Morgunblaðið - 14.03.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.03.1963, Blaðsíða 13
MORGU'NBLAÐIÐ 13 Fimmtudagur 14. marz 1963 Jóhannes R. Snorrason yfirflugstjóri Fl. Flugvallarmálið Fyrir skömmu birtist í Mbl. grein um flugvallarmál eftir Jó- hannes Markússon, flugstjóra. Umræður um þetta veigamikla mál hafa að mestu legið niðri að undanförtnu, en nú virðist sem einhver vakningaralda hafi risið á ný, og er ekki nema gott eitt um það að segja. Mér finnst full ástæða til þess að endurhugleiða hugleiðingu Jóhannesar Markús- sonar þar sem hugmyndir hans eru svo gjörólíkar hugmyndum mínum og svo margra annarra. I>að er vel að þessi mál séu rædid á opinberum vettvangi einmitt af mönnum, sam hafa náin sam- skipti af þeim, og þekkja aðstæð- ur til hlítar, en ég varð undr- andi að sjá, að reyndur flug- stjóri sæi vandann í því ljósi, sem grein þessi ber vott um. Aðaluppistaðan í grein Jóhann esar Markússonar er á þann veg, að flytja skuli aðalstöðvar flug- samgangna okkar íslendinga til Keflavikurflugvallar. Þessari.hug mynd fylgja þær röksemdir m.a. að: veðurfar sé mjög svipað í Keflavík og á Álftanesi, að Kefla víkurvegurinn verði að jafnaði ekinn á 35 mínútum, að byggð muni kreppa að flugvelli, ef byggður yrði á Álftanesi, að flugvöllur á Álftanesi myndi kosta hundruðir milljóna króna, og að nægilegt myndi að hafa eina flugbraut norðanlands sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur- flugvöll. Og að við gætum jafn- vel miðað þarfir innanlandsflugs ins að einhverju leyti við heli- coptera- Um allt þetta langar mig til að ræða lítillega hér, þar sem mér finnst þessar röksemdir vafasam- ar og vel þess virði, að gluggað sé betur inn í málin- Hafandi starfað í 20 ár, sem flugmaður hér á íslandi, hefi ég gjörólíkar skoðanir á veðurfari hér í Reykjavík og á Álftanesi samanborið við Keflavík. Rvík er vel í sveit sett hvað veðurfar snertir og gildir það sama um Álftanes. Reykjavík er varin af fjöllum frá norðri til suðvesturs, en verstu úrkomuveðrin hér suðvestanlands eru þegar vindur blæs frá suðaustri til suðvest- urs. Þá skýla fjöllin á Reykja- nesskaganum okkur fyrir lág- skýjum og suddaveðri, og eru lendingarskilyrði þá yfirleitt mun betri hér heldur en í Kefla- vík. Við þetta bætist svo það, að Keflavíkurflugvöllur er í 169 feta hæð yfir sjó, en flugvöllur, ef byggður yrði á Álftanesi, yrði svo að segja niður við sjávarmál. Við skulum nú segja að veðurfar væri svipað á báðum stöðum, þ.e. hæð skýja yfir sjó rösiklega 200 fet. Með þeim aðflugstækj- um, sem án efa myndu sett upp við Ál.ftanesflugvöll, ætti lend- ing þar að vera vel möguleg, en ég er hræddur um að nafna mín- um myndi þykja skýjahæð þá vera harla lítil í Keflavík. Svo mörg dæmi eru fyrir hendi um gjörólík lendingarskil- yrði í Keflavík og í Reykjaví'k, sem er eðlileg afleiðing þess hve Keflavík er opin fyrir veðri af svo til öllum áttum, að ég get ekki verið að tína til eitt sér- stakt, enda er skýringin svo aug- ljós og alþekkt af flugmönnum, sem þekkja til staðhátta. í samibandi við hinn nýja Kefla 'víkurveg langar mig til þess að benda Jóhannesi á, að þótt hann sé þjóðþrifa fyrirtæki, þá verður að gera ráð fyrir að æði oft verði að hafa sérstaka varúð í akstri um hann í ísingar- og hálkuskilyrðum að vetrarlagi Nægir að minna á steypta kafl- ann á Miklubrautinni í febrúar sl., en þar fékk margur ökumað- urinn smjörþefinn af þessu, og á þessum stutta kafla, sem lagður hefir verið af Keflavíkurvegin- um, hafa a m.k. tvö ökutæki þeg- ar farið mjög illa af þessum sök- um, Það væri afar illa farið ef allt það fólk, sem notfærir sér flug- samgöngur hér innanlands, þyrfti að aka til og frá Keflavík til þess að komast leiðar sinnar. Til Vestmannaeyja er 30 mínútna flug á þeim flugvélum sem nú eru í notkun. íbúar þessa byggð- arlags notfæra sér flugið í vax- andi mæli og miklu er nú verið að kosta til endurbóta á flug- vellinum þar. Veðurfar er afar breytilegt í Vestmannaeyjum og er það ekki óalgengt að fólk, sem hefir verið boðað til flugs til Vestmannaeyja, fær þær fréttir, er til flugvallarins kemur, að veð ur hafi spillzt í Eyjum og ekki verði flogið í bili. Þetta skeður þótt ekki sé ekið lengra en frá Hótel Borg til flugvallarins hér. Ef þetta fólk ætti nú að aka alla leið til Keflavíkur, má búast við mörgum og miklum töfum, sem myndu með tímanum hafa það í för með sér að Vestmannaeying- ar myndu snúa sér að skipsferð- unum, aðrir landsmenn að skip- um og bílum, og myndi engan furða á því. Ég er þeirrar skoðunar, að ef nota ætti Keflavíkurflugvöll fyrir innanlandsflugið, myndi það verða eitt allsherjar rothögg á það, og myndi einnig lama milli- landaflugið verulega. Það má ekki líta fram hjá þeim feikna kostnaði, fyrir utan allt óhag- ræði, sem því yrði samfara, að þurfa að aka öllum flugfarþegum og starfsliði til og frá Keflavík- urflugvelli. Af illri nauðsyn eru flugvellir suður á nes. Kostnaður á slíkrf skiptingu á rekstrinum yrði afar mikill, og ég sé ekki að það væri margra stórborga all-langt frá þeim, sem hefir í för með sér miiklar tafir og tímaeyðslu svo það er varla ómaksins vert fyrir fólk að fljúga stuttar leiðir. Til gamans sikal ég nefna hér örfá dæmi um vegalengdir til flug- valla í nágrannaborgum. Frá miðborg Kaupmannahafnar til flugvallarins eru 8 km; Helsinki 19,3; Berlín 6,4; London 22,5; París 16,9 og Oslo 8 km. Við myndum áreiðanlega slá flest met með 47 km fjarlægð til flug- vallarins í Keflavík, ef sá kost- urinn yrði valinn. Sú hugmynd hefir einnig skot- ið upp kolli að nota Reykjavíkur- flugvöll fyrir innanlandsflugið og Keflavík fyrir millilandaflug- ið. Þetta er að mínum dómi afar óraunhæft þar sem tvískipta þyrfti a m.k. starfsliði Flugfélags íslands, og einihver hluti þess fólks myndi þurfa að aka Kefla- víkurveginn tvisvar á dag og aðr- ir neyðast til að flytja búferlum í rauninni framkvæmanlegt eins og málum er háttað í dag. Um kostnað við byggingu flug- vallar á Álftanesi hafa verið nefndar margar tölur. Ekki get ég betur séð en að sumar þeirra séu gripnar úr lausu lofti, þar sem enn hefir ekki farið fram gagnger rannsókn á því svæði sem álitlegast er. Talað er um að mjög mikil jarðvegsskipti séu nauðsynleg, en þetta mun nú fara nokkuð á milli mála. Nú hefir það reynzt' vel að dæla sandi til undirstöðu flugbrauta og er hér til mjög af- kastamikið skip til þeirra hluta. Mér hefir verið sagt að forráða- menn þessa fyrirtækis mun geta tekið að sér að dæla sandi í und- irstöðu fyrir Álftanesflugvöil fyrir 30—35 kr. á rúmmeter. Bkki veit ég hversu miklu af sandi myndi þurfa að dæla í und- irstöðu fyrir tvær flugbrautir, en mér hefir verið sagt að 1 milljón rúmmetra væri ekki langt frá lagi. Vissulega yrði verkinu vel á veg komið með því. Hvað við- kemUr staðsetningu flugvallar á Álftanesi er vart hægt að finna betra svæði hér í nágrenni Reykjavíkur með tilliti til að- flugs og þeirrar staðreyndar að svæðið er svo til öbyggt og hindr anir ekki fyrir hendi. Byggð mun alls ekki kreppa að flugvelli á þessu svæði, þar sem það tak- markast einfaldlega að mestu áf sjónum. Allir flugbrautarendar myndu liggja til sjávar og því myndu flugvélar ekki hafa trufl andi áhrif á íbúa þessarar borgar eða nágrennis. Eðlilega eru reglur um það, hve nærri flugbrautum má byggja hús og yrðu þær einnig að gilda á Álftanesi- Rétt er að geta þess að nefnd sú, er Samgöngumálaráðherra skipaði árið 1960, með Árna Snæ- varr, verkfræðing, í forsæti, og svo hið heimsþekkta fyrirtæki James C. Buokley Inc., í Banda- ríkjunum, voru sammála um að það sé óraunhæft að viðhalda Reykjavíkurflugvelli og leggja Framhald i. bls. 17. j ^ Hafa athafnamennirnir brugðizt hlutv erki sínu? — Hugarfarsbreyting nauð- synleg — Stór verkefnin bíða lausnar — Störf forstjóra og síldarkóngs jafn mikilvæg — Feluleiknum á að ljúka — Um þetta m.a. er rætt í Vettvang- num í dag. f ÞESSUM dálkum hefur oft verið að því vikið, að marghátt- uð pólitísk afskipti hafa á síð- ustu áratugum dregið úr eðlileg- um framförum í efnahags- og at- vinnulífinu; margvísleg höft, þvinganir og opinber afskipti hafa lamað atvinnurekstur manna og félaga og þannig orðið þjóðarheildinni til stórtjóns — oft andstætt ætlun þeirra vísu manna, sem að ráðstöfununum stóðu. Að þessu sinni er hug- myndin að skoða málið nokkuð frá öðrum sjónarhóli, líta til þeirra manna, sem tekizt hafa á hendur það ábyrgðarmikla hlutverk að stjórna íslenzkum atvinnurekstri og viðskiptum — vinnuveitendanna. Hér á árunum var heitið heild- eali heizta skammaryrðið á síð- um kommúnistablaðanna. Það var nokkurs konar samheiti yfir alla þá, sem störfuðu á einhverju Sviði viðskipta eða atvinnu- rekstrar, bættu hag fyrirtækja einna og juku umsviif. Nú sézt þetta orð naumast prentað né heyrist nefnt Ætli einhvern lærdóm megi af því draga, að kommúnistar telja ekki lengur ómaksins vert að at- yrða stórkaupmenn? Ætli ein- hver skýring sé á því, að fjendur frjálsræðisins gera nú orðið góð- Xátlegt grín að þeim mönnum mörgum, sem bjástra við einka- rekstur? — Oft er hægt að læra af kommúnistum. Þeir eru nask- ir að finna hvar andstaðan er ~tterk gegn fyrirætlunum þeirra og þangað er skeytunum beint. í leyniiáætlun kommúnista um ▼aldarán, áætluninni, sem þeir nefna: Leið íslands til sósíalisma, er langt mál um það, hve valda- takan sé hér miklu auðveldari en í nokkru siðmenntuðu landi öðru, þar sem meginhluti at- vinnurekstrarins sé undir beinni og óbeinni stjórn ríkis og bæja, en einkaframtakið sundrað og lít- ils megandi. Naumast þurfi ann- að en skipta um stjórnendur rík- isfyrirtækja og þá sé gatan greið- fær. Hafa þá atvinnurekendur brugðizt hlutverki sínu, einu mikilvægasta hlutverkinu í lýð- ræðisþj ót'félagi ? Þeirri spurn- ingu verður að reyna að svara. Sjálfir svara þeir henni svo, að þeim hafi um langt skeið verið gert ókleift að reka rismikil og heilbrigð fyrirtæki. Og þar með er það mál útrætt af þeirra hálfu margra. Sízt skal úr því dregið, að margháttaðar opinberar ráðstaf- anir hafa verið gerðar beinlínis í þeim tilgangi að hindra heil- brigðan einkarekstur, aðrar af misskilningi og skammsýni og enn aðrar vegna þess að einka- rekstrarmenn hafa látið undan síga og samið af sér. Út í þá sáima skal ekki farið, enda hef- ur það margsinnis verið gert hér í Vettvangnum- Hins vegar verð- ur nú vikið að því hvernig „af- sökun“ athafnamannanna horfir við í dag. □ Ólafur Thors, forsætisráðherra lét þess getið, þegar verið var að gera viðreisnarráðstafanirnar — ráðstafanir, sem ekki miðuðu sízt að því að leysa höft og f jötra og gefa framtaki einstaklineanna frjálsan tauminn — afP það mundi taka menn nokkurn tima að átta sig á, að þeir væru frjáls- ir, rétt eins og er með hesta, sem hoppað hafa lengi í hnappheld- unni, að þeir halda því áfram fyrst eftir að hún er tekin af þeim. Á tímum haftanna hoppuðu menn eðlilega ólánlega. En það gerði ekki svo mikið til, því að ekki var til þess ætlazt að þjóð- félagið spretti úr spori. Nú er þessi tími sem betur fer liðinn og kemur vonandi aldrei aftur. Hitt er því miður staðreynd, að of fáir þeirra, sem áttu að hafa forustuna um hraðfara atvinnu- upþbyggingu hafa áttað sig á því enn, að losað hefur verið um haftið og þess er skammt að bíða, að við búum við svipaðá stjórnarhætti frjálsræðis og ríkja í nágrannarikjunum, sem hrað- ast sækja fram, hvort sem þeim er stjórnað af frjálslyndum, í- haldsmönnum eða jafnaðarmönn- um. Rétt er það að vísu, að á sum- um sviðum viðskipta eru enn við lýði leifar fáránlegra verðlags- hafta, sem stórskaða Viðskipta- lífið og þar með þjóðarheildina. En sú staðreynd er ekki nægileg „afsökun“. í fyrsta lagi er þessu ekki þannig háttað nema á til- tölulega þröngum sviðum, nú orðið, og í öðru lagi segir það sig sjálft, að þessar eftirlegukindur haftanna munu hverfa inn- an skamms, ef á annað borð á að þróast hér vestrænt lýðræði. Að öllu leyti öðru er nú gjör- ólíkt um að litast því sem var á haftatímunum. Nú er unnt að flytja inn flestar vörur hvaðan sem er og hvenær sem er. Út er unnt að flytja vörur og fá greitt fyrir þær rétt verð. Skattalögum hefur verið breytt svo, að atvinnu rekstur annars staðar býr ekki við betri kosti. — En hvað er þá að? Réttlæta leifar verðlagseftir- lits, sem er að hverfa, barlóminn? Þótt fyrirkomulag þess sé öllum til bölvunar, leiðinda og tjóns, hlýtur svarið að verða: Nei- □ Nú kynnu menn að segja, að fé skorti til stórátaka. Lausn þess vanda er þó nærtæk, og að henni verður nánar vikið í síðari grein- um; en þessir pistlar eru einmitt ritaðir til að vekja athygli á því, að við hljótum að fara þá leið — eins og aðrir, okkur efnaðri — að safna sarnan fé víða að til stór- framkvæmda. En hugarfarsbreyt- ing þeirra, sem forustuna eiga að hafa, atorkumannanna, er und- irsböðuatriðið. Þess vegna er fyrst að þeim vikið. Því verður ekki neitað, að þessir menn hafa hér margt stór- vel gert, elia byggjum við ekki í frjálsu landi hagsældar. En þeir geta gert miklu betur og miklu meira. Yfirleitt hafa fyrirtækin verið byggð af vanefnum og oft hefur bemlínis verið að því keppt að hafa þau sem fyrir- ferðarminnst. Þetta byggðist á því, að hægara var að komast hjá skattráni, þegar menn iétu lítið á sér kræla. — En ekki fer þó hjá því, að mönnum detti í hug, að ástæðu.-nar hafi verið fleiri. Getur það verið að áróður „vinstri" manna um, að það sé svo skelfilega ljótt að hagnast, hafi haft þau áhrif að athafna- mennirnir hafi upphafið einn alls herjar feluleik? Eða var þeim það láandi? Þegar síldarkóngurinn færir silfraðar milljónirnar á land, er hann réttilega prísaður; varla að vísu vegna þess að hann auðgar sjálfan sig (fyrir því sér íslenzk öfund), heldur vegna þess að menn sjá í hendi sér, að hann hefur áuðgað landið og landsins börn. En þegar athafnamaður auðgast, vegna þess að hann rek- ur fyrirtæki sitt betur en aðrir, er honum legið á hálsi, þótt störf hans séu engu lítilvægari en afla- mannsins, báðir hafa auðgað og bætt ísland. Ef það er rétt, að ástæðan til þess að stórátökin hafi ekki verið gerð, sé meðfram .a.m.k) ótti við ósanngjarnt almenningsálit og misvitur stjórnarvöld, er sannar- lega tími til þess kominn, að at- hafnamennirnir sýni, að þeir ætli ekki að bregðast því hlutverki, sem þeim er skylt að gegna með reisn, úr því að þeir á annað borð völdu sér þetta hlutskipti í lífinu. f næstu grein, sem birtist á morgun, verður vikið að því, hvað unnt er að gera og hvað á | aö gera á næslunni. I Ey. Kon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.