Morgunblaðið - 11.04.1963, Qupperneq 23
Fimmtudagur 11. apríl 1963
MORGVNBL AÐIB
23
Rólegir spilagestir á litlu casinói.
Dinah Shore, Diana Dors, og frá
París: Le Lido de Paris 1962 og
1962 Folies-Bergere.
En hvernig stendur á því, að
þetta kostar gestina svona Iítið?
Því er fljótsvarað: fjárhættu-
spilið er rekið með svo miklum
ágóða. Nevada er eina ríki
Bandaríkjanna, sem leyfir
„gambling". Það var lögleitt árið
1931 og hefur fært ríkinu ofsa-
gróða, t.d. koma til Las Vegas
einnar um 10 milljónir ferða-
manna á ári. Bíkið var þó auð-
ugt fyrir, því að námur með
hvers kyns góðmálmi eru þar
viða. Fjárhættuspilaágóðinn sér
um það, að engan tekjuskatt
þarf að leggja á íbúana og vel-
megun er þar mikil. Aðrir
Bandaríkjamenn segja, að pen-
ingar Nevadabúa séu illa fengn-
ir, en þeir færa mörg og sterk
rök fyrir sínu máli, sem ekki er
tóm til að^drepa á hér.
Varla er til svo ómerkilegur
veitingastaður, að e. k. fjár-
hættuspil tíðkist þar ekki með
vélum, og hirðir ríkið vissan
hlut af því, sem inn kemur.
Um svipað leyti og ég dvald-
ist þarna, kom gamli, góði Harry
S. Truman þangað í heimsókn,
en vitað er, að hann er svarinn
andstæðingur fjárhættuspils.
Hann var að koma þangað á
demókrataþing, og reið nú mik-
ið á að láta hann ekki tala illa
um þessa tekjulind Nevadabúa,
því að ella kynnu demókratar
að gjalda þess illilega í næstu
kosningum í ríkinu. Var því tek-
brást hinn versti við, er hann
heyrði um vanstillingu Tru-
mans, neitaði að sitja við sama
borð og hann í veizlu daginn
eftir, svo að Truman reiddist
aftur. Varð þetta demókrata-
þing svo allt með hinum mestu
ósköpum. Sýnir þetta litla atvik,
hve Nevadabúum er mjög í mun
að halda fast við upptekinn sið,
enda vonlegt, þegar spilaágóð-
inn einn stendur undir < flestum
útgjöldum rikisins.
í Nevada er aðeins krafizt 6
vikna búsetu, til þess að skiln-
aður sé veittur. Kemur því mik-
ið af fólki þangað, til þess að fá
fljótan skilnað, og fer aðallega
til Reno og Las Vegas. Var mér
sagt, að hjón hættu oft við að
skilja, eftir að hafa skemmt sér
þar í sex vikur. Auðvelt er að
hlaupa í hjónabandið í Las
Vegas, enda eru ails staðar vxð
„The Strip“ á milli skemmti-
hallanna litlar og snotrar kirkj-
ur. Við gangstéttina logar á neon
ljósum t.d.: „Weddings 24 hrs“,
„Weddings all night'* (eða
,,nite“), þ.e.: giftingar 24 klst. á
sólarhring, gift alla nóttina o. s.
frv. Aðrar auglýsingar segja:
„Göngum frá skilnaði á met-
tíma“. Þær eru frá lögfræðing-
um eða hjálparmönnum þeirra.
Niðri í „Downtown" eru mörg
og stór „casinos", leikhús, kvik-
myndahús, barar o. s. frv. Þar
gengur mikið á allan sólarhring-
inn, án þess að nokkurt lát verði
á, og þar fannst mér oft gaman,
man ég. Enginn sólarhringur éus-
ins er „dauður“.
Á einum stað er e.t.v. lokað,
meðan gert er hreint, en þá eru
nógir aðrir opnir á meðan, og
þetta gildir bókstaflega um allt.
Stærstu spilavítin þar eru ið-
andi af lífi nótt sem dag. Um
eitt þeirra, „Horseshoé Casino“,
las ég í blaði, að það hefði ný-
lega werið endurnýjað fyrir
2.500.000 dollara, og þar af hefði
eitt neonljósaskiltið kostað tæp-
an þriðjung, enda var það alí-
stórkostlegt á að líta.
Eins og ég tók fram í upphafi
þessara sundurlausu þátta, er
Las Vegas engri borg lík, svo að
þar kemst enginn samjöfnuður
til greina. Þó gildir hið sama
um fólkið, sem ég kynntist þar,
og það, sem ég kynntist annars
staðar í Bandaríkjunum: Það er
kurteist, hjálpfúst og leggur sig
mjög fram um að gera allt fyrir
ejlendan mann. Gestrisnin þar
eins og annars staðar var frá-
ið loforð af honum að minnast
ekki einu orði á þessi mál. En
blaðamenn eru ágengir og
hrönnuðust þegar að honum á
flugvellinum. Eitt af því fyrsta,
sem þeir spurðu um, var hvern-
ig honum litist á að vera kominn
í þetta spilabæli. Hann svaraði,
að hann væri hrifinn af að koma
til þessarar reyklausu iðnaðar-
borgar (þetta er rétt, svo langt,
sem það nær; í Las Vegas er
talsverður iðnaður rekinn), sem
setti framsækna og duglega borg
ara. Minnti hann á, að 1940
hefðu íbúarnir ekki verið nema
8.000, 1950 voru þeir 25.000 og
1960 voru þeir 65.000. Blaða-
menn svöruðu því til, að jafh-
mikil gróska hefði verið í flest-
um bæjum vestursins; — en
hafið þér e.t.v. breytt um álit á
fjárhættuspili? Truman svaraði
ekki, en gekk að bílnum. Blaða-
menn eltú með áleitnar spurn-
ingar á lofti, unz einn kallaði:
Nú, svo að hann hefur þá breytt
um álit! Þá stóðst gamli mað-
urinn ekki mátið og hélt nú
langan reiðilestur um syndir
Bpilamennskunnar, meðarr skjálf-
andi demókratarnir hófu há-
vært skvaldur, til þess að blaða-
mennirnir heyrðu -ekki til hans.
En þetta var nóg: Blöð repú-
blikana í ríkinu birtu stórum
etöfum 1 kvöldútgáfunum, að
Truman væri kominn til að gefa
demókrötum nýja línu í þess-
um efnum! Foringi demókrata
SPAIMIM
Glæsilegar
hópferðir.
1. Costa Brava-ströndin og Mallorca.
Dvöl á tveimur af vinsælustu baðströndum Spánar.
2. Svissnesku Alparnir.
Úr baðstrandasólinni í háfjallasólina. Fegurð Alp-
anna og hinna mörgu rómuðu fjallavatna ætti
m. a. að gefa ferðinni enn frekara gildi.
3. París. — 4. London og Glasgow.
— Allt í einni ferð. —
Biðjið um
sumar-
áætlun
okkar.
Pantið
tíman-
lega.
Costa de Sol — Baðströndin.
>
Aðalstræti 8. — Sími 20-800.
bær og óuppgerð forvitni um
land gestsins mikil.
Ungum iðnaðarmanni kynnt-
ist ég af tilviljun. Kynnti hann
mig aftur fyrir bróður sínum,
sem var umbrotsmaður við dag-
blað, og sýndi sá mér öll húsa-
kynni blaðsins og starfshætti.
Kimni ég vel að meta þetia.
Mér þótti iðnaðarmaðurinn
furðu fróður um ísland og umli
hann eftir því, hvernig á þvi
stæði, en hann gaf lítið út á bað
í fyrstu. Þegar við kvöddumst,
sagðist hann hafa verið í her-
þjónustu á íslandi í marga mán-
uði. Áður en hann fór til íslands,
las hann allt, sem hann náði til,
um land og þjóð. Kvaðst hann
hafa hlakkað til að koma tii ís-
lands, en reyndin varð sú, að
þetta urðu ömurlegustu mánuð-
ir í lífi hans. „Okkur var haldið
í búri, því að ríkisstjórn ykkar
vildi ekki, að við hittum Islend-
inga. Ég hef ekkert nennt að
lesa um ísland síðan. Þú ert
fyrsti íslendingurinn, sem ég
kynnist. Ég kynntist engum í
Keflavík, en einum í Las Vegas“.
Sjálfsagt finnst einhverjum
lífið í Las Vegas vera óheilbrigt.
Það væri það fyrir þá, sem dveld
ust langan tíma á skemmtistöð-
unum. En allur þorrinn kemur
þarna aðeins um stundarsakir
og fer þurtu ánægður — og oft-
ast mjög þreyttur. Ég var sann-
ast sagna ekkert á móti því að
fara frá þessari borg. Ekki er
víst, að ég komi þarna nokkru
sinni aftur, og því get ég tekið
undir hin gömlu orð: „Aimez-ce
que jamais on ne verra pas deux
fois“, þ.e. látið ykkur þykja
vænt um það, sem þið sjáið ekki
í annað skipti.
Magnús Þórðarson.
- Nú er hún
Snorrahúð stekkur
Framihald af bls. 17
Ég minntist á berjatínsluna.
Rétt fynir ofan veilksmiðju.ua
var hvosin mín. Þangað fór ég
með brúsa þegar mig langaði í
bláber, og þótt eliki færi aEt
d brúsann, fylltist hann fljótt.
Annars var einna mest um ber
inni í skógi, en þangað var erf-
itt að komast nema með báti.
Ég man það eitt sinn þegar við
vorum að fara heim, að faðir
minn bað Jónas Magnússon verk
stjóra að atjhuga hvort ekki væri
unnt að senda eitbhvað af berj-
um suður með næstu ferð..Við
heimkomuna til Reykjavíkur
beið föður míns símskeyti frá
Jónasi: Höfum tínt fjögur tonn,
eigum við að halda áfram?
Og ekki voru tínurnar í þá
daga.
★
Ég veit ekki hvort ég verð
fyrir vonbrigðum þegar ég kem
til Hesteyrar. Ég held ekki. Fólik-
ið er að vísu farið og bæirnir
að hrynja. Sölvi fluttist síðastur
manna frá Hesteyri og settist
að á Bolungarvík að því ég
frétti seinna. Fríða er komin til
Reykjavíkur. Og Sigurður Ey-
leifsson þeytir ekki lengur eim-
flautuna á Arinbirni Hersi út
af Sléttúnesi.
En fegurð fjallanna speglast
enn í sléttum sjónum, og hand-
an við fjörðinn, rétt innan við
Seleyri, er ég viss um að snjó-
skaflinn, þar sem togararnir
só'ttu sér ís í gamla daga, bíður
í fjörunni.
Björn Thors
HVERT
jr ferð/nn/ heitið?
LEIÐIN LIGGUR TIL OKKAR.
SUNNA SÉR UM FERÐALAGIÐ
FYRIR HINA VANDLÁTU.
Fei ðaþjónustan »11 á einum stað.
FARSíÐLAR með flugvélum, skipum, járnbrautum og bíl-
um. Hótelpantanir. Sumarleyfið skipulagt við sólskinsstrend
ur Suðurlanda, í París, London, Hamborg eða Kaupmanna-
höfn. Heisóknir á vörusýningar og ráðstefnur. Viðskipta-
ferðir kaupsýslumanna, hvort sem leiðin liggur til Evrópu,
Afríku, Amcríku eða Asíulanda.
Viðskiptavinir okkar hafa á þessu ári ferðast með far-
seðla frá okkur um allar heimsálfur, þó fiestir fari til
Kaupmannahafnar, Hamborgar og London.
Örugg ferðaþjónusta byggð á staðgóðri þekkingu er
ferðamanninum mikils virði. Kaupið því farseðlana hjá
okkur. Spyrjið þá mörgu, sem reynt hafa
Kjörorðið er: Aðeins það bezta er nógu gott fyrir okkar
viðskiptavini.
SÚNNA, — Bankastræti 7 — Sími 16400