Morgunblaðið - 13.03.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.03.1963, Blaðsíða 8
8 M on r.r \ nr, 4 » r» Miðvikudagur 13. marz 1963 Aldrað fólk búi í lengstu lög á eigin heimiium Á FUNDI efri deildar Alþingis voru í gær tekin til 2. umræðu frumvörp um byggingarsjóð aldr aðs fólks, um happdrætti dvalar- heimilis aldraðra sjómanna og um heimilishjálp í viðlögum, sem voru samþykkt samhljóða og vís- að tii þeirrar þriðji' 80—90% getur haldið áfram að vinna. Kjartan J. Jóliannsson (S) kvað heilbrigðis- og félagsmála- nefnd mæla eindregið með þv£, að frumvörpin yrðu samþykkt. Eins og fram kæmi í greinargerð með frumvarpi um byggingar- sjóð fyrir aldrað fólk aflaði milli þinganefnd sú, er samdi frum- ▼arpið, bæði innlendra og er- lendra upplýsinga. Leiddu þær í ljós, að á undan- förnum áratug- uin hefði meðal- mannsævin lengst verulega og er talið víst, að enn eigi hún eftir að lengjast á næstu áratug- um. Sem betur fer benda athug- anir og til þess, að 8—9 af hverj- um 10, sem nálgast ellilífeyris- aldur, sem hér á landi er miðaður við 67 ár, geti haldið áfram að vinna sama eða svipað starf og þeir hafa unnið. Langflestir vildu þeir iíka halda áfram að vinna, en nokkrir óskuðu eftir styttri vinnutíma eða léttari vinnu. Það hefur einnig komið í ljós, að það er ekki aðeins að hið aldraða fólk geti og vilji vinna, heldur er það heilsubetra og hamingjusamara, ef það fær á- fram starf við sitt hæfi. Þetta er mjög mikils vert fyrir fámenna þjóð eins og okkur íslendinga, þar sem fjöldi verkefna kallar á hverja vinnufúsa mannshönd. Sjálfsagt er að greiða fyrir þessu fóiki, svo að það fái sem lengst að vinna með félögum sínum. Þægilegar og hentugar íbúðir. Sameiginlegt álit okkar, sem vorum í milliþinganefndinni, var, að þáð sem mest þörf væri á að gera væri að hið aldraða fólk fengi þægilegar og hentugar íbúð ir. Til þess að stuðla að því var frumvarpið um byggingarsjóð aldraðs fólks samið, en það stuðl *r að því, að aldrað fólk hafi sem lengst skilyrði til þess að lifa •g starfa sem virkir þátttakend- v í önnum daglega lífsins og að því að búa þjóðinni og börnum hennar betri og bjartari framtíð. Tekjurnar, sem vænta má, að ajóðurinn fái til að byrja með, eru að vísu ekki miklar. Þó má búast við, að árlega megi styrkja jum.k. 10 íbúðir, en hver þeirra yrði ætluð hjónum eða tveim einstaklingum. Á aðeins 5 árúm væri þannig hægt að stuðla að því, að 100 manns fengju hentug [ ar íbúðir. f þessu sambandi má geta þess, að talið er, að tveggja manna íbúð kosti álíka mikið og eitt rúm í elliheimili. >eir sem um þetta mál hafa fjallað, eru sammála um, að aldr að fólk eigi í lengstu lög að búa á eigin heimilum. Margt má gera til þess að stuðla að því m.a. með því að sjá um, að kostur sé á heimilisaðstoð, og hjúkrun þar sem þess er þörf. Um dvalarheim ili aldraðs fólks er það að segja, að talið er, að þar eigi fólkið að vera í sem nánustum tengslum við það umhverfi, sem það hefur lifað í og vanizt. Heimilin eiga helzt ekki að vera mjög stór. — Nokkur lítil heimili eru talin heppilegri en eitt stórt. Okkur er ijóst, að frumvarpið leysir ekki allan vanda, en hins vegar stefn ir það í rétta átt. í sambandi við þessi frumvörp varpaði Ásgeir Bjarnason (F) þeirri fyrirspurn til KJJ, hve mik ið Dvalarheimili aldraðra sjó- manna hefði kostað og hve mikl ar tekjur happdrætti þess hefði gefið af sér, jafnframt því sem hann lýsti sig samþykkan frum- vörpunum og kvað þau stefna í rétta átt. 6—7 milljónir króna á ári. Kjartan J. Jóhannsson (S) kvað sér ekki kunnugt um heild artekjur happdrættisins, en hins vegar hefðu tekjur, þess undan- farin tvö ár numið 6—7 millj. kr. hvort árið um sig. Gert er ráð fyrir, að þær aukizt í 8 millj. kr. á næstu tveim árum. Þá kvað hann sér ekki kunnugt um bygg- ingarkostnað dvalarheimilisins, en kvaðst ætla, að dvalarheimilið sjálft stæði undir sér með gjöld- um vistmanna; hins vegar væri halli á sjúkradeildinni, sem mætt væri með tekjum sjómannadags- ráðs. Ágreintngur um ríkis- borgararétt Ungverjanna Á FUNDI neðri deildar Alþingis í gær voru ýmis mál tekin tii um ræðu, þar á meðal frumvarp um ríkisborgararétt, en fulltrúar Al- þýðubandalagsins í allsherjar- nefnd lýsti sig andvígan því, að ungversku flóttamennirnir fengju íslenzkan ríkisborgararétt að svo stöddu. Frumvarp þetta hafði áð- ur verið samþykkt ágreinings- laust í efri deild. Mannúðarmál. Björn Fr. Björnsson (F) kvað hina almennu reglu þá um veit- ingu ríkisborgararéttar, að útlend ingar aðrir en Norðurlandamenn byrftu að hafa dvalizt hér 10 ár, áður en þeim yrði veittur ríkis- borgararéttur. — Gunnar Jóhanns son hefði lagzt gegn því í alls- herjarnefnd, að ungversku flótta mennirnir, sem hér hafa dvalizt í 6—7 ár, fengju ríkisborgararétt inn og að gerð yrði að þessu leyti undanþága frá gildandi reglum um ríkisborgara rétt. Benti BFrB á, að hin ótvíræða sérstaða flóttamanna, sem að vísu væri meira þeklkt meðal hinna stærri þjóða, ylli því, að meira væri fyrir það gert m.a. af mann úðarástæðum, þar sem fióttafólk ið á allt undir því, hvernig við því er tekið af þeirri þjóð, sem það hefur leitað hælis hjá. Sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem nefndin hefði fengið, hefðu hinir ungversku flóttamenn komið sér vel hér og sumir mjög vel; ekkert væri athugavert við skilríki þeirra og allt benti til, að þeir ætluðu sér áframhaldandi búsetu hér á landi. Gunnar Jóhannsson (K) og Ein ar Olgeirsson (K) lýstu því báðir yfir, að þeir væru andvígir því, að hið ungverska flóttafólk fengi að svo stöddu ríkisborgararétt hér á landi; það yrði fyrst sem aðrir erlendir menn að uppfylla 10 ára búsetúskilyrði. Tillaga Gunnars Jóhannssonar um, að ungversku flóttamennirnir fengju ekki ríkisborgararétt, var felld með 21 atkv. gegn 5. AFLABRÖGÐ A HORNAFIRÐI HÖFN í Ilornafirði 5. marz. Síð- ari hluta febrúarmánaðar var afli Hornafjarðarbáta 544.2 lestir í 119 sjóferðum. Þar af voru línu- og netabátar með 233.2 lest ir í 39 sjóferðum. Mestan afla á þessum tima fékk Hvanney, 58.5 lestir í 7 sjóferðum. 18 færabátar fóru 80 sjótferðir og öfluðu samtals 311 lestir. Afla hæst var Esther frá Reykjaví'k, sem fékk 56 lestir í 7 sjóferðum. Heildaraflinn frá áramótum er nú 1560,9 tonn. Mestan afla hef- ur Ólafur Tryggvason 264 lestir. Mikil ótíð hefur verið síðustu vikur og hafa veiðarfæri bátanna skennmzt mikið. — Gunnar. FRÍMERKJAKVIKMYNDIR Æskulýðsráð Reykjavíkur efnir til kvikmyndasýningar fyrir unga frímerkjasafnara í Tómstundaheimilinu að Lindargötu 50 í dag, miðvikudaginn 13. marz, kl. 6 e. h. Sýndar verða nokkrar stuttar kvikmyndir um ýms eriend frímerki. Aðgangur er ókeypis og eru allir ungir frímerkjasafnarar velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sigríður Árnadóttir IVlinraingarorð „Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga“. NÚ FÆKKAR óðum þeim er voru í blóma lífsins af síðustu aldaimótakynslóðinni. 18. febrúar síðastliðinn andað- ist ekkjan Sigríður Árnadóttir, að heimili dóttur sinnar (Ingi- bjargar) og tengdasonar Saló- rnons Sumarliðasonar Skipasundi 61, á 89. alduirsári. Sigríður var fædd að Læk i Aðalvík N.-ísafj.s. 13. ágúst 1874. Foreldrar hennar voru þau Katr- ín Gísladóttir og Árni Sigurðs- son. 7 ára fluttist Sigríður að Höfðaströnd 1 Grunnavík til Rákelar Sigurðardóttur föðursyst ur sinnar og manns hennar Guð jóns Arnórssonar. Nokkrum árum síðar fluttist (hón með þeim hjónum vestur í Önundafjörð, er þau hófu bú- skap að Brekku á Ingjaldssandi. Þar giftist hún 1893 Jörundi Ebenezerssyni, er hafði flutzt með Guðjóni að Brekku. Fyrstu árin voru þau hjón i húsmennsku að Brekku og Hálsi á Ingj aldssandi, en 1903 fluttu þau tiil Flateyrar. Nokkru síðar fluttu þau að Sæbóli og þaðan að Álfadal og bjuggu þar til 1925, að þau brugðu búskap og fluttu alfarið af Ingjaldssandi til dóttur sinnar Ingibjargar og Salómons, sem þá voru búendur í Mosdal, og með þeim fluittu þau til ísafjarðar 1930. Þar and- aðist Jörundur 13. ágúst 1936, 74 ára. 1938 fluttist Sigríður til Reykja víkur til Hjalta sonar síns og fyrri konu hans Bjargar Péturs- dót. r og dvaldi hjá þeim þar til Ingibjörg og Salómon flutt- ust til Reykjavíkur 1947 og sett- ust að í Skipasundi 61. Frumvarp til höfundarlaga Dömur Fyrir ferminguna Kjólar Vatteraðir sloppar Kjólablóm Inniskór í Plast Skartgripaskrín umbúðum Blússur Stíf skjört o.fl. i H j á B Á R U Austurstræti 14. RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til höfundar- laga, sem samið er af Þórði Eyjólfssyni hæstaréttardómara. í athugasemdum við frumvarpið segir m.a., að aðalákvæðin um höfundarétt eru nú í lögum um rithöfundarétt og prentrétt, nr. 13 20. okt. 1905, en þau eru fyrir löngu orðin á eftir tímanum í mörgum atriðum. Breyting sú, sem gerð var á þeim nr. 49 frá 1943 ber það með sér, að hún var aðeins gerð til bráðabirgða til að bæta úr helztu vanköntunum og koma því til leiðar, að ísland gæti fengið inngöngu í Bernar- sambandið. Þá segir, að við samningu frum varps þessa hafi í öllum atriðum verið lögð til grundvallar hin nýju norrænu höfundarlög frá 1960—1961. Með því er fylgt þeirri stefnu ,að ísland sé þátt- takandi að samræmingu norrænn ar löggjafar, þar sem því verður vel við komið. En ekki er síður á það að iíta, að Norðurlandalög in höfðu fengið ágætan undirbún ing og þar er fylgt nýjustu fræði kenningum á sviði höfundarrétt- ar. Þá hefur ríkisstjórnin lagt fram frumvarp um heimild til að stað- festa milliríkjasáttmála, er gerð- ur var í Róm 26. okt 1961 um vernd listflytjenda, hljóðrita- framleiðenda og útvarpsstofnana. Þau Sigríður og Jörundur eign uðust 15 börn, 5 diætur og 10 syni. Af þeim eru nú 10 á lífi. Öll eru börnin manndómsfólk og góðir þjóðfélagsborgarar. Sigríður var fíngerð hagleiks- kona, sem lék hvert verk í hendi, ekki sízt ef það útheimti ná- kvæmni og listrænt útlit. Hún bjó yfir léttri skapgerð ásanU góðvild til samferðamannanna. Eins og auðsætt er, var ofit þungt með afikomu, rneðan börn- in voru að komast upp, enda þá ekki um firamfiærslustytrki að ræða frá því opinbera. En Jörundur var ósérhlíifinn fyrir hafnarmaður. Þung raun varð þeim hjón- um misir 3ja uppkominna sona með stuttu mililibili er Ebenezer sonur þeirra drukknaði frá Súg- andafirði og nokkru síðar tveir synir þeirra Guðjón og Gísli með sama báti frá Valþjófsdal, haust- ið 1921. Allt efnismeinn. En slíik er harmasaga ísd, þjóðarinnar um ár og aldir. Sigríður var jarðsett vestur i ísafirði 1. marz síðastliðinn við hlið Jörundar manns hennar. Öllum eftirlifandi börnum, ættingjum og vinum er vottuð dýpsta samúð við fráfall henn- ar. Og þá raunhæfu staðreynd; „Hvað er allt þá endar lífT Eil'íft Mif“. Blessuð sé minning Sigríðar Árnadóttur. Bjarni ívarsson. Lög frá Alþingi Á MÁNUDAG voru frumvörp um landshöfn í Keflavíkurkaup- stað og Njarðvikurhreppi og um landshöfn í Rifi á Snæfellsnesi samþykkt sem lög frá Alþingi, en þau gera ráð fyrir, að ríkis- stjórninni sé heimilt að taka lán fyrir hönd ríkissjóðs allt að 70 millj. kr. fyrir landshöfnina 1 Keflavík og 50 millj. fyrir land3- höfnina í Rifi. Þá var frumvarp um skiptingu dýralæknisembætta á Akureyri og í Húnavatnssýslu samþykkt sei» lög frá Alþingi i gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.