Morgunblaðið - 14.03.1963, Page 10

Morgunblaðið - 14.03.1963, Page 10
10 UOR CV Tt M.l 4 Bl 9 nmmludagur 14. marz 19M Lúðvík Krfstjánss on, rithöfundur: Fáll J. Nolsöe: Föroya Sigrl- ingrarsöga, L 368 bls. Xórs- havn 1955, og II, 1856—1940, 384 bls. Xórshavn 1962. í>ess verður ekki dulist, að ís- lendingar hafa alla jafna verið harla támlátir um þjóðfrelsLsibar. éttu Fsereyinga, og má það heita undarlegt, þegar haft er í huga, bve skyldar þessar þjóðir eru og samdkipti þeirra hafa verið mikil síðastliðin 80 ár. Við höf- um orðið furðu gleymnir á , að við nutum velgerða annarra þjóða, þegar hæst stóð barátta Okkar við Dani, og minni ég í því sambandi á liðsemd Norð- manna, einkum á árunum 1860 til 1874. Þessi gleymska ásamt öðru hefur sjálfsagt átt sinn þátt í því, að siðferðilegur stuðning- ur okkar við þjóðfrelsismálstað Færeyinga, sem hefði a,m.k. eftir 1918 átt að geta orðið verulegur, hefur sérlega lítið sagt til sín. — Þetta kemur þó ekki til af því, að við værum ekki minntir á hann, því að þegar árið 1919 ritaði Jón Helgason prófessor, þá einungis tvítugur að aldri, ágæta grein í Skírni, sem hann nefndi: „Færeysk þjóðernisbarátta." — Þar minnir hann á hvarf Hjalt- lands og Orkneyja til Skotlands og segir síðan: „ísland og Færeyjar eru eftir. Við vitunr ekki hvenær röðin kemur að okkur. En hún er kom- in að Færeyingum. Þjóðerni þeirra er í háska. Ef ekki er tekið í taumana, má vel vera, að það glatist. — íslandi er það tjón, sem ekki verður bætt. Við misssum að vísu ekki hluta af sjálfum okkur, en þó þann frænd ann, sem okkur er skyldastur og líkastur. — Við getum stuft Færeyinga á marga vegu“. Við þessu ákalli Jóns Helga- sonar og ábendingum hans um það, hveming við gætum veitt Færeyinigum lið í þjóðernisbar- áttu þeirra, var daufheyrzt. En á þeim röskum fjórum áratug- um, sem liðnir eru síðan Jón reit Skírnisgrein sína, hefur margt gerzt og margt breytzt, m.a. það, að engin ástæða er til að óttast, að Færeyingar glati þjóðemi sínu. Þeir, sem eilítið hafa kynt sér baráttu þeirra fyrir þjóðfrelsi, athafnir þeirra til aukinna mennta og menning- ar og starfsemi þeirra að nýsköp un í atvinnuháttum, hljóta að hafa komið auga á þá staðreynd. Nú er svo komið, að Færeying- ar eru farnir að skáka íslending- um i ýmsum menntastörfum. Þeir gefa út hvert öndvegisritið á m*n' "*f‘< ert hliðstætt verk. Páll Nolsöe þjóðskjalavörður hefur þegar rit að tvö bindi af siglingasögu Fær- eyinga, alls 752 bls. og vantar þó ennn mikið á, að hann hafi lokið þessu verki. Við fslendingar eig- um ekki heldur á þessu sviði neitt sambærilegt rit. Sérstakt fagnaðarefni er það, að bœði þessi rit eru byggð á frumgögnum svo langt sem þau ná, hér er um nákvæma rannsókn að ræða, sýnilega stefnt að því, að gera þessum verkefnum full skil, en ekki haft í huga að hrista fram úr ermi sér ein/bvers konar bók, sem gæti dottið niður á markað jólanna. Ennfremur ber að fagna því, að ekki skyldi látið dragast lengur að semja þessi rit, því, að þá mundi vafa- laust margt hafa farið forgörð- um, sem nú hefur tekizt að bjárga úr munnlegri geymd. Ætlunin er að reyna að gera hér nokkra grein fyrir hinu mikla riti Páls J. Nolsöe, en að sjálf- sögðu verður að stikla á stóru, því að blaðagrein leyfir ekiki annað. n. Hjá eyþjóðum hljóta siglingar að vera líftaugin, sem allt velt- ur á, að ekki slitni, og- þar eru Færeyingar engin undantekning. Frá náttúrunnar hendi búa Fær- eyingar ékki við þá auðsæld, að þeir geti verið sambandslausir við umheiminn, þangað þurftu þeir margt að sækja, þótt ekki væri til annars 'en réttt að skrimta af. En þegar ofan á það bættist, að ráð þeirra var í annarra hendi, þeir voru einvörð ungu hjáleiga frá búgarði suður við Eyrarsund, verður siglinga- sagan jafnframt mergurinn í^Öll- um athöfnum þeirra til þess að mega vera frjálsir menn, komast úr hjáleiguábúðinni og hljóta óðalsrétt á jörðinni, sem forsjón in hafði fyrir rösku-m ellefu öld- um ætlað þeim að byggja og nytja. Markmið Páls Nolsöe með hinu mikla riti sínu er að draga fortjaldið frá sviði þessarar at- burðasögu, leiða þjóð sína til kynna á henni, svo að hún megi við rismál nýs áfanga átta sig á hvers hún naut og hvað henni gagnar af því fararnesti til fram búðar. Þegar ritað er um „Föroya Siglingarsöga", verður að hafa þetta í huga, enda hlýtur rauður þráður hennar að minna hvern þann, sem við það fæst, ósleiti- lega á þau vinnubrögð. Með ötstuttum inngangi er greint frá landnámi í Færeyjum, drepið á Grím Kamban, Þránd í Grötu, Sigmund Brestison o.fl. Noregi til Færeyja. Óljóst er, hvernig þær efndir urðu, en úr okkar sögu þekkjum við brigðin með skipin sex, og er ekki ólík- legt, að Færeyingar hafi ein- hvern tíma fengið að súpa á svipuðu soði. Höf. hefur fátt fund ið í myrkviði miðalda um fær- eyska siglingasögu og er skemmst af að segja, að sigling til eyj- anna og verzlun við eyjaskeggja er svo til óslitið á vegum erlendra manna eða félaga fram til 1709, að Danakonungur tekur hana í sínar hendur. Á síðari hluta 16. aldar stingur Magnús Heinason höfði upp úr móðu sögunnar, en hann hefur orðið kunnastur allra Færeyinga sem sjófaramaður og af viðskipt um sínum við sjórænlngja. Saga hans er flestum ísl. kunn og verð það urðu þeir að selja ári síðar sökum tapreksturs. Þá er komið að þeim manni í færeyskri sögu, sem orðið hefur einna rismestur og eftirtektar- verðastur, sjálfum Nolseyjar- Páli, en um hann fjallar þriðj- ungur af I. bindi siglingarsög- unnar. Sú mynd, sem maður fær þar af þessari stórbrotnu hetju, er ákaflega ljós, og sá kosturinn mestur, að Páll talar þar sjálfur við skynjum anda tímans með hans eigin orðum svo og þeirra, sem hann á í útistöðum við. Frumgögnin eru lögð á borðið, eins og vera ber, úr því að þau eru á annað borð til. Vitanlega snýst þáttur Nolseyjar-Póls í þessu riti einkum um farmennsku hans, um stöðu hans í færeyskri siglingasögu, þótt vikið sé að „Royndin fríða“ — Xeikning af skipi Nolseyjar-Páls. ur þvi ekki að henni vikið. — ýmsu fleiru í ævi hans. Dr. Samtíðamaður Magnúsar var Jakob Jakobsen, sá merki lær- i.'1' , •í'sr’ téJiik .., ’ -nf fibb. Færeyskar skútur að veiðum á Selvogsbanka fætur öðru sem ótvírætt tákn um glöggan skilning á þeirri nauðsyn að skynja og þekkja söguna, sem er lykillinn að örlög- um þeirra, staðfesing á þeirri gæfu, að hafa ekki týnt sjálf- um sér eins og nágrannar þeirra, Hjaltlendingar og Orkneyingar. Erlendur Paturson lögþings- maður og núverandi ráðherra hefur ritað fiskveiðasögu Færey- inga. Kom I. bindið út í fyrra sumar, en II. bindið í byrjun þessa árs. Þótt ég hafi ekki blað- að nema lauslega í þessu riti, get ég þó fullyrt, að við eigum ekk- Þegpr á fyrstu síðu rekur maður sig á, hve höf. er varfærinn í ályktunum, þar sem hann víkur að heimildargildi Færeyingar- sögu. — Með réttarbót Magnús- ar konungs Hákonarsonar 1273, tóku Gulaþingslög gildi í Fær- eyjum og stjórn landsins, sem áður hafði verið í höndum lög- manns og lögþings, var þar með úr sögunni. Fógeti varð nú æsti maður eyjanna sem umboðs- maður konungs og að sjálfsögðu valinn af honum. í réttarbót Magnúsar konungs var því heit- ið að tvö skip sigldu árlega frá Niels Helgason, en einungis um þá tvo hefur höf. getað grafið upp heimildir, er snerta siglinga sögu Færeyinga á 16. öld. Heim- ildir, er snerta siglingasögu Fær eyinga á 16. öld. Heimildir frá 17. öld eru einnig mjög fátæk- legar og er þá aðeins við getið þriggja siglingamanna. fsl. er tamt að m.innast Hólm- fasts á Brunnastöðum, er þeir grípa niður í raunasögu einokun arverzlunar. Færeyingar máttu lúta svipuðu og við. Ef kóngs bóndi var staðinn að launverzl- un, missti hann jarðnæðið, en ef sama henti óðalsbónda, féll jörðin undir konung. Páll Nolsöe hlýtur af eðlilegum ástæðum að koma nokkuð inn á þetta svið. Og víst ér margt ófagurt. Aðeins eitt dæmi: Árið 1636 ef skozkt fiskiskip statt í Hvalba. Nokkr- ir Færeyingar róa um borð og biðja um eina tunnu af korni, er þeir sögðu tíu heimilisfeður ætla að skipta milli sín. Þegar skipstjóri innti eftir, hvað þeir hefðu til að greiða með, buðu þeir honum sokkana, sem þeir voru í. Um það bil, sem Danir stofna til fiskveiða hér við land að á- eggjan Skúla - Magnússonar og Jóns Eiríkssonar se'tur sig niður í Færeyjum danskur kaupmaður, Ryberg að nafni. Hann hafði lát ið smíða skútu, sem hann hélt úti til veiða við Færeyjar og norður við ísland. Hann fékk leyfi til að verka fiskinn í Fær- eyjum. Þá kynntust Færeyingar fyrst saltfiskverkun. En útgerð Rybergs lánaðist illa og varð því enlaslepp. Litlu síðar fékk verzl- unar- og útgerðarfélag í Altona leyfi til að stunda fiskveiðar á 6 skipum við Færeyjar, en sú tilraun misheppnaðist einnig og varð Færeyngum ekki að nein- um noturA. Loks að geta þess, að Færeyingar réðust í að kaupa þilskip með tilstyrk konungsfjár hirzlunnar, og það gerðu þeir út við Færeyjar og ísland 1792. En dómsmaður, samdi um hann mikið rit (Poul Nolsöe. Livssöga og irkingar), er kom út 1912 og var stærsta bókin, sem Færeying ar höfðu tfl þess t-íma kostað út- gáfu á og eina vísindaritið á fær- eysku um sögu eyjanna. Nolseyj- ar-Páll og skip hans „Roynd- in fríða hljóta ætið að vera Fær- eyinigum táknvitar, leiftur'ljós, sem vísa til miða. Nolseyjar-Páll fórst með ensku skipi um ára- mótin 1898 og 1809, aðeins 42 ára gamall, er hann var að sækja bjargræði fyrir landa sína til Englands, þá er sjö ára stríðið stóð sem hæst. Hér er ekki unnt að fjölyrða um þátt hans í sigl- ingasögu Færeyinga, en þeim, sem vildu kynna sér sögu Páls, má benda á ágæta ritgerð um hann í Skírni 1925, er Árni Páls- son prófessor samdi eftir riti dr. Jakobsens. . Næstu áratugina eftir fráfall Nolseyjar-Páls gera Færey- ingar þráfaldlega tilraunir til þess að eignast skip, halda uppi ferðum tfl Danmerkur og jafnvel tfl íslands og jafnframt að stunda fiskveiðar. En margt fór úrskeið- is í sambandi við þessar tilraun- ir, og átti stjórnarfyrirkomulagið mikinn þátt í því. Landfógetinn sat í Þórshöfn. Hann átti að ann- ast skattheimtuna og var æðsti lögreglustjóri eyjanna, ennfrem ur var hann umboðsmaður stift amtmannsins á Sjálandi, sem eyjarnar lutu undir. Stundum hafði fógetinn verzlunina á leigu. Alþekktur er þessi færeyski máls hóttur: „Fávur harmar fúta dæja“ (fár harmar fógetadauða). öll mál, er vörðuðuð verzlunina, lutu undir rentukammerið, en rekstur hennar annaðist verzlun- arnefnd í Kaupmannahöfn, og hún skipaði umsjónarmann verzl- unarinnar í Færeyjum. Af þessu leiddi, að þegar Færeyingar vildu reyna að bjarga sér, t.d. með því að eignast haffær skip og fá að flytja á þeim vörur mflli Dan- merkur og eyjanna, fengu þeir framan í sig, að það væri „dris- Páll J. Nolsöe, þjóðskjalavörður Færeyja. tige Indlbrud paa Hans Majestet* Anordninger". Eyjaskeggjum voru af þessum sökum í raun og veru allar bjargir bannaðar til framfara, eins og rækilega kemur fram í siglingasögu Páls Nolsöe. Einu sinni eignuðust þeir skip með svipuðum hætti og Norð- lendinigar „Gránu“ á sínum tíma. Þetta var skonnorta og var efnd „Færöe“. Þá vár vöru skortur í eyjunum sem oftar. Ekki mátti hún fara til Danmerk ur að sækja vörur, en rentu- kammerið gaf allra mildilegast leyfi til þess, að Færeyingar mættu kaupa vörur í skipið á fslandi. Það var þá ekki í kot vísað eða hitt þó heldur. „Færöe“ kom svo til Reykjavíkur sumarið 1812, en þar var ekkert korn a3 hafa, aðeins dálítið af tóbaki og svo ýmis varningur, serh nægi- legt var tfl af í Þórshöfn. Athyglisvert er, hve margir Færeyingar hafa gert víðreist á þessum árum, siglt víða um heimshöfin, og eru því prýðilega menntaðir í sjómannafræðum og með mikla þjálfún í farmennsku, þegar þeir hverfa aftur heim og vilja fara að stuðla að því, að þjóð 'þeirra geti stundað sigling- ar. Það dugði bara ekki til, þeir voru ‘ heftir með nýlendu- hnappheldunni. Minnisstæðastur verður mér Mikkjal Miiller, auk Nolseyjar- Páls, af þeim víðförlu Færey- ingum, sem Páll Nolsöe segir frá. Hann virðist hafa verið sérlega vel ínenntaður og óvenjulegur hugsjónamaður. Árið 1826 stofn- aði hann lestrarfélag í Þórshöfn, en upp af þeim vísi er Landsbóka safn Færeyja sprottið. Mest á óvart kemur þó stefnuskrá hana um viðreisn Færeyja, er hann semur 1844 og enn er varðveitt í frumriti. Mottó hennar felst 1 þessu erindi: Með Lov skal man Land og Stæderne bygge, Fædrelandskærlighed Landet betrygge, Ved ædel Daad ophjælpe den Svage^ Med fælles Kraft lindre Landets Plage. Mifckjal Múller virðist háfa verið fágætlega víðsýnn maður. Ekki er unnt að benda á neitt frá ísl. endurreisnarmönnum þessa tíma, sem jafnast á við tillögur hans. Sama árið og Mikkjal Múller semur og setur á blað tillögur sía ar um viðreisn Færeyja ákveður rentukammerið að stofna til fisk veiðitilrauna við eyjarnar í þvl skyni að kenna Færeyingum að fiska á þilskipum. Þessar tilraun ir stóðu yfir í 3 ár, 1844—'1846, ea Hans A. Clausen, sem þá var með kunnustu íslendskaupmöna um, hafði allan veg og vanda af framkvæmd þeirra fyrir hönd rentukammersins. Koma fram 1 þessum kafla siglingasögunnar ýmis skilríki, sem aldrei hafa verið birt áður og býsna fróð- legt er að athuga fyrir okkur fslendinga. En þessar tilraunir höfðu ekki ýkja mikla þýðinga fyrir framtíðarfiskveiðar Færey- inga, að öðru leyti en því, að nú lærðu þeir tfl hlítar að verka saltfisk. m. Annað bindi „Föroya Siglinga- söga“ hefst með árinu 1856, en

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.