Morgunblaðið - 24.04.1963, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 24. apríl 1963
MORCVNBLAÐIÐ
23
Ólíklegt að nokkurt
land eigi einlægari vin
- segir biskup íslands
MORGUNBLAÐIÐ sueri sér
í gær til herra Sigurbjörns
Einarssonar biskups út af
skeyti sem blaðinu barst
vegna söfnunar til Skálholts-
staðar.
Jafnframt skrifar norski prest
urinn Harald Hope í Ytre Arna
kveðju frá Noregi vegna hins
hörmulega flugslyss, er varð við
Ósló á páskadag.
Herra biskupinum fórust orð
á þessa leið:
„Harald Hope prestur í Ytre
Arna nálægt Bergen, er mörg-
um kunnur á íslandi, en fá-
um er þó fullkunnugt hvílíkur
vinur þjóðar vorrar hann er. Ég
fékk í gær bréf frá honum þar
sem hann m.a. minnist á slys-
tfarirnar hér við land og flug-
slysið í Ósló. „Denne syrgelige
hending gav meg ei vákenant
dá eg leid med dei syrgjande i
hus og heim i Island“, skrifar
hann.
Fátt fer fram hjó hpnum, sem
gerist hér, eða varðar ísland.
Víðavangs-
*
hlaup IR.
á morgun
VÍÐAVANGSHLAUP ÍR, hið
48. í röðinni, fer fram á morg-
un (fyrsta sumardag) og hefst
kl. 14 við Hljómskálann. —
Væntanlegir þátttakendur eru
bcðnir að mæta við Hljómskál
ann kl. 8 í kvöld til að kynna
sér hlaupleiðina.
Izhak Ben-Zvi.
Forseti
Israels
látinn
Jerúsalem, 23. aprl, —
(NTB—AP); —
Forseti ísraels, Izhak Ben
j Zvi, lézt í morgun, 78 ára aí
aldri. Banamein hans mui
hafa verið lungnakrabbi.
Ben-Zvi hafði verið forset
lands síns frá því árið 1952 —
, hann var endurkjörinn tvívei
iis, til fimm ára í senn, síðast
Ioktóber mánuði sl. Útför for
setarns fer fram á morgun, o*
vegna fráfalls hans hefur ves
mið aflýst fullveldishátíðahölc
‘ unum 28.—29. apríl n.k.
Kadizh Luz, forseti israelsik;
þingsins, mun annast störf foi
seta, þar til annar hefur verií
kosinn, — sem væntanleg;
verður að fjórum vikum liðn
um.
•Mér þykir ólíklegt að nokfcurt
land eigi einlægari og ástheitari
erlendan vin en vér Islendingar
eigum þar sem hann er. I mörgu
hefir hann sýnt þetta, smáu og
stóru. Skálholtsskólinn nýi er
það mál, sem hann ber mest
fyrir brjósti nú. Hann hefir geng
izt fyrir og að öllu leyti annast
fjársöfnun þá í Noregi til þeirr-
ar stofnunar sem um getur í
frétt í Mbl. í da,g. Auk þess hefir
hann verið í sambandi við vini
málsins á hinum Norðurlöndun-
um og í vetur tókst hann ferð
á hendur til Danmerkur og Sví-
þjóðar til þess að vinna því gagn
og gengi.
Viðkvæði hans er:
„Frændþjóðirnar norrænu
standa í svo mikilli þakkarskuld
við íslendinga sakir þess hvern-
ig þeir hafa verndað og ávaxtað
menningarverðmætin á liðnum
öldum, að þeim er skylt að við-
urkenna það í verki, og þá ligg-
ur það næsta að hlynna að þeim
stað, sem lengstum var höfuð-
ból mennta og menningar á ís-
landi, Skálholti.
Harald Hope mun að forfalla-
Iausu koma hingað og verða við
vígslu Skálholtskirkju í sumar.
Hefir hann lengi dreymt um það
að hornsteinn Skálholtsskóla
verði þá jafnframt lagður.
Hann er sérstæður maður,
gáfumaður mikill og sterkur
persónuleiki, og mjög svo ein-
stæður drengur gagnvart ís-
lendingum, viðkvæmur þátttak-
endi í sorgum þeirra sem gleði.
— Sex mílna
Framhald af bls. 1.
að hann geti orðið Bretum erf-
iður viðureignar, því að í honum
felist engin ákvæði, er geri ráð
fyrir, að annarhvor samnings-
aðilinn falli frá viðurkenningu
á þriggja mílna fiskveiðitak-
mörkum. Frönsku stjórninni
mun þegar hafa verið tilkynnt
hvað í vændum er, en ekki er
vitað um afstöðu hennar. Annað
samkomulag er Norðursjávar-
samþykktin frá 1882, sem öll
ríki, er lönd eiga að Norðursjó,
eru aðilar að — utan Noregur.
Þar er einnig gagnkvæm viður-
kenning á þriggja mílna fisk-
veiðilandhelgi, — en þó ákvæði,
sem gerir hverju aðildarríki
fyrir sig kleift að hverfa frá
samkomulaginu með eins árs
fyrirvara.
— ★ —
Sem fyrr segir, er talið,
að samningaviðræðurnar milli
stjórna Bretlands og Danmerk-
ur tefji fyrir því, að brezka
stjórnin opinberi fyrirætlun sina.
Bretar hafa harmað afstöðu
dönsku stjórnarinnar í málinu og
áskilið sér rétt til þess að gera
það, sem þeir telja na-uðsynlegt
til varnar brezkiun fiskveiðum,
þegar útfærslan við Færeyjar
kemur til framkvæmda á næsta
ári. Fishing News hefur eftir
talsmanni sambands brezkra
flutningaverkamanna P e t e r
Henderson, að dönsku stjórninni
muni reynast ókleift að fram-
kvæma einhliða ákvörðun sína
um útfærslu fiskveiði takmark-
anna við Færeyjar. Þegar ákvörð
unin komi til framkvæmda á
næsta ári, verði Dönum um
megn að halda uppi nægilega
áhrifamikilli landhelgisgæzlu við
Færeyjar.
Þá segir Fishing News enn-
fremur, að jafnvel þótt útfærsl-
an við Færeyjar muni koma
harðast niður á togurunum frá
Aberdeen, sé ekki ástæða til
þess að ætla, að útgerðinni þar
verði greitt banahöggið. Að und-
anförnu hafi staðið yfir ítarlegar
tilraunir, sem miði að því að
breyta veiðiháttum togaranna.
Hefur verið athugað, hvernig
breyta megi hæfni togaranna,
sem ætlaðir hafa verið til veiða
við Færeyjar, þannig að þeir
geti veitt á meira dýpi.
i
\
\
i
Heldur Hussein velli?
Amman, Jórdaníu 23. apríl.
— NTB/AP —
Hussein, konungur Jórdan-
íu, lét svo ummælt í dag, að
þeir aöilar, sem hefðu stuðl-
að að óeirðunum í landinu
siðustu daga, hefðu þar með
komið í veg fyrir hugsanlega
samvinnu eða tengsl Jórdan-
ín og bræðraþjóðanna innan
hins nýja Arabiska sambands
lýðveldis.
Hussein átti fund með
fréttamönnum í Amman, en
nokkrum klukkustundum áð-
ur höfðu stúdentar efnt til
hópfunda á þrem stöðum í
borginni, en lögregla dreift
hópnum.
Konungur sagði, að óeirð-
irnar síðustu daga hefðu orð-
ið af völdum þeirra afla í
landinu, sem vildu notfæra
sér einlægan fögnuð fólksins
yfir einingu hinna arabisku
bræðraþjóða, Sýrlands, íraks
og Egyptalands, ríki og þjóð
Jórdaníu til skaða. „Við fögn-
um því öll, að bræður okkar
ætla að vinna saman og skapa
einingu á heilbrigðum og
sönnum grundvelli", sagði
Hussein. *
Konungur sagði ennfremur,
að hefði hann talið sjálfan
sig standa í vegi fyrir fram-
förum í Jórdaníu og vel-
gengni og þróun þjóðarinnar,
hefði hann farið úr landi. „En
ég tel ekki að svo sé, og mun
því hætta lífi mínu og berjast
með þjóð minni, telji ég, að
hún þarfnist mín“, sagði
hann.
Loft hefur verið lævi
blandað í Arhman í dag, að
sögn fréttaritara. Allmargir
menn voru handteknir, þar á
meðal nokkrir fyrrverandi
þingmanna. Hussein konungur
staðfesti á blaðamannafund-
inum, að nokkrir menn hefðu
fallið í óeirðunum síðustu
daga en gaf ekki upp tölur.
Fyrr í dag voru þau boð
látin út ganga eftir stjórnar-
fund í Amman, að ísraels-
stjórn hefði verið vöruð við
því að blanda sér í innanrík-
ismál Jórdaníu. Kveðst nýja
stjórnin hafa rætt hvernig
bregðast skuli við því, ef ísra
elsmenn reyni að færa sér nú-
verandi ástand innan Araba-
ríkjanna í nyt til árása á þau,
eitt eða fleiri.
í AP-frétt frá Moskvu seg-
ir eftir Tass-fréttastofunni, að
engin dagblöð hafi komið út
í Jórdaníu í dag, komið hafi
verið á strangri rifekoðun,
handtökur verið víðtækar og
Hussein konungur
urmul skriðdreka geti að líta
á götum í borgunum Amman
og J erúsalem.
—oOo—-
Svo sem fyrr hefur verið
sagt, var ný stjórn mynduð í
Jórdan á sunnudag og þing
landsins leyst upp. Þá höfðu
blóðugar óeirðir staðið yfir
í tvo daga með þeim afleiðing
um, að hervörður var settur
við alla helztu staði og út-
göngubann sett í borgunum.
Óeirðirnar höfðu hafizt í
borgunum Hebron, Nablus og
Jenin, sem eru vestan megin
árinnar Jórdan. Þar býr mik-
ill fjöldi arabiskra flótta-
manna frá Palestínu, sem
aldrei hefur svarið konungi
Jórdaníu hollustu, eins og
Bediúínarnir að austanverðu.
Herlið var fljótlega kvatt á
vettvang í Jenin, þar sem ó-
eirðirnar urðu alvarlegastar.
Hafði fólkið yfir að ráða vél-
byssum og skaut á lögregl-
una, er hún reyndi að stilla
til friðar.
Næsti vettvangur varð
Jerúsalem, og einnig þar
höfðu menn uppi skotvopn,
þar sem þeir gengu um gömlu
borgina með myndir af Nass-
er og spjöld með fjórum
stjörnum, en þrjár þeirra áttu
að tákna aðildarríki Arabiska
samibandslýðveldisins og sú
fjórða Jórdaníu. í Jerúsalem
var fjöldi ferðamanna, sem
komið hafði í tilefni páska- i
hátíðarinnar. Segja sjónar-
vottar úr þeirra hópi, að
mannfjöldinn hafi stefnt til
Nablus hliðsins í gamla borg-
arhlutanum og ætlað að ryðj-
ast í gegn, syngjandi lof sitt
um Nasser. Þá hafi jórdanska
lögreglan hleypt fyrst af skot
um til að dreifa mannfjöld-
anum, en það tókst ekki fyrr
en beitt var jafnframt há-
þrýsti-vatnsslöngum.
1 Amman voru það stúdent-
ar, sem söfnuðust fyrst saman 1
til þess að fagna myndun Ara-
biska sambandslýðveldisins
og hylla Nasser.
Þeim var dreift átakalaust
og það var ekki fyrr en fólk /
tók að safnast saman að nýju, *
eftir að útgöngúbann hafði i
verið sett, sem til átaka kom /
við lögreglu ög herlið. Þá var )
dreift flugritum þar sem hvatt I
var til uppreisnar gegn Huss- (
ein konungi og aðildar að Ara c
biska sambandslýðveldinu. — /
Allir vegir til og frá Amman J
og Jerúsalem eru nú undir I
strangri hergæzlu. i
Fréttamenn fylgjast með við (
burðum í Jórdaníu af mikilli /
eftirvæntingu. AUt frá því 1
viðræðumar hófust í Kairo
ttn stöfnun Arabíska sam-
bandslýðveldisins efflr bylt-
ingairnar í írak og Sýrlandi
hafa menn vænzt þess að til
tíðinda drægi í Jórdaníu —•
en þeir benda á, að Husseiri,
konungur hefur oft áður
komizt í hann krappr
an, en jafnan tekizt að halda
velli — til þessa.
Sumardagsfagn-
aður í Kópavogi
SUMRI verður fagnað með há-
tíðahöldum í Kópavogi fyrsta
sumardag og hefjast með því, að
skrúðgöngur bama leggja af stað
frá báðum bamaskólunum kl.
12.30 undir stjóm skáta, en
Lúðrasveit Kópavogs og Lúðra-
sveit verkalýðsins leika fyrir
göngunum, sem mætast við Fé-
lagsheimilið, þar sem útiskemmt
un hefst kl. 1.
Verða þar ýmis skemmtiatriði.
Hólmfríður Gunnarsdóttir, blaða
maður, flytur ávarp, Þorsteinn
Hannesson syngur og fleira verð
ur til skemmtunar. Þá fer og
fram drengjahlaup og víðavangs
hlaup á vegum UMF Breiðabliks.
Inniskemmtanir fyrir böm og
fullorðna hefjast kl. 2,30 í Kópa-
vogsbíói og verða þrjár skemmt
anir. Merki dagsins verða seld í
bænum.
Sæmdir Fálka-
orðunni
FORSETI íslands hetfir í dag
sæmt dr. Jóhannes Nordal, banka
stjóra, riddarakrossi fálkaorðunn
ar fyrir embættisstörf.
(Frá orðuritara).
Á MORGUN, sumardaginn
fyrsta, verður verzlunum Iok-
að, eins og á sunnudögum,
allan daginn.
— Eysteinn
Framhald af bls. 1
fjármagn, séu þjóðhættulegir.
Nú vill þannig til, að einn af
flokksmönnum hans, Steingrím-
ur Hermannsson, formaður Fé-
lags ungira Framsóknarmanna,
hefur einna bezt og rækilegast
gert grein fyrir hagnýtingu er-
lends fj'ármagns og túlkað þar
heilbrigða og þjóðholla stefnu.
Orð Eysteins Jónssonar í þessu
efni hitta því ongan fremur fyr-
ir en Steingrim, og er það hin-
um síðarnefnda til hiróss.
Þegar Efnahagsbandalags-
miálið fyrst virtist ætla að verða
aðkallandi hér á lamdi, lýstu ým-
is sambök atvinnuveganna og
fyrirtækja því yfir, að þau teldu
rétt, að Íslendingar sæktu um
aðild að Efnahagsbandalagi Evr-
ópu, þvd að þá var talið nauð-
synlegt að s*nda slíka umsókn
til þess að kannað yrði með
hvaða skilyrðum íslendingar
gætu tengzt bandalaginu.
Meðal þeirra, sem óskuðu
þess, að íslendingar sæktu um
aðild, var Samiband íslenzkra
samvinnufélaga. Forstjóri þess er
Erlendur Einarsson, flokksibróð-
ir Eysteins. Auðvitað vildi hvorki
hann né aðrir þeir, sem þess-
ari stefnu fylgdu, flana að neinu.
Þeir töldu sér skylt að reyna
að gæta hags Íslendinga, og
héldu á þeim tíma, að það væri
ekki öðruvísi hægt en að leggja
inn umsókn að forminu til.
Árásir Eysteins Jónssonar
'hitta því meðal annars Erlend
Einarsson, og má segja, að það
sé honuim einnig til hróss, þv£
að sannleikurinn er sá að klíka
sú, sem nú ræður lögum og
lofum í Framsóknarflokknum,
virðist vera haldin algerum kom-
plexum og minnimáttarkennd í
hvert skipti, sem rætt er um sam
skipti íslendinga við aðrar þjóð-
ir .
Meðal orða þeirra í ræðu Ey-
steins Jónssonar, sem lýsa ótta
hans við sundrungina í Fram-
sóknarflokknuan er þetta:
„Lýðræði byggist á því, að
menn kunni full skil á því að
greiða (svo) einstök mál, þótt
þýðingarmikil séu frá megin-
stefnuim.
Að memn skipi sér saman I
stjórnmálaflokka um meginstefn
ur og grundvallarhugsjónir. Geri
flokkana stóra og sterka, en láti
ekki ágreining um einstök mál
eða um aðferðir sundra þýðingar
miklum samtökum unz ekki
ræðst við neitt og glundroði
verður faöfuðeinkenni ástands-
ins. Þá er skammt að endalokum
lýðræðisins. Þá verður einræðið
ofan á. Eða stjórnmálasamitök
þeirra, sem peningavaldið bindur
saman.
Menn verða því að geta verið
saman í flokki, þótt þá greini á
um einstök mál og aðferðir af
og til. Þetta verða menn að skilja
til falítar. Verður þá allt að byggj
ast jöfnum höndum innan flokk-
anna, á málamiðlunum um ein-
stök málefni og ákvörðunum
lýðræðislegs meiri hluta innan
flokkanna, þegar þarf að skera
úr.“
(Orðfeeri, greinarmeilki og
gireinarskil eru Tímans).