Morgunblaðið - 24.04.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.04.1963, Blaðsíða 2
2 MORCl’NBL 4Ð1B Miðvikudagur 24. aprll 1963 Deílt um hvort skrá eigi í Garði eða Sandgerði Sigurpáll skráði í Hafiiarfirði DEILUR standa nú um eftir hvaða samningum ei-gi að skrá á báta Guðmundar á Rafnkels- sböðum til síldveiða. Er aðal- deiluefnið hvort beri að skrá á bátana í Garði eða Sandgerði. En í Garði gilda samningar, sem LÍÚ og Alþýðusasnbandið gerðu 22. nóv. í haust, en í Sandgerði gilda gamlir samningar, sem aldrei hefur verið sagt upp, til 1. j'iiní næstkomandi. Guðmundur telur að honum séu Sandgerðissaimningar óvið- bomandi, þar eð hann sé sjálfur heimilisfastur í Garði og eigandi báitanna og þeir séu þvá frá Garði, en leggi einungis upp í Sandgerði vegna hafnleysis í Garði, eins og bátar leggja upp hingað og þangað. Verkalýðsfé- lagið telur að skrá eigi bátana í Sandgerði, enda hafi Guðmund ur iðulega skráð á þá þar. Eini báturinn, sem lá í höfn í gær, þegar fréttamaður blaðs- ins fór suður eftir var Jón Garð- ar. En í deilunum, sem upp hafa komið, hefur allt um borð verið undir smósjá og í ljós komið að báturinn er 7 lestum of stór til að skipstjóri og stýrimaður hafi réttindi á honum og vélstjóri hefur aðeins réttindi á 400 ha vél í stað 500. Var útgerðin að reyna að fá undanþágu fyrir menin þessa, en ekki var í gær vitað hvort þeir fengju að vera áfram á skipinu. • Víðix II var farinn út með þorskanót og nýi báturinn Sig- urpáll skráði mannskapinn í Hafn arfirði í gær á síldveiðar skv. gildandi samningum milli LÍÚ og Alþýðusambandsins frá því í nóvember i haust, skv. upplýs- inigum frá sýslumanns skrifstof- unni í Hafnarfirði. SKIPVERJAR VILJA EKKI Á ÞORSKVEIÐAR Fréttaritari blaðsins hitti að máli Guðmund á Rafnkelsstöð- um. Hann sagði: — Ég býðst til að borga mínum mönnum það sem borgað er í Keflavík, Hafn- airfirði, Reykjavík, Akranesi og yfirleitt alls staðar nema í Sand- gerði. Við höfum útgerðarfélag í Garði og höfum látið LÚÍ semja fyrir okkur og erum þvi með í samningum þeirra frá í haust. Það þurfti því ekflci að segja upp neinum samningum við verkalýðs félagið í Sandgerði okkar vegna og ég hefi ekki skrifað undir neina samninga til sildveiða við það félag, hvorki gamla né nýja. Skv. félagsdómi, sem féll í jan- úar, var dæmt rétt að gömlu Sandgerðissamningarnir hefðu Margeir Sigurðsson, formaður verkalýðsfélagsins í Sandgerði. fengið hefð með þriggja ára notkun. En þeir samningar koma mér ekki við og ég skráset ekki skv. þeim, þar eð ég og bátarnir eru úr Garði, en leggja aðeins hér upp af því okkur vantar höfn í Garðinum. í haust var skiráð á bátana skrv. þessu. — Annars hefi ég boðið skip- verjum á Jóni Garðari og Víði II að fara á línu og þorska- net, en þar eru engar deilur um samninga, og ágætur afli hefur verið á þessi veiðarfæri. En skipShafnimar vilja bara fara á síld upp á gömlu Sandgerðis- samningana sem ég vil ekki semja um. Víðir II fór þó út með þorskanót, til að gera eitt- hvað, en hætt er við að litið veiðist í hana núna því sílið er farið. Jón Garðar liggur bund- inn við bryggju af því ekki semst Og fyrir nokkrum klukkutímum Erindi um k jarn- orku og vatns- orku GUNNAR Randers forstjóri kem ur hingað til lands á vegum fé- Iagsins ísland — Noreigur fimmtu daginn 25. apríl. Hann mun halda hér fyrirlestur í hátíðasal Háskóla íslands þann 26. apríl kl. 17.30. Efni erindisins er kjarnorka og vatnsorká. Gunnar Randers er fæddur 28. apríl 1914. Hann lauk námi í eðlisfræði í Osló 1937 og var hann við ýmsa háskóla í Banda- ríkjunum á stríðsárunum. Um skeið var hann forstjóri stjarn- eðlisfræðistofnunar háskólans í Osló og frá 1948 forstjóri kjam- orkustofnunar Noregs (Institutt for atomenergi). Hann hefur enn fremur stjórnað sameiginlegum kjarnfræðirannsóknum Hollend- inga og Norðmanna frá 1951. Ennfremur var hann persónu- legur ráðgjafi Dags Hammar- skjölds, aðalritara Sameinuðu þjóðanna í kjarnfræðimálum frá 19&4. Hann hefur og gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Norðmenn og tekið einkum þátt í alþjóð- legri samvinnu á þessu sviði. Gunnar Randers Hann hefur ritað fjölda vísinda- legra greina og tvær bækur, Atomkraften útgefin 1946, og Atomer og Sunn Fornuft útgefin 1954. Gunnar Randers hefur einu sinni áður komið til íslands ag setið fund norrænnar samvinnu- nefndar um kjarnorkumál í ágúst 1960. (Frá félagi»« ísland — N*«egur). bom svo upp að yfirmenn hefðu ekki réttindi á honum. Báturinn átti að vera 120 lestir, en mæld- ist 127, og vélamaðurinn hefur 400 hestafla réttindi en báturinn hefur 500 hestafla vél. Okkur 'hefur ekki enn tekizt að fá und- aniþágur fyrir þá. — Hverju munar á síldarsamn ingunum í haust og gömlu samn- ingunum, sem gilda í Sand- gerði? — Það munar 1% á minni bát um en 60 lestir, eru þar greidd 39%, frá 60—120 lesta bátar fá 37,5% en yfir 120 lesta bátar fá 36,5% og munar þar 314%. Yfirmenn réttindalausir? Þá hittum við snöggvast ao máli skipstjórann á Jóni Garðari, Sigurð Sigurðsson. Hann hefur verið með Jón Garðar frá í haust, en verið 3 vertíðir áður á bátum hjá Guðmundi. En alls veriö með fiskibáta í 6 ár. — Teljið þið svona miklu væti legri síldveiðar en þorskveiðar? — Það efast ég um. Skipverj- arnir vildu fara á síld og það stóð til að við gerðum það. En ég hefði verið til með að veiða þorsk, þegar ekki var hægt að komast á síldina deilulaust. — Ert þú og skipverjar þínir Sandgerðingar? — Ég er Húsvikingur og nær allir skipverjar eru Norðlend- ingar eða Vestfirðingar. — Er mikill munur að stjóma báti sem er 120 lestir eða 127 lestir? — Nei, þegar út í þras er mtm mv.-y. yww ^ Guðmundur Jónsson á Rafnkelsstoðum og Sigurður Sigurðs- son, skipstjóri á Jóni Garðari. komið er allt tínt til. Guðmund- ur taldi að þetta væri í lagi að ég stjómaði skipinu og sjálfsagt hefðu ekki verið fettir fingur út í þetta, ef þetta hefði ekki kom- ið til. En einhvers staðar verður sjálfsagt að draga línuna. Og ég verð þá kannski bara að fara á 119 lesta bát. Bátanir skráðir í Sandgerði þar til í haust Að lokum hittum við að máli Margeir Sigurðsson, formann verkalýðsfélagsins í Sandgerði. Hann sagði: Guðmundur er með allan sinn atvinnurekstur hér í Sandgerði. Hann hefur skráð hér, nema að hann skráði Víði Ií í Garði í haust. í haust auglýstum við að við bönnuðum öllum á félagssvæðinu að skrá sig skv. öðrum samningum en okkar. Fé- lagsdómur um að gömlu samn- ingarnir giltu vegna hefðar féll ekki fyrr en í janúar og síðan hefur ekkert verið skráð á báta Guðmundar, sem við teljum að eigi að skrá hér, eins og alla báta, sem hér eru gerðir út. Okkar samningum hér var ekki sagt upp og því eru þeir í gildi til 1. júní. LÍÚ hefir nú sagt upp Listkynning Morgunblaðsins Einar Guðmundsson UNDANFARNA daga hefir Einar Guðmundsson haldið sýningu keramikmunum í glugga Morg- unblaðsins. Sýningunni lýkur í dag. Einar Guðmundsson hefur feng izt við keramiksmíði í 13 ár. — Hann nam listina hjá föður sín- um, Guðmundi Einarssyni frá Miðdal en hefur farið í námsferð ir til ítalíu, Þýzkalands og Dan- merkur. Hann heffur haldið nokkrar sjálfstæðar^ sýningar, bæði í Evrópu og Ameríku, og tekið þátt í mörgum samsýning- um. Nokkrir munanna, sem nú eru til sýnis í Morgunblaðsgfliuggam- um, verða sendir á sýningu í Washington, sem ameríska upp- lýsingaþjónustan stendur fyrir. Verður sýningin haldin í septem bermánuði næstkomandi. — Hin- ir eru til sölu í Listvinahúsinu við Skólavörðustíg, þar sem lista Tnaðurinn hefur vinnustofur sín- a ar. /* NA 15 hnútar ,/ SVSÚhnútar X Snjókoma » ÚSi V Skúrir S Þrumur mss KuUaakit JS* HitatkU H HatS L Lma» Bezta vorveður var um allt land í gær, yfirleitt suðvest- an andvari og þurrt veður. Norðan og austan til á land- inu var sólskin, einikum eft- ir hádegið. Hlýjast klukkan 15 var 13 stig á Kirkjwbæj- arklaustri og 12 stig á Sauð- árkróki. Mikil hæð er yfir norð- vestanverðu Rússlandi og teyg ir sig þaðan suðvestur um Norðurlönd og Norðursjó. Eru því hiorfuir á suðlægri átt, hlýindum næstu dagana hér á landi. samningi við okkur, en ekki til- tekið hverjir séu þeirra aðilar hér (Mbl. leitaði upplýsinga um þetta atriði hjá LÍÚ í gærkvöldi. Beiðni um að nefna aðilana barst þeim í gær og var bréfinu svarað samstundis og taldir upp útgerð- armenn í Sandgerði og er Guð- mundur ekki þar með). — Hvað eru margir bátar gerð ir út héðan? j — Átta fyrir utan Guðmuiidar báta, þar af 3 frá Miðnesi hf., sem eru í máli. '— Hafið þið afskipti af þvi hvort þessir bátar fara á línu eða netaveiðar? — Enginn ágreiningur er um þorskveiðisamninga og við skipt- um okkur ekki af því. Ný bók í smíðum, segir Laxness SL. SUNNUDAG birtist í sænska blaðinu Dagens Ny- heter viðtal við Halldór Kiíj- ain Laxness. í viðtalirau segir rithöfundurinn m.a., að undan farna mánuði hafi hann unnið að sarainingu bókar, sem sé einskonar uppgjör við tímann. „Hún fjallar mest um óþekkt fólk og hugmyndir, sem ég hef1 kynnzt á lífsleiðinni. í stuttu máli sagt, um þróun", sagði L Laxness. Síðar í viðtalinu seg- , ir hann, að frægt fólk hafi aldrei haft eins mikil áhrif á hann og óþekkt fólk. Laxness skýrir frá þvf, að í vetur hafi hann skrifað leik rit „Dúfnaveizluna". Einnig segist hann vera byrjaður að skrifa smásögur á ný. Um leik ritið segir Laxness: „Það er kómedía, en að baki liggur alvara fyrir þá, sem finraa hana.“ Laxness segist skrifa edtt leikrit á ári og hafa tekið ást| fóstri við það form ritverka þó að leikhúsgestir hafi látið leikritum hans ósvarað. Þeir' ’vilja aðeins bandaiisk leikrit, ekki skandinavísk, segir hamn. „Leikhúsgestum finnst ekk ert til um leikrit mín. Þaiu eru Í' sjaldain sett á svið og „slá ekki í gegn“.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.