Morgunblaðið - 13.03.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.03.1963, Blaðsíða 12
IS r MORCVTSBLAÐ1Ð Miðviku'dagur 13. marz 1963 JMropittMitátáfr Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. . Ritstjórar: Valtýr Stefánsson, .» Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausásölu kr. 4.00 eintakió. JON SIGUBÐSSON OG TÍMINN Sú var tíðin, að Þjóðviljinn hafði ekki við að túlka álit og óskir „þjóðarinnar" á öllum sviðum. „Þjóðin" vildi þetta og „þjóðin" vildi hitt, sagði Þjóðviljinn. Upp úr því var farið að tala um „þjóðina á Þórsgötu 1“ og síðan hefur þessi rembingur minnkað í kommúnistablaðinu, enda hafa kosningar sýnt, að „þjóð- inni“ fer fækkandi með hverju ári sem líður. Tíminn hefur lært margt af Þjóðviljanum. Upp á síðkast- ið hefur hann ekki haft við að tönnlast á’óskum og kröfum „þjóðarinnar." Og nú er svo komið, að hann er á góðri leið með að gera Jón Sigurðs- son að aðalstuðningsmanni stjórnarandstöðu Framsókn- arflokksins. Tíminn veit ná- kvæmlega hvernig hann hefði brugðizt við í öllum þeim vandamálum, sem steðjað hafa að íslenzku þjóðinni á undanförnum árum og blaðið vflar ekki fyrir sér að nota nafn hans sjálfu sér og flokki sínum til framdráttar í stjórn málabaráttu líðandi stundar. Eins og stjórnmálabarátta Tímans hefur verið á undan- fömum mánuðum gæti varla komið flatt upp á nokkurn mann, þó að Tíminn fullyrti fyrir kosningar að sá íslend- ingur, sem ekki styddi Fram- sóknarflokkinn, væri and- stæðingur Jóns Sigurðssonar eða jafnvel hatursmaður hans. Efnahagsbandalagið átti að verða aðalkosningabomba Framsóknarflokksins að þessu sinni. Hún sprakk í höndunuin á honum sjálf- um. Á sínum tíma voru Framsóknarmenn staðráðn- ir í því að nota Iandhelgis- samninginn við Breta í kosn- ingabaráttu sinni. Samning- urinn hefur reynzt einn sá heillavænlegasti sem íslend- ingar hafa gert og virðast Framsóknarmenn hafa gert sér þá staðreynd ljósa fyrir alllöngu, því að ekki hefur verið ymprað • á „svikum í landhelgismálinú' um langt skeið í blaðinu. Gífuryrði Framsóknarmanna á þingi, þegar landhelgissamningur- inn var til umræðu og Tím- ans fyrst eftir að samningur- inn var gerður, væru fyrir Framsóknarmenn sjálfa bezt geymd þar sem þau nú eru, í gleymsku sögunnar. Sannleikurinn er sá, að með samningnum við Breta uxmu íslendingar mikinn og góðan sigur. Þeir tryggðu sér fulla og endanlega viðurkenn- ingu á 12 mflna fiskveiðiland- helginni og hefur samningur- inn reynzt þýðingarmikil vemd fyrir fiskveiðar báta- flotans við landið, enda hafa þær farið vaxandi síðustu árin, bæði á þorsk og síldveið- um. Það er því hægt að taka undir orð Davíðs Ólafssonar, sem hann viðhefur í Morgun- blaðinu í gær, þegar hann segir: „Reynslan af þessum samn- ingi þau tvö ár, sem hann hefur verið í gildi, er í öllu eins og við var búizt. Allar hrakspár andstæðinga samn- ingsins hafa því reynzt hald- lausar.“ Nú er aðeins eftir eitt ár, þar til síðasta erlenda fiski- skipið hverfur úr fiskveiði- landhelgi íslendinga og þeir hafa full og óskipt afnot land- helgi sinnar. Þegar sá dagur rennur upp mun íslenzka þjóðin fagna því af heilum hug, hversu vel viðreisnar- stjóminni tókst að halda á málunum, þegar í óefni var komið eftir óreiðu og henti- stefnu vinstri stjómarinnar. FRELSI /\kkur, sem alin erum upp ” við frjálsa hugsun og full komið lýðræði, þykir eðlilegt að deila um hvaðeina og reifa þau mál, sem eru efst á baugi, án ótta við stjórnarvöld eða lögreglu. Þetta gildir ekki aðeins um stjómmál, heldur einnig öll menningarmál og svonefnd dægurmál. Eitt er nauðsyn- legt: að „rökræða vandamál- in“, sagði Georg Brandes. Enda þótt umræðurnar á fundi Stúdentafélags Reykja- víkur um listir nú ekki alls fyrir löngu hafi þótt heldur óuppbyggilegar, áttu þær í fyllsta máta rétt á sér. Og sá stóri hópur fólks, sem sat um- ræðufund þennan, sýndi svart á hvítu, að íslendingar hafa mikinn áhuga á öllum umræð- um um menningarmál. Ekki er það nein ný bóla hér á landi, enda er svo fyrir að þakka, að við höfum af kost- gæfni varðveitt þann arf frá forfeðrum okkar, sem er hvað dýrmætastur, þ.e. skilyrðis- lausa kröfu til frjálsrar hugs- unar og lýðræðislegra vinnu- bragða. Undanfarið hefur þess ver- ið minnzt, að 10 ár eru liðin frá dauða eins mesta kúgara, sem sagan þekkir, Jóseps Stalíns. Okkur, sem höfum búið við lýðræði, kemur harla einkennilega fyrir sjónir, JL Líkan af sýningarsvæðinu í New iork. Fremst á myndinni er sýingarskáli Fordverksmiðjanna. Heímssýningin í New York 1964 HAFIZT er nú handa um undirbúning heimssýningar, sem halda á í New York frá 1964—1965. Að sögn forseta sýningarnefndar Roberts Mos- es verður þetta stærsta heims sýning, sem haldin hefur ver- ið. Á sýningunni verða 200 sýningarskálar og gert er ráð fyrir að 70 milljónir manna sjái hana. Robert Moses segir, að sýningin verði — auk þess að vera sú stærsta — hin íburð armesta, sem haldin hefur „Unisphere", tákn sýning- arinnar í New York. verið. Það er aðeins eitt, sem hann segir að muni verða til ‘ þess að rýra gildi sýningar-1 innar, en það er, að Rússar | hafa hætt við að byggja þar J sýningarskála- Sameinuðu' þjóðirnar munu ekki hafa | neina sýningu og ekki verða | neinir sýningarskálar þar sem i hægt verður að fylgjast með , þróun læknisfræði, lögfræði,, kjarnorku eða geimferða. Tákn sýningarinnar í New , York nefnist „Unisph«re“, lík- an af jörðinni gert út stáli. T.v. sýningarskáli tryggingárfélaga í smíffum- T.h. líkan af sýningarskálanum, en þar sýna | I tryggingarfélög sigur mannanna frá steinöld til atómaldar. hversu mjög það er nú útbás- únað, að nokkrar tilslakan- ir hafi átt sér stað í Rússlandi. Krúsjeff er jafnvel lofaður fyrir það, að fólk skuli geta farið að sofa án þess þurfa að óttast að öryggislögregla hans knýi dyra og sendi það blá- saklaust austur í Síberíu. Og það þykir jafnvel hróss vert að skáld og listamenn í Rúss- landi skuli ekki búa við þau kjör og andlegu áþján, sem var á dögum Stalíns. Samt ber þess að gæta, að hinir nýju valdhafar hafa, þrátt fyrir nokkrar tilslakanir, fundið upp ,nýja aðferð til að drepa ■ áhrifum listamanna á dreif, þ.e. að setja þá á geð- veikrahæli. En slík framkoma í Sovétríkjunum þykir ekki tíðindum sæta, ekki einu sinni nú á dögum hinnar and- stalínsku herferðar. Sann- leikurinn er sá, að kerfið býð- ur upp á ofbeldi og einræði, án þess fellur það um sjálft sig. Á KROSSGÖTUM Sovétríkin eru nú á kxoss- götum. Krúsjeff verður að fara að taka ákvörðun um það, hvort ekki sé nauðsyn- legt að fjötra rússneskt þjóð- félag aftur í þær viðjar, sem Stalín hélt því í. Svo mikill þrýstingur er nú frá mennta- mönnum í Sovétríkjunum, svo háværar kröfur til vald- hafanna um aukið frelsi, að ekki er séð fyrir endann á því hvert stefnir, ef stjórnar- völdin grípa ekki í taumana. Sannleikurinn er sá, að kommúnisminn þolir ekki hina minnstu glætu af sól frelsis og lýðræðis, án þess að kerfið sé-í stórhættu En þrátt fyrir allt er því miður ekki svo að sjá, að nein hugarfarsbreyting hafi orðið hjá valdhöfum Sovétríkjanna. Þeir hafa að vísu gefið eftir fyrir háværum kröfum fólks- ins um meira frelsi, þeir hafa slakað nokkuð til í því skyni að vinna hylli almennings, en það getur orðið dýrt spaug. Valdamönnum Sovétríkjanna er áreiðanlega kunn sú stað- reynd. Aðrir þurfa að gera sér ljóst að andi Stalíns er núverandi forystumönnum Sovétríkjanna kærari en þeir vilja vera láta. Adsjubei, rit- stjóri Izvestia og tengdasonur Krúsjeffs, hefur nýlega verið í Rómaborg. Hann virðist á margan hátt geðfelldur mað- ur. En þó sýnir blaðamanna- fundur sá, er hann hélt með fréttamönnum í Róm, og þau ummæli, sem hann viðhafði þar, svart á hvítu, að hann hefur ekki vaxið upp úr kenn ingum og þröngsýni Stalíns- tímabilsins. Flest urnmæli hans á fundinum hefðu getað verið sögð á dögum Stalíns. Hvergi örlar á frjálslyndi, hvergi samúð með neinu máli né málstað nema yfirlýstri stefnu og óbilgjörnum kröfum Sovétríkjanna. Jafnvel Past- ernak fékk ekki að vera í friði fyrií tengdasyni Krúsjeff- ismans. Aðalfundur Múrarameistara- félags Rvíkur. Múrarameistarafélag Reykja- víkur hélt aSalfund sinn 25. febr. s.l. Á fundinum var stjórn fél- agsins öll endurkjörin, en hana skipa: Formaður Guðmundur St. Gíslason, varaform. Jón Berg- steinsson, ritari Þórður Þórðar- son, vararitari Sigurður J. Helga son og gjaldkeri Óilafux Þ. Fáls- soo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.