Morgunblaðið - 11.04.1963, Side 3

Morgunblaðið - 11.04.1963, Side 3
Fimmtudagur 11. apríl 1963 3 i MORCVNBL4Ð1Ð BlATT haf, baðströnd og andi sólskin hefur alltaf s^rstakt aðdráttarafl fyrir okkur íslend- inga, hegar við leggium land Uiidir fót í sumarlevfinn 'betta er víðar að finna en á Mallorca eða Kanarfevjum. sem nú eru mest í tWcu eða á fr»«m op d->'ru hað«tö^"num á Miðiarðar- b?>f'"JtrÖT1d Frr1'-U1í>r',S. megin við reiðotígvéhð — Itaifu — eru en»u Hður h°illandi bað- strandir. oa bar. pftir endíiap«»ri Dalmatíuströnd Jú°óslavíu. eru bessi skemmti1ef’u horr) og bmi" bar sem k°m"r hæti1°,a’a miki* ?' fe>rð°fA11-i til að pi'ðveH er að ff inni á ármtum bnt°lum, en pt-ki svo rnnrtrt að b°ð snrenr1 vnr> verð eða setii svin s;nn á b'4T1 s°rVenni1eera i'mhver'ti. TJornbard Efamti pbqw sVrif- aði^ e'"hvern t.fmo: Enalendina- ar. fr ar. A merívumenn o? Surr.nr1exrfi"»"1k f"á fi'ium m°nninaar1nndum (betta t°k ée auðvitað til m;n). baTdið í mifi’ónatrH til Jú"ós1nvíu. Þar verður farið með ykkur sem kðnunga. St.iórnin sér ykkur fyr- ir afbragðs veðurfari og fesrursta lendslagi af hvaða teeund sem er. ykkur algerlega að kostnaðar- leusu. Fólkið er eins og bið hald- ið að bið séuð en eruð ekki. Það er gestrisið, skapgott og mjög fallegt. Sérhver bær er fögur mvnd og hver stúlka kvikmynda stiarna. Komið fliótt áður en það sér við okkur! Þetta er of gott til að endast. Þegar ég las þessi ummæli fyrir nokkrum árum, ákvað ég að halda á þennan yndæla stað. Og það er vissulega dásamlegt að sigla á bláu Miðiarðarhafinu austur með Dalmatiuströndinni. Hver eyjan á fætur annarri kem- ur út úr hitamóðunni og smá- hverfur aftur, svo að síðustu er maður ekki viss um hvort þetta var í rauninni land eða bara skýjabakki. Á aðra hönd gnæfa Dínaralparnir á ströndinni, hvít- ir með dökkum flekkjum, eins og það sé snjór í þeim í brenn- heitu sólskininu. En það er ein- mitt sólskinið, sem hefur fram- kallað þessa liti, með því að þurrka jarðveginn og skilja klappirnar eftir berar og hvítar. Bergtegundin í fjöllunum er svo gijúp, að það litla vatn sem skell- ur á klöppunum hripar viðstöðu- laust niður í gégn og safnast í neðanjarðarlæki, sem svo kann- ski spretta allt í einu út úr berginu í miðjum hlíðum. Þann- ig hefur vatnið víða grafið feg- urstu kalksteinshella í fjöllin. En jarðvegurinn er dýrmætur í þessu fjallalandi og lífsskilyrði bóndans erfið. 1 aldaraðir hafa bændurnir því hlaðið upp grjót- ga.:ða kringum moldarblettina, svo að þessi fágæti jarðvegur skolist ekki burt og á stöllunum rækta þeir vínvið, olífutré, ferskjutré, sítrónutré og appel- sínutré. Og víða gnæfa pálma- og kastaníutré við himin. \Ef ég fæ aftur tækifæri til að koma til Júgóslavíu, og það er ég reyndar ákveðin í að gerá, þá veit ég hvernig ég mundi eyða tímanum. Ég mundi setjast að á einhverri þessara þúsund eyja utan við strönplina og leigja mér þar lítið hús. Það kostar svo sem ekki neitt, enda ekki raf- magn og lítið um vatn. Ég mundi liggja á ströndinni og synda í sjónum og lifa á fiski frá fiski- mönnunum sem róa á kvöldin með sterk ljósker í stafni til að draga að fiskana, og vatnsskort- inn má bæta upp með rauðvíni, sem bændurnir selja í émum fyrir minna en vatnsbáturinn vatnið. Hvort rauðvín er gott til að þvo sér úr veit ég ekki, en það yrði varla mikið vandamál. Árið 1957, þegar ég kom þarna í fyrsta sinn, hafði ég ekki vit á að lifa þannig. Ég steig af skipinu í bænum Split. af þeirri einföldu ástæðu að hann er á miðri ströndinni. Bærinn er annálaður fyrir feg- urð og ibúarnir elska bæinn sinn. Á kvöldin þegar ungu pörin ganga út með ströndinni { tungl- skininu eða ríflega þúsund tröoo- ur upo á Marjanhæðina 0» sitja á bekkjum undir pálmatríánum. svngia elskhugarnir kannski sönginn sem bvrjar svona: ..Hvað er London í samanburði við Split? Ekki nokkur hlutur!“ inn- an um aðra angurværa ástar- söngva. Annars mínnti Solit mig af vmsum ástæðum á Akrabes. b° bærinn sé á s+ærð við Reykia- vík. Það er fiskveiðibær með áeætri höfn. bar er m. a. sem- entsverksmiðia og baðan er eitt- hvert sterkasta kuattsovrnu'lið .Tu'tAdqvíu. sovv) eftir ann- að hefur orðið Júgóslavíumeist- ari og jafnvel unnið millilanda- keppnir. Af þessu eru Splitbúar að sjálfsögðu stoltir, og eiga ein- hvern tíma í sigurvímu að hafa sett upp skilti, sem á stóð: „Split á bezta knattspyrnulið í heimi og nágrenni hans“. Þeir sem hafa gamán af að skoða gamlar minjar, finna næg viðfangsefni í Split, því allar þær þjóðir sem börðust um land svæði eða áhrif í þessum hluta Evrópu komu þar við og skildu eftir sig menjar, allt frá því Grikkir fóru að koma sér upp nýlendum á ströndunum krinlg- um Miðjarðarhaf og settust þar að á 1. öld f. Kr. Rómverjar komu þar við sögu, einnig býzönsku keisararnir, Slavar, Ungverjar, Feneyingar, Austur- ríkismenn og meira að segja Napoleon. Upphafið að Split, að því er nú verður bezt séð, er höll, sem Diokjetianus Rómverja- keisar| lét reisa árið 305, þegar hann var seztur í heligan stein, en hann á að hafa verið frá Salona þarna skammt frá. Þetta var engin smáhöll. Hún tekur yfir meira en þriggja ferkm. svæði eða meiri hlutann af allri miðborginni. Gömlu hliðin, horn- turnarnir úr hallarveggnum og brot úr henni sjálfri standa í bröngum húsasundum. T. d. er hluti af baðherbergi Diokletian- usar sjálfs í oorti bak við gamalt hús og gólfið í nýtízku snyrti- vöruverzlun nokkurri er frá þvi skörnmu eftir Krists burð. Fornlei fafræðinpar frá öllum löndum heims hafa lengi haft áhuga á bessum fövru fornminj- um og loks lauk franskur forn- levfpfræðingur við að ?era líkan af höllinni. Hún hefur verið bvoeð eins o2 rómv*rskur hall- argarður með herbúðum í norð- urhlutanum. forgarði og trúar- legum byffsdnvum um míðbikið og íverustað koonncrs svðst og út að sjónum. Sú hlið hallar- innar var fagurlega skreytt. enda Hnrfti varnarvef'vurjnn ekki að vera svo rammbyggilegur þar. Ekkert var sparað við hallar- bygginguna. Þrælar og verkh- menn voru fluttir frá fjarlægum löndum pg safnað úr nágrenninu. byggingármeistarar komu frá Grikklandi. sphinxar og granít- súlur frá Egyptalandi o.s.frv. Upphafleiga bjuggu allir íbúar Split innan þessarar rammlegu víggirðingar, en þegar borgin stækkaði og henni óx fiskur um hrygg,' fóru að safnast utan við borgarmúrana timbur- og stein- hús. En samt þurftu íbúarnir að geta flúið í skjól, ef hættu bar að höndum. Húsin í miðborginni standa því svo þétt og göturnar eru svo mjóar og óreiglulegar, að ekki er hægt að aka um þær. Samt eru þær tandurhreinar, því á næturnar eru hinar steinlögðu götur stærri bæija Júgóslavíu spúlaðar, bæði til að hreinsa þær og kæla. í fyrstu hélt ég að komin væri hellirigninig á næturnar, þegar ég vaknaði við vatnsniðinn. Út frá gömlu borg- inni teygja sig nú í allar átíir ný hverfi með nýtízku sambygg- ingum, en húsnæðisvandræði eru svo mikil að oftast búa margar fjölskyldur í einni íbúð. Split er semsagt frá fornu fari menningarborg og rik af alls kyns söfnum. Þar er fornminja- safn, byggðasafn. listasafn, nátt- úrugripasafn o. fl., að óglevmdu safni myndhöggvarans fræga, Mestrovics, sem flúði frá Júgó- slavíu undan Þjóðverjum á stríðs árunum og er nýlátinn i Banda- ríkjunum, að mig minnir. En hann var frá Split, þar sem hann skildi eftir hús sitt fullt af höggmyndum og hefur sent tréskurð að vestan í litla, fagra kanellu. Ég undi mér semsaigt hið bezta í Split og fannst ég hafa lent á góðum stað. Af þvi sem áður hefur verið sagt, sést að í Split ber fyrir augu ferðamannsins skemmtileat sambland af gömlu Oy nýiu. Þar standa nýju húsin við hliðina á fornum höllum. bæíarbúar klæddir á evrúoska ýísu spóka sig á götunum og á morgnana koma sveitakon- urnar gangandi langt að með af- urðir sínar á höfðinu til að selja þær á markaðnum. Þar standa þær svartklæddar og þolinmóð- ar við markaðsborðin með eggin sín, ostana sína, mjólkurbrúsana, vinámurnar, grænmetið og ávextina, þangað til allt er selt. Þá halda þær fótgangandi heim. Þegar fer að rökkva og svalan andblæ leggur frá sjónum, streymir unga fólkið út á göt- urnar og spásserar fram og aft- ur. Söngur á sýnilega mikil ítök í Júgóslövum. Á ströndinni, á götunni og hvar sem fólk kemur saman, draga nokkrir sig saman í hóp krin'gum gítarleikara og syngja söngva frá hinum ýmsu héruðum. Söngvarnir frá austari héruðunum, og reyndar allir söngvarnir, eru með áberandi austUrlenzkum blæ. En maður verður að hafa heppnina með sér til að fá að sjá hina fjörugu og margvíslegu þjóðdansa, því þeir eru nú orðið mesl dansaðir við hátíðleg tækifæri, eins og brúð- kaup, trúarhátíðir, byrjun ver- tíðar eða á sérstökum mörkuð- um. Og til að fá að sjá og njóta biuna f’ölbreyttu 02 skrautle^U hióðbúnínea oe þ'úAúanga gern þessi þióðabrot hafa skapað. uudirokuð o<? undir áhrifum frá ’ðkfrninum Ti1úðiim, verður mað- nr helzt að hafa tækifæri til •’ð aka eftir mjóum stígum únn í litlu bornin i fiöllunum eða sigla út í eyjarnar. Oa min aamla vinkona ,. maddama heppni“ brást mér ekki hvað það snerti fremur en endranær á ferðalögum. Ég var á ferðinni í júnímán- uði, en þá er sjórinn orðinn heit- ur og notalegur til að baða sig. Á ströndinni vildi mér það lán til að brezk opinber sendinefnd fór að velta því fyrir sér hvort þessi stúlkukind, sem lá þarna í sandinum og las leikrit eftir Shaw. hlyti ekki að vera landi. í hópnum var enskur hátt settur embættismaður með ritara sinn og eiginkonu þess síðarnefnda. Stóð eitthvað á að hægt væri að undirrita samninga, sem verið var að gera í Belgrad og hafði Júgóslayíustjórn boðið nefndinni í ferðalag til að kynnast landinu á meðan. Með Englendingunum var svo formaður júgóslavnesku sendinefndarinnar, þ e k k t u r skæruliðsforingi frá stríðsárun- um. Þessari sendinefnd var lagð- ur til bill með bílstjóra, hrað- bátur til að fara út í eyjarnar og hún sótt í einkaflugvél. Ég naut svo góðs af og var loks smyglað með flugvélinni til Belgrad, sem ég hefði annars ekki haft efni á að heimsækja í þessari ferð. Og vel fræddist ég um málefni Júgóslavíu af spurningunum sem Bretinn lét stöðugt dynja á Júgóslavanum um margvíslegustu efni, sem mér hefðu aldrei dottið í hug. Já, heppin var ég að taka enskt leikrit sem lestrar- efni þennan dag en hvorki franska tízkublaðið né Brekku- kotsannálinn hans Kiljans á ís- lenzku, sepi var mitt lestrarefni um þessar mundir. Það hefði vafalaust ekki dugað mér eins vel. Án þess hefði ég ekki fengið að njóta þess að sigla út í eyjuna Solta, og vera boðin í mat á sumardvalarhæli fyrir blinda. Við fórum svo í sjóinn með blinda fólkinu. Ég brá mér bak við bát til að fara í sundbolinn ög síðar aftur í fötin. En þegar við komum í land varð ég þess vör að gullúrið mitt var týnt. Mér var sagt að ekkert annað væri hægt að gera en að hringja út í eyjuna og biðja um að ef úrið skyldi finnast, þá yrði það sent í land næst þegar vatns- bátur færi út í eyjuna. Mér datt ekki í hug annað en úrið væri horfið fyrir fullt og allt. Ég var líka komin til Belgrad, þeg- ar ég fékk sendingu. Þar var úr- ið komið og sú skýring með að blinda fólkið hefði allt farið nið- ur á ströndina og þreifað sand- inn, þangað til úrið fannst við bátinn. Þetta hrærði mitt hjarta. Eða var kannski einhver ekki eins blindur og hann leit út fyrir að vera? Ekki er síður skemmtilegt að aka út í sérkennilégu fallegu sveitaþorpin. Á vegunum mætir ferðamaðurinn kannski bónda, sem situr þolinmóður á asnanum sínum meðan bíllinn þýtur fram hjá eða sveitakonu með svo stór- an hrísbagga á höfðinu að varla sér í hana eða jafnvel æki með Frh. á bls. 7

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.