Morgunblaðið - 11.04.1963, Qupperneq 2
2
MORGUNBL4 ÐIÐ
Fimmtudagur 11. apríl 1963
Cramond - hin forna rómverska
höfn skammt utan við Edinborg
FJÖLMARGIR íslendingar
leggja leið sína til Skotlands á
ári hverju. Stór hluti þeirra fer
til Edinborgar — hinnar fögru
og söguríku.
Ég býst við, að fæstir viti, að
með því að taka strætisvagn
númer 41 (Barnton route) frá
Waverley Bridge við Princes
Street, geti þeir farið til eins
fegursta og kyrrlátasta staðar
sem hægt er að hugsa sér, til
Cramond, lítils þorps, sem er að-
eins í rúmlega 6 kílómetra fjar-
lægð frá vestari hluta Princes
Street.
Cramond er við ósa Almond-
árinnar, þar sem hún rennur út
í Forth-fjörðinn. 1 dag er Cra-
mond mesti rólegheita staður,
en því var á annan hátt varið
áður fyrr. Þá hét þorpið Portus
Truculentus eða „Grimmdar-
höfn“ og var fyrsta höfn Róm-
verja í Skotlandi.
Þegar stigið er út úr Edin-
borgarvagninum á áfangastað er
maður í rauninni kominn út í
sveit. Eftir nokkurra mínútna
gang er komið á hina einu sönnu
þorpsgötu í Cramond. Beggja
vegna þessarar litlu götu eru
hvítkölkuð hús og engum getur
dulizt, að þau hafi þögul horft á
kynslóðir koma og fara, þau eru
fornfáleg, jafnvel 1 Skotlandi.
Þorpsgatan, kyprlát og heill-
andi, skartar fáu, sem hinn
flauslurssami ferðamaður hefur
ánægju af. Aðdráttarafl Cra-
mond er andrúmsloft aldanna,
sem skópu staðinn, og náttúru-
fegurð hans.
Sérhverjum ferðamanni sem
þarna kemur mundi ég ráðleggja
að halda til Cramond Inn, sem
hefur kætt og hresst margan
manninn með mat og drykk í
meira en þrjár aldir.
Kráin er hin vistlegasta, þrátt
fyrir aldurinn. Þegar sezt er í
gamlar bjórtunnur, sem hafa
verið útbúnar sem stólar, getur
gesturinn sannreynt þá fullyrð-
ingu, að þarna séu framreiddir
heimsins beztu fiskréttir, auk
skozkra kjötrétta, og að vín-
kjallarinn fullnægi kröfum
hinna vandlátustu.
Ég var þarna á terð að haust-
lagi í dásamlegu veðri ásamt
tveim félögum mb.uin, Kristni
Jóhannssyni, listraálara, og
Gylfa Ásmundssym, sálfræði-
stúdent.
Sem góðum íslendingum sæm-
ir létum við okkur nægja að
panta Carlsberg til að hafa með
'skozkum samlokum. Þama sát-
um við um stund, nutum þess-
arar öldnu kráar og bjórsins, en
gengum svo niður að ósum Ai-
mond-árinnar, þar sem róm-
verskar galeiður lágu við akkeri
áður fyrr.
Á ánni er fjöldi lystibáta af
ýmsum gerðum, enda er þarna
aðsetur siglingaklúbbsins, The
Almond Yacht Club. Áin er ekki
stór og rennur lygn út í Forth-
fjörðinn. Umhverfið er mjög
fagurt og bakkarnir vaxnir
skógi.
Við félagarnir gengum upp
með ánni, því ofar með henni
er að finna rústir frá þeim tím-
um, sem Cramond var rómversk
her- og flotastöð.
Cramond var ein af fyrstu
bækistöðvum Rómverja í Skot-
landi og örugglega fyrsta höfn
þeirra svo norðarlega. Þegar
rómverski hershöfðinginn Agri-
cola, sem stjórnaði hernum í
Breflandi um 83 e. Kr., var far-
inn að óttast sífelldar árásir ætt-
flokkanna, sem bjuggu í norður-
hluta landsins, inn í norðurhéruð
Það var samt ekki fyrr en á
dögum Lollius Urbicus, lands-
stjóra í Bretlandi um 140 e. Kr.,
sem Cramond verður mikilvæg
her- og flotastöð. Frá þeim tíma,
og næstu 40 árin, hafa fundizt
ýmsir munir, svo og áletranir á
rústum altara, sem grafin hafa
verið upp.
Árið 180 réðust ættbálkarnir í
norðurhluta landsins af miklum
ofsa í gegnum rómverska múr-
inn á milli Forthfjarðar og Clyde.
Álitið er, að þá hafi Cramond
verið bókstaflega jafnað við
jörðu og setuliðið brytjað niður.
Severus keisari endurreisti
Cramond sem flotastöð, þegar
hann kom norður til að friða
uppreisnarhéruðin árið 208. Sú
herferð er talin hafa kostað líf
50 þúsund rómverskra her-
manna og varð síðasta alvarlega
tilraunin, sem Rómverjar gerðu
til að berja niður hina herskáu
íbúa norðurhéraðanna.
Nokkru ofan við ósa Almond-
árinnar er hægt að komast yfir
hana á ferju, sem gamall karl
sér um. Hann heimtar ferjutoll
af hverjum manni, sem hann
fer með yfir ána. Tollurinn er
lágur, svo brúnin lyftist heldur
en ekki á karli, þegar við borg-
uðum honum það ríflega, að
hann gat brugðið sér í bjórstof-
una um kvöldið.
Á vestari bakka Almond-ár-
innar tekur við hinn fagri Dal-
meny-skógur, landareign Ros-
berys lávarðar. Með ströndinni
er gengið í gegnum skóginn að
Forth-brúnni. Skammt frá ferju-
staðnum er Amarsteinninn
(Eagle Rock), sem enn má
greina á útskorna mynd af erni
með þanda vængi. Telja sér-
fræðingar, að ekki sé vafi á að
handbragðið sé rómverskt.
Drjúgur spölur er í gegnum
•skóginn að brúnni, sem eitt sinn
var talin með furðuverkum ver-
þess landsvæðis sem nú er kall-
að England, sendi hann flota til
Forth-fjarðar til að kanna
ströndina. Hann fór síðar með
her manns norður og tókst að
koma þar á friði um tíma.
Agricola lét byggja litla höfn
í Cramond til að tryggja sam-
göngur sínar á sjó. Það er talið
fullvíst, að fyrsta sjóferðin um-
hverfis Bretland hafi verið gerð
frá Cramond samkvæmt fyrir-
mælum Agricola. Það er ekki
svo lítil skrautfjöður í höttum
hinna stoltu meðlima Almond-
siglingaklúbbsins.
Ekki er nákvæmlega vitað
hvenær Cramond hætti að vera
aðseturstaður rómversku her-
sveitanna, en talið er líklegt að
það hafi verið um eða eftir
miðja þriðju öldina.
Eins og ég minntist á hér að
framan hafa fjölmargar minjar
frá tímum Rómverja fundizt í
Cramond, peningar, leirmunir,
ölturu og böð, auk minja um
höfnina.
Það var einmitt við eitt altar-
ið í skóginum á bakka Almond-
árinnar, sem við félagarnir stóð-
um þennan fagra haustdag.
Innan um þessar 17—18 alda
gömlu steinveggi skynjuðum við
mátt hins forna Rómaveldis og
eril hins horfna tíma, rómverska
hermenn með fjaðurskrýdda
hjálma og í rauðum skikkjum,
skeggjaða gallverska og þýzka
málaliða, tungulipra kaupmenn,-
sjómenn og þræla, skríkjandi
brezkar hispursmeyjar og jafn-
vel tígulegar rómverskar hefð-
arfrúr, klæddar silki og með
uppsett hár.
Áhrif þessarar stundar í skóg-
inum urðu enn meiri, þegar allt
í einu svifu lágt yfir höfðum
okkar drifhvítar og glæsilegar
Delta-þotur hins konunglega
brezka flughers í aðflugi til
stöðva sinna utan við Glasgow.
Hið forna og nýja ljóslifandi í
sömu andrá.
Það var með söknuði, sem við
yfirgáfum þennan fagra og kyrr-
láta stað, en við höfðum hugsað
okkur að ganga frá Cramond að
TTnrtVi inní
aldar. Gengið er eftir troðnum
stíg. Öðru hverju verður vart
við skógardýr, stundum má sjá
út á Forth-fjörðinn, þar sem grá-
máluð herskip hennar hátignar
sigla inn eða út. Á firðinum
hefur/b» ezki flotinn haft stöðv-
ar í aldaraðir.
Þegar gengið hefur verið góða
stund í skóginum opnast stórt
autt svæði. Þar stendur Dal-
meny-höllin, töluvert fyrir bfan
skógarstíginn. Hún er gömul, en
fögur og tignarleg til að sjá.
Þarna hefur Rosebery-ættin
setið um aldir, en áður fyrr var
Dalmeny-höll eign Englands-
konungs, eða þar til hann gaf
hana hestasveini einum.
Eftir því sem mér var sögð
sagan á sínum tíma, var Karl 1.
Englandskonungur á flótta und-
an hersveitum Cromwells.
Reyndi hann að komast til Dal-
meny-hallar, sem hann átti í
Skotlandi.
Þegar konungur nálgaðist höll-
ina var hann svo aðframkominn
af þreytu og sárum sínum, að
hann féll af baki í skóginum og
lá bjargarlaus þar sem hann var
kominn.
Sagan hermir, að einn af
hestasveinum Dalmeny-hallar
hafi fundið konung í skóginum.
Hann hljóp til hallarinnar, sótti
skál, fyllti hana vatni og hrað-
aði sér aftur til konungs.
Hestasveinninn þvoði sár
hans og svalaði þorsta hans.
Konungur var sveininum svo
þakklátur, að hann gaf honum
Dalmeny-höll og gerði hann að
aðalsmanni fyrir vatnssopann og
hollustu við sig.
Frá þeim tíma hefur það ætíð
verið siður, þegar nýr húsbóndi
hefur tekið við Dalmeny-landar-
eigninni, að hann hefur gengið
fyrir Englandskonung, kropið á
kné og rétt konungi skál fyllta
vatni. Þegar konungur hefur
sopið á, hefur erfingi Dalmeny
og titilsins öðlast hina fögru
eign á sama hátt og hestasveinn-
inn forðum.
Já, það er margt skemmtilegt
að sjá í hinum fagra Dalmeny-
skógi. Við félagarnir héldum á-
fram ferðinni, nutum veðurblíð-
unnar og haustfegurðar um-
hverfisins.
Frá höfða nokkrum innarlega
með Forth-firði blasti allt í einu
við okkur hin risavaxna, fræga
brú yfir fjörðinn.
Stærð mannvirkisins hefur
mikil áhrif á þann sem sér það.
Mér þótti meira koma til Forth-
brúarinnar heldur en Golden
Gate og Bay Bridge í San
Fransisco, sem eru miklu lengri
og ég sá nokkrum árum síðar en
Forth-brúna.
Það er fyrst og fremst „yfir-
bygging" brúarinnar, sem gerir
hana svo tilkomumikla. Stærðin
er slík, að manni finnst með ó-
líkindum, að sprengiflugvélum
Þjóðverja skyldi ekki takast
að hæfa brúna, þrátt fyrir marg-
ítrekaðar árásir í heimsstyrjöld-
inni síðari.
Brúin er notuð fyrir járn-
brautarlestir, en bílar eru flutt-
ir með stórum ferjum frá
Queensferry yfir fjörðinn.
Nú vorum við félagarnir komn
ir á leiðarenda. Við gengum íil
Queensferry, þar sem við ætluð-
um að taka strætisvagn til Edin-
borgar.
Við þurftum að bíða góða
stund eftir vagninum og henni
var ekki betur varið en að fara
inn á næsta pub (bjórstofu), fá
sér Carlsberg og virða fyrir
sér Andy Cappa bæjarins.
Það var komið langt fram á
kvöld, þegar við komum til
borgarinnar aftur, þreyttir, en
hæstánægðir __ eftir ómetanlegan
dag.
Björn Jóhannsson.
Páska
blaðið
I ÞETTA blað skrifa
blaðamenn Mbl. um staði,
innanlands og utan, sem
þeim þykir einhverra
hluta vegna merkilegir
eða eru þeim minnis-
stæðir.
Forsíðuteikningu og
teikningar, sem fylgja
greinum, gerði Atli Már, (
en Jóhann Bernhard gerði
myndir af greinarhöfund-
uin. —