- isku þjóðfélagi, þar sem hags- munir einstaklingsins eru hags- munir samfélagsins . . . í listum mun flokkurinn krefjast algerr- ar hlýðni við stefnu sína“. Svo virðist, sem Ehrenburg sé sá eini, sem ekki hefur játað syndir sínar fyrir altari sovézku valdhafanna. Ungskáldið Jevtusjenko lofaði þegar í stað bót og betrun, enda varð hann ekki fyrir eins mikilli gagnrýni og Ehrenburg. Lær- Nikita Krúsjeff dómur Jevtusjenkos var fólginp í þessum orðum forsætisráðherr- ans: Framh. á bls. 33 llla horfir nú í verk- faflsmalum í Frakklandi — okkur er hótað fangelsi, segja verkfallsverðir París, 12. marz — NTB VERKFALLSALDAN í Frakk- landi fer enn vaxandi. — í dag bættust járnbrautarstarfsmenn og stáliðnaðarmenn í Lorraine í hóp þeirra, sem lagt hafa niður vinnu. I dag er 12. dagur verk- falls kolanámumanna. Hafnarverkamenn í Rochelle neituðu í dag að afferma þrjú skip, sem hlaðin voru kolum er- lendis frá. Þá segir í fréttum frá Moskvu, að hafnarverkamenn í Odcssa, Klaipeda í Lithauen og Riga í Lettiandi, hafi neitað að ferma skip, sem flytja áttu kol til Frakklands. Fulltrúar 20.000 jámnámu- manna í Lorraine ákváðu í dag að sencþi 1000 manna sendinefnd tii Parísar á morgun. Ætlunin er, að mennirnir taki sér stöðu í miðri Parísarborg, og hefji þar áróður fyrir málstað verkfalls- manna. Nefnd verkfallsmanna í Pas- de-clais-héruðunum, þar sem mest kolanám er, lýsti því yfir í dag, að ástandið sé mjög hættu- legt, menn gerist nú æstir, og sé eina leiðin til að koma á eðlilegu ástandi, sem stjórninni sé fær, að hefja á nýjan leik samninga- viðræður við verkfallsmenn. Á miðnætti í nótt tóku járn- brautarstarísmennxað leggja nið- ur vinnu, tvo tíma í senn, í hvert skipti, sem vaktaskipti urðu. — Þótt verkfallið standi els^i »ema í einn dag, þá nægir þaB til að koma á algerri óreiðu í járn- brautarsamgöngum. Samkvæmt áskorun verkfalls- manna mun helmingur allra stál- iðnaðarmanna í Lorraine leggja niður vinnu á fimmtudag. Bidault á leið frá yfirheyrslunni. Alvarlegast er þó ástandið vegna verkfalls kolanámumanna. Virðist allt benda til þess, að þeir verði harðari í horn að taka með hverjum deginum, sem líður. Sendinefnd frá Lens í Pas-de- clais-héruðunum sendir de Gaulle, forseta, sérstaka yfirlýs- ingu í dag. Þær fregnir voru í dag hafðar eftir verkfallsvörðum í Merle- bach í Lorraine, að lögreglan hefði hiótað þeim fangelsi, ef þeir hyrfu ekki af varðstöðum sínum. Talsmaður verkfallsvarðanna sagði, að ef gripið yrði til slíkra ráða, þá yrði hart látið mæta hörðu. Þess gætir nú 1 æ ríkara mæli, að andstöðumenn de Gaulles í stjórnmálum reyni að hagnast á ófremdarástandinu. Hefur verið dreift fluguritum, þar sem segir, að forsetinn hafi dregið dár að mönnum og svikið þá á alla lund. Sé greinilegt, að de Gaulle ætli sér að beita sömu brögðum og hann hafi gert, er ástandið í Alsír var sem verst. Nefnd verkfallsvarða hefur ekki viljað kenna sig við þessi flugurit. Hefur hún lýst því yfir, að hún vilji forðast allt það, er leitt geti til enn verra ástands. Allsherjarsöfnun í verkfalls- sjóði fer nú fram í Frakklandi. í kvöld bárust þær fréttir, að 2500 verkfallsmenn frá Lorraine væru lagðir af stað til Parísar. Fara þeir með bílalest, sem sögð er 8 km löng. Fylgja henni sjúkrabílar og læknar. Bokanowski, iðnaðarmálaráð- Framhald á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.