Morgunblaðið - 14.03.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.1963, Blaðsíða 1
24 siður V 50. árgangur 61. tbl. — Fimmtudagur 14. marz 1963 Prentsmiðja Morgunblaðslns Krúsjeff boöið til Peking Kínverskir kommúnistar vii|a reyna sættir í skoðanaágreiningi kommúnistaflokkanna Peking, 13. marz — NTB KÍNVERSKI kommúnistaflokkurinn hefur boðið Krúsjeff, forsætisráðherra, eða einhverjum öðrum af fremstu leiðtog- um Sovétríkjanna, að koma til Peking til viðræðna um hugs- anlega lausn á skoðanaágreiningi kommúnistaflokkanna í Kína og Sovétríkjunum. Skýrði fréttastofan „Nýja-Kína“ frá þessu boði í dag og einnig frá orðsendingum um þetta mál milli Peking og Moskvu. í Moskvu skýrði Tass-fréttastofan frá því að kínverska stjórnin hefði lagt til að Krúsjeff kæmi við í Peking þegar hann fer í væntanlega heimsókn sína til Kambodia, en ekki birti fréttastofan neinar skýrgreiningar á orðsendingunum milli stjórnanna. Pekingstjórnin segir í orðsend- ingu sinni að ef ekki sé unnt að eenda sendinefnd frá Sovétríkj- unum til Peking, geti kínversk nefnd heimsótt Moskvu. Leggur Pekingstjórnin til að á þessum væntanlegu fundum verði öll deilumál ríkjanna rædd lið fyrir lið. Seinna beri einnig að boða til fundar fulltrúa frá öllum kommúnistaflokkum heims, þar sem þessi mál verði rædd. „Frelsun undirokaðra“ Helztu málin, sem ræða ber, segir Pekingstjórnin að séu þessi: framkvæmd byltingarinnar í dag, baráttan gegn heimsvalda- steínunni og verndun heimsfrið- arins, frelsun undirokaðra ríkja og þjóða, efling valda og sam- heldni kommúnistaríkjanna, efl- ing alþjóðakommúnismans o. fl. Öll þessi atriði verður að ræða nMMMMMWMi á félagslegan hátt, lið fyrir lið, fyllilega og nákvæmlega, segja Kínverjar. Verða viðræðurnar að fara fram í samræmi við grundvallar kennisetningar Marx Leninisma, og byggjast á raun- verulegu jafnrétti. Þau atriði, sem báðir flokkarnir eru sam- mála um, má strax afgreiða, hin, sem ekki er unnt að leysa, má Tokíó, 13. marz (NTB) Norska útgerðarfélagið Sig- vald Bergesens Rederi í Stav anger hefur samið um smíði á 103 þúsund tonna oliuflutninga skipi í Japan. Er þetta stærsta skip, sem smíðað hefur verið tii útfiutnings í Japan. í skip inu verður 37.600 hestafla vél, sem verður stærsta dísilvél, sem smíðuð hefur verið. leggja til hliðar þar til seinna. Ef ekki er unnt að ljúka samn- ingum í þessum fyrstu viðræð- um, verður að taka þær upp að nýju. • Orðsending Kínverja var af- hent sendiherra Sovétríkjanna í Peking 9. þ. m., og er hún jafn- framt svar við orðsendingu Rússa frá 21. febrúar sl. í orð- sendingu sinni höfðu Rússar lagt til að leiðtogar flokkanna tveggja kæmu saman til ráðstefnu. Jafnrétti Kínversku flokksleiðtogarnir taka það fram að þeir meti mik- ils orðsendingu Sovétríkjanna, og ekki sízt þeirri afstöðu, sem þar kemur fram: algjört jafn- rétti bræðraflokkanna. Kínverj- ar ítreka það að þeir séu ein- dregið andvígir því að skoðana- ágreiningurinn sé látinn uppi og birtur eða ræddur fyrir opnum tjöldum. Ennfremur eru þeir andvígir því að deilurnar verði gerðar enn flóknari með fjöl- merinum ráðstefnum, yfirlýsing- um og tilkynningum. í kínversku orðsendingunni segir einnig að fleiri og fleiri „bræðraflokkar" Mao Tse Tung. — Hann vilJ semja við Krúsjeff. láti nú í ljós óskina um að deil- um þessum verði hætt „og við vonum innilega að það gerist sem allra fyrst“. Verkfallsmönnum fagnaú í París Ekkert miðar að samkomulagi París, 13. marz (NTB) ÞÚSUNDIR Parísarbúa fögnuðu í dag 2.000 verkfallsmönnum úr málmnámunum í Lorraine er þeir konvj tii höfuðborgarinnar til að skýra frá kröfum sinum. Verk fallsmennirnir komu með margs- konar farartækjum að úthverfi Parísar, en þar biðu þeirra 15 stórir almenningsvagnar, sem fluttu þá inn í borgina. Hvar sem vagnarnir námu staðar safn- aðist mikill mannfjöldi að þeim og lét óspart í ijós stuðning sinn við námumennina. Víða var ■MHi 15.000 orð um: Fráhvarf eða afturhvarf Ræða Krúsjefís um frelsi Sovétborgar- anna og Stalinstímann RÆÐA KRÚSJEFFS, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, sem getið var í Mbl. í gær, hefur vakið mikla athygli. Öll helztu blöð í V-Evrópu hafa skýrt frá henni í stórum fréttum, og m.a. er hennar getið á forsíðu Parísarútgáfu bandarisku stórblaðanna „New York Times“ og „New York Herald Tribune-“ Krúsjeff flutti ræðuna sjálf ur á lokuðum f.undi með helztu ráðamönnum menning- armála og lista. Henni var síðan útvarpað, en á sunnu- Krúsjeff dag var ræðan birt í heild sinni í Moskvublöðunum. Hún er 15.000 orð á lengd, og kem- ur víða við, eins og vænta má af svo langri ræðu. Athyglisverðast við yfirlýs- ingar Krúsjeffs verður að telja þá skýrgreiningu á „eftir-Stalínismanum“, sem í þeim felst. Þar kemur ljóst fram, að þrátt fyrir alla þá gagnrýni, sem leiðtogar Sov- étríkjanna hafa haldið á lofti, þá hefur engin sú stefnubreyt ing orðið, sem leyfir nýtt frelsi á sviði stjórnmála eða lista. Krúsjeff hélt því fram, að Stefna kommúnistaflokks Sov étríkjanna yrði ráðandi í skrif um blaða, í bókmenntum, hljómlist, leiklist og kvik- myndum. Vestrænir sendimenn o>g fréttamenn í Moskvu eru á einu máli um, að gagnrýnin á- Stalinismann hafi vakið öldu írelsis í hjörtum mennta- manna. Þá öldu hafi valdhaf- írrur hræðst, sérstaklega, er ljóst varð, í lok síðasta árs, hvert stefndi í bókmenntum. Þá hefur sú spurning verið ofarlega á baugi, hvort ekki megi vera, að gagnrýni Kín- Stalin á líkbörunum verja á stefnu Sovétleiðtog- anna, hafi ekki haft nokkur áhrif í þá átt, að þeir sáu sér það eitt fært að grípa í taum- ana nú. Kínverjar hafa gagnrýnt Krúsjeff fyrir að hafa vikið frá kerinisetningum Marx- Leninisma, og látið undan síga fyrir „borgaralegum á- hrifum.“ Það er samróma álit þeirra, sem urii þetta mál hafa ritað undanfarna daga, að þótt ræðu Krúsjeffs sé fyrst og fremst beirit að listamönnum, þá fari ekki hjá því, að stefnu flokksins muni gæta á flestum öðrum sviðum sovézks þjóð- lifs. Fráhvarfið frá stalinism- anum hijóti að taka á sig nýja mynd, þannig, að hafi Framhald á bls. 3. þjóðsöngurinn sunginn og al- þjóðasöngur verkalýðsins og námumennirnir hrópuðu slagorð eins og „meiri peninga Charles“ og „vinnu fyrir unglingana“. Haft er eftir góðuim heimild- um í Paris að rikisstjómin sé reiðuibúin til að láta eitthvað undan kröfuim verkamanna í kalanámunum, en um 200 þús- und kolanámumenn eru í verk- fal'li. Fyririhugað var að halda fund um málið í kvöld. En verk- fallsimennirnir, sem kamu til Parísar í dag eru fulltrúar um 20 þúsund starfsmanna við málmnámurnar í Lorraine hér- aði, ag em þessar námur í einka eign. Mauriee Bakanowski iðn- aðarmálaráðlherra tók á móti sendinefnd frá námumönnunum á In'valide-torginu í miðri P^irís- arborg. Var þar fyrir fjölmennt lö.greglulið ti'l að halda reglu meðan námumennirnir gengu fylktu liði inn á torgið. Margir námumannanna voru klæddir bláum vinufötum sínum og bám hjálma og luiktir eins og þeir nota við vinnu sína. Ekki kam til neinna árekstra. Mikill mannfjöldi var saman kominn á torginu, og báru sum- ir kröfuspjöld með áletruninni „Niður í námurnar Charles“. — Leiðtogar námum&nna þökkuðu Parísarbúum innilega þann stuðn ing við verkfallið, sem fram kom hvarvetna, og skýrðu frá kröf- um sínum. Að loknum viðræ4- um .við fuilltrúa rikisstjórnarinn- ar sagði einn af leiðtogum námiu- mannanna að hann hafi skorað á stjórnina að hætta að segja námumönnum upp starfi, hefja samningaviðræður um kaup og kjör, lögfesta fjögurra vikna suim arleyfi með fullum launum og 40 stunda vinnuviku. Alvarleg verkföll í Finnlandi Helsingfors, 13. marz (NTB) Samtök opinberra starfsmanna í Finnlandi, sem telur um 53 þús- und félagsmenn, boðaði í dag verkfall, sem hefst aðfararnótt föstudag. Ef ekki tekst að ley.sa kjaradeilur opinberra starfs- manna fyrir þann tíma hefst eitt fjölmennasta verkfall, sem gert hefur verið í Finnlandi um langt skeið. Frá 1. marz hafa önnur samtök opinberra starfsmanna, með um 20 þúsund félaga, verið í verkfalli, þeirra á meðal starfs- menn við járnbrautimar, póst og toll. Ef úr verkfallinu verður, stöðv ast öll flugumferð, vinna verður lögð niður við síma og ritsima og kennslu hætt í öllum skólum. Bandarísk herskip skjóta á russneskan togara að sögn Sovétstjórnar Moskvu og Washington, 13. marz — NTB STJÓRN Sovétríkjanna hef- ur sent bandarísku stjórninni harðorð mótmyrli vegna at- burðar, sem hún segir að hafi gerzt nýlega. Þrjú handarísk herskip hafi þá skotið fjórum lausum skotum, þ.e. óhlöðn- um sprengikúlum, að rúss- neskum togara, sem var að veiðum um 70 sjómílum frá Bandaríkjaströnd. Mótmæla- orðsending þessi var birt í Izvestia, málgagni Sovét- stjórnarinnar, í dag, og einn- ig lesin upp í Moskvuútvarp- inu. Talsmaður bandaríska ut- anríkisráðuneytisins staðfesti í dag að mótmælaorðsending- in væri komin í hendur handa rísku stjórnarinnar, og sagði að málið væri nú í athugun. Sovétstjórnin segir í orðsend- ingunni að atburður þessi hafi gerzt hinn 8. þ.m. um 70 sjómíl- um frá Norfolk, sem er aðalhöfn bandaríska Atlantshafsflotans. — Tvö bandarísk beitiskip af Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.