Morgunblaðið - 14.03.1963, Page 22

Morgunblaðið - 14.03.1963, Page 22
22 / MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 14. marz 1963 ÞESSA mynd tók Sveinn Þor- móðsson í leik ÍR og FH á sunnudaginn. Myndin sýnir Birgi Björnsson brjótast í gegn um vörn ÍR, Matthías I*RÍR ieikir 8 liða úrslita í keppninni um Evrópubikarinn í knattspyrnu fóru fram í gær- kvöldi og tryggðu þeir portú- galska liðinu Benefica, hollenzka liðinu Feyenoord og Dundee, Skotlandi, rétt til undanúrslita- leikjanna. Benefica náði sér í þetta dýr- mæta stig í Prag gegn Dukla en Feyenoord krækti sér í sitt dýr- mæta stig á heimavelli í Rotter- dam. Dundee vann á heimavelli. 1 PRAG Benefica, sem tvívegis hefur unnið bikarinn og hefur hann nú, lék hreinan varnarleik móti Dukla í Prag. Fyrir rúmri viku unnu Portúgalir Tékkana í Lissa- bon með 2—1 og reyndu þeir nú að halda því forskoti og tókst það. Leiknum í Prag lauk með 0—0 og Benefica hefur mögu- leika á að vinna bikarinn þriðja sinn í röð. Tékkarnir „áttu“ mun meir í leiknum, en tókst ekki að kljúfa hina gallhörðu vörn Portúgal- anna. í ROTTERDAM Feyenoord hafði unnið franska liðið Rheims á heimavelli Frakk- anna fyrir skömmu með 1—0. Þeir voru því sigurstranglégri nú er liðin mættust í Rotterdam. Hollendingarnir tóku líka for- ystu í leiknum, höfðu 1—0 í hálfleik, en Frökkunum tókst að jafna fyrir leikslok 1—1. Hol- lendingar fara því í undanúrslit með samanlagðan markafjölda 2—1. f DUNDEE Skozka liðið Dundee tryggði sér í gærkvöld rétt til undanúr- slitanna í keppni um Evrópubik- aninn í knattspyrnu. Liðið mætti á heimavelli sínum belgíska lið- inu Anderlecht og vann 2—1. Belgarnir höfðu forystu í hálf- leik 1—0. f fyrri leik liðanna sem fram fór í Belgíu vann Dundee með 4—1 svo að samanlagður sigur Dundee er 6—2. Yfir 300 faka þátt í Holmenkollenmóti METÞÁTTTAKA verður í 66. HolmenkollenskíSamótinu sem hefst í dag. 300 skíðamenn og kon ur hafa komizt í keppni mótsins eftir undanrásir en einnig er mik il þátttaka erlendra manna og kemur skíðafólk frá Svíþjóð, ís- landi, Finnlandi, Sovétríkjunum, Tékkóslóvakíu, Póllandi, Sviss og Austurríki. Frá þessum löndum koma 170 menn og konur til keppni, eða meira en helmingur keppenda á mótinu. Búizt er við mjög harðri og skemmtilegri keppni í skíðagöng- unum, og meðal keppenda í alpa greinunum eru margir snjallir skíðamenn m.a. frá Mið-Evrópu- löndunum. Hápunktur mótsins verður þó nú sem fyrr stökkkeppnin í Holm enkollenbrautinni, sem nú hefur verið endurbyggð og moderniser- uð. Breytingin skapar möguleika á lengri og betri stökkum og er Síðari umferð köríumótsins í kvöld f KVÖLD hefst síðari umferð í meistaramótinu í körfuknatt- leik og verða þá leiknir tveir leikir, ÍS leikur gegn KFR og KR gegn Ármanni. Leik ÍS gegn KFR í fyrri umferðinni lauk með sigri KFR, 63:35, en leik KR gegn Ármanni, sem leikinn var sl. laugardag laug með sigri Ár menninga 61:41. Verður nú fróðlegt að sjá hvort sama sag an endurtekur sig, eða leik- menn hafi einhverja reynslu dregið af fyrri samskiptum við andstæðinga sína. ÍLeikirnir fara fram að Há- logalandi og hefjast kl. 8:15. Stiguhæstir f FYRRI umferð körfuknattleiks ins • skoruðu þessir einstakldngar flest -stig: Guttormur Ólafsson, KR .. 64 Guðm. Þorsteinsson, ÍR .... 62 Þorsteinn Hallgrímsson, ÍR . 59 Einar Matthíasson, KFR .... 55 Ólafur Thorlacius, KFR .... 54 Davíð Helgason, Á ......... 53 Hörður Bergsteinsson, KFR . 50 Agnar Friðriksson, ÍS..... 49 Einar Bollason, KR ........ 48 Hörður Kristinsson, Á..... 42 ★ Alþjóðaþing íshokkíleik- manna ákvað í dag að næsta heimsmeistaramót skyldi fram fara í Finnlandi 1965. Er ráð- gert að leikirnir fari fram í Helsingfors og Tammerfors. Finnar vonast til að fyrir 1965 hafi þeir fengið innan- hússskautahöll, en slíkt er þó ekki skilyrði fyrir heims- meistaramótinu. —★— ★ Úrvalslið józkra knatt- spyrnumanna fer í keppnis- ferð til Noregs í sumar, frá 28. júní til 4. júlí. nú stökkbrautin aftur í röð beztu stökkbrauta heims. -- XXX --- Fyrsta keppni mótsins er I dag, 15 km ganga, en jafnframt verð- ur keppni í stórsvigi og stökki norrænnar tvíkeppni. Á föstudag verður svigkeppnin í Rödkleiva. Á laugardag er ganga kvenna, tvíkeppnisgangan og 50 km ganga. Á sunnudag er stökkkeppnin og búizt við yfir 90 m stökkum og verðlaunaúthlut un við ráðhús Oslóar um kvöldið. Asgeirsson fellur fyrir Birgi en á horfa Gunnlaugur og Stefán. En sérstæðast við myndina er að Sveinn tekur hana á þeim þúsundasta parti úr sekúndu sem „flash-ljós“ ann ars ljósmyndara setur töfra- birtu á leiksvæðið og menn- ina. Slíkt er einstök hending en gefur myndinni skemmti- legan svip. „Gamalmennahátíö" Ármanns í Jósefsdal XJM næstu helgi halda Ármenn- ingar skiðahátíð í Jósepsdal. — Haldið verður sérstætt skíðamót í Bláfjöllum, og í skíðaskála Ár- manns verður fjölbreytt skemmti dagskrá á laugardagskvöldið og þorramatur á boðstólum. Skiða- færi er nú ágætt þar efra. Hér er um að ræða hina ár- legu „gamalmennahátíð", sem skiðadeild Ármanns gengst fyrir. Mætast þar bæði yngri félagar og einnig eldri Ármenningar við góða skemmtun og ánægjulegar skíðaiðkanir. Hátíðin hefst kl. 8 á laugar- dagskvöldið með því að snæddur verður þorramatur í skíðaskála Ármanns. Síðan verður þar fjöl- breytt skemmtidagskrá, söngur og dans um kvöldið. Ferðir frá Reykjavík verða frá BSR kl. 2 og kl. 6 síðdegis á laugardag. Ferðir verða frá skíðaskálanum í Jósepsdal seint á laugardagskvöld fyrir þá sem vilja fara í bæinn að lokinni kvöldskemmtun. Skíðákeppni Á sunnudagsmorgun verða ferðir frá Reykjavík (BSR) kL 9 og kl. 10. Á sunnudag verður svo haldið innanfélagsmót Armanns í Blá« fjöllum. Keppt verður í yngri og eldri flokkum. M.a. verður sér- stök „öldungakeppni" fyrir þá sem eru 40 ára og eldri. Skíðafæri er ágætt í Bláfjöll- um. í skíðaskála Ármanns hafa undanfarið dvalizt nemendur úr framhaldsskólunum í Reykjavík og hefur hver skóli haft viku til umráða. Þarna eru skíðabrekkur við allra hæfi, og tilvalið fyrir borgarbúa að skreppa til fjalla um helgina og njóta góðs skíða færis og útilífs. Reynt verður að koma fyrir skíðalyftu í Bláfjöll« um um helgina. Vegur er góður upp í Jóseps- dal og fær flestum bílum alla leið. Ármenningar, eldri sem yngri. eru hvattir til að hittast í Jóseps- dal um helgina, og ekki er að efa að borgarbúar nota tækifær- ið til að komast í góðan snjó. Mynd þessi var tekin í Bláfjöllum sl. þriðjudag af Árna Kjart- anssyni, og sýnir hún vel hið ágæta skiðafæri. -vlJl/tOW- SKYRTUR heimsfrœg gœðavara at ýmsum tegundum og gerðum • Ermalengd við allra hæfi. • FulJkomið snið. • Nákvæmt mál. • Úrvals efni og vinna. Umboð: ÞÓRDUR SVEINSSON & CO. H.F. MTTAFRÍTIIR MORGUllARSIRS Benefica eygir bikarinn í 3. sinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.