Morgunblaðið - 14.03.1963, Side 3

Morgunblaðið - 14.03.1963, Side 3
Fimmtudagur 14. marz 1963 MORGV 1S BL AÐIÐ 3 ! , f DAG eru teknar í notkun nýju skurðstofurnar 1 Landa- kotsspítala, en fjórða hæðin á nýju byggingunni er öll not uð undir skurðlækningar. Verður þarna allt önnur vinnuaðstaða fyrir lækna og húkrunarlið en verið hefur, enda er gólfflöturinn einn 10 sinnum stærri en á gömlu skurðstofunni eða 754 fermetr ar að’ flatarmáli. Dr. Bjarni Jónsson, yfir- lœknir, tjáði fréttamanni blaðs ins að nú væri thægt að vinna «ð uppskurðum í tveimur ílokkuim í einu ,auk þess sem augnlæknar og háls-, nef- og eyrmalæknajr gætu unnið í sínum stofuim, þar sem hing- eð til hefur hver orðið að taka.við af öðruim og uppskurð ir staðið yfir alian daginn. Karl Jóhasson, læknir, var að skoða nýja skur ðarborðið ásamt priorinnunni og tveimur skurð- stofuhjúkrunarkonum, þegar ljósm. blaðsins, Sv. Þorm., kom í nýju skurðstofumar í gær- morgun. j.iWV.'.vWJ.V.V.WXÍWAXWY'W'.V.VAy.'OT.WJ.V*;'. Pirorinnan, systir Hildigard •ýndi okkur nýju skurðstof- urnar en hún var ásamt öðru starfsliði að koma þar öllu fyrir í gær. Skurðstofurnar sjálfar eru tvær og sótthreins- umarherbergi á milli. Þar sagði hún að þeir mundu vinna skurþlæknarnir Bjarni Jónsson, Halldór Hansen, Ól- afur Helgason, Karl Jónasson, Riohard Thors, Páll Sigurðs- son og Stefán Björnsson, og í 3. stofunni, semi er minni, ynni háls-, nef- og eyrnalækn irinn Stefán Ólafsson. En augn læknarnir, þeir Kristján Sveinsson, Bersveinn Ólafsson og Ulfar Þórðarson væru með sínar handlækningar yfir í hinum spítalanum. Vegna þessa aukna rýmis hafa þeg- ar verið ráðnar tvær nýjar skurðstofuihjúkrunarkonur, en Alma Thorarensen, er svæf- ingalæknir sjúkrahússins. Auik skurðstofanna sjálfra eru margskonar vinnuher- bergi, svo sem framköllunar- herbergi og geymsluherbergi með skápa og skúffurými fyr- ir áhöld og einnig eru nú í fyrsta skipti á sjúkrahúsinu bæði sérstakt svæfingaher- bergi hjá skurðstofunum og sérstakt herbergi þar sem sjúklingarnir eru þangað til þeir eru aftur vaknaðir. Ýmis ný og fullkomin tæki eru í skurðstofunni. Nýtt skurðarborð er í annarri skurðstofunni, og uppi yfir báðum borðunum stórir og miklir lampar, sem hægt er að koma fyrir í myndatöku- tækjum og sjónvarpstækjum, en þau eru erlendis mikið notuð við kennslu. í herberg- Snu milli skusrðstofanna er komið stórt og vandað sótt- hreihsunartæki, sem systir | Hildigard var sýnilega mjög hrifin af, en sótthreinsað er með yfirhitaðri guifu. Eftir að sburðstofuhæðin 1 nýju Landakotsbyggingunni hefur nú verið tekin í notkun, er aðeins eftir að Ijúka fimmtu hæðinni, þar sem verða einstaklingsherbergi. Á spítalanum eru um 200 sjúklingar, en 30 eru ennþá í gamla spítalanum, sem ekki losnar í bráð vegna svo mikill- ar aðsóknar, að því er prior- innan sagðt okkur. Kvaðst hún eins og allir á sjúkrahús- inu vera mjög ánægð yfir að þessum áfanga er náð. Hjúkrunarkona og ganga- stúlka að fægja skurdstofu- gluggana. — Fráhvarf eða Framh. af bls. 1 verið um að ræða einhverja þróun í átt tii meira frjáis- ræðis þegnanna, en var fyrir 1953, þá hljóti að draga mjög úr henni. Athyglisvert verður að telja þann hluta ráeðunnar, er fjall- ar um helztu ráðamenn á tíma Stalins- Sérstaklega má nefna þann hluta ræðunnar, er fjall- ar um Lavrenti Beria, yfir- mann lögreglunnar á tíma Stalins, og Geori M. Malen- kov, .fyrrverandi forsætisráð- herra. Beria var tekinn af lífi í desember 1953, nokkrum mánuðum eftir fráfall Stalins, og Malenkov vék úr embætti forsætisráðherra 1955. Er hon- um nú borið á brýn af Krú- ajeff að hafa viljað leggja niður kommúnismann í Á- Þýzkalandi. í ræðu sinni sagði Krúsjeff, •ð mjög mörgum rithöfund- um hefði orðið á sú skyssa á síðari árum að líta algerlega fram hjá því, sem áunnizt hefði á valdatima Stalins. Skrif þeirra einkennist um of •f „lögbrotum, undirferli og misnotkun valds“. Þá sagði Krúsjeff, að of mörg handrit lem fjalla um pólitískar fanga búðir, hafi verið lögð fram til birtingar. Síðan sagði forsæt- isráðherrann, orðrétt: „Þetta er mjög hættulegt mál og erfitt“. Síðan lýsti bann því yfir, að öll slík skrif yrðu hagnýtt af vestrænum þjóðum, til að sverta Sovét- ríkin. j Beria, svikari við kommúnismann? Þrátt fyrir gagnrýni þá, sem gætti í ræðunni, á mistök Stalins, tók Krúsjeff upp fyrir hann hanzkann. Hann sagði, að Stalin hefði fylgt kenningum Lenins, og hefði barizt gegn Trotskyist- um og fylgismönnum Zino- nyevs og Buoharins. Gregory Y Zinoyev og Niko lai I. Bucharin stóðu í sam- bandi við Trotsky, en voru báðir teknir af lífi, er út- rýmingarherferð Stalins stóð yfir. Þá drap Krúsjeff á eitt við- kvæmasta mál, sem um ræðir í Sovétríkjunum, handtökur þúsunda sovézkra borgara, sem Stalin kallaði „óvini þjóð félagsins-" „Þeirri spurningu hefur ver ið varpað fram“, sagði Krú- sjeff, „hvort ráðamenn flokks ins hafi vitað um þessar handtökur. „Já, þeir vissu um þær. Vissu þeir líka, að hér var um saklaust fólk að ræða? Nei, það vissu þeir ekki. Þeir trúðu á Stalin, og gátu ekki látið sér til hugar koma, að um ógnaraðgerðir væri að ræða“. Síðan sagði Krúsjeff: „Við kynntumst þessari misnotk- un valds ekki, fyrr en eftir andlát Stalins. Þá kynntumst við einnig glæpum Beria, þessum mikla óvini alþýðunn- ar og flokksins, þessum njósn ara og hryllilega undirróðui’s- manm.“ „Beria“, sagði Krúsjeff, „gaf ekki einu sinni látið vera að lýsa gleði sinni við líkbörur Stalins. Valdafíkn Beria var geysileg“. Þá kom Krúsjeff að þætti Beria og Malenkovs í því að afnema kommúnismann í A- Þýzkalandi. Lýsti hann því, hvernig þessir tveir menn hefðu viljað láta kommúnista flokk A-þýskalands leggja niður þá stefnu sína, er mið- aði að því að tryggja veg sós- íalismann í landinu. „Flokkurinn hafnaði þess- um sviksamlegu tilraunum þegar í stað, og tili’æðismenn- irnir fengu makleg mála- gjöld“, sagði Krúsjeff. Hann lét þá að því liggja, að eitthvert samband kunni að hafa verið milli Malenkovs og Beria og uppreisnarverka- manna í A-Þýzkalandi í júní 1953, en hún var brotin á bak aftur af sovézkum hermönn- um. Beria var handtekinn 10- júlí það ár, og er sagður hafa verið skotinn 5 mánuðum síð- ar. Þá lýsti Krúsjeff því, að þótt tekið hefði verið fyrir framhald þeirra glæpa, sem drýgðir hefðu verið á tima Stalins, þá „Þýðir það ekiki, að allt eigi að reka á reiðan- um, að áhrif flokksins fari minnkandí, að þjóðarskútan eigi að berast með öldunum og að allir eigi að hafa frelsi til hvers, sem þeir vilja. Nei“, sagði forsætisráðherrann. Síðan hafnaði hann „þeirri gruggugu hugsun, sem nefnd er frelsi", og bætti við: „Að mínum dómi, þá getur aldrei orðið um að ræða al- gert frelsi einstaklingsins .. “ STAKSTEI^AR Skipulagið lio’ir ekki listirnar Þeir menn, sem kynnu að hafa haldið, að listir og bókmenntir fengju að þróast í Sovétríkjun- um eftir að Stalín leið, hafa nú fengið svarið svart á hvítu. Sjálf ur Krúsjeff hefur skorið upp herör gegn listamönnum. og er ekki myrkur í máli. Hann segir m.a.: „Friðsamleg samhúð á sviði listanna er tilræði við Marx- Leninismann, tilræði við mál- stað verkamanna og hænda“. Og hann bætir við: „Við lifum í skipulögðu sósíal- ísku þjóðfélagi, þar sem hags- munir einstaklingsins eru hags- munir samfélagsins... í listum mun flokkurinn krefjast algerrar hlýðni við stefnu sína“. Þannig þurfa menn ekki leng- ur að fara í grafgötur um það, að frjálst bókmennta- og lista- Uf á ekki upp á pallborðið í ríki Krúsjeffs fremur en Stalíns. Ráðamennirnir í Kreml hafa gert sér ljósa grein fyrir því, að skipulag ofbeldisins þolir ekki tjáningu listarinnar. Ef mönnum er veitt frjálsræði á því sviði, fylgir fleira í kjöl- farið, þá losnar um ógnarstjórn- ina og svo kynni að fara, að hug- sjónir frelsis styrktust svo með borgurunum, að veldi kommún- ismans yrði ógnað. Hvað segja listamemi? Það • er engin furða, þótt þeirri spurningu sé varpað fram, hvað þeir ir.;nn segi, sem hér á landi fást við bókmenntir og listir og njóta til þess frjálsræðis lýðræðisskipulagsins, en styðja samt í orði og verki harðstjórn kommúnismans. Það er ekki furða, þótt vakin sé athygli á því, að þessir menn eru gcðlitlir. Þeir hafa ekki þá afsökun, að þeir viti ekki, hvernig þeir menn eru leiknir í Ráðstjórnarríkjun- um, sem reyna að tjá hugsanir sínar í listunum. Þess vegna eru það lítilssigldar sálir, sem enn berjast fyrir framgangi koir.m- únismans, þótt þeir sjálfir séu listamenn. Sem betur fer fækk- ar þessum mönnum, og sú tíð mun koma að í hópi listamanna finnist ekki áhangendur ofbeldis- ins. Og íslendingar eru umburða- lyndir menn, og þess vegna líta þeir á þá, sem enn eru ánetj- aðir komir.ánismanum með vork- unnsemi. Malenkov, er vlldi sömuleiðis binda endi á sósíalismann í A-Þýzkalandi? Skarpskyggni Fram- sóknarjjingmannsins Einn af þingmönnum Fram. sóknarflokksins hefur í hnitmið- uðu máli túlkað afstöðu flokks- ins til millirikjamála og sam- skipta við aðrar þjóðir. Hann segir orðrétt: „Eina örugga vörnin gegn því að ekki verði samið af sér, er að greiða atkvæði gegn öllum samningxun, hverju nafni sem nefnast“. Sá sem þessi orð sagði er Ingv- ar Gislason, alþingismaður Fram sóknarflokksins, og hann lét þau falla í sambandi við afgreiðslu samkomulagsins við Breta um lausn landhelgisdeilunnar. Eftir skrifum Tímans að dæma að undanförnu gætu þessi orð ver- ið „motto“ fyrir alla aisböðu Framsóknarflokksins í milliríkja málum. Þeir telja ir.?ginatriðið að fjandskapast við aðrar þjóðir og einangra íslendinga sem mest Þeir gera sér enga grein fyrir þvi, að á síðari helmingi 20. aldarinnar hafa samskipti þjóð- anna aukizt jafnt og þétt og allir beztu menn mannkynsins keppa að því að laða þjóðirnar til sam- starfs og draga úr þjóðrembingi og árekstrum þjóða á milli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.