Morgunblaðið - 27.04.1963, Qupperneq 3
Laugardagur 27. aprfl 1963
MORGVIS BL 4ÐIÐ
3
Skortur vinnuafis
hrjáir jafnt Grímseyinga sem Akureyringa
BW
Mannekla geysileg
á Akureyri
Fréttamaður Morigumblaðs-
ins átti í gær tal við nokkra
íulltrúa á Landsþingi Sjálf-
stæðisflokksins í Sjálfstæðis-
húsinu. Einn þeirra er Helgi
Pálsson, forstjóri frá Akur-
eyri. Hann fær sér í nefið,
þegar við erum setztir og hag
ræðir sér í sætinu.
— Hvernig er neftóbakið
fyrir iiorðan? spyr fréttamað-
ur.
— Það er ágætt, en Braun
er betra.
— En hvað segir þú um
athafnalífið á Akureyri?
— Það er fyrst að telja, að
atvinnuástandið er með versta
móti, því að geysilegur skort-
ur er á fólki til allra starfa.
Togararnir hafa stundum orð
ið að liggja bundnir við
bryggju dögum saman, meðan
verið er að skrapa saman á-
höfn, og venjulega eru þeir
«ð veiðum með 24—26 menn
um borð í staðinn fyrir
80—31.
Sömu sögu er að segja um
Hraðfrystihúsið. Þar hefur
vantað fólk í allan vetur. Von
er til að úr þessu ástandi
rætist að einhverju leyti, er
seskan losnar úr skólunum,
en svo fer allt í sama farið í
haust.
— Allir virðast sammála
um, að lífskjör fólks hafi
staðið með meiri blóma síð-
ustu ár en áður þekktist. Fólk
Vinnur eins mikið og það get-
ur eða vill, og aldrei hefur
verið meíri áhugi á bygging-
arframkvæmdum á Akureyri
en í ár, en allt ber að sama
brunnij þvi að erfitt er að
koma þeim framkvæmdum af
stað sökum skorts á iðnaðar-
mönnum og verkamönnum.
— Allir skólar á Akureyri
voru fullsetnir síðastliðinn
vetur og er mikil þörf við-
bótarbygginga, enda sumar
þegar hafnar. Nýlega var
byrjað á viðbyggingu við
Gagnfræðaskólann, og stór
viðbótarbygging við Barna-
skólann á Oddeyri verður
tekin í notkun í haust. Einnig
má geta þess, að nú stendur
til að hefja byggingu nýs
bókasafns, Matthíasar-
bókblöðu.
Gnægð fjár og áhuga, — en
skortur vinnuafls
Næstur verður fyrir Magn-
ús Símonarson, hreppstjóri í
Grímsey og fréttaritari Morg-
unblaðsins þar.
— Það, sem stendur okkur
fyrir þrifum í Grímsey, segir
Magnús, er það, að þótt pen-
ingar séu fyrir hendi til fram-
kvæmda, þá vantar alveg
verkafólk. Fyrir tveim árum
var tekin fyrsta skóflustung-
an að Félagsheimili, en þær
framkvæmdir eru ekki lengra
á veg komnar en sem því
Helgi Pálsson
nemur. Nú er fjárhagurinn í
Grímsey mjög góður, svo að
ekki er fátækt ástæðan fyrir
þessum seinagangi. Því er
þannig farið, að við höfum
nóga peninga, nógar hugsjón-
ir, en ekkert fólk.
— Allir verkfærir menn í
Grímsey eru sjómenh og flest
ir hafa auk þess búskap og
þessvegna nóg að gera í land-
legum. Fiskurinn er mestall-
ur saltaður og fáum við gott
verð fyrir hann. Um vetrar-
tímann verða sjómennirnir
sjálfir að verka fiskinn, en á
sumrin fæst nokkuð af fólki
úr landi, til að vinna það
starí.
— Það er mikið vandamál
í Grímsey, að við höfum enga
verksmiðju til að vinna síld-
ar- og fiskúrgang, og er hrá-
efni af því tagi fyrir 200 til
300 þús. kr. hent í sjóinn ár-
lega. Auk þess eru margir
bátar víðs vegar af landinu
að veiðum við Grímsey á
sumrin og henda öllum úr-
gangi í sjóinn.
— Grímsey er staðsett á
miðju síldarsvæðinu og hvar
ætti frernur að leggja upp
síld til bræðslu en þar? Al-
gengt er að síldarbátarnir
sigli framhjá eynni og eiga
þá eftir þriggja klst. ferð til
næstu hafnar, Siglufjarðar.
Það munar um minna en
þriggja klst. siglingu, þegar
nóg er aí sild.
— Hvernig hafa gæftir og
aflabrögð verið í vetur? spyr
fréttamaður.
— Það var einmunatíð í
allan vetur fram til 9. apríl,
þegar óveðrið dundi yfir.
Reitingsafli hefur verið hjá
'bátunum.
— Lentu Grímseyjarbátar
í háska í óveðrinu?
— Nej, sem betur fer höfðu
allir róið stutt og náðu landi
farsællega.
— Hvar varst þú, þegar
veðrið skall á?
— Ég hafði farið út
snemma um morguninn með
öðrum manni á lítilli trillu
að vitja um grásleppunet. Um
kl. 9 komum við inn, til þess
að losna bátinn og fréttum
þá um veðurspána. Jóhannes
sonur minn fór þá með okkur
á 5 tonna trillu til þess að
sækja afganginn og mættum
við bæði róðrarbátunum og
illviðrinu á útleiðinni. Okkur
tókst að ná upp helmingnum
Aðalfundur Landssambands
sjálfstæðiskvenna
Kristín L Sigurðardóttir endurkjörin form.
LANDSSAMBAND sjálf-
tstæðiskvenna 'hélt aðal'fund sinn í
Sjálfstæðiðhúsinu á sumardaginn
fyrsta. Mættar voru til fundar-
ins um 75 konur, fulltrúar frá
öllum félögum sambandsins.
Formaður samibandsins, frú
Kristín L. Sigurðardóttir, setti
fundinn og minntist frú Soffíu
Ólafsdóttur, sem setið hefur í
varastjórn sambandsins frá stofn
un þess 1956, en hún lést á s.l.
ári. Fól hún síðan frú Ragnihildi
Helgadóttur fundarstjórn. For-
tnaður fluitti skýrslu um starf-
Bemi sambandsins, sem hefur ver
ið í nánu sarabandi við aðra starf
semi flokksins, enda á samband-
ið fulltrúa í miðstjórn og skipu-
lagsnefnd flokksins.
Að lokinni skýrslu fonmannis
voru ræddar tillögur um laga-
breytingar og hafði frú Auð-
ur Auðuns framsögu þess máls.
Voru þær samiþykktar, en þær
miðuðu að því að færa skipu-
lagningu sambandsins til sam-
ræmiis við hið nýja skipulag
flokkisins.
Þá fór fram stjórnarkjör. Frú
Krisbín L. Sigurðardóttir var
einróma endurkjörin formaður,
svo og öll stjórnin, en hana skipa:
aðalstjórn, María Mack, Auður
Auðuns, Ólöf Benediktsdóttir,
Ásta Guðjónsdóttir, Helga Mart-
einsdóttir, Jakob'na Matthiesen,
Vigdás Jakobsdóttir, Margrét
Guðmundsdóttir. í varastjórn
eru: Lára Sigurbjörnsdóttir, Rvílk
Sof.fía Sigurðardóttir Hafnar-
firði, Sesselja Magnúsdóttir,
Keflavík, Guðrún Kristinsdóttir,
Kópavogi og Sigríður Auðuns,
Akranesi. Endunskoðendur eru:
Elín Þorkelsdóttir, Reykjavuk,
Erla Axelsdóttir, Siglufirði og
Ingibjörg Ögmundsdóttir, Hafn-
arfirði.
Síðan hófust almennar um-
ræður. Fluttu fulltrúar skýrslur
um störf félaga sinna og lýstu
ánægju yfir starfi formanns og
stjórnar. Og ýms sameiginleg
áihugamál voru rædd. Þessar kon-
ur tóku til raáls: Halldóra Helga-
dóttir, Bolungarvík, Sigríður Auð
uns, Akranesi, Jóna Ingvarsdótt-
Kristín L. Sigurðarðóttir
ir, ísafirði, Oddný Bjarnadóttir,
Vestmannaeyjum, Sesselja Kon-
ráðsdóttir, Reykjavík, Ásta Guð-
jónsdóttir, Reykjavík, Elín Jósefs
dóttir, Hafnarfirði, María Maack
Reykjavík, Jakobína Mathiesen,
Hafnarfirði og Sigurveig Guð-
mundsdóttir, Hafnarfirði.
Eining og samhugur ríkti á
fundinum og kom ljóslega fram
áihugi kvenna að gera sigur Sjálf-
stæðisflokkisins sem mestan í
komandi kosningum.
Magnús Símonarson
af netunum, senfi eft,ir voru,
en þá uröum við frá að
hverfa.
í marz var farið að grænka
í Grímsey og björgin alsetin
fugli, en það er u.þ.b. mán-
uði fyrr en venja er til.
Skegglan var byrjuð að bera
undir sig, og við vorum farn-
ir að buast við varpi mánuði
fyrr en venjulega, en eítir
óveðrið í páskavikunni er
óvíst, hvort það veröur nokk-
uð með fyrra móti.
— Er^fuglateKja enn mikil-
væg í Grímsey?
— Nei, það getur víst tæp-
lega heitið svo lengur. Eiari
sigmörtnum fer óðum fæxk-
andi og úngir menn leggja
þetta ekki fyrir sig, þar sem
þeir hafa meira upp úr sjó-
sókn. Nú eru egg yfirleitt
ekkr tekin til að seija, heldur
til heimaneyzlu og til að
senda kunningjunum. Hins
vegar var það svo, þegar ég
kom í Grímsey fyrir 40 árum,
að hver einasti ungiingur
vildi verða sigmaður. Keöi
þar um bæði ævintýralöngun
og svo það, að bjargsig var
eini mögufeikinn fyrir vinnu-
menn tii að eignast peninga.
Þá vax fengnum skipt í 2 hiuti
og fékk húsbóndinn annan, en
sigmaðurinn hinn, og hét
hann hættuhlutur.
Að loknum fundi sátu funda-
konur kaffiveitingar í boði Hvat-
ar.
Í0 félög I sambandinu
Þessi félög eru í Landssam-
bandi sjálfstæðiskvenna: Sjálf-
stæðiskvennafélagið Hvöt í
Reykjavik, Sjálfstæðiskvenna-
félagið Vorboðinn í Hafnarfirði,
Sjálfstæðiskvennafélagið Edda í
Kópavogi, Sjálfstæðiskvennafé-
lagið Sókn í Keflavík, Sjálf-
stæðiiskvennafélag ísafjarðar,
Sjálfstæðiskvennafélagið Vörn
á Akureyri, Sjálfstæðiskvenna-
félagið Eygló í Vestmannaeyjum
Sjálfstæðiskvennafélag Siglu-
fj arðar, Sjálf-stæðiskvennafélag-
ið Þuriður Sundafyllir í Rolunga
vík og Sjálfstæðiskvennafélagið
Bára á Akranesi, sem var stofn-
að á s.l. ári.
Ljóskerbrotnaði
aurhlíf skemmd-
ist
Akranesi, 26. apríl: —
Árekstur var í dag á Silfurtorgi
kl. rösklega 4, milli vörubílsins
E-192 og fólksbílsins E-411.
Ljósker brotnaði og aurhlíf
skemmdist á fólksbílnum. Eng-
inn meiddist. — Oddur.
STAKSTEINAR
Kkbfmrt flííklnn-
Alþýðublaðið birtir s.l. fimmtu
dag ritstjómargrein, sem það
nefnir: „Framsókn er klofinn
flokkur". Þar segir m.a.:
„Framsóknarflokkurinn hefur,
ef dæma má eftir stefnuleysi
hans, aldrei skilið þýðingu utan-
ríkismála fyrir íslenzku þjóðina.
Hann hefur notað þau eins og
hverja aðra hreppapólitík eftir
því sem hinir skammsýnu forystn
menn flokksins hafa talið hentug
ast tíl atkvæðaveiða hverju
sinni.
Siðustn ár hefur komið fram
innan Framsóknar hópur manna,
sem hefur talið þetta ótækt
ábyrgðarleysi og krafizt þess að
flokkurinn hefði heilsteypta
stefnu í utanríkismálum sem lýð
ræðisflokkur. Forystumenn þessa
hóps hafa hlotið vaxandi völd
innan flokksins og eru þar menn
eins og Ólafur Jóhannesson, Jón
Skaftason, Erlendur Einarsson,
Tómas Árnason, Steingrímur Her
mannsson, Ingvar Gislason, Jó-
hannes Elíasson og margir fleiri.
Nú bregður svo við, að þessir
menn virðast hafa verið þagg-
aðir niður í flokknum".
Flokksklíkan ræítnr
Það er engin furða, þótt AI-
þýðublaðið veki athygli á því,
að þeir menn, sem lagt hafa
áherzlu á, að utanríkismálin
væru hafin yfir flokkapólitik,
skyldu ekki geta komið sjónar-
miðum sinum á framfæri á flokks
þingi Framsóknarmanna. Eins og
ályktanir þingsins bera með sér
hefur hin þröngsýna flokksklíka
ráðið lögum og lofum á þinginu.
En almenningur tekur sannar-
lega eftir því, að viðkvæm milli-
rikjamál eru notuð til að skapa
úlfúð, og þeir lýðræðissinnar, sem
stutt hafa Framsóknarflokkinn
og treyst því, að hann muni taka
heilbrigða afstöðu til utanríkis-
mála, munu hugsa sig um tvisv-
ar áður en þeir styrkja þá klíku,
sem nú hefur töglin og hagld-
irnar í flokknum.
Örlög Framsóknar ;
Eðlilegt er, að menn spyrji
þeirrar spurningar, hver verða
muni örlög Framsóknarflokksins.
Þar er um að ræða flokk, sem
í raun rétt-ri er klofinn eins og
Alþýðublaðið bendir á. Þar ríkja
gjörólik sjónarmið varðandi mik
ilvægustu málefni. Vinstri menn
irnir, sem svo kalla sig, í Fram-
sóknarflokknum, ráða algjörlega
stefnunni. Þeir segja við þá, sem
andstæðar skoðanir hafa, að þeir
muni auka fylgi flokksins með
þessari stefnu og gera hann sterk
an. Fyrir þeim vakir. auðvitaS
fyrst og fremst að styrkja sjálfa
sig og völd sín í flokknum. Ef
svo færi, að Framsóknarflokk-
urinn ynni kosningasigur í vor,
sem raunar eru litlar líkur til,
mundu þessi menn telja það sönn
un fyrir því, að stefna þeirra
væri rétt. Þeir mundu þá ein-
angra alla menn, sem annarra
skoðana eru og taka upp stöðugt
róttækari þjóðmálastefnu. Ólík-
legt er, að þeir Framsóknar-
menn, sem fyrst og fremst virða
lýðræðissjónarmið, leggi sig fram
um að aðstoða Þórarin Þórarins-
son og skoðanabræður hans í
því að koma þessum áformum
fram.
Ef framsóknarflokkurinn aftur
á rnóti bíður ósigur í komandi
kosningum er ástæða til að ætla
að þeir menn, sem heilbrigð sjón
armið hafa, mundu komast til
aukinna áhrifa í flokknum. Það
gerir Þórarinn Þórartnsson og
vinstri klíkan sér raunar Ijóst og
þess vegna er baráttan eins ofsa
íengin og raun ber vitni.