Morgunblaðið - 11.04.1963, Síða 8
8
uoRCVNnr4ni»
Fimmtudagur 11. apríl 1963
VOX.GUR sjórinn gjálfrar við
hvíta fjörusteinana, og engu mun
ar aö rjúki úr hnuilungunum
þegar öldurnar sleikja þá, svo
heitir eru geislar sólarinnar. Á
baðströndinni, í lítilli vík milli
tveggja kletta, er ekki margt um
manninn, en þó má þar sjá fólk
af ýmsum þjóðernum. Húsin upp
af ströndinni halla sér værðar-
lega að fjallshlíðinni milli fag-
urra trjáa og litskrúðugra blóma.
Þar sem þeim sleppir ber hvíta
fjallshlíðina, prýdda grænni furu
við heiðbláan hiirán. Þetta er
staðurinn, sem mér er minnis-
stæðastur þeirra, er ég hef heim-
sótt. Smáþorpið Cap d’Ail á Blá-
strönd Frakklands.
Þegar við íglendingar hugsum
um hina sólríku Bláströnd, koma
okkur fyrst í hug nöfn eins og
Nice, Cannes og Monte Carlo,
nöfn staða, sem lengi hafa ver-
ið miðstöðvar ferðamanna-
straumsins, og eru þekktir fyrir
fagrar byggingar, glæsilegar bað
strendur, spilavíti og viðhafnar-
gistihús. Ég varð því vonsvikin,
þegar ég sá ferðaáætlunina, sem
gerð hafði verið fyrir okkur
skólasystkinin, er við ætluðum
að heimsækja Bláströndina. Á
henni var ekkert nafnanna
þriggja, sem heiiluðu m-est. Stað-
urinn á Bláströndinni, sem gert
var ráð fyrir að við gistum, bar
nafnið Cap d’Ail. Við ieituðum
að honum á landakortum, en
fundum ekki. Þetta gat ekki ver-
ið skemmtiiegur staður.
Þegar okkur bárust nánari
skýringar frá ferðaskrifstofunni,
kom í ljós mér til mikillar á-
nægju, að Cap d’Ail er aðeins
steinsnar fró ivionte Carlo, þess-
ari fræg.u borg í furstadæminu
Monaco, og stutt er þaðan til
Nice og Cannes. Samt varð raun-
in sú, að þegar til Cap d’Ail kom,
dvínaði áhuginn á því að heim-
sækja þessa nafntoguðu staði.
Smábærinn Cap d’Ail stendur
utan í fjallshlíð, og að austan er
hann alveg samliggjandi Monaco,
aðeins vegarskilti gefa til kynna
hvenær farið er yfir landamæri
Frakklands og furstadæmisins.
Lítið er um steinsteypta vegi og
breiðgötur í Cap d’Ail, en þeim
mun fleiri eru skemmtilegu
tröppustígarnir, sem hlykkjast
milli húsanna niður að Miðjarð-
arlíafinu. Við bjuggum í stúd-
entagistihúsi, góðan spö.1 frá
ströndinni, en hann hefði gjarn-
an mátt vera lengri vegna þess
hve margt skemmtilegt var að
sjá. Gróðurinn var margbreyt:-
legur, blómin fögur og litskrúð-
ug og ólík því, sem við eigum
að venjast, og húsin framandi
með gluggahlerum, sem gerðu
þau leyndardómsfull. Hús efn-
aðra Norður-Evrópubúa og í-
burðarminni hús þorpsbúa. Með-
al þeirra Norður-Evrópubúa, sem
hús eiga í Cap d‘Ail er hinn aldni
stjórnmálamaður Sir Winston
Churchill, en þeir þorpsbúar,
sem við spurðum, hvar hús hans
væri, þóttust ekki skilja okkur.
f>eir voru augljóslega stoltir af
því, að Sir Winston hafði reist
hús í þorpi þeirra, skildu, að
hann vildi vera í friði fyrir á-
troðningi útlendinga, þegar hann
dvaldist þar og voru staðráðn-
ir í að vernda hann fyrir þeim.
Cap d’Ail býður ekki upp á
fornar rústir, tennisvelli eða eins
glæsilegar baðstrendur og t.d.
Nice og Antibes, en þar er ekki
of margt um manninn eins og
oft vill brenna við í hinum stærri
og vinsælli ferðamannabæjum.
Það er hægt að sitja þar á bað-
strönd í sólinni óáreittur, án
þess áð Þjóð verji með matar-
körfu komi aðvífandi og segist
hafa verið búinn að panta ein-
mitt staðinn, þar sem maður
situr, Bandaríkjamenn í skræp-
óttum skyrtum með fjölda myndá
véla dinglandi um hálsinn,
traðki á tánum á manni eða
spikieitir mambokarlar ira buo-
ur-Ameríku, í gulbleikum gaber-
dínfö.tum, ryðji sóiiuifumi um
koll.
Ég dvaldist viku í Cap d‘Ail.
Alia aagana, að þeim sioasi.a und
anskilaum, glampaði sólin í
heiði, og dásamlegt var að liggja
á baðströndinni, synda í sjon-
um eða bregða sér út á víkina
á vatnshjóli. Síðasta daginn
bréyttist þetta snögglega. Drun-
ur heyrðust í fjarska, það dró
fyrir sólina og á skallsteypiregn.
Allir baðstrandargestirnir þustu
til búningsklefa sinna, en okkur
fannst ótækt að híma í klefun-
um og lögðum því á brattann
heim að gistíhúsinu. Það rigndi
ofboðslega. Þetta var regluleg
hitabeltisrigning, ólíkt skemmti-
legri en kalsarigning heima á
Fróni. Við gegnblotnuðum nær
strax, en það var bara skemmti-
leg tilbreyting frá sólinni og
þurrkinum.
Óhugsandi er að dveljast í Cap
d’Ail án þess að bregða sér til
hins forna furstadæmis, Monaco,
en gönguferð þangað tekur ekki
nema tæpa klukkustund. í Mon-
ar Rainiers fursta og Grace fursta
frúar er opinn ferðamönnum, og
þar er fagurt málverkasafn. Fjöl-
breytt fiskasafn er í nágrenni
hallarinnar, sem stendur á Jdetti
við hafið, en uppi í hlíðinni er
mjög fagur garður með fjöl-
breyttum hitabeltisgróðri. Höfn-
in í Monte Carlo er skemmti-
lega staðsett og þar liggur fjöldi
glæsilegra skemmtisnekkja
en Christina, skemmtisnekkja
gríska auðjöfursins Onassis, ber
af þeim öllum.
Það, sem mér fannst mest
heillandi í Monte Carlö, var hið
heimsfræga spilavíti, sem ráðið
hefur örlögum fjölda manna. Ég
get því ekki lýst vonbrigðurh
mínum, þegar ég kom að miða-
sölunm í forsal spilavítisins og
var sagt, að ég fengi ekki að
fara inn í spilasalina, því að ég
væri ekki orðin 21 árs. Það var
allt annað en skemmtilegt að
vera komin inn í forsal þessa
nafntogaða spilavítis, senni-
lega í eina skiplið á æv-
inni, og fá ekki að
fara lengra. Ég settist á bekk
í forsalnum. Það var nokkur
sárabót að virða fyrir sér fólkið,
sem gekk inn í spilasalina og
út úr þeim. Skartklæddar konur,
karlar í samkvætnisfötum, ferða-
buxum og karlar í duggarapeys-
um. Ósamræmið í klæðaburði
fólksins í hinum glæsilega for-
sal bar vitni þeirri staðreynd, að
það eru ekki lengur aðeins þeir
auðugustu, sem geta leyft sér
að heimsækja Bláströndina.
Það eru eingöngu ferðamenn,
sem freista gæfunnar í spilavít-
inu. Lög furstandæmisins banna
íbúum þess að spila fjárhættu-
spil.
Þegar ég hafði horft nokkra
stund á fólksstrauminn í for-
salnum, gekk ég að dyrum.
fremsta spilasalarins og gægðist
inn. Vörðurinn, sem gætti dyr-
anna var eitthvað annars hugar,
ég ætlaði að reyna að laumast
inn fyrir og var komin yfir
þröskuldinn, þegar hönd var lögð
á öxl mína og vörður, sem ég
hafði ekki tekið eftir sagði:
„Votre billet, madamoiselle?“
Þetta var tilgangslaust. Ég gekk
út í garðinn fyrir utan spilavítið
og horfði út á hafið. Það var
myrkur og \hafið biksvurt, en á
milli trjánna glitruðu eldflugurn
ar. Ég horfði á hvíta veggi „Hotel
de Paris“. Það er líkara höll en
gistlhúsi og ég velti því fyrir
mér hvort ekki væri tilvinnandi
að púla alla ævi til þess að geta
dvalizt þar í hálfan mánuð.
Cap cl’Ail, þessi srnábær á Blá-
ströndinni, er mér svo minnis-
stæður vegna þess hve mjög hann
kom mér á óvart. Ég hef heim-
sótt nokkrar stórborgir, en ekki
dvalizt lengur en viku 1 hverri
og á svo stuttum tíma gefst ekki
tækifæri til þess að kynnast öllu,
sem þær hafa upp á að bjóða.
Þær virðast hver annarri líkar
og margar koma kunnuglega fyr
ir sjónir úr kvikmyndum. Um
Cap d’Ail gegnir allt öðru máli
Þó að staðurinn sé við fyrstu
sýn líkur öðrum smáþorpum á
Bláströndinni er umhverfið og
andrúmsloftið framandi íslend-
ingi sem ekki hefur áður komið
til suðlægra landa. Það er eins og
komið sé í annan heim, heim,
sem erfitt er að yfirgefa og heill-
ar til æviloka.
Sólrún Jensdóttir
f
Hópferbabllar
Höfum hópferðabíla til leigu
af ýmsum stærðum í lengri og
skemmri ferðir. — Leitið upp-
lýsiþga.
FERÐASKRirSTDFAN
gegnt Gamla Bíói
Sími 17600
aco er margt að sjá. Hluti hall- mannahópar, konur klæddar síð-
v