Morgunblaðið - 14.03.1963, Page 8

Morgunblaðið - 14.03.1963, Page 8
8 MORCVWHL401» Fimmtudagur 14. marz 1963 y Halignmur A. Tuliniua, stór- kaupmaöur — Minningarorð HALLGRÍMUR A. Tulinius, stór- kaupmaður, lézt hér í Reykjavík 6. þ. m. eftir langvarandi van- heilsu. Er hann í dag borinn til grafar frá Dómkirkjunni. Með honum er til moldar hniginn drengur góður og merkur og umsvifamikill kaupsýslumaður. Hann var fæddur á Eskifirði 14. febrúar 1896 og var því rúm- lega 67 ára að aldri, er hann lézt. Að honum stóðu merkar ættir. Faðir hans var Axel V. Tulinius, þá sýslumaður í Suður-Múla- sýslu ,síðar skátahöfðingi og for- seti íþróttasambands íslands, íþróttamaður og hraustmenni. Móðir hans var Guðrún Hall- grímsdóttir, Sveinssonar biskups. Hallgrímur Tulinius hóf korn- ungur nám við Yerzlunarskólai fs lands og lauk þaðan prófi árið 1912. Næstu tvö árin var hann við störf í Kaupmannahöfn hjá föðurbróður sínum, Þórarni E. Tulinius. Síðan kom hann heim til íslands og var þess þá alráð- inn að gera verzlun og viðskipti að lífsstarfi sínu. Réðist hann ár- ið 1914 sem prókúristi til Hall- gríms Benediktssonar. Gerðist hann síðar meðeigandi fyrirtæk- isins H. Benediktsson & Co., og starfaði í því árin 1921—1939, en það fyrirtæki var þá og hefur jafnan verið síðan eitt af traust- ustu og mest virtu innflutnings- fyrirtækjum landsins. Þegar Hallgrímur Tulinius gekk úr H. Benediktsson & Co. stofnaði hann nýtt heildsölufyr- irtæki, sem bar nafn hans og rak það þar til fyrir nokkrum ár- um, að hann seldi það, enda var þá heilsa hans orðin mjög tæp af völdum þess sjúkdóms, sem að lokum leiddi hann til dauða. Hann tók þátt í stofnun margra fyrirtækja og átti sæti í stjórn þeirra. Til dæmis var hann einn af stofnendum Sjóvátryggingafé- lags íslands árið 1918 og í stjórn þess frá 1926—1958. Hann var ennfremur einn af aðalstofnend- um h.f. Shell á íslandi árið 1928 og í stjórn þess frá upphafi, þar til það gekk að fullu inn í Olíu- félagið Skeljung árið 1960. Hann var fyrsti framkvæmdastjóri Shell og gegndi því starfi til árs- ins 1934. Hann átti ennfremur sæti í stjórn ýmissa iðnfyrir- tækja, svo sem „Nóa“, „Hreins" og „Síríus.“ Hallgrímur A. Tulinius var þannig á beztu starfsárum ævi sinnar einn af athafnasömustu kaupsýslumönnum Reykjavíkur- feorgar. Haim þótti snjall og fær verzlunarmaður, sem hafði víð- tæka þekkingu á atvinnugrein sinni og þörfum þjóðar sinnar á sviði verzlunar og viðskipta. Ég kynntist Hallgrími A. Tuli- nius fyrst á háskólaárum mínum hér í Reykjavík. Nokkur brestur var þá þegar kominn í heilsu hans. En hann var samt fullur starfsáhuga og mitt í önn eril- sams lífsstarfs. Frjáls, heiðarleg og hagkvæm verzlun til handa íslenzku þjóðinni var honum ein- lægt hugsjónamál, og hann hafði marga kosti góðs verzlunar- manns. Lipurmennska hans, ljúf- mennska og greiðvikni sköpuðu honum hvarvetna vinsældir og greiddu götu hans. Hallgrímur Tulinius var glæsi- menni í sjón og raun á hátindi starfsorku sinnar. Mun óhætt að fullyrða, að hann hafi þá verið meðal hæfustu verzlunarmanna landsins. Hann var vel greindur og kunni góð skil á mönnum og málefnum. Hallgrímur Tulinius var tví- kvæntur, Fyrri kona hans var Hrefna, dóttir Lárusar G. Lúð- víkssonar. Hún lézt af slysförum árið 1928, glæsileg og vel gerð kona. Áttu þau þrjú börn, sem öll eru • á lífi, Axel V. Tulinius, sýslumann í Suður-Múlasýslu, sem kvæntur er Áslaugu Kristj- ánsdóttur frá ísafirði, Guðrúnu, sem gift er Þorsteini Arnalds, forstjóra Bæjarútgerðar Reykja- víkur og Málfríði, sem gift er Jóni Benjamínssyni vélstjóra. — Síðari kona Hallgríms er Mar- grét Jóhannsdóttir prófasts á Hólmum, Sveinbjarnarsonar, á- gæt og greind kona. Áttu þau einn son barna, Hrafn lækni, sem giftur er Helgu Brynjólfsdóttur. Dvelst hann nú við framhalds- nám erlendis. Frú Margrét lifir mann sinn. FRAMTIÐARSTARF vélritunarstClkub Vér viljum ráða nokkrar vanar vélritunar- stúlkur strax. Samvinnuskólamenntun, verzlunaskóla eða önnur hliðstæð menntun æskileg. Umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmanna- haldi S.Í.S, Sambandshúsinu, sem gefur ennfremur nánari upplýsingar. ÖTARFSMAN NAHALD Minningin um Hallgrím Tuli- nius mun lengi geymast í hug- um vina hans og samstarfs- manna. Yfir framkomu hans var jafnan heiðríkja einlægni og drengskapar. Hann vildi öllum vel, en hirti þá e.t.v. síður um eigin hag. Þess vegna entist Klapparst. 26 - 19800 fró NORMENDE Væntanleg í þessum mánuði: Vestur-þýzku sjónvarpstækin með báðum kerfunum. Amerísku US Vonn og Evropíska CCIR. Verðið ekkert hærra, þegar íslenzka sjónvarpið kemur. Engin breyting og og enginn kostnaður. Öll þau tæki, sem við fáum hér eftir, verða með báðum kerfunum. Sýnishorn á staðnum. — Tökum á móti pöntunum. þessi myndarlegi og gerðarlegi maður ekki eins vel og skyldi. En hann lauk engu að síður m-iklu dagsverki, kom vel gefn- um börnum sínum til þroska og manndóms og vann mikið starf á því sviði sem hann haslaði sér í þjóðfélagi sínu. Um leið og ég kveð þennan gamla vin með þökkum fyrir liðinn tíma flyt ég börnum hans, eftirlifandi eiginkonu og venzlafólki innilegar samúðar- kveðjur. S. Bj. f DAG er Hallgrímur A. Tuliníus kvaddur hinztu kveðju, en hann andaðist að kvöldi 6. þ.m. eftir langvarandi vanheilsu, rúmlega 67 ára að aldri, Ég kynntist Hallgrími fyrst fyrir um 40 árum er ég starfaði hjá föður hans í vátryggingar- •skrifstofu hans. Hann var einn af stofnendum Sjóvátryggingarfélags íslands ár- ið 1918, en kom í stjórn þess árið 1926, rúmum mánuði eftir að ég var ráðinn þar gjaldkeri. Var það að vissu leyti að tilstuðl- an hans, eftir því sem ég síðar frétti. í stjórn þess félags sat hann óslitið til aðalfundar- 1958, er hann baðst undan endurkosn- ingu sökum heilsubrests. Hallgrímur vildi ávallt leysa hvers manns vanda, ef tök voru á, og skildi vel málefni starfs- manna félagsins. Þar sem ég var heimagangur á heimili föður hans kynntist ég honum þá strax betur en öðrum stjórnendum félagsins. Sem kaup sýslumanni kynntist ég honum þó bezt í firma hans og nafna hans, Hallgríms Benediktssonar. Er ég sammála einum ungum kaupsýslumanni sem sagði við mig í vetur, er talið barst að líðan Hallgríms, að á því tíma- bili sem hann var upp á sitt bezta; á sama tíma meðeigandi í H. Benediktsson & Co., fram- kvæmdastjóri h.f. Shell á fslandi og í stjórn fjölda fyrirtækja, þá hafi hann Verið einn af mest áberandi og glæsilegustu kaup- sýslumönnum þessarar borgar. Hallgrímur kenndi snemma þess sjúkdóms sem að lokum varð ofjarl þreki hans. Veit ég að ég mæli fyrir munn starfsmanna í Sjóvátryggingar- félaginu, sem þar hafa starfað á því tímabili sem hann var þar í stjórn og jafnframt fyrir munn meðstjórnenda hans þar, þegar ég þakka honum velvilja gagn- vart undirmönnum og vakandi áhuga fyrir velgengni félagsins. Ég bið öllum ástvinum hans, nær og fjær, blessunar. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Stefán G. Björnsson. í DAG er Hallgrímur A. Tulinius kvaddur hinztu kveðju. Við þá sorgarathöfn vakna margar minn ingar í hugum þeirra, sem áttu því láni að fagna að háfa kynni af honum og njóta vináttu hans á liðnum árum. Þegar ég, sem rita þessi fáu kveðjuorð, kom að fyrirtæki Hallgríms A. Tuliniusar, virtist mér að ég kynntist þar fremur hjálparstofnun en verzlunarfyr- irtæki. Þar komu menn af öll- um stéttum til þess að leita fyr- irgreiðslu í fjárhagslegum efn- um, sem þeir vissu að Hallgrím- ur hafði aðstöðu til að veita, enda var þeim og kunnur góð- vilji hans og skilningur á hög- um og nauðsyn annarra. Bar þá við, að lítið var sinnt viðskipt- um þann daginn, en í staðinn hafin sókn til þess að skjólstæð- ingurinrt mætti fá góða fyrir- greiðslu hjá þeirri stofnun, sem leita átti til. Ég man til dæmis, að eitt sinn kvaddi dyra maður, sem átti sendibíl og hafði oft flutt vörur fyrir fyrirtæki Hall- gríms. Nú hafði þessi maður þá sögu að segja, að hann hefði orð- ið fyrir því áfalli að lamast, það mikið, að hann væri ekki fær um að gegna starfi, þar sem oft þyrfti að lyfta þungum vöru- stykkjum. Kvað hann sig hins vegar vel færan til léttara starfa og hafði einkum hug á að gerast leigubílstjóri. En þar stóð það 1 vegi, að hvorki var til leyfi fyrir bílnum né fé til að greiða and- virði hans. — Þann dag var haf- in sókn, — ekki til þess að efla viðskipti eigin fyrirtækis, þótt það hefði dregizt nokkuð aftur úr með góð umboð, heldur til þess að greiða úr vanda manns, sem fyrir áfalli hafði orðið. Og það mál náði vel fram að ganga, eins og allt, sem Hallgrímur tók föstum tökum. Nú á umræddur maður fagurt héimili, þar sem hann ásamt konu sinni og þrem- ur börnum unir við góðan hag, fyrir reglusemi í starfi og ekki síður fyrir góða aðstoð, sem veitt var á réttum tíma. Þetta dæmi er eitt af mörgum, sem sýna það, að Hallgrími var ekki ríkast 1 huga að safna auðæfum sjálfum sér til handa. Dagur gat varla svo að kvöldi liðið, að ekki vakn- aði hjá honum áhugi á að greiða götu einhvers, sem í vanda var staddur, jafnvel þótt hans eigin viðskipti liðu baga við það. Hallgrímur A. Tulinius var einn sérstæðasti maður, sem ég hef kynnzt. Ég þakka af alhug þau kynni og tel það með láni mínu að hafa fengið að njóta vináttu hans. Hinztu stundum við banabeð hans mun ég ekki gleyma. Hugljúf minning um hann mun geymast hjá okkur, vinum hans, til leiðarloka. Ég votta eiginkonu Hallgríms, börnum hans og öðrum ástvinum innilega samúð. Björgvin Grimsson. Stúlkur helzt vanar saumaskap óskast strax. Uppl. í verksmiðjunni Evgló Skipholti 27 II. hæð. £ei/eR|T|Ð TÍMARIT UM LEIKHÚSMÁL GARÐASTKÆTI 6 REYKJAVÍK Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að tímaritinu Leikritið. Nafn ...................... Heimili ........... Má setja ófrímerkt í póat

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.