Morgunblaðið - 24.04.1963, Blaðsíða 10
10
MORGUJS BLAD1B
Miðvikudagur 24. apríl 1963
MINNINGARORÐ
í DAG eru kvaddir hinztu kveðju
þrír félagsmenn F.Í.A. sem fórust
í hinu hörmulega flugslysi við
Fornebuflugvöll á páskadagsmorg
un.
Jón Jónsson flugstjóri var 45
ára að aldri. Hann var einn af
stofnendum Félags íslenzkra at-
vinnuflugmanna F.Í.A.: Jón lét
málefni stéttar sinnar mjög til
sín taka og tók jafnan mikinn þátt
í öllu starfi F.Í.A.
Jón var grandvar maður og
prúðmenni hið mesta. Hann var
úr hópi elztu og reyndustu flug-
stjóra Flugfélags íslands.
Ólafur Þór Zoega, var 27 ára,
þegar hann fórst. Hann hafði
starfað sem flugmaður í sex ár.
Ha'nn hafði unnið ýmis trúnaðar-
störf fyrir F.Í.A., m.a. setið*samn
ingsnefnd.
Ólafur var vinsaell meðal fé-
laga sinna og vel látinn flug-
maður.
Ingi G. Lárusson flugleiðsögu-
maður, var 23 ára að aldri. Hann
gekk í F.Í.A. fyrir tveim árum
og átti að hefja flugmannastörf
innan skamms.
Ingi varð strax eftir að hann
gekk í F.Í.A. virkur félagsmað-
ur.
Ingi var glaðvær maður og
traustur, og vann öll sín störf af
alúð og samvizkusemi.
F.Í.A. vottar ástvinum hinna
látnu flugmanna einlæga samúð
sína.
Stjórn F.Í.A.
t
„Er Hel í fangi
minn hollvin ber,
þá sakna ég einhvers
af sjálfum mér“.
ÞÆR María Jónsdóttir og Helga
Henckell voru á burt kvaddar á
páskadag. Eftir er aðeins bjartar
minningar um tvær góðar stúlk-
ur, sem gött var að þekkja, vinna
með og eiga fyrir vini.
Okkur er meinað að skilja til-
gang þessa hræðilega harmleiks
á páskadag. Dauðinn kemur svo
oft á óvart, þó við vitum að öll
eigum við að deyja og það er
ekki okkar að ákveða daginn eða
stundina. Við munum heldur
ekki stöðva hjól tímans, lífið
verður að halda áfram, en við
finnum til óendanlegs missis og
smæðar eftir hið sorglega slys.
Við þökkum þeim Maríu og
Helgu gott samstarf og yndislega
vináttu. Minning þeirra mun
verða okkur hvatning í lífi og
starfi eins og þær voru okkar
fyrirmynd í lifanda lífi.
Við vottum ástvinum þeirra
okkar innilegustu samúð og hlut-
tekningu. Við trúum að Hrímfaxi
hafi flogið til betri og fegri
heima, að við Osló hafi ekki verið
nein endalok, heldur aðeins síð-
asta viðkoma hér á jörðu.
„Flýt þér, vinur, í fegra heirn.
Krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum
morgunroðans
meira að starfa Guðs í geim“.
Flugfreyjur F. í.
Kenndu mér sannleikann
sóllöndum frá.
Sjá vil ég þokuna flýja.
Skinfaxa koma út úr
skýjunum grá
og skínandi himininn nýja“.
. (JGS).
VINIR og félagar.
Með fáum orðum langar mig
að kveðja ykkur, nú þegar þið
hafið enn lagt af stað í nýja ferð.
Margar og góðar minningar
munu verða varðveittar um ykk-
ur öll unz við hittumst að nýju,
eins og við gerðum svo oft.
Í fluginu er haldið af einum
stað yfir á annan, eins og þið
hafið nú gert, en með öðrum og
sviplegri hætti en vonir stóðu til.
Við, sem eftir stöndum svo
hljóð og ein, biðjum góðan Guð
að stefna ykkar ferð til betri og
fegri staða en þið hafið áður gist.
Friður sé með ykkur og góða
ferð.
Ég sendi ástvinum og vinum
ykkar og farþegamna svo og Flug-
félagi íslands mínar dýpstu
samúðarkveðjur.
Unnur E. Gunnarsdóttir.
verk meistaranna. Þá icið tám-
inn ffljótt, er hann sat langdvöl-
um og blés pípureyknum út í
rötekrið hugfanginn af fegfurð
sígildrar tónllstar. Hann þekkti
og kunni mikið af tónverkum
og fann í þeim mikla fróun í
lífinu.
Það birti mikið í lífi Jóns er
hann fyrir rösklega ári
gekk að eiga eftirlifandi konu
sína Fríðu Hallgrimsdóttur. Þar
hafði hann fundið þann lifsföru-
naut, er hann unni og bar virð-
ingu fyrir og ekki að óverð-
skulduðu. Heimili þeirra við
Sigluvog bar vott um ást og virð-
ingu þeirra 'hjóna hvors til ann-
F. 20. apríl 1935. - D. 14. apríl 1963
Hann er ekki hér
en hann er upprisinn.
Lúk. 24. kap. 6.
Þessi máttugu orð hljómuðu
enn í huga mér frá messu á
páskadagsmorgun þá er ég spurði
helfregnina um að Hrímfaxi
hefði farizt í aðflugi inn til
Fornebu-flugvallar.
Það mildaði þó sorgina að trúa
þessum helgu orðum og trúa því
að starfsfélaginn lifir áfram, að-
eins í öðrum heimi.
í huga mér flugu ýmsar minn-
ingar um samstarfið á liðnum
árum, minningin um góða og
greinda drenginn og umfram allt
minningin um prúðmennið Ólaf
Zoega.
Ólafur Þór Zoega var fæddur
í Hafnarfirði 20. apríl 1935 og
var því tæpra 28 ára er hann
féll frá.
Hann var sonur hjónanna Hall-
dóru Ólafsdóttur Zoega og Geirs
Zoega forstjóra. Nám stundaði
Ólafur í Gagnfræðaskóla Vest-
urbæjar og lauk þaðan lands-
prófi. Var síðan um skeið í verzl-
unarskóla í Skotlandi. Að því
loknu velur hann sér lífsstarfið
og lýkur flugnámi hér heima
vorið 1956. Starfar svo sem flug-
maður þá um sumarið á síldar-
leitar-flugvél fyrir Norðurlandi.
Til Englands liggur svo leið-
in, og þar lýkur hann fram-
haldsnámi í flugi vorið 1957 og
ræðst þá til Flugfélags íslands.
Þetta eru hinir björtu dagar
unga mannsins og hann velur
sér lífsförunaut og í júní kvæn-
ist hann eftirlifandi konu sinni,
Elísaibetu Magnúsdóttur, og eign-
uðust þau tvö börn Halldór 4
éra og Dagnýju 3ja ára. Það
ríkti gleði og haimingja hjá fjöl-
skyldunni og ungu hjónin höfðu
nú nýlokið við að byggja sér
'hús að Smáraflöt 28 og aðeins
var eftir að flytja inn þegar
kallið kom.
Svo litlu er okkur mönnunum
ars, það var hlýlegt og vistlegt
og vitnaði uim hamingju góðs
fóliks. En nú hefur dregið fyrir
sól og góður drengur er geng-
inn, eftir eru mdnningarnar um
góðan mann sem öllum þóbti
vænt um.
Ég votta mína dýpstu samúð
eiginkonu, ölluim rtánustu ætt-
ingjum og tengdafólki Jóns Jóns-
sonar flugstjóra, að ógleymdri
Guðrúnu litlu dóttur hans, sem
hann unni mjög og var svo góð-
ur. Ég votta öllum þeim, sem
eiga um sárt að binda vegna
þessa hörmulega slyss, mína
dýpstu samúð.
Jóhannes R. Snorrason.
ætlað að ráða hinn næs'ta dag.
Unga konan flutti inn á nýja
heimilið með börnin og það sem
þeim var kærast, minninguna
fögru um ástríkan eiginmann og
föður.
Ólafur var maður meðalhár
vexti, fríður sýnum svipurinn
hreinn, snar í hreyfingum, undir
niðri alvörugefinjn. í daglegri
umgengni var hann hógvær, en
þó glaðvær og hafði jafnan til
reiðu hnittin tilsvör.
Ólafur var virkur þátttakandi
í störfum stéttarfélags sins, m.a.
hafði hann setið í samninganefnd
um F.Í.A. og átti sæti í trún-
aðarmannaráði félagsins fram
á hinsta'dag. Hann tók hið vanda
sama og ábyrgðamikla flugmanns
starf sitt alvarlega og lét ekk-
ert fram hjá sér fara, sem aukið
gat á þekkingu hans þar urn,
enda var hann víðlesinn í flug-
fræðilegum efnum.
Það duldist mér ekki fremur
en öðrum hversu vel hann var
til starfsins hæfur. Þess vegna
er svo eríitt að skilja þegar ung-
ur og efnilegur maður er ■ burt
kallaður á snögglegan hátt, mað-
urinn, sem stendur mitt í dags-
ins önn o.g á svo margt eftir
ógert. Næstu daga átti Ólafur
að taka við starfi flugstjóra hjá
F.Í., en þá er það sem alvaldur
Jón Jónsson flugstjóri
„MÍN LÍFSTÍÐ er á fleygiferð",
segir í kunnum sálmi, það er
gömul staðreynd og ný. Enginn
fær neinu þar um ráðið, Enda-
lokin koma stundum snögglega
og óvænt og hafa viðtourðir síð-
ustu vikna sannað það átakan-
lega. Margir eiga um sárt að
binda vegna hinna hörmulegu
slysa, sem dunið hafa yfir þjóð-
ina að undanförnu á láði og legi.
Svo á sjálfan páskadaginn, þeg-
ar sól skein í heiði, hækkandi
með birtu og yl, barst okkur
sorgarfréttin á öldum Ijósvak-
ans handan yfir hafið. Flugvél-
in Hrímfaxi hafi farizt í að-
flugi að flugvellinum við Osló.
Þar kvöddu okkur „á snöggu
augaforagðí1* tólf vaskir menn
og konur, flest í blóma lífsins.
Páskahátíðin var í einni svip-
an orðin sorgardagur, dagur
trega og tára. Lífið er fallvallt
og enginn ræður sínum nætur-
stað. Sorgin grúfir yfir borg og
byggð, en í öllum ömurleika
liðandi stunda minnumst við
góðra vina og félaga með þökk
fyrir margar ánægjulegar sam-
verustundir á liðnum árum. Við
biðjum þeim blessunar sem
misstu föður, móður, ástvini og
nána ættingja. „Hið silfurskæra
tár“ læknar sárin og mitt í sorg-
inni finnum við kraft til þess að
hugga og láta huggast. Lífið er
aðeins áfangi á langri leið og
fyrr en varir leggjum við sjálf
land undir fót til hins ókunna
lands og „þar bíða vinir í varpa“.
Ég vildi minnast vinar míns
Jóns Jónssonar, flugstjóra, með
þessum fátæklegu orðum í dag,
en nú fylgjum við honum hinsta
spölinn. Vagga hans stóð að Hlíð-
arenda í Ölfusi, en þar fæddist
hanh 23. janúar 1919. Foreldrar
hans voru þau Þorbjörg Svein-
bjarnardóttir og Jón Jónsson.
Mér er sagt að hann eigi til
ágætra og traustra manna að
telja um Árnesþing, og hafi því
verið kvistur á góðum stofni.
Hann ólst upp í föðurhúsum og
vandist fljótt vinnu og trú-
mennsku þeirra ára þegar engu
mátti glata og allir urðu að
leggja sig fram til þess að sjá
búinu farborða. Tryggð til ætt-
jarðarinnar og föðurhúsanna
hélt hann alla tíð. Jón fluttist
með foreldrum s'num til Vest-
mannaeyja og átti þar heima um
árabil. Eftir að hafa búið sig
undir lífið með gagnfræðaprófi
og iðnskólaprófi starfaði hann
um tima á skipum Eimskipa-
félags íslands og var einn þeirra
vösku manna, sem færðu okkur
björg í bú á ófriðarárunum.
Brátt hneigðist hugur hans að
óravegum loftsins og ég minnist
þess dags, er hinn ungi prúði
maður kom til okkar, sem þá
störfuðum við flug hér, og lagði
fyrir ókkur nokkrar spurningar
varðandi flugnám. Prúðmannleg
framkoma og látléysi þessa unga
manns verður mér ávallt minnis-
stæð. Að loknu flugnámi við
flugskóla í Oklohoma í Banda-
ríkjunum lá leiðin til æbtlands-
ins á ný. Um stundarsakir var
ekki um starf að ræða hjá flug-
félögunum en ég hafði ásamt
tveim öðrum flugmönnum stofn-
að vísi að flugskóla og keypt til
landsins litlar flugvélar í þeim
tilgangi. Það valt á miklu að
til þess brautrjdðjendastarfs, að
kenna flug hér heima, veldist
trausitur og góðuir maður. Ég
þekkti aftur hinn unga prúða
mann, sem til okkar hafði leit-
að áður. Það varð úr að Jón
tæki að sér að sjá um flugskól-
ann og kenna ungum mönnum
hér fyrstu vængjatökin. Margir
flugmenn munu minnast hans
frá þeim árum. Jón reyndist í
þessu, sem og öðru, hinn traust-
asti og bezti maður. Hann var
ljúfmenni, gætinn og orðvar um
menn og málefni og ábti engan
óvin.
Jón réðist til Flugfélags íslands
1. janúar 1948 og starfaði hjá
því til hinstu stundar. Jón var
öruggur flugmaður og voru hon-
um fljótt falin vandasöm störf
þeirra ára, þegar h^úpartæki
voru af skornum skammti og
mikið reyndi á hæfni og dóm-
greind þeirra, sem við stjórn-
völinn sátu. Jón vair farsæll flug-
maður og lá aldrei á liði sínu
þegar mikið var að gera. Hann
naut mikils álits og trausts og
lagði sig mjög fram við að leysa
vel þau störf, er honum voru
falin. Hann var lengi flugstjóri
á Catalinaflugbátum félagsins
og öðlaðist þai£ mikla reynslu
við erfið skilyrði. Jón dvaldi oft
um mánaðabil á Grænlandi og
tók þátt i því „landnámi" frá
byrjun. Svo vel var hann kynnt-
ur þar, að um hann var sér-
staklega beðið af yfirmanni þeim
er sá um flugið þar vestra. Hann
var því góður fulltrúi síns félags
og sinnar þjóðar þar, sem annars
staðar.
Jón var einn af stjórnendum
Viscount flugvélanna frá byrjim
og naut mikils og verðskuldaðs
trausts í því starfi. Við þann
stjórnvöl sat hann og hélt
traustri hendi þar til hið óvænta
og óviðráðanlega bar að.
Jón Var greindur maður og
vel lesinn. Hann hafði sérstakt
yndi af fagurri tónlist og marga
stundina sat hann og hlýddi á
Úlafur Þór Zoega
SamúðarhveÖja
Srá Noreeji
Kjære venner i Island.
Nylig er Island blitt ramm-
et af to ulykker som har skapt
sorg og savn i mange hjem, og
sikkert hos hele folket. Först
ulykken under orkanen pá
Nord-Island, og nu flyulykken
ved Oslo.
Nár slike tragedier inntreffer
rammer det selvsagt först de
nærmest párörende. Men det
er nundgaelig at hele landet
föler med. I sorgens tid merk-
es det best at vi er en familie.
Ogsá her í Norge kjenner vi
sorg over det som har hendt,
og vi vil gjerne fá uttrykke
vár innerlige deltakelse med
de párörende, og med alle.
Gud selv má tröste og lindre
savn og sjelsár.
Menneskeord blir sá fattige
og maktlöse i slike situasjoner.
Det beste og eneste vi kan
gjöre er á vende oss til Gud,
vár Far i det höyc, og la han
fá tale sitt evighetsord til oss.
Det er ord som varer langt
utover sorgens og savnets
bitre timer.
Og ellers vidner iivets om-
skiftelse sá klart for oss hvor
nödvendig det er á ha sitt
liv í Gudshánd alltid. Da fár
döden komme nár den viL
Over hver den som vandrer
med Herren lysér det evige
livs háp. For Herrens löfter
stár fast.
Ta imot denne lille hilsen
i dypeste medfölelse .
Gud gi at en strále av lys
og tröst mátte fá skinne inn
í hvert sörgende hjerte.
Venlig hilsen
Harald Hope.