Morgunblaðið - 14.03.1963, Síða 20

Morgunblaðið - 14.03.1963, Síða 20
20 M O RCJUHRLAÐl Ð Fimmtudagur 14. marz 1963 Uppi yfir skræpulita tennis- jakkanum hans ljómaði nú húfa með rauðum borða, sem kölluð var crickethúfa. Henni fannst húfa gera hann enn unglingslegri en hann átti að sér, en hún var svo vön að sjá skeggjaða ný- stúdenta í Camhridge með svona höfuðfat. Og svo var hann svo ósvífinn að segja, að hún væri hlægileg á myndinni! Hún hafði hitt hann í gærkvöldi í fyrsta sinn á ævinni og auðvitað veitt einkasyni sir. Daniels sérstaka eftirtekt, honum, sem átti ef allt væri með felldu, að erfa allar þessar margflóknu eignir hans, þegar þar að kæmi. En svo virt ist hann vera alveg klumsa -og hræddur bæði við hana og ung frú Jekyll, sem hafði gist þarna um nóttina. En hann var vin- gjarnlegur og hafði einhv^rja sak leysislega töfra í fari sínu. Hún viðurkenndi með sjálfri sér, að þessi umhyggja hans fyrir því, að myndin kæmi ekki fyrir al- mennings sjónir, stafaði af áhuga á velferð hennar. En þetta vildi hún ekki viðurkenna fyrir hon- um. Laurie mjakaði sér mjúklega að hlið hennar, með fullt af alla vega litum púðum undir höndun um, og lét. þess getið, að áin verðskuldaði nú tæplega svo göf ugt nafn. Það mundi hún sjálf komast að raun um. Hún væri ekki annað en lækur, skemmti- legur lækur, en það, sem sir. Daniel gengist aðallega upp við væri það, að hún rann í boga, næstum í hring, en þó ekki alveg og inni í þessum boga væri land areign hans. Þannig væri Dick- ons næstum eyja, en þó ekki al- veg og með því að róa eftir ánni mátti fara næstum tvær ALLTAF FJÖLGAR YOLKSWÁGEN V O R I Ð N Á L G A S T Eruff þér farin aff hugsa| til sumarferða? Er þaff þá ekki einmitt VOLKSWAGEN sem' leysir vandann? PANTIÐ TÍMANLEGAl VOLKSWAGEN er 5 manna bíll * VOLKSWAGEN kostar affeins kr. 121.525,00. VOLKSWAGEN er fjölskyldubíll VOLKSWAGEN er vandaffur og sígildur. VOLKSWAGEN er örugg fjárfesting. VOLKSWAGEN hentar vel íslenzkum vegum og veffráttu. VOLKSWAGEN er meff nýju hitunar- kerfi. VOLKSWAGEN er því eftirsóttasti bíllinn. VOLKSWAGEN ER EINMITT FRAMLEIDDUR FYRIR YÐUR HEILDVERZLUNIN HEKLA H F Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. mílur. Og, þér skiljið, sagði hann næstum barnalega, — að það er dálítið gaman að því, að þegar farið er aðra leiðina er allt, sem maður sér til vinstri eign manns og eins allt til hægri, þegar far ið er hina leiðina. — Já, svaraði hú, alvarlega, — það hlýtur að vera gaman. 8. Laurie var búinn að róa svo sem mílu vegar, og hvorugt þeirra sagði orð. Það var eins og öll orð væru óþörf. Sólin skein á malareyrarnar og hring iðurnar í grunnri ánni. Blóma- ilmur fyllti loftið. Skammt frá ánni stóð kofi garðyrkjumanns. Lítil stúlka, ber fætt, hafði vaðið eitt eða tvö fet frá bakkanum og stóð nú þarna einbeitt á svipinn og var að snúa lykli á litlum blikkbáti. Þegar því var lokið, setti hún bátinn varlega á vatnið, hliðarn ar á þessu dvergfari titruðu of- urlítið og báturinn rann í hring svo sem' tvö fet í þvermál, en stanzaði síðan. Hesba LeZison klappaði sam- an höndunum af gleði og kallaði: — Stanzaðu! Lofðu mér að gera þetta. Laurie varð hissa. Þetta var í fyrsta sinn, síðan hann sá hana fyrst, að hún hafði lótið raun- verulega gleði í ljós, og orsökin til þess fannst honum ennþá dul- arfyllri, vegna þess, hve óveruleg hún var. Hann stakk við stjakan um, ýtti stefninu, sem Hesba sat í upp að bakkanum og hljóp síð an til að hjálpa henni í land. En hún var engrar hjálpar þurfi. Hún stökk í land, glöð í bragði og áköf og þegar hún sneri að barninu, varð andlitið á henni fallegra en honum hafði nokk- urntíma þótt það áður. Nú var engin gretta á því. Dökku augun ljómuðu af gleði og jafnvel föla hörundið fékk á sig ofurlítinn roða, sem var sýnilega afleiðing af því, að nú var hún í góðu skapi. Laurie stóð þarna við hliðina á henni á bakkanum, og furð- aði sig á því, að svona smámun- ir gætu haft áhrif á konu, sem hann hafði jafnan hugsað sér svo alvörugefna „upprennandi konu“ konu sem var í þann veginn að geta sér orðstír á bókasviðinu, og Grace var jafnan reiðubúin að hrósa fyrir gáfur og hæfileika. En Hesba var alveg eins og heima hjá sér hjá krakkanum, og krakkinn hjá henni. Litla stúlkan hafði vætt pilsið hennar með blautum fingrunum, en með hinni hendinni hélt hún fram til sýnis bátnum, sem vatnið lak af. — Svona gerir maður það, út- skýrði hún, hreykin af kunn- áttu sinni, um leið og hún dró upp skrúfuna, en Hesba hló glað lega, og sagði: — Þú getur ekk ert kennt mér um svona hluti, kelli mín. Svo dró hún upp verk- ið í bátnum, setti hann á vatn- ið og horfði á ferð hans með gleðibrosi. 9. Og nú, er þau fóru upp í bát- inn aftur, lagðist hún endilöng á koddana og horfði upp í blóan himininn, eða upp í flækjuna af greinum og laufi, og var svo ró- leg, að Laurie hefði getað hald- ið að þetta mót við barnið hefði fyllt huga hennar friði og róandi hugsunum. Þessi aðkenning af brosi, sem hún hafði sýnt barn inu, var enn á andliti hennar, og Laurie var hreint ekki svo mjög — Bindiff yffar er skakkt. hræddur við hana lengur. — Tókstu eftir nafninu undir þessari mynd? spurði hún allt í einu og bætti svo við: — Það var Hugfes, Llanfairfechan. Hún var tekin fyrsta árið, sem ég átti heima þar. Eg seldi svona blikk báta eins og við sáum, í tuga- tali. Mér þótti vænt um þá. Við fórum þangað, við pabbi, frá Manchester. — En, ungfrú Lewison, ef þér hafið átt heima í Manchester til fimm ára aldurs, hljótið þér að hafa verið þar þegar myndin var tekin, og þá höfum við bæði átt heima þar samtímis. Þetta fannst honum þægileg tilhugsun. Þá átti hann eitthvað sameiginlegt með þessari einkennilegu stúlku, þess ari „upprennandi konu.“ — Við áttum heima i Cheet- ham Hill, sagði hún. — Þér hafið sjálfsagt getið yður þess til, út frá nafninu mínu, að ég er Gyð ingur. í raun og veru heiti ég fullu nafni Hepsibah Lewissohn, en mér fannst það bara ekki líta almennilega út í bókatitii. Eftir því sem hann reri áfram hægt og hægt, móti straumnum tókst honum að taka saman hina einföldu sögu hennar. Hann gat séð fyrir sér grannvaxna, litla, alskeggjaða manninn, sem hafði verið fáðir hennar; — Ho fram leiddi regnkápur í smáum stíl, sagði húfn.... svo litla húsið í Cheetham, á kafi í þessu þétt- setna borgarhverfi, sem var næst um ennþá andstyggilegra en sér að ákafa að lærdómsiðkun- um sínum. — Já, það er bókstaflega satt, sagði Hesba, — ég byrjaði að læra hebresku fimm ára gömuk Og hann var kennarinn minn. Þetta líf var þó ekki allskost- ar ánægjulaust. Dálítið áttu þau til, en ekki nóg. Þau leigðu sér því búð, sem þau höfðu opna á sumrin, þegar gestir voru á ferð inni, en lokuðu henni svo hrein lega í október. ajlltvarpið Fimmtudagur 14. marz. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 12.00 „Á frlvaktinni"; sjómanna- þáttur (Sigríður Hagalín). 14.40 „Við, sem heima sitjum" Sig- ríður Thorlacius). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla I frönsku og þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hustendurna (Margrét Gunnarsdóttir og Valborg Böðvarsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þing- fréttir. — 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Erindi: Um Calvin (Séra Magnús Runólfsson). 20.30 Tónl. í útvarpssal: Danski píanóleikarinn Victor Schiöl- er leikur. Levenshulme eftir því, sem hann 1 21.00 Raddir skálda: Smásaga eftir gat bezt munað þann stað. Gamli maðurinn — nei, hann hefði nú ekkd getað verið svo mjög gam all þegar Hesba var fimm ára — var ákafur trúmaður. Hann stund aði gyðingleg fræði af ákafa sagði hún, og var mikill vinur rabbísins, og allt hans líf virtist hafa verið bundið við verkstæði og samkunduhúsið. Hún hafði aldrei — bókstaflega aldrei — séð akur, þegar hún var fimm ára. En þá var það, að læknirinn sagði föður hennar, að hann yrði að flytja burt frá Manchester. ef hann vildi lífi halda. Hann var með lungnaberkla á háu stigi. Þau fluttust því til Llanfairfec han í Norður-Wales og þetta voru áhrifamikil viðbrigði í lífi henn- ar. Áður hafði hún aldred séð akur, en nú sá hún varla neitt, sem heitið gæti stræti. Hún átti heima í skugga fjallanna og úti við sjóinn. Þarna var ekkert sam kunduhús, engin vingjarnlegur rabbi, og gamli maðurinn sneri KALLI KUREKI * - * - Teiknari; Fred Harman — Hæfðu nú. hárið. Ég ætla að sneiða af honum — Hvað — Indíánar. — Skjótið ekki. — Ég er vinur. Gísla J. Ástþórsson, tvær sög- ur, ljóð og ævintýri eftir Ingi mar Erlend Sigurðsson. 21.45 Lög eftir Stephen Foster. 22.00 Fréttir og veðurfregnir . 22.10 Passíusálmar (28). 22.20 Kvöldsagan: „Svarta skýið* eftir Fred Hoyle; VIII. (Örn- ólfur Thorlacius). 22.40 Harmonikuþáttur (Reynir Jón asson). 23.10 Dagskrárlok. Föstudagur 15. marz 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum": Sig- urlaug Bjarnadóttir les skáld- söguna „Gesti" eftir Kristínu Sigfúsdóttir (6). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla 1 esper- anto og spænsku. 18.00 „Þeir gerðu garðinn frægan“s Guðmundur M. Þorláksson talar um Grím Thomsen. 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þing- fréttir. — 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Úr sögu siðabó^rinnar; I. er. indi: Erlend áhrif berast til fslarids (Séra Jónas Gíslason) 20.25 „Líf fyrir keisarann", ballett- músik eftir Glinka. 20.45 í ljóði: íslenzkar söguhetjur, — þáttur í umsjá Baldurz Pálmasonar. 21.10 Tónleikar: Tríó í E-dúr (K542) eftir Mozart. 21.30 Útvarpssagan: „íslenzkur að- all“ eftir Þórberg Þórðarsonj XIII. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (29). \ 22.20 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundssona). 22.50 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tóa- list. 23.25 Dagskrárlok .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.