Morgunblaðið - 11.04.1963, Page 17

Morgunblaðið - 11.04.1963, Page 17
Fimmtudagur 11. apríl 1963 MORC V Htt t. 4 Ð I h NORÐAUSTUR úr ísafjarðar djúpi liggja nokkrir firðir, sem sameiginlega nefnasf Jökulfirð- ir. Þar er nú litil byggð, og hef- ur reyndar löngum verið í aust- ur-fjörðunum. Þó er einn þeirra, Hrafnsfjörður, all sögulegur, því þar bjuggu þau Fjalla-Ey vindur og Halla sín síðustu æviár, og í túninu á eyðibýlinu Hrafnsfjarð- areyri í Bæjardal stendur bauta- steinn Eyvindar. Vestastur Jökulfjarða er Hest- eyrarfjörður, og var þar talsverð byggð um langt skeið. Aldar- fjórðungur er iiðinn frá því ég siðast kom til Hesteyrar, en stað- urinn geymist í bernskuminmng- um mínum. Raunar er það ekki þorpið Hesteyri, sem ég á við, heldur eyrin þar sem síldar- verksmiðja stóð innar við fjörð- in. Verksmiðja þessi var venju- lega kennd við Hesteyri, / þótt eyrin hafi ýmist verið kölluð Kálfeyri, Stekkeyri, Gimli eða Hekla. Eyri þessi er um tvo kílómetra frá þorpinu, og þar ' reistu Norðmenn hvalveiðistöð skömmu fyrir síðustu aldámót. Var stöðinni seinna breytt í sildarbræðslu, sem Norðmenn ráku. En þeir höfðu af ýmsu meira gaman en hugsa um við- skiptin, og fór svo að stöðina' eignaðist danskur maður, Hoff- man Olsen, sem var tengdason- ur norska eigandans. Svo var það eitt sinn, þegar faðir minn var í Stokkhólmi þeirra erinda að selja Svíum sild, að Olsen leitar hann uppi og býður honum verksmiðjuna til kaups. Varð það úr að Kveld úlfur keypti stöðina og hóf þar rekstur sumarið 1927. Var þetta fyrsta síldarverksmiðjan, sem rekin var af íslenzku fyrirtæki. Við vorum nokkur sumur á Hesteyri tveir unglingar og frændur úr R.eykjavík, og var ég þar m.a. síðasta sumarið, sem verksmiðjan var starfrækt. Þeg- var ég fór þaðan í síðasta sinn trúði ég því að ég ætti eftir að koma þangað aftur. Og ég trúi því enn, þótt allt sé þar nú í niðurníðslu, fólkið flutt og hús öll sennilega komin að falli. Mik ið var um aðkomufóik á Hest- eyri á sumrin. Komu margir að sunnan til sumarvinnu við síld- ina, en auk þess kom fjöldi manns frá nærliggjandi byggð- arlögum eins og Aðalvík, Horn- vík ofl. Allmargir stúdentar voru þar saman komnir, en flestir þeirra þó á togurunum. Voru þeir ekki alltaf sem blíðastir á manninif þær fáu frístundir, sem þeir áttu í landL Bitnaði það stundum á heimamönnum, sem ég heyrði stúdentana kalla „visna Spánverja“. Aldrei lenti þó í alvarlegum deilum svo ég muni. En Spánverjanafnbótina munu stúdentarnir hafa fundið upp eftir lestur frásagna um heimsóknir spænskra fiskimanna á þessar slóðir og víg spænskra skipsbrotsmanna sumarið 1615. ,Sátt er það að margir heima- menn komu mér einkennilega fyrir sjónir, og voru sumir hverjir ólíkir þeim mönnum, er ég hafði áður séð. En margan myndarmanninn gat þar að líta. Minnist ég sérstaklega Sölva Betúelssonar frá Hornavík, sem var okkur stráklingunum sér- stakiega góður. Sölvi hafði það aukastarf að vera slátrari stað- arins. Þegar við frændur snuðr- uðum það að Sölvi ætti að slátra földum við okkur stundum bák við kletta hjá vígvellinum til að fylgjast með. Sölvi hafði afar skritna byssu, að því er mér þótti. Hún var eins og smálúður í laginu. Setti Sölvi þennan „lúð ur“ á enni nautgripa eða sauða, sió á hann með hamri, og skepn- an féll. Anhars fannst okkur Sölvi ekkert þurfa á þessum „lúðri" að halda, hann gæti al- veg eins fellt nautin með hnef- unum. Á Hesteyri vöru Ford-bílar, sem notaðir voru til flutninga milli vörugeymsluhúsa og skipa. Jafnvel fyrir aldarfjórðungi voru þetta hinir mestu forngripir, en gengu eins og klukkur undir umsjón Þórðar heitins Helga- sonar héðan úr Reykjavík. Benz- íngjöf og neisti voru sitthvoru megin undir stýrishjólinu. I í gólfi voru þrjú stig (pedalar), hemlar, áfram-gír og aftur á bak gír. Það var heldur en ekki sport í þá daga að fá að setjast undir stýri, stilla handbenzinið, stíga á áfram-gírinn og þjóta af stað í opnum bílnum á fullri ferð umhverfis verksmiðjuna. Aðkomumenn, sem störfuðu við verksmiðjuna, bjuggu í stór- um timburhúsum eða skálum. Var þeim skipt niður í flokka, sem hver hafði sina matráðs- konu. Ein ráðskonan er mér minnisstæðust, og hét hún Friða. Mér þótti hún alltaf lagvaxin, jafnvel þegar ég var miklu minni en hún. Hún var lotin í herðum, með sérkennileg augu, og var ekki laust við að ég væri hrædd- ur við hana. Það var altalað að hún væri skyggn, og þurfti ekki meira til að vekja hræðslu mína. En Fríða var mesta myndarkona, og aldrei heyrði ég henni hall- mælt. Allir, sem hjá henni borð- uðu, lofuðu eldamennsku hennar og hreinlæti. Éins og fyrr segir var síldar- verksmiðjan tvo kílómetra frá þorpinu Hesteyri. Á veturna bjó Friða ein á stöðinni og gætti húsanna. Ekki var þetta kven- mannsverk, en Fríða vildi það, og annaði því að sjálfsögðu eins og bezt var á kosið. Hesteyring- ur einn, Eiríkur að nafni, var birgðavörður og umsjónarmað- ur við verksmiðjuna á veturna, en Frlðu var ekkert umhugað um heimsóknir hans, og fylgdi honum eins og skuggi þegar hann kom í eftirlitsferð. Varð það úr að hún lét á eigin kostn- að smíða rammgerða slagbranda og setja fyrir dyrnar á birgða- geymslunum. Fékk hún sér síð- an hengilása og læsti öllu sam- an svo Eiríkur væri ekki að snuðra þarna. Annars atrlðis minnist ég í sambandi við Fríðu. Það var þeg- ar Jónas Jónsson frá Hriflu, þá- verandi dómsmálaráðherra, sak- aði Kveldúlf um að nota svik- in síldarmál á Hesteyri. Krafð- isf hann þess að málin yrðu tek- in og mæld, og var varðskipið Þór sent vestur til að sækja þau. Ekki man ég hvort Jónas fór með sjálfur, en svo segir ein sagan. Þegar vestur kom var Fríða ein á stöðinni, og lét hún hvorki borðalgða sjóliða, dóm- ara né ráðherrann sjálfan skelfa sig, og neitaði algjörlegj. að hleypa þeim inn. Stóð í héillöngu stímabraki áður en komumönn- um tókst að sannfæra Friðu um rétt þeirra til að sækja síldar- málin. Hitt er svo önnur saga að málin, sem öll höfðu fengið löggildingu í Reykjavík, reynd- ust sum aðeins of lítil, önnur að- eins of stór, og var Kveldúlfur algjörlega sýknaður af ákæru Jónasar. Síldarverksmiðjan stóð á smá- eyri undir snarbröttum brekk- um Kálfeyrarhlíðar, og hét eyr- in áður fyrr Kálfeyri. Sagt er að nafnið hafi hún fengið fyrir ævalöngu, eftir að Strandamað- ur einn ferðaðist þar um með kú og kálf á leið til Hesteyrar. Veð- ur var vont, og við endann á Kálfeyrarhlíð hrapaði kýrin til bana niður snarbratta brekku, og heitir brekkan síðan Kús- brekka. Kálfinn hrakti hins veg- ar niður hliðarhornið og fannst dauður niðri á eyrinni, sem hlaut niafnið Kálfeyri. Yfirleitt eru fjöll þarna snar- brött og gróðurlitil og illt að fóta sig í brekkunum. Þó komu menn gangandi langt að til vinnu En sagt var að vegna brattans væru heimamenn vanari því að skriða á fjórum fótum en ^anga uppréttir. Þótt gróður sé lítill heyrði ég það eftir Árna Friðr- ikssyni, sem kom i heimsókn 1932, að hvergi hefði hann séð fleiri tegundir burkna á einum stað. Ekki vantaði heldur berja- lyngið. Þarna var svo krökkt af krækiberjum og aðalbláberjum, að víða var hvergi unnt að setjast án þess að verða berja- blár á sitjandanum. Og innar- lega í firðinum var skógur eða kjarr, sem mun vera einn nyrzti skógur Islands. Á lognkyrrum, sólbjörtum sumardögum var fallegt að sitja við berjatínslu uppi í fjailshlíð- inni. í suð-vestri sá út á ísafjarð- ardjúp á smá svæði milli Sléttu- ness og Grunnavíkur. Að öðru leyti var fjörðurinn umlukinn fjöllum, sem spegluðust í slétt- um sjónum. I suðri blöstu við klettar miklir austur af Grunna- vík, og nefnast þeir Mariuhorn. Einn klettanna ber nafnið Maríu- altari, og er sagt að þar hafi mönnum verið blótað í heiðni. Mikil síldveiði var flest þau sumur, sem ég var á Hesteyri, og stutt að sækja aflann. Aðal- lega veiddist síldin við ísafjarð- ardjúp, óg sjaldan var hún sótt austar en á Húnaflóa. Það var því oft líf í tuskunum á Hesteyri og mikið um skipakomur. Þarna lögðu upp sjö togarar Kveldúlfs auk leigu- og samningsskipa. Man ég það eitt sumarið að veið- in var svo mikil að Kveldúlfs- togararnir voru látnir hætta síld veiðum til að unnt væri að af- greiða samningsskipin. Hafði þá einn Kveldúlfstogaranna, Þórólf- ur (skipstjóri Kolbeinn Sigurðs- son), fengið um 30 þúsund mál, er hann vab sendur suður. Eftir þetta var talsverð veiði, og fékk til dæmis ísafjarðartogari, sem lagði upp á Hesteyri, 6 þúsund mál eftir að Þórólfur hætti. Þegar vel stóð á með lönduh, gengu sjómennirnir beint til verks strax og lagzt var að bryggju. Mokuðu þeir síldinni í málin, málin síðan hífð upp á bryggju þar sem hellt var úr þeim í vagna og síldinni ekið að síldarþrónum. Tók það stund- um sólarhring að losa togara, og unnu sjómennirnir allan timann án hvildar, eins og þfeir ættu lífið að leysa. Svo fengu þeir örstutta hvíld, stundum 2-4 tíma meðan siglt var á miðin. Þar voru skipin fyllt á stuttum tíma, siðan siglt inn til löndunar. Þetta var þrælavinna, sem ekki var á alira færi, og gjörólík því, sem nú þekkist. En marga hef ég hitt síðan, sem minnast þessara veiða með sérstakri ánægju. Oft' voru fleiri skip á innleið á sama tíma, og var þá ekki slegið af ferðinni, því sá sem fyrstur kom að landi, fékk fyrst . afgreiðslu. Var það hálf óhugn- anleg sjón stundum að sjá drekk hlaðinn togara koma siglandi á fullri ferð fyrir Sléttunesið, liggj andi á nösunum svo sjórinn freyddi yfir boröstokkinn. Einn skipstjóranna, Sigurður Eyleifs- son á b/v Arinbirni 'Hersi, var í sérstöku uppáhaldi hjá okkur tmglingunum. Hann var vanur að láta okkur heyra í eimflautu skipsins áður en hann birtist við Sléttunes, og skipti þá engum togum að við fórum á harða- hlaupum niður í kyndistöðina og svöruðum honum með eim- íiautu verksmiöjunnar, velstjór- um og kyndurum til lítillar á- nægju. Eitt sinn man ég að báð- jir aðilar voru heldur ríflegir á kveðjurnar. Lá við að hætta yrði bræðslu um hríð vegna of mik- illar gufueyðslu, og minnstu mun aði að Arinbjörn Hersir hefði ekki nægan „damp“ til að kom- ast að bryggju. Frh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.