Morgunblaðið - 11.04.1963, Side 5

Morgunblaðið - 11.04.1963, Side 5
Fimmtudagur 11. apríl 1963 M O R C l”\ r> T. 4 fí I b 5 sem á hverjum punkti fjallshlíð- arinnar er við klifum. Við höfð- ■um aftur sigrað öræfajökul — áð mestu. Við blasti stór slétta og upp úr henni risu ótal smá- tindar. Einn þeirra er Hvanna- dalshnjúkur, hæsti tindur Is- lands. Við stefndum á þann tind- inn, sem okkur sýndist hæstur og klifurn hann eftir skemmti- 'legar, en^allerfiðar raunir, þar sem grípa varð til brodda og feanda til að komast yfir sprung- ar og torfærur — og loks unnum við hinn sæla sigur. Settumst á Ihæsta tindinn. Við sáum óend- anlega víða og þeir reyndu í 'hópnum þekktu mörg fjöll í óra- fjarlægð, þar sem þeir höfðu notið samskonar sigurtilfinning- ar á fyrri ferðalögum sínum og Við nutum nú. Við sátum í ríki jökuls og vetrar efst á öræfajökli. Sólin var horfin niður fyrir sléttu- brúnina, en baðaði himin og fjar- læg fjöll. Frostið tók alveldi. Blaútir sokkar af sólbráðnum snjó fyrr um daginn, sögðu nú fil sín. Við héldum fljótt af stað yfir sléttuna að brúninni. Þá skaut að okkur þeirri tilhugsun, að kannski hefðum við ekki ver- ið uppi á Hvannadalshnjúk. Það væri ef til vill næsti tindur við á sléttunni. Við gátum ekki sann færzt um þetta atriði og vera má að til sé tindur 5—15 metr- um hærri á íslandi, en sá er við sigruðum þennan dag. En slíkt er ekki víst og við lifum í þeirri frú — eða von — að við höfum sigrað þann rétta. Og sigur unn- ■um við — sigur sem við nutum ríkulega og sem vi ðeru bundnar fagrar minningar um að ísl. ör- eefi eiga töfra, sem aldrei gleym- ast, að fjallganga er ekki til- gangslaus leit að erfiði og sóun tíma. Hún skilur eitthvað eftir í hug og hjarta, sem auðgar lífið og gefur því aukið gildi. Við skildum skíðin eftir í jök- ■ulröndinni, stungum þeim meter niður í fönn, og gengum síðasta spölinn að tjaldinu. Þreyttir en énægðir lögðumst við til hvíld- ar. Um nóttina vöknuðum við við stormgný og regnið og rokið 'barði tjáldið svo að engu var 'líkara en dómsdagur væri kom- inn. Allt var á floti í tjaldinu og blaut gæra gærupokanna klestist við vanga og vit. Það voru hröð handtök okkar við að 'koma okkur í þau skjólföt, sem við höfðum en voru hins vegar ■ekki gerð sérstaklega gegn regni og máttu sín því lítils. Það var útilokað að taka tjaldið saman og við felldum það yfir farang- ■urinn og bárum grjót á. Við ■héldum styztu leið til byggða á Fagunhólsmýri og náðum þangað fljótt, að vonum blautari en orð fá lýst. Þar nutum við ísl. gestrisni eins og hún hefur hæst risið að Tnínum dómi, og er þá langt til jafnað. Daginn eftir, föstudaginn langa, ígátum við hugað að og náð í far- ■angur og skíði. En þar í fönn- inni hafði stormurinn tekið sinn toll. Annað skíði mitt var horfið og íannst ^ekki við ítrekaða leit. Það kom í leitirnar er fannir leysti síðar um vorið, mótað af eevintýri síðvetrarins. Við héldum flugleiðis heim laugardag fyrir páska, smitaðir ®f töfrafegurð jökla og fanna, nokkuð tættir til fara eftir óblítt lokaveður, en ánægðir og ríkir einkennilega sterkra og seiðandi minninga um ánægjulega og Söguríka ferð. Páskahelgin til þessarar ferðar •var frá mínum ájónarhól ekki illa notuð, heldur þvert á móti einhver sú eftirminnilegasta sem ég hef lifað. Atli Steinarsson. FAXAFLÓI séð frá Reykjavík er einn sá fallegasti staður sem ég þekki. Fjallahringurinn, sól- setrið og sjórinn. Fjallahringur- inn í kringum Reykjavík er marg rómaður, en hversu margir Reyk víkingar bafa athugað að Faxa- flóinn og Sundin eru einn sá á- kjósanlegasti leikvangur sem við eigum völ á.Reykvíkingarhópast á h’verju sumri burt úr bænuom, upp á fjöll og heiðar, austur og vestur um haf. Þeir aka, sigla og fljúga\ jafnvel með þotum til þess að komast sem fyrst í þá paradís, sem hver og einn velur sér í það og það skipti. Hvað margir hafa siglt um Sundin, Hvalfjörð, Borgar- fjörð, upp á Mýrar, Skerjafjörð og svo sjálfan Flóann, siglt á seglskútu. eða trillu sér til gam- ans og heilsubótar? Þeir eru ef- laus-t ekki margir. Siglingaíþrótt- in sem hefur verið talin iþrótt íþróttanna í öðrum löndum, jafn vel um aldir, hefur aldrei náð fótfestu hér eins einkennilegt og það kann að virðast, við sem teljumst afkomendur norrænna víkinga. Ferðaáhugi okkar hefur beinzt inn í landið og er allt gott um það að segja, en sundin og flóinn hafa gleymzt. Vonandi á þetta eftir að breyt- ast.v Langt er nú s'ðan farið var að „nota sjóinn og sólskinið“ í Naubhólsvik og nú hefur sjóskiða íþróttin bætzt við, og vonandi verða það siglingar næst. Segl- bátar eru þó ekiki alveg óþekkt fyrirbrigði hér. Á árunum fyrir stríð og á stríðsárunum voru nokkrir seglbátar til hér Og sigl- ingar stundaðar. Beztu minning- ar frá æskudögum minum eru einmitt frá þessu timabili. Ég var svo lánsamur að bróðir minn átti seglskútu sem hét Haförn- inn. Þessum bát var mikið siglt um sundin. Minnistætt er mér, er ég hæbti mér í fyrsta skipti út fyrir Engey. Það var sunnu- dagur, veður hið ákjósanlegasta, hægur andvari af -norðan, 1 'til alda. Ég ætlaði mér að sigla út að baujunni hjá Akurey og síð- an aftur inn í höfnina. En þegar ég kom að baujunni fannst mér hljóta að vera óhætt að fara að- •eins lengra. Þar sem ég var einn á bátnum og fimmtánda aldurs- árið ekki sem beztu-r aldur til þess að taka skynsamlegar á- kvarðanir og fjarlægðin freist- aði, lauk þessu ævintýri ekki fyrr en vfpp á Akranesi. Þá var loks snúið við og siglt til baka, fyrir Hvalfjörð, ströndinni sið- Sundin, en það er enpu öðru líkt að stýra skútu inn fjörð eða vog nota aðeins vind fyrir afl, leggj- ast við stjóra, hvílast, synda eða veiða og njóía kyrrðarinnar sem aðeins er rofin af öldugjálfri við borðstokkinn; eða þá að sigla í snörpum norðanvmdi, þegar sýður á keipum og mann verkj- ar í handleggina af að hala stór- seglið og fokkuna inn, og halda samtímis um stýrið. Einhverjum kynni að detta í hug að þeir, sem þessa iþrótt I iðkuðu, hefðu verið efnamenn milli, frekar en almennt gerðiit. Það eina, sem unglingarnir gátu, gert, var að fara út á íþrótta- völl og æfa stökk og hlaup, en an fylgt upp undir Kollafjörð og þaðan yfir sundin inn á höfn. Ég treysti mér ekki til að lýsa þessum ferðum mínum um eða haft fullar hendur fjár. Því var þó ekki til að dreifa. Flestir þeir, sem sigldu á þessum ár- um, höfðu e'kiki mikið fé handa ekiki stóð hugur allra til þelrr- ar dægrastyttingar. Hinir náðu sér í erlend tímarit um báta- byg'gingar eða byggingu svifflugu Þá var að koma sér vel við stráka. sem voru að læra til skipasmiða- og vekja áhuga þeirra á málefrjnu. Öll þessi fyr irhöfn hafði í för með sér að innan nokkurrá mánaða, eða jafnvel ára, svóð bátur á stokk- um tilbúinn til sjósetnings. Höf- undar og smiðir bátsins voru jafnan áhugamenn um sigling- ar og lærlingar í bátasmíði. Aux inn var samansparaður með mörgurn hætti. Sleppt var bíói, böllum, sælgætiskaupum og öðru því, sem unglingar eyddu þá fé í. Síðustu aurarnir voru not- aðir í siglu og segl og svo hljóp skútan af stokkunum. Draumurinn hafði rætzt. Skút- an lá ferðbúin. Nú fengu ungling arnir laun erfiðisins. Fleyið sigldi um hafið blátt. — Þessai minningar frá æsku- árunum eru kannske draum- ur, eða var þetta svona stórkostlegt? Eru ekki æsku- árin það dásamlegasta sem hver fullitíða maður á minningar um. Þetta eru 20 ára gamlar minningar um stað og stund. Stundin er liðin, en staðurinn er hér enn eins og hann var 1940. Ég gleymdi honum. Já, það er von hann gleymöist, ég hef hann fyrir augunum hvern dag. Yonandi á ég þó eftir að end- urnýja kunningskapinn. Þá þarf ég ekki að vera einn því nú hef ég áhöfn á bátinn, kokk, stýri- mann og háseta og sjálfur verð ég auðvitað skipper. Ólafur K. Magnússon Sýður á keipum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.