Morgunblaðið - 11.04.1963, Page 18
18
MORCVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 11. apríl 1963
í SKÓGI vöxnum hlíðum Kulla-
bergsins á Skáni í Svíþjóð
liggja tvö lítil sjávarþorp, Arild
og Mölle, bæði einkar falleg og
Vinaieg. Fyrr á öldum lifðu íbú-
ar þeirra nær eingöngu á fisk-
veiðum, en í Svíaríki sem víðar
hefur hraðvaxandi iðnaður laðað
til sín vinnuafl úr sveitum og
sjávarþorpum — sem þá aftur
hafa orðið athvarf borgarbúa á
sumrin.
1 Arild Og Mölle eru vinsælir
baðstaðir — þar margfaldast i
íbúatalan á sumarleyfatímabil-
inu frá miðjum júní til ágúst-
loka. Margir eiga þar sín sumar-
hús, aðrir búa í gistiheimilum,
sem yfirleitt eru afar skemmtileg
og heimilisleg, — enn aðrir
koma með tjöld eða jafnvel að-
eins svefnpoka og sofa undir
berum himni.
Ég kynntist þessum stöðum í
júníbyrjun, meðan umferð var
enn næsta lítil og sumargestirn-
ir ókomnir — en þá þegar var
glampandi sólskin og 25 stiga
hiti. Ástæðan til þess, að ég vel
þessi litiu þorp og umhverfi
þeirra til umtals hér framar öðr-
um stöðum sögulesri. er fyrst
og fremst sú, að óvíða hefur mér
liðið iafn vel, — í sól, kyrrð,
veðurblíðu og elskuiegu um-
hverfi. Eftir nokkurra daga
dvöl í Arild, hafði ég tekið sér-
stöku ástfóstri við þetta litla
þoro og umhvP'H’i bess. og ákvað
að koma þangað sem fyrst aftur.
I væri talsvert upp á gamla móð-
inn og nánast lífshætta að stíga
á það. Loks voru þarna eldri
læknishjón, dönsk, búsett í út-
jaðri Kaupmannahafnar. Þau
höfðu haft sama sumarhúsið á
leigu þarna í Arild í fimmtán
ár, þar til það brann, — en síð-
ustu tvö árin höfðu þau búið á
gistiheimilum.
Á myndunum á veggjum gisti-
heimilisins og gestabókum hús-
ráðanda mátti sjá, að allmargir
málarar höfðu dvalizt þar og
iðkað list sína í fögru umhverfi
þorpsins. f>eir höfðu margir gef-
ið henni myndir að skilnaði, jafn
vel greitt ógoldna húsaleigu með
þeim eða sent henni sem jóla-
kveðju. Sumar fannst mér nú
svolítið skrítnar, aðrar fallegar,
í ýmsum stíltegundum — en um
listagildi þeirra treysti ég mér
ekki að dæma.
Læknishjónin dönsku sögðu
mér, að jafnan hefðu listamenn
fjölmennt á gistihús frú Rastenis.
Þar hefði því oft verið glatt á
hjalla — sungið, spjallað og
teigaðar gullnamveigar. Þá væri
maturinn hjá Ingu Lill ekki ama-
legur, enda hefði hún haft fransk
an kokk í þjónustu sinni um ára-
bil og hefði hann sett óafmáan-
leg merki á matseld húsfreyju.
Þessi ágætu hjón fræddu mig
einnig á því, að aðalgistihús og
stolt þorpsins væri þó Hotel Ar-
ild. Þar væru eitthvað yfir fjöru-
tíu gistiherbergi í fimm húsum
og í einu þeirra — Bránnagárden,
eins og það mun heita réttu
nafni er 16 km langur fjalls-
hryggur, sem rís upp af suðvest-
urströnd Skálderviken — á nes-
inu, sem skilur víkina frá Eyrar-
sundi. Hryggurinn er 1—IVz km
hreiður og víðast ósköp lágt á
honum risið á okkar mælikvarða.
Hæsti tindurinn Hákull nær vart
200 metrum, en setur þó myndar-
legan svip á umhverfið, þvi fátt
er um fjöll eða mishæðir í þess-
um landshluta. Norðurhlíðin rís
snarbrött úr hafi. Naktir klettar
sums staðar allt að hundrað
metra háir, skaga þar í sjó fram,
og víða má sjá skemmtilega
hella og dranga. Suðurhlíðin er
aftur jafnari og gróðurmeiri,
annars er Kullen að mestu skógi
vaxinn, bæði lauf- og barrskógi
og plöntulíf mjög fjölbreytt.
Mölle er í suðurhlið fjallsins.
Þar hafa nú fasta búsetu um
fimm hundruð manns og fer
íbúunum sífækkandi ár frá ári.
Aðeins nokkur hluti þeirra lifir
af fiskveiðum, en bátahöfn er
þar ágæt. Margir sækja vinnu
til bæjarins Höganás, en þangað
er aðeins 11 km skotvegur. Þar
er aðalatvmnuvegurinn kola- Og
leirvinnsla, og bærinn víðkunn-
ur fyrir keramikgerð. í verk-
smiðju Andersson & Johannsson
sá ég t. d. framleiðslu á ýmsum
munum, búsáhöldum og skraut-
munum, sem vakið höfðu mikla
athygli á listiðnaðarsýningum í
Kaupmannahöfn, Gautaborg og
Stokkhólmi. í norðausturslakka
Stúdentinn ungi frá Lundi tók
að sér einn daginn að fara með
okkur upp á fjallið, einstaklega
skemmtilega leið, að því hann
sagði: Þegar til kom reyndist
þetta hin mesta vegaleysa, þótt
því yrði ekki neitað að hún væri
skemmtileg. — Við gengum
út með ströndinni yfir kletta og
klungur þar til sjórinn sagði
hingað og ekki lengra, — og
síðan upp fjallshlíðina, þar sem
hún var bröttust, jarðvegurinn
grýttastur og greniskóguTÍnn
þéttastur. Máttum við þakka
fyrir að stingast ekki á hausinn
í mauraþúfu við annað hvort
skref. Auðveldara hefur mér
reynzt að ganga á meðalfjall ís-
lenzkt en þessa tæpu 200 metra
upp Hákullen. En þegar þang-
að kom sá víst enginn eftir erf-
iðinu, því þaðan sá langt norður
yfir Hallandsásinn, suður yfir
Höganas og allt yfir til Sjálands.
Eftir nokkra hvíld og hressileg-
ar sögur stúdentsins, sem ekki
blés úr nös, höfðum við fyrir-
gefið honum torfærurnar. Þó. var
ekki laust við, að sumir yrðu
nokkuð toginleitir, þegar í ljós
kom að breiður tróðinn stígur
lá’ niður af fjallinu til þorpsins.
Eitt af því, sem þessi hrekkja-
lómur sagði okkur, var að Har-
aldur konungur blátönn hefði
einhverju sinni neytt Pálnatóka
hirðmann sinn og síðar bana-
mann til þess að renna sér á
skíðum niður Kullen. Við trúð-
um þessari sögu hans varlega, —
„Pálnatóki" byggt á frásögn
Jómsvíkingasögu, en í sam-
nefndu kvæði Oehlenschlágers
munu sögurnar samtvinnaðar.
Það var komið langt yfir mið-
nætti og Ijósin í þorpinu löngu
slokknuð. Jafnvel í Arild ganga
Svíar snemma til náða. Við höfð
um setið í garðinum og horft á
umferðina dvína, séð tunglið
spegla sig í víkinni og hlustað
á vögguljóð trjánna í hlýrri
kvöldgolunni. Fyrr um kvöldið
'höfðum við séð í sjónvarpinu
danska kvikmynd frá íslandi —
gráa kvikmynd, sem gaf þá hug-
mynd, að þar væri fátt að finna
annað en gráan sand og fiák.
Læknirinn gamli var óánægður
með kvikmyndina, hún kom alls
ekki beim við lýsingar sonar
hans af landinu en hann hafði
oft komið til íslands.
Ég hafði komið til Arild síðla
dags, dauðuppgefin eftir nærri
fjögurra ^vikna flakk um Sví-
þjóð og ramb um hverja verk-
smiðjubygginguna a fætur ann-
arri — Og mér fannst ég hálf-
vegis komin heim, þegar ég
Opnaði dyrnar á Strand Hotel
og stóð augliti til auglitis við
litla svarthærða konu, sem var
að negla áklæði á stól. Þetta var
húsráðandi, frú Inga Lill Rast-
enis, ennþá önnum kafin við að
hressa upp á heimilið áður en
mesti annatíminn hæfist.
Af furðusvipnum á andliti
hennar gat ég þess til, að hún
efaðist mjög um að þessi nýi
gestur væri með öllum mjalla,
enda var útgangurinn þesslegur;
rykugar og margþvældar síð-
buxur, jakki, sem bar þess glögg
merki að hafa verið notaður
fyrir kodda síðustu klukku-
stundirnar, hárið úfið eins og á
galdranorn og án efa hefur hún
heyrt, hvernig garnirnar gaul-
uðu af hungri.
Eftir gott bað, klukkustundar
svefn og frábæran kvöldverð
með Íslandssíld í ótal útgáfum
var öll þreyta horfin. Gestir
voru fáir; tvenn hjón, sem höfðu
í mörg ár dvalizt saman í Arild
eina helgi, áður en sumarleyfin
hæfust; ungur viðskiptafræði-
stúdent frá Lundi, sem hafði
fengið þá fyrirskipun frá for-
eldrum sínum að lifa lífi sínu
af hagsýni og verða nýtur þjóð-
félagsþegn, en langaði ósköp
mikið til að háfa boð-þeirra að
engu; leikfimikennari frá Stokk-
hólmi. á að gizka sextug kona,
komin á eftirlaun og var svo
elskuleg að bjóða mér hjólið sitt
til afnota nokkra tíma á dag.
þar sem hún hjólaði aðeins fyrir
hádegi. Var það boð vel þegið
og kom sér ágætlega þótt hjólið
RAGNAR JÓNS5QN
hæstaréttarlögmaður
Lögíræðistörí og eignaumsýsla
sem væri frá 17 öld — hefðu
margir meiri háttar gestir gist,
þar á meðal prinsar og prins-
essur.
Næstu daga naut ég þess í rík-
um mæli að ráfa um skóginn
umhverfis Arild, busla í sjón-
um í glampandi sólskininu, og
sigla í smábát um Skalderviken
og fyrir Kullen.
Kullabergið — eða Kullen,
Kullabergsins er Arild, liggur við
Skálderviken og er miklu minna
en Mölle. Að flatarmáli telst
þorpið aðeins um hálfur ferkm.
íbúarnir eru um tvö hundruð og
lifir um helmingur þeirra af fisk
veiðum. Arild er afskiptara að
því er samgöngur varðar og að
því leyti rólegra og skemmtilegra
en Mölle. Þar hefur hinn upp-
runalegi svipur fiskiþorpsins hald
izt enn betur, — lítil litrík timb-
urhús, en sum harla hrörleg, þeg
ar betur er að gáð, brattir þröng-
ir malarstígir milli trjánna og
stöku bátanaust út með strönd-
inni. Þorpið er umlukið skógi
og hafi en handan víkurinnar
sér yfir í Hallandsásinn.
en það mun þó rétt vera, að
Saxo segir frá þessu atviki. í
fornnorrænum sögum er haft
fyrir satt, að Pálnatóki hafi ver-
ið banamaður Haralds blátannar
Danakonungs. Sögum af þeim
kappa ber engan veginn saman.
Saxo segir, að hann hafi verið
hirðmaður konungs, fyrir ýmissa
hluta sakir fengið á honum mik-
ið hatur og skotið ör sinni gegn-
um hann við hentugt tækifæri.
í Jómsvíkingasögu er Pálntóki
hins vegar sagður stórhöfðingi
af Fjóni og fóstri Sveins tjúgu-
skeggs,. er Haraldur hafði átt
með Saumæsu, vinnukonu á búi
Pálnatóka. Að því er ég bezt veit
er kvæði Gríms Thomsens I
— Sonur minn segir, að fslani
skorti ekkert nema skóga, sagði
hann.
— Ætli það sé nú ekki aðeins
of djúpt í árinni tekið, svaraði
ég — örlítið meiri sumarsól sak-
aði til dæmis ekki. Það væri
ekki amalegt að geta tekið með
sér þessa hlýju golu til að verma
björtu næturnar heima.
Læknirinn brosti kíminn til
konu sinnar við þessi ummæli
og sagði: Mér virðist einsýnt, að
þér eigið eftir að koma hingað
oft aftur. Það gera flestir, sem
á annað borð taka ástfóstri við
Arild. Ef til vill sjáumst við
aftur að ári.
Margrét Bjarnason,