Morgunblaðið - 13.03.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.03.1963, Blaðsíða 15
Miðvlkudagtir 13. marz 1963 MORGVNBLAÐtÐ 15 — Hugleiðingar Framhald af bls. 13. glottandi árar hans skari glóðir að verund hennar um alla eilífð! Hvort stalínisminn er ekki við hæfi slíkra manna! En ei náttúrukommúnistarnir eru ekki ýkja fjölmennir, þá eru því fleiri hjástoðir þeirra og att- aníosar hér á Islandi, og það ér villa þeirra og ábyrgðarleysi, eem Matthíasi þykir uggvænleg- ast. Þama eru í fyrsta lagi þeir, eem bitið hafa það í sig, að komm únistar muni innan ekki langs tima sigra í heiminum og að öruggast sé að halda sig þeirra megin við götuvígin, svo að skir- ekotað sé til orða Brynjólfs Bjarnasonar, enda var við mig eagt á styrjaldarárunum: „Það er svo gott með þig, þú verður drepinn hvort sem það verða kommúnistar eða nazistar, sem sigra“, — það þriðja var ekki hugsanlegt! í öðru lagi eru þeir, sem hugsa sem svo: „ég verð að yarast, að kommúnistarnir, sem einskis svífast gegn andstæðing- um, en hlúa að sínum, hefti för mina til vegs og gengis — hina þarf ekki að óttast, ég geld ekki verulega skoðana minna hjá t>eim“. í þriðja lagi er í fylk- ángunni stór hópur snobb-attaní- osa. Og þrátt fyrir allt það, sem »iú er vitað og staðfest um harð- etjórn og glæpi kommúnista heima fyrir og um skipulagða starfsemi þeirra í öllum ríkjum heims, starfsami, sem þeir ausa í tugþúsundum milljóna, er við- ekiptaþjóðir þeirra borga í hækk- uðu vöruverði, sjálfum sér til ófarnaðar, vaða þessir snobb- attaníosar enn í þeirri öfugmælis- villu, að kommúnisminn sé ró- tæk vinstri stefna — og þykir fínt, nánast andleg hefðar- mennska að vera verulega rót- tækir vinstrimenn, minnsta kosti meðan því fylgir ekki einu sinni fjárhagsleg áhætta! í fjórða lagi ber að nefna viðkvæma og öfga- fulla menn, sem beðið hafa skip- brot, — sem brugðizt hafa vonir eínar og draumar um veraldar- eða hugsjónagengi — eða orðið fyrir vonbrigðum í einkalífi sínu og hafa svo snúið út ranghverfu eðlis síns, finna hjá sér hvöt til eð hefna ófara sinna á jákvæð- um stefnum og viðhorfum og á öllum þeim, sem þeir telja að lánið hafi leikið við. Loks eru bvo í fimmta lagi allir þeir, sem ég — árið 1946 — valdi heitið nytsamir sakleysingjar, oft gáf- eðir, en dálítið kærulausir, óraun *æir og yfrið barnalegir ósk- hyggjumenn. Flestir munu kann- est við ummæli kerlingarinnar eyfirzku, sem sagði, þegar hún heyrði sögur af grimmdarverkum þýzkra hermanna í Belgíu í heims etyrjöldinni fyrri: „Ja, ég er nú evo aldeilis hissa! Það held ég þeir væru mestu friðsemdar- og almennilegheitamenn, Þýzkar- ernir, sem voíu hérna á Hjalt- eyri!“ Og hinir nytsömu sakleys- ingjar vilja ekki trúa því, að ís- flenzkir kommúnistar, sem kalla flokk sinn Sameiningarflokk al- þýðu, klappa þeim á bakið, svo að þeir fari að mala, og tala fag- urlega um varðveizlu íslenzkrar menningar, sjálfstæðis og persónu frelsis, krefjast fyrir hönd allra etétta hærra kaups og tala hjart næmum orðum um það, hve annt þeim sé um heimsfriðinn, séu flögð undir fögru skinni, hvað *em erlendum kommúnistum líði, ©g svo ábekja þessir sakleysingj- »r þjóðernis-, frelsis- og friðar- víxla hinna kommúnistísku dánu •nanna, hafa látið þá hafa sig að fífli aftur og aftur, gengið með þeim Keflavíkur- og Hvalfjarð- •rgöngur, sem átt hafa að sanna Út um heiminn andstyggð íslend fnga á vestrænum varnarsamtök- um og trú þeirra á friðarvilja hins austræna einræðis. Já, enn ■nundu þessir nytsömu sakleys- fngjar, hvort sem þeir greiða at- kvæði sitt kommúnistum eða Framsókn, fáanlegir til að setja Upp fíflhúfurnar og labba að vilja ttáttúrukommúnista ærið drjúg- an spöl, mundu fúslega gera það jafnvel nú, þegar upplýst er, hvað gerzt hefur við dyr Bandaríkja- manna — á Kúbu, — og vitað, um svo alvarlegar aðgerðir af hendi hinna friðelskandi Ráð- stjórnarríkja, að Kennedy forseti sá sig tilneyddan að segja: „Nú er teningunum kastað, nú er engu betra líf en hel, nema hið aust- ræna einræði láti undan síga“. Og ekki einu sinni nú mundi hinum nytsömu flögra í hug, hvert muni hafa verið erindi Magnúsar Kjart anssonar til Kúbu annað en að skrifa bókarkorn, og sjálfsagt svífur ekki að sakleysingjunum, að samband kynni að hafa verið milli ferðar Magnúsar og valda- töku hinna flestum óþekktu SÍA- manna í kommúnistaflokknum íslenzka — að hvort tveggja hafi þetta boðað ærið viðsjárverð áform, sem í bili hafa að engu orðið fyrir tilverknað Kennedýs forseta! Innhrotsþjófar og varðgæzla Hið því miður ekki nægilega illræmda Pasternak-mái hefur komið mjög við kviku Matthías- ar. Hann er tiltölulega ungur mað ur, og gæti ég trúað, að hann hafi þá fyrst, er Pasternak- hneykslið kom til, skynjað til fulls hina hryllilegu ógnun gegn andlegu frelsi, sem kommúnism- inn hlýtur alltaf að verða sakir þess, að hann riðar til falls, ef valdhafarnir gefa lausan taum jafnvel góðviljaðri gagnrýni. Matthías er og hvergi beinskeytt- ari í bók sinni en í þeim þætti hennar, sem hann hefur valið heiti Pasternaks, hvergi svo bit- ur sársauki og jafnframt eld- móður í orðum hans. Hann skrifaði 9. febrúar 1961: „Vegna fréttar um þýzkan inn- brotsþjóf, sem hér hefur dvalið undanfarna mánuði, hefur margt verið rætt og ritað um varðgæzlu menn og störf þeirra. Fólk hefur verið sammála um, að ekki sé rétt að láta fyrrverandi innbrots- þjófa annast slík störf. Allt hefur mál þetta verið á þann veg, að umræður um það hljóta að leiða hugann að kommúnistum og varð gæzlustörfum þeirra“. Hér á undan hefur verið drep- ið á þann hátt íslenzkra komm- únista að þykjast hinir einu sönnu varðgæzlumenn íslenzkra þjóðernis- og frelsis- verð- mæta — og aúk þess heimsfrið- arins, og höfundur þessarar bók- ar bendir á þá staðreynd, með skírskotun til reynslu hinna mörgu þjóða, sem Rússar og Kín- verjar hafa svipt frelsi sínu, að öll kommúnistísk varðgæzla er sama eðlis og þjófsins, sem vill leiða athygli frá áformum sín- um, — að íslenzkir kommúnistar hrópa því aðeins manna hæst um frelsi, sjálfstæði, menningu og öryggi, að þeir eru staðráðnir í, að boði húsbænda sinna, að „fremja innbrot í helgustu hof lýðræðisins og ræna því, sem eftir er af verðmætum þess: Málfrelsi, prentfrelsi og heimilisfriði". Bók- arhöfundur bendir einnig á, að í öllum frjálsum löndum telji kommúnistar skyldu sína að freista að gera þá tortryggilega sem þjófa og ræningja, sem tor- velda fyrirætlanir þeirra, styrkja hinar þjóðernislegu varnir, hvort sem það er gert á vettvangi lýð- ræðislegra verðmæta eða með efnahagslegri viðreisn, sem geri þjóðina styrkari gegn áróðri flugumannanna og um leið að virtum og ábyrgum þátttakanda í samstarfi þjóða Evrópu og alls heimsins. Þá menn, sem þeim stafar af mestur háski, hvort sem þeir eru stjórnmálamenn, blaða- menn eða rithöfundar, kappkosta þeir að rægja og brennimerkja, og um vinnubrögð hinna kommún istísku rógsveita á við í öllum atriðum lýsinga skáldsins Arthurs Millers á starfháttum McCarthy- istanna“. Af ærnum skaphita og hvassri rökvísi rekur Matthías þræði hins kommúnistíska klækjavefs, bend- ir ljóslega á ábyrgðarleysi attaní- ossa og nytsamra sakleysingja, en það undrast hann stórum og gremst það að vonum sárlega. Hann víkur einkum að mennta- mönnunum í þessum hópi og skír skotar tii Pasternak-málsins, auðvirðilegrar og lúalegrar fram- komu ráðamanna stórþjóðarinnar Rússa gagnvart stórbrotnu skáldi, hugprúðum þjóni sannleika og réttlætis og raunsönnum föður- landsvini, sem þrátt fyrir allt sleppti ekki trúnni á, að „undur upprisunnar" mundi um síðir gerast með þjóð hans. Og svo kemur þá Matthías að því, sem er átakanleg sönnuií þess, að í æðum harðstjóranna rennur blóð hins andlega seyrða og spillta þræls, sem ekki sízt óttast um sig sakir þess, að hann skilur ekki svo göfuga manngerð sem Past- ernak og sálufélaga hans og dá- endur, hefur því jafnvel á til- finningunni, að þar sé með í verki eitthvað dulrammt, yfirskil vitlegt. Þarna er um að ræða fang elsun og dómfellingu Olgu Ivin- skaja, sem var aðdáandi, holl- vinur og samstarfsmáður Paster- naks. Hún var sökuð um að hafa gefið syni sínum peninga fyrir mótorhjóli! og þess vegna grun- uð um gjaldeyrissvik. >á var Pasternak látinn, en ekki verk hans eða fordæmi — enda segir Matthías: „Lögreglan leitaði ekki að mótorhjóli. Hún leitaði að öðru í íbúð hennar (Olgu ívinskaja), skligga Pasternaks . . .“ Út af afstöðu nytsamra sak- leysingja í hópi menntamanna og skálda farast bókarhöfundi meðal annars þannig orð: „Eða hvað heyrist nú til allra þessara andans postula, sem hafa látið ginnast til þótttöku í skylm- ingaleik stjórnmálanna? Hvað er orðið af hugsjóninni? Hví reyna þeir ekki að auglýsa eftir henni, sem hafa týnt henni? Hví reyna þeir ekki að auglýsa eftir henni í Tímariti Máls og menningar, Þjóðviljanum: „Höfum tapað hug sjón. Skilvís finnandi snúi sér til Guðna Jónssonar, prófessors". Hví ríkir nú þögn, grafarþögn? Engar bjölluhringingar hjá pró kúruhöfum frelsisins. Hvar er Þór oddur á Sandi?" Eg vil bæta við: Hvað um öll skáldin og rithöfundana, sem fylla flokk kommúnista eða eru hjástoðir þeirra, hvað um alla myndlistarmennina, sem núa sér upp við íslenzka náttúrukommún ista? Margir þessa'ra manna hylla listastefnur, bæði í bókmenntum og myndlist, sem eru fordæmdar í löndum kommúnista. Vita þeir þetta ekki, þessir íslenzku lista- menn? Eða eru þeir ábyrgðar- lausir og ókærnir vesalingar, sem virða staðreyndir að vettugi? Eða eru þeir þau fádæma börn að láta ljúga því í sig, að afstaða kommúnistískra valdhafa til and- legs frelsis rithöfunda og annarra listamanna verði önnur hér á ís- landi en hún er og hefur verið um hálfrar aldar skeið í Rússiá? Sei, sei, — skyldi þá skorta til þess framtak og frekju, umboðs- menn hins rússneska valds hér á landi, ef til kæmi, að segja mynd- listarmönnum og skáldum fyrir verkum, — eða mundi sú verða raunin, að þeir þjáist af hlé- drægni, foringjar hins langþráða rússneska setuliðs á íslandi? Ó, þú heimvon mín, hefur margur náttúrukommúnistinn stunið í einrúmi! . . . Ég las með mikiUi athygli — og glotti við tönn — svör þeirra Jóhannesar úr Kötl- um og Thórs Vilhjálmssonar við spurningum Morgunblaffsins út af fregnunum um nýjustu til- tektir rússneskra valdhafa gegn böldnum rithöfundum. Hvorug- ur treystist til að mæla djöful- dómnum bót, en báðir reyna þeir að halda sér í sama flotholtið, bæta við svar sitt: ef fregnirnar reynist sannar, sem vafasamt yrði að teljast.Þeir segja þó ef! En í þann tíð, sem ég sagði sann- leikann um andlegt frelsi í Rússlandi, var ég sagður ljúga. Magnús heitinn Ásgeirsson kvað upp þann dóm um Gróður og sandfok í Helgafelli Ragnars, sem kemur sér allvel hjá kommúnist um, en gerir sig annars heima- Dsmmuborgir UM þessar mundir er sýnt lent verk er á ferðinni. Þetta nýtt íslenzkt leikrit í Þjóð- er fyrsta leikrit Sigurðar, leikhúsinu eftir Sigurð sem tekið er til meðferðar á Róbertsson og heitir það leiksviði. — Myndin er af Dimmuborgir. Sigríði Hagalín og Stefáni Það vekur jafnan forvitni Thors í hlutverkum sínum. leikhúsgesta þegar nýtt inn- Næsta sýning er á fimmtudag. fíominn í höllinni fyrir enda Austurstrætis, að bókin væri eins og hún hefði verið skrifuð • með tilliti til væntanlegra bæjar- stjórnarkosninga á ísafirði. . . En hvað nú, ef flotholt efs-ins kynni að reynast skáldunum ein- ungis bráðabirgðahjálp — eins konar hjálp í viðlögum? Ætla þeir þá að standa við það, sem þeir hafa sagt? Jóhannes skáld úr Kötlum hefur áður fengið þung áföll, því hann er af kjöti og blóði, en hvorki steini né stáli, mun með naumindum hafa náð taki á hlákukápu Krúsjeffs sér til stuðnings og hefur síðan hald- ið því. Thor Vilhjálmsson? í Svía ríki á hann vini, sem hann trú- lega bindur við allglæstar vonir, einna helztur þeirra Arthur Lund qvist, sem vann það samvizku- afrek að skrifa slika bók um hið nýja Kína, að Mál og menn- ing gat gefið hana út á íslenzku, enda skáldið alltaf verið einn af snobbattaníosum kommúnista, — hin róttæka vinstristefna, maður guðs og lifandi! . . . En eitt frá mér persónulega: Eg hef heyrt ýmsa, ég hygg úr öUum pólitískum flokkum á íslandi, fleygja því, þegar tíðrætt hefur orðið um abstraktmálvcrk og atómljóff, að sumir höfundar slíkra listaverka gætu vafla verið með öllum mjalla. En ég þori að fullyrða, að ekki einn einasti maður, sem hefur látið sér slík orð um munri fara, mundi hafa samvizku til að eiga hlut að því, að þessir lista- menn væru settir á Klepp: Svo máttug er þó kristin 1 íslenzk mannhelgi. . . En hugsið ykkur, kæru listamenn, hvað svona gá- leysislegt tal gæti komið sér vel fyrir kommúnístíska valdhafa — jafnt á íslandi og í Rússlandi? Við þá, sem þegja og ekki eru náttúrukommúnistar, eru jafn- vel ákveðnir lýðræðissinnar marg ir hverjir, segir Matthías: „Hvað óttist þið, sem skjótið ykkur á bak við ábyrgðarleysið og eruð „hlutlausir í átökum stór veldanna?“ Vitið þið ekki enn, að hlutleysi tryggir aðeins eitt, eins og nú er háttað í heiminum: dauða lýðræðisins. Kommúnism- inn segir ekki bæði og, hann segir annaðhvort eða. Og hann ætlar að sigra“. Að þessum sannindum þóttist og hið mikla skáld Thomas Mann hafa komizt — með tílliti til nazismans — en því miður um seinan. Og hann iðraði tómlætis síns meira en nokkurs annars, sem honum hafði missézt á langri ævi. G A B O O IM Smáskorið finnskt gaboon 5x10 fóta, nýkomið í 16, 19 og 22 m.m. þykktum. Kristján Siggeirsson h.f. IMÝ ÍBIJO til sölu í háhýsinu Hátún 8. Upplýsingar í síma 24907.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.