Morgunblaðið - 24.04.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.04.1963, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 24. apríl 1963 MORCUNBLAÐlh 17 — Uppruni.... Framlh. af bls. 6. 2200 rætur (eins og í indóger- mönsku) hef ég sannfærzt um að þriðji samhljóðandinn svarar til viðskeyta í indógermönsku, vegna þess að hægt er að bera saman heilan hóp af indóger- mönskum rótum og samsvarandi orð í hebresku (með 3 samhl), en með sömu merkingu.* „En hafið þér ekki leitt hug- ann að svertingjamálunum í Afríku?" „Jú, það hef ég reyndar einnig gert lítillega. Eins og smábarnið sýgur móðurbrjóst og andar inn um leið, hefur tungumál Hotten- totta og Búskmanna Afríku orðið til og er það með allra frum- stæðustu tungumálum í heimi. Þeir sletta í góm, og kalla ég þessi hljóð gómslettihljóð og hafa samhljóð sennilega orðið til úr þessum hljóðum. Aftur á móti hafa sérhljóðin uppruna- legu verið þrjú a-i-u, sem sézt með samanburði ólíkra mála, en einmitt þessi hljóð tákna a flat- ur, i fara upp, u er kringt hljóð og dæmi þessa sjást í ótal mál- um, þó að hljóðin komi ekki fyrir ein út af fyrir sig, en í sambandi við ýmis samhljóð: is- lenzku flatur, grísku þalatta sjór (hinn flati), íslenzku kúla. Hljóð in a-i-u eru aðalsérhljóðin í grænlenzku og öðrum málum, t.d. í Arantamálinu, sem er frum- byggjamál í Ástralíu. Þau orð sem byrjuðu á samhljóða og end- uðu á n, t.d. ten eða r: — eða 1: tel, táknuðu upprunalega: að fara yfir, lat. teneo, íslenzka þen-ja, lat. per-portus (höfn), tel- í lat. tellus „jörð“ (hin flata) og er frá þeim tíma, er menn önduðu inn á við og slettu í góm eins og Hottentottar en brátt lærðu menn að anda út, af því, að það var auðveldara. All- ar þessar breytingar eru studd- ar ótal dæmum í bókinni. Ég tel mig því hafa sannað með um 400 dæmum úr ýmsum málum, að þriðja stigið í þróuninni hafi verið eftirherma talfæranna á lögun hluta í náttúrunnar ríki og hreyfingum, og að allar tung- ur veraldar séu af einum og sama uppruna. Darwin hélt fram svipuðum skoðunum og ýmsir málfræðingar hafa veitt þessum kenningum stuðning. Ég hef get- ið nokkurra, en einnig má benda á bækur eftir Austurríkismann- inn Edu Rossi. „Die Entstehung der Spraohe und des menschlich- en Geists", Basel 1962, og Þjóð- verjann Herm. Strehle, Mienen, Gesten und Gebarden. Analyse des Gebarens 1960. Prófessor Alexander sagði að lokum, að hann hefði talið rétt að koma bók sinni á framfæri við erlenda málfræðinga víðs- vegar um heim. B.H. Blackwell í Oxford hefur tekið að sér að annast sölu bókarinnar eins og hinna fjögurra sem hann áður hefur útgefið, en Gunnar Einars- son í Leiftri hefur látið prenta bókina á sinn kostnað og kvaðst hann vera Gunnari og Leiftri mjög þakklátur fyrir það fram- tak. Somkomiu Almenn samkoma Boðun fagnaðarerindisins Hörgshlíð 12, Reykjavík kl. 8 í kvöld — miðvikudaig. Kristniboðssambandið Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30 í Kristniboðshúsinu Betaníu, Laufásvegi 13. Séra Jónas Gislason talar. Allir eru hjartanlega velkomnir. Sumarfagnaður fyrsta sumardag kl. 8.30. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn. LJ0SMYNDASXOFAN LOFT U R hf. Ingólfsstræti 6. Pantið tima i sima 1-47-72. Pappírsskurðarhnífur Góður, rafknúinn pappírsskurðarhnífur óskast nú þegar. Tilboð merkt: „Pappirsskurðarhnífur — 6857“ sendist Morgunblaðinu fyrir 1. maí. Vélritunarstúlka óskast Umsóknir, ásamt uppl. um fyrri störf, sendist afgr. Morgunblgðsins merkt: „Skrifstofustúlka — 6863“. íbúð óskast til leigu 6—7 herb. Fyrirframgreiðsla ef óskast er. 6 full- orðið í heimili. — Upplýsingar í síma 51279. Byggingarfélag verkamanna í Reykjavík Til sölu 3ja herbergja íbúð í 4. Byggingarflokki. Þeir félagsmenn sem vilja neyta forkaupsréttar sendi umsóknir sínar á skrifstofu félagsins Stórholti 16 fyrir 30. þ. m. ' STJÓRNIN. Af g reiðslu st ú I kur Óskum að ráða stúlku á kvöldvakt frá kl. 6—11,30. Upplýsingar í Grensáskjöri Grensásvegi 46 (ekki í síma). innheimtumaður óskast í stórt fyrirtæki. Tilboð merkt: „Strax — 1792“ sendist afgr. Mbl. Kantskorin japönsk eik fyrirliggjandi. Þykktir 1W’ og 2”. Kristján Siggeirsson hf. Laugavegi 13 — Sími 13879 og 17172. Blikksmiðir Viljum ráða blikksmiði og aðstoðarmenn ^helzt vana) strax. Litla Blikksmiðjan Laugarnesvegi 69 — Sími 16457. Billiardborð 6x12 fet í góðu lagi til sölu á sanngjörnu verði. Upplýsingar í síma 16272 kl. 12—1 og eftir kl. 6. Viðskiptavinum vorum er hér með bent á að Lóly og Alda frá Hárgreiðslu- stofunni Raffó eru teknar við Hárgreiðslustofunni Lorelei, Laugavegi 56. Tökum við pöntunum í síma 19922. STÚLKA vön kjólasaumi óskast strax. Upplýsingar í síma 18646.. Kranamaður Góður kranamaður óskast. Uppl. í síma 34033 og 34333 næstu daga. Þungavinnuvélar hf. Stúlkur vantar til verksmiðjustarfa nú þegar. Uppl. hjá verkstjóranum Skúlagötu 42. Harpa hf. Kventöskur Svínaskinnstöskurnar komnar. TÖSKU og HANZKABÚÐIN við Skólavörðustíg. Ný sending danskir, enskir og hollenzkir HATTAR Hattabúð Reykjavíkur Laugavegi 10. Skrifstofustúlka Staða skrifstofustúlku við bæjarfógetaembættið í Hafnarfirði er laus til umsóknar. Laun skv. launa- lögum. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 7. maí næstkomandi. Bæjarfógctinn í Hafnarfirði. Smurbrauðsdama Matreiðslukona og nokkrar stúlkur óskast að gisti- og veitingahúsi úti á landi. — Uppl. í síma 10039. Aðvörun Samkvæmt 15. gítein lögreglusamþykktar Reykja- víkur, má á almannafæri eigi leggja eða setja neitt það, er tálmar umferðina. Eigendur slíkra muna, svo sem skúra, byggingar- efnis, umbúða, bílahluta o.þ.h. mega búast við, að þeir verði fjarlægðir á kostnað og ábyrgð eigenda án frekari viðvörunar. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 22. apríl 1963. Reglusamur maður óskast til starfa við akstur á byggingavörum. Þ. Þorgrímsson & Co. Suðurlandsbraut 6 — Sími 22235.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.