Morgunblaðið - 14.03.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.03.1963, Blaðsíða 6
6 MORCVWBL AÐ1Ð Fimmtudagur 14. marz 1963 Flestir unglingar fái starf við sitt hæfi í atvinnulífinu Á FUNDI borgarstjórnar s.l. fimmtudag var enn til umræðu sumaratvinna unglinga í tilefni af nefndaráliti því, er lagt hafði verið fram og áður hefur verið getið hér í blaðinu. Adda Bára Sigfúsdóttir (K) mælti fyrir tillögu sinni þess efnis, að borgtarsfcjórn mæltist til þess við barnaverndarnefnd, að hún fæli Vinnuskóla Reykja- víkur að hafa eftirlit með ungl- ingavinnu hér i Reykjavikur- borg, þar sem hann væri dóm- bærastur á hvaða störf væri við ung'lingahæfi. Barnaþrælkun í Reykjavík. Atfreð Gíslason (K) kvað nefndarálit um sumaratvinnu ungiinga bera það rheð sér, að . 67 % barna ag unglinga á aldr- inUm 12—16 ára teldu sig vinna xneira en 8 kist. á sólarhring yfir sumarmánuðina. I>ess bæri þó að gæta, að um helmingur þess væri í sveit um sumarið og þvi hæpið, að um fullan vinnu- dag væri að ræða. Kvað AG þetta benda tíl þess, sem hann hefði lengi haft grun um. „að barnaþrælkun sé mikil í Reykja- vík“. Veik hann síðan að því jt , * að það væri ungl J ingum óhollt, eftir erfitt nám yfir veturinn að vinna stanzlaust allt sumarið og kvað nauðsyn- legt að þeim yrði tryggt 6 vikna sumar- leyfí, svo að þau mættu læra að hvílast og njóta frístunöanna. I>á taldi hann, að stefna ætti að því, að Vinnuskólinn tæki við öllum börnum og ungling- um á aldrinum 12—16 ára, þar sem hann taldi varhugavert, að þau væru ráðin í borgarvinnu öðru vísi en sem nemar vinnu- skólans. Borgarvinnan reyndist vel. Birgir ísl. Gunnarsson (S) vakti athygli á því, að í nefnd- aráliti um sumaratvinnu ungl- inga væri gert ráð fyrir veru- Frumvarp til loftferða- laga RÍKISSTJÓRNiN hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til loft- ferðalaga, en það er samið að boði Ingólfs Jónssonar flugmála- ráðherra og í samræmi við þings- ályktun, sem samþykkt var 1956 samkvæmt tillögum Gunnars Thoroddsen ráðherra. Gizur Bergsteinsson gerði upp- kast að frumvarpinu með skýr- ingarrétti, sem þeir Hákon Guð- mundsson hæstaréttarritari og Jónas Rafnar alþingismaður hafa síðan yfirfarið. legri eflingu Vinnuskólans eftir því sem þörf væri á. I>ví væri allur tillöguflutninguir ,sem að þessu miðaði óþarfur. Þá gerði BÍG nokkuð að umtalsefni, þá fillögu Alfreðs Gíslasonar, að Vinnuskólinn færði út starfssvið sitt og tæki 16 ára unglinga til starfa. Taldi BÍG það óraunhæfa til- lögu. 16 ára aldurstakmarkið hefði í for með sér tímamót fyrir hvern ungling. í>á yrði ungl ingurinn sjálfráða og talinn gjald gengur á hinum almenna vinnu- markaði, enda gerðu kjarasamn- ingar verkalýðsfélaga ráð fyrir því, að 16 ára unglingar fengju greidda fullia kauptaxta. Það væri því mikíð vafamál, hvort nokkur 16 ára unglingur feng- ist til að fara í vinnuskólaim. AG hafði m.a. gert það að tillögu sinni, að ung- lingax yrðu ekki settir til vinnu í borgarvinnu öðruvísi en á veg- um vinnus&ólans. 1 þvi samibandi rifýaði BÍG upp tillögu, er flokks bróðir Alferðs, Guðmundur J. Guðmundsson flufcti i borgar- stjórn á s.l. vori, en þar var lagt til, að unglingar yrðu sett- ir til starfa í hinni almennu borgarvinnu. Svo var gert á s.l. sumri, þ.e. 15 ára piltar fengu vinnu í ýmsum flokkum borg- arvinnunnar og reyndist það vel. Taldi BÍQ eðlilegt að því yrði áfram haldið. BÍG mótmælti þeim órök- studdu fullyrðingum AG um, að í Reykjavík ætti sér stað mikil „barnaþrælkun", eins og hann orðaði það. í vinnuskólanum t.d. væri starfið nokkurskonar leik- ur og því væri sú tillaga AG ekki raunhæf, að hafá 6 vikna sumarleyfi í vinnuskólanum. Hingað til hefði verið haft sum- arleyfi í eina viku og jafnvel það hefði valdið óánægju naeðal foreldra ungiinganna. Unglingarnir þurfa starf viS sitt hæíi. f>á kvaðst BÍG vera andvígur þeirri skoðun AG, að vinnuskól- inn ætti helzt að geta tekið á móti öllum unglingum í borginni, sem væru u.þ.b. 5500 að tölu á aldrinum 12—15 ára. Væri alveg vonlaust, að vinnuskólinn hefði verkefni fyrir slíkan fjölda og „gervivinna", sem taka yrði upp þegar önnur verkefni þryti, væri óholl frá uppeldislegu sjónar- miði. Taldi BÍG eðlilegast að sem flestir unglingar fengju starf við sitt hæfi í atvinnulifinu sjálfu og vinnuskólinn tæki þá fyrst við, er möguleikar atvinnulifs- ins væru tæmdir. Er ræðuimaður hafði svarað ræðu og tillögu AG flutti hann svohlj óðandi tillögu: „Borgarstjórn er samþykk þeim meginsjónarmiðum, er fram koma í nefndaráliti um sumar- atvinnu unglinga frá 5. febr. s.l, enda varð nefndin sammála um álit sitt. Tillögum Alfreðs *Gísla- sonar er þvt vísað frá“. Var tillaga þessi samþykkt með atkvæðum allra borgarfull- trúa, nema kommúnista. I>á gerði BÍG nokkuð að uon- talsefni tillögu og ræðu Öddu Báru Sigfúsdóttur, en hún hafði m.a. flutt tillögu um, að barna- verndarnefnd fæli vinnuskólan- um víðtækt eftirlitsvald utn vinnu bama og ungliinga al- mennt. Taldi BÍG eðlilegra, að barnaverndarnefnd sjálf hefði slíkt eftirlit, enda væri hún lögum samkvæmt skyld til að hafa það með höndum. Kristján Benediktsson (F) kvað viðhorf sitt til þessara mála fyrst og fremst hafa verið það að leysa þann vanda, að þeim ung- lingum, sem fýsti að vinna yfir sumarið, væri gert það kleift. l>á lýsti hann sig á öndverðum meið við AG, þar sem han.a teldi það mikið happ fyrir ís- lenak börn og unglinga að hafa tækifæri til þess að komast i snertingu við athafnalífið, og kvaðst því mundi styðja að þvi, að unghngarnir yrðu ekki iðju- leysinu að bráð. Þórir Kr. Þórðarson (S) kvað Framh. á bls. 23. Endurskoðun laga um byggmgarsamvlnnufélög Á FUNDI sameinaðs þings í gær svaraði Emil Jónsson sjávar- útvegsmálaráðherra fyrirspurn Jóns Skaftasonar um, hvað liði framkvæmd þingsalyktunar frá 16. jan. 1961 um endurskoðun laga um byggingarsamvinnufé- lög. Sagði ráðherrann, að er þings- Frá Alþingi A FUNDI sameinaðs þings í gær gerði Pétur Sigrurðsson (S) grein fyrir því áliti allsherjar- nefndar að tillögur til þings- ályktunartillaga um endurskoð- un skiptilaga verði samþykkt með þeirri breytingu, að endur- skoðunin nái einnig til laga um gjaldþrotaskipti; Gísli Jónsson (S) mælti fyrir því, að tillögur um hlutdeildar- og arðskipti- fyrirkomulag í atvinnurekstri og um launabætur af ágóða at- vinnufyrirtækja verði vísað til ríkisstjórnarinnar, en síðan fjalli nefnd sú, er unnið hefur að athugunum um styttingu vinnu- tímans án þess að rýra afköstin, um tillögurnar og brjóti þær til mergjar. ályktun þessi var samþykkt, hefði nefnd verið starfandi við endurskoðun laga um húsnæðis- málastjórn, verkamannabústaði o. fl. Henni hefði verið falin endurskoðun laganna um bygg- ingarsamvinnufélög hinn 1. febr. 1961. í»á hafði nefndin hafið all- umfangsmikla gagnasöfnun varð andi lögin um húsnæðismála- stjórn og var ákveðið, að sú endurskoðun skyldi sitja í fyrir- rúmi. I maí 1961 skrifaði nefnd- in síðan tii stærstu bygging arsamvinnufé- laganna og ósk- aði þess, að þau létu í ljós skoð- un sína á því, hvað helzt væri ábótavant í lög- unum. S v a r barst einungis frá tveim þeirra. Kvað ráðherr- ann rétt, að nokkur dráttur hefði orðið á endurskoðuninni, en þess væri að gæta, að nefndin hefur haft ærin verkefni og einnig olli það erfiðleikum, að ekki bárust fleiri svör. Jón Skaftason (F) þakkaði ráð herra syörin um leið og hann lét í ljós undrun sína á því, að ekki skyldu hafa borizt svör nema frá tveim byggingarsamvinnufélög- um; loks lagði hann áherzlu á, að endurskoðuninni yrði hraðað, þar sem lögin væru úrelt orðin og ranglát. Magnús Jónsson (S) kvaðst sem fyrri flutningsmaður þings- ályktunartillögunnar um endur- skoðun laganna um byggingar- samvinnufélög vilja segja nokk- ur orð. Tók hann undir efnisrök JS um nauðsyn endurskoðunar- innar m. a. vegna breyttra að- stæðna hér á landi, sem yllu því, að óeðlilegar kvaðir hvíla á þeim, sem eru í byggingarsam- vinnufélagi, miðað víð hlunn- indi. I>á lýsti hann undrun sinni yfir því, hve fá félög hefðu sent svar, en sagði að það áhugaleysi mætti ekki verða til þess, að endurskoðunin færi ekki fram. Eggert Þorsteinsson (A) upp- lýsti, að Byggingarsamvinnufélög lögreglumanna og Reykjavíkur heíðu verið þau einu, sem senau svör. Æskilegt hefði verið, að fleiri álit lægju fyrir, enda hefði það greitt fyrir endurskoðuninnL • „West Side Story“ og Todd-A-O „Bíógestur“ skrifar: „Ég sá það í Mbl. fyrir nokkr- um dögum, að í vor myndi Tóna bíó í Reykjavík hefja sýningar á hinni frægu kvikmynd „West Side Story“, sem átt hefur mikl- um vinsældum að fagna víða um lönd undanfarin ár, einkum vegna tónlistarinnar. Þessi fregii kom mér nokkuð á óvart, þar eð að því er ég veit bezt, er kvikmynd þessi gerð með svo- kallaðri Todd-A-O tækni, þ. e. á breiðtjaldi og með stereófón- iskum hljómburði, en músik- myndir njóta sín sérstaklega vel með slíkri tsekni eins og Reykvíkingum er þegar kunn- ugt af myndunum South Pacific, Oklahoma og Can-can, sem Laugarássbíó sýndi. Nú er Tóna bíó ekki útbúið tækjum til sýn- ingar á slikum myndum og yrði því umraedd mynd sýnd þar í Cinemascope með einföldum hljómi og þarf ekki að lýsa því, hvað það dregur úr gildi henn- ar. Nú eru hér í borg tvö kvik- myndahús, Laugarássbíó og Há- skólabíó, sem hafa tæki til sýn- ingar á þessari mynd eins og hún er upphaflega gerð, og því hlýtur sú spurning að vakna með mönnum, hvers vegna annað hvort þeirra geti ekki fengið hana til sýningar. Það hefur að vísu áður skeð eftir uppkomu þessara tveggja kvik myndahúsa, að mynd, sem upp- haflega hefur verið gerð í Todd- A-O, hefur verið sýnd hér með ófullkomnari tækni, t. d. hin fræga mynd Umhverfis jörðina á 80 dögum, og segja þeir, sem til þekkja, að hún hafi alger- lega misst gildi sitt þannig sýnd. Við vitum að vísu, að verðmun- ur er hér nokkur, en ég hygg að fáir muni horfa í hann fyrir að fá að sjá hina fullkomnari gerð. Ég tel það vera lágmarksskyldu kvikmyndahúsanna fyrir borgar búa, að þau haldi samkeppni sinni a.m.k. svo í skefjum, að hún leiði ekki til þess, að þeir fái ekki möguleika tii að sjá hinar tiltölulegu fáu myndir, sem gerðar eru með umræddri tækni, úr því að tvö kvikmynda hús í borginni hafa lagt í þann mikla kostnað að koma upp tækjum til sýningar á þeim. Verður að gera þá kröfu til kvik myndahúsanna, að þau hafi með sér samvinnu, er tryggi þetta. Ég vona, að viðkomandi aðilar taki þetta til vinsamlegrar at- hugunar, og að við Reykvíking- ar fáum að sjá myndina „West Side Story“ eins og hún hefur verið sýnd um öll lönd á undan- förnum árum við geysivinsæld- ir. Bíógestur". AEG BAFMÓTORAR Sími Bræðurnir 11467 Ormsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.