Morgunblaðið - 11.04.1963, Page 20

Morgunblaðið - 11.04.1963, Page 20
20 MORCVl\BL48lB Fimmt’’r1agur 11. apríl 1963 Í»EGAR huganum er rennt til þeirra staða, sem blaða- maður hefir sótt heim á rúm- um áratug bæði hér heima á Fróni og á ferðum erlendis, er úr vöndu að ráða að velja sér stað, sem vel er fallinn til að rita um hann páskahug- leiðingu. Það var raunar tilviljun ein sem réði því, að mér var einn staður öðrum minnis- stæðari nú fyrir þessa páska. Svo vildi til að í kunningja- hópi var verið að ræða kynngimátt ýmissa staða og dulræn áhrif þeirra. Mér kom þá í hug sérstætt atvik, sem sumir munu nefna tilviljun, aðrir fyrirburð og máske enn aðrir dulrænt fyrirbæri. Ég mun ekki fella neinn dóm um þetta í þessu spjalli mínu, heldur einungis segja frá at- burðinum eins og hann skeði og þeim stað, sem hann er við tengdur. Fórnfæringar eru tíðkaðar nær hvarvetna í heiminum, bæði meðal heiðinna og kristinna manna. Gjafir sér til sálarheill- ar, syndakvittunar eða hjálpar öðrum, til innleggs fyrir sjálfan sig í eilífa lífinu, eru af sama toga spunnar. Vera má að hjá einhverjum liggi dýpri tilfinn- ingar til fórna og hjálpargjafa. Þó mun það ekki spilla að hinn mikli bókari færi slíkt hverjum og einum til innleggs svO það mætti verða til að rétta við út- tektina á lífið. Margir munu þeir, sem færa slíkar fórnir af einlægri trú og enn aðrir af einlægri hjátrú. Og hví skyldu menn ekki mega hafa sína trú og hjátrú óáreittir af samborgurum sínum svo lengi sem hún ekki stangast við al- menna siðgæðisvitund og sjálfs- eignarett. Velflest af þessu er sára saklaust, sumt ofvaxið mann legum skilningi. Það er ekki vandsetið í dómarasæti, þegar afgreiða má dóminn með því einu að þetta séu hindurvitni og hrein vitleysa, sem ekkert mark sé á takandi. Til þess nú að þokast ekki lengra frá meginefni því, sem standa átti í þessu greinarkorni, er bezt að hefja frásögnina. Það var fyrir nokkrum árum að ég fór vestur að ísafjarðar- djúpi að Jeita blaðaefnis, en til þess hafa flestar mínar ferðir verið farnar hin síðari árin. Margar eru ferðir þessar jafn- framt skemmtilegar og maður kynnist fólki og stöðum, sem seint gleymast á lífsleiðinni. Að sjálfsögðu er það ætlunin, þegar heim er komið, að rita niður flest það er fyrir augun ber, þótt tilgangurinn sé fyrst og fremst sá að kynna þá menn, sem rætt er við, og lýsa þeim stöðum, sem skoðanir eru. Um þessa 'ferð mína að ísa- fjarðardjúpi ritaði ég nokkrar ^greinar á sínum tíma og skal það ekki endurtekið hér. Einn er sá staður, lítill og lág- reistur, sem ég lét aðeins að litlu getið, en það er ofurlítill klettúr laus frá landi, rétt undir Vébjarnarnúpi, sem skagar fram veggbrattur og tignarlegur milli Snæfjallastrandar og Jökul- fjarða. Litli kletturinn undir Núpinum nefnist Álka. í gamla daga, meðan róið var á árabát- um, var það siður, sem enginn man nú lengur hvernig til er kominn, „að gefa Álku“. Var þá svifað upp undir klettinn og til hans kastað einhverju verðmæti svo sem, skrotuggu eða einhverju því sem manni var fórn í, jafnvel koparpening- Uin, eða silfurpeningum. Sem fyrr segir veit nú enginn hverju þetta átti að þjóna, en það var trú manna, að væri þetta gert, ætti sjóferðin að lánast betur og því rausnarlegri sem gjöfin væri, því fengsælli væri förin. Það var snemma morguns að ég hafði leigt mér bát til að flytja mig frá Unaðsdal á Snæ- fjallaströnd og norður í Grunna- vík í Jökulfjörðum. Ætlunin var að heim'sækja þessa síðustu byggð þar norður frá. Veður var undurfagurt um morguninn og ég hlakkaði til fararinnar, að dóla út Djúpið, sleikja sólskinið og ryfja upp þjóðsögur og ævin- týr sem kennd eru við hvern einn stað á þessum slóðum. Ég hafði notið einstakrar gestrisni óg höfðingsskapar víða um Djúp og gat vel tekið undir með ferða lang, sem farið hafði um sömu slóðir alllöngu á undan mér, en hann sagði að jarlar sætu þar á hverjum bæ. Við ýttum .úr vör í Unaðsdal heldur seinna en ég hafði gert ráð fyrir, því áætlun mín var að hafa lokið heimsókninni í Grunna vík og ná Fagranesinu þaðan um hádegið til ísafjarðar en fara með flugvél þaðan suður til Reykjavíkur. Leizt mér nú óvæn- lega að þessi áætlun myndi stand ást en hugsaði að leysa hvern vanda ©r hann bæri að höndum. Vélbáturinn sigldi hægt og há- tíðlega, að mér fannst, út Hólms- sund milli Æðeyjar og Snæ- fjallastrandar og tíminn leið. Að mér læddist kvíði yfir að nú myndi ég verða strandaglópur vestur við Djúp. Ferðin hafði tekið ærinn tíma og nú fannst mér nauðsyn bera til að komast suður og festa eitthvað af um minnisstæðu körlum og fögru stöðum niður á blað. Tvívegis sáum við lágfótu þar sem hún var að leita sér ætis niðri í fjöru. Vel hefði mátt senda henni kúlu, ef skotvopn hefði verið við hend- ina, svo gæf var hún. Þó varð hún okkar vör og hélt á bratt- ann er við komum nær. Auk tóf- unnar mátti hér og hvar sjá kindur á beit, en mannaferðir voru engar á Snæfjallaströnd enda hvergi byggð, eftir kemur út fyrir Unaðsdaþ Ekki leizt mér árennilegt til landferðar, er utar kemur á ströndina, en þó er þar talið fært gangandi manni þótt sjald- an sé farið, heldur Snæfjalla- heiði. Þegar kemur undir Vé- bjarnarnúp heitir Súrnadalur en þar fundust jarðneskar leifar Sumarliða pósts Brandssonar og Sörla hans, en þeir féllu af snjó- hengju fyrir Núpinn fyrir nokkrum tugum ára. Svo munu mörg dæmin serrt um þessa tvp ferðagarpa, sem um stórhríðar- vetur hafa þurft að leggja leið sína um torleiði Vestfjarðakjálk- ans. En nú klæða engar snjó- hengjur Núpinn eins og þegar Sumarliði féll þar til bana og snjóhengjan hljóp á sjó fram og hreif með sér 5 þeirra er leituðu póstsins svo þrír misstu þar líf- ið. Naft er eftir gamalli konu í Æðey, að hún heyrði Sumarliða oft kveða vísu er hann vann að smíðum: „Þótt ég sökkvi í saltan mar sú er eina vörnin; ekki grætur ekkjan par eða kveina börninú Þessi vísa þótti koma fram, en Sumarliði var einhleypur. Ég var einmitt að velta því fyrir mér hvar leysiriginn Vé- björn hefði tekið land á flótta sínum undan húskörlum bónd- ans í Súðavík, þegar skýja- bólstra dró upp á' vesturloftið og eins og skugga' brá yfir Núp- inn. Mikið heljarmenni hefir Vébjörn verið. Eftir að hafa kvatt unnustu sína, og bónda- dóttur frá Súðavik, á Brúðar- hamri í Súðavíkurhlíð kastar hann heljarbjargi niður í voginn og segir að þar skuli hann liggja þar til annar 18 ára flytji hann burt. Síðan kastar hann sér til sunds út á Djúpið og húskarlar Súðavíkurbónda veita honum eftirför á bátnum. Ekki er það trúleg saga að Vébjörn hafi náð að synda undan bátnupa yfir Djúpið þvert og komizt upp í Núpinn, og þar hafi húskarlarnir loks, sex gegn einum, unnið á honum. En af einhverju heitir Brúðarhamar og Vébjarnarvog- uri við Súðavíkurhlíð vestan Djúps og Vébjarnarnúpur aftur norðan þess. Og það stendur á jöfnu þegar ég er að Ijúka upprifjun þess- arar ástar- og hetjusagnar og við siglum inn á Grunnavíkina, að flóabátur þeirra Djúpamanna, Fagranesið, siglir út. Þá var sá farkostur til ísafjarðar ekki lengur fyrir hendi að þessu sinni. Síðasta vonin var því að flugvélin kæmi það síðla dags frá Reykjavík til ísafjarðar að litli vélbáturinn, sem ég var á, næði að koma mér suður yfir Djúp fyrir þann tíma. Eftir um það bil tveggja stunda dvöl í Grunnavík var haldið af stað og ferðinni heitið til ísafjarðar. í þann mund er við sigldum fyrir Núpinn á ný sé ég hvar flugvélin kemur svif- andi innan yfir ísafjarðardjúp og lækkar flugið hægt og hægt, unz hún stefnir inn í Skutuls- fjörð. Þar slokknaði síðasti vonar neistinn um að ná henni suður. Það var víst nær tveggja tíma sigling yfir Djúpið, en flugvélin mundi að vanda ekki hafa meira en stundarfjórðungs viðdvöl á ísafirði. Á leið minni út í Grunnavík skaut þjóðsögunni um „að gefa Álku“ upp í hug mér, en ég gaf henni þá engan gaum. Nú skaut henni upp aftur, þegar vonin um rið komast á leiðarendann þennan daginn var horfin. Ég hugsaði sem svo að fram undan væri minnst þriggja daga bið á ísa- firði og ekki annað en sætta sig við orðinn hlut. Það mætti þá eins vel færa eitthvað af þessum ferðaminningum í letur þar, með an beðið væri. Ekki var þá flog- ið nema tvisvar í viku vestur og þá því aðeins að vel viðraði. Tíminn var því nægur og ég bað bátsmann minn að svipast um ef'tir Álkunni. Ekki vissi hann nákvæmlega hvar hana m.yndi að finna, enda ókunnugur þjóð- sögunni; en sveigði samt af leið upp undir Núpinn. Ég sagði hon- um að ég hefði lesið um þennan klett og hann hlyti að vera 'þarna einhvers staðar. Og viti menn. Þarna sáum við gutla á ofurlitlu skeri og ég bað báts- mann að sigla nær. Ekki vissi hann hvaða hundakúnstir þetta voru í mér en lét sig pað engu skipta og lónaði upp að skerinu. Nú fór ég ofan í vasa minn, tók þar handfyl^i af glingri, kopar, silfri og krónum og jós þessu smápeningadóti yfir skerið. Og nú varð bátsmaður fyrst lang- leitur. Hafi hann haldið mig skrítinn fyrir, var hann nú viss ,að ég væri bandvitlaus. Ég geri ráð fyrir að hann hefði ekki orðið minna undrandi þótt ég hefði kastað mér fyrir borð. Ég óskaði mér þess að mér auðnaðist að ná flugvélinni á ísafirði, eitthvað mætti tefja hana svo sem eins og hálfan anna tíma. Ég taldi þetta að sjálfsögðu út í hött, ekki var nú ‘trúin meiri á að Álka myndi gjalda mér gjöf mína. Auk þess var þetta hringsól til þess eins að tefja förina og minnka mögu- leikana að ná í tæka tíð. Ég bað nú bátsmann að sigla sem hraðast vestur í Skutuls- f jörð. Ég stóð frammi í bátnum, reri fram í gráðið, barði mér af og 'til til hita, því tekið var að kula og sólin horfin bak við skýjabólstrana í vestri. Ég rýndi stöðugt inn yfir ísa- fjarðarbæ til að sjá hvenær flug- vélin kæmi þaðan og hyrfi mép sjónum. Ég leit á klukkuna. Ekki kom vélin enn. Skyldi ég hafí\ það? Við sigldum inn í ísafjarðar- höfn og um leið og ég kom fyrir tangann sá ég að þar sal: Kata gamla enn á Pollinum. Ég var bæði feginn og glaður. Held- ur dró þó skugga fyrir er ég sá flugvélarbátinn sigla frá bryggjunni út að flugvélinni. — Aðeins of seinn. Það mun- aði því, ef ég hefði ekki farið að stoppa við Álku, hefði ég náð landi, getað fengið mér farseðil og komizt með farþegunum út. En því ekki að reyna að sigla í keppni við flugvélarbátinn og ná flugvélinni samtímis honurn Og vita hvort flugstjórinn myndi ekki vera svo elskulegur að taka mig með, þótt farseðilslaui væri? Bátsmaðurinn fékk hvatlega skipun um að sigla beint upp að flugvélinni. Þar var gamall

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.