Morgunblaðið - 27.04.1963, Side 11

Morgunblaðið - 27.04.1963, Side 11
I Laugardagur 27. aprfl 1963 MORGV1SBLAÐ1Ð 11 Friðþjðfur - Minning FRIÐÞJÓFUR var fæddur í Vestmannieyjum 21.7, 1911, son ur Guðna Johnsen, kaupmanns og útgerðarmanns og konu hans Jóhönnu Erlendsdóttur Árnason- ar, trésmiðameistara í Reykja- vík. Guðni, orðlagður mann- kostamaður, féll frá á bezta aldri, þá var Friðþjófur aðeins á 10. ári. Hann ólst upp hjá jnóður sinni og með því þau áttu góða að, bæði í Eyjum og liér í Reykjavik, gafst honum kostur á að ganga menntaveg- inn eins og hugur hans stóð til. Gtúdentsprófi lauk hann frá Menntaskólanum í Reykjavík 1931, lögfræðiprófi frá Háskóla tslands 1937. Frá 1936 stundaði hann síðan málfærslustörf í Vest mannaeyjum. Héraðsdómslög- maður frá 1941. Lögfræðingur Vestmannaeyjakupstaðar var hann og útibús Útvegsbankans þar. Og á síðastliðnu ári var hann skipaður þar skattstjóri. Alla ævi átti Friðþjófur sinn eamastað og lögheimili hjá móð- tir sinni og reyndist-henni ást- !rikur og tillitssamur sorcur og mikil stoð á hennar efri árum. Kann kvæntist eftirlifandi eigin- Ikonu sinni Guðrúnu Johnsen f. Ghristiansen þann 11.8.’62 í Kaupmannahöfn. Þau höfðu þekkzt lengi. Hann andaðist í evefni aðfaranótt laugardags 20. þ. m. og fer útför hans fram í Eyjum í dag. Með Friðþjófi G. Johnsen er genginn efirminnilegur maður og drengur góður. Hann var allt »f vaxandi maður, enda gerði bann maxgt til að auðga anda Binn. Hann las sígild rit og hugs- eði um þau, ferðaðist víða og •tók þátt í félagsstarfsemi, og þurfti í því efni að beita sjálfan *ig töluvert hörðu, að ég hygg. Hann var að eðlisfari heldur ómannblendinn. Vel naut hann ■ín i fámennum vinahópi, en þó jafnvel bezt við annan mann. Við þá sem hann blandaði geði •við á annað borð, var hann opin- ekár, hlýr, einlægur. En aldrei mun hann hafa verið áleitinn Við neinn. Hann var frábitinn að troða öðrum um tær og vildi líka fá að vera í friði sjálfur. Einveru þoldi hann vel óg gat notið þagnar. Góðan hljóðfæra- leik og söng kunni hann samt vel að meta. Hlustaði hann þegj- endi á þess háttar, jafnvel úr út- varpi. Hann var manna feurteis- astur. — Og þó að hann yrði 'kenndur hélt hann sínum virðu- leik. Allt slark og óheflað tal og seyrt var honum víðs fjarri. Eftir síðasta stríð fór hann jafnan annað hvert sumar í 6 vikur eða 2 mánaða ferðalög um Hönd og borgir Norðurálfu. Hafði Samkomui Kristniboðshúsið Betanía, Laufásvegi 13. A morgun: Sunnudagasfeól- inn kL 2 e. h. ÖH börn vel- feomin. Siðasta sinn. Kristileg samkoma verður í Betaniu, Laufás- vegi 13, sunnudaginn, 23, apríl, kl. 5. Carl Leonhardt frá Kanada, talar. Allir vel- komnir. Samkoma verður í Fríkirkjtmni f kvöld kL 8.30. Allir vel- komnir. — Erling Moe. Almennar samkomur Boðun fagnaðarerindisins A morgun, sunnudag: Austurg. 6, Hafnarf. kl. 10 f.h. Hörgshlíð 12 Rvík kl. 8 e.h. Samkoma verður 1 Frikirkjunni í kvöJd kl. 8.30. Allir vel- komnir.Erling Moe. G. Johnsen hann fyrir sið að dvelja um kyrrt hálfsmánaðartíma eða svo í einhverju fjallaþorpi eða smá- borg, þar sem honum þótti fag- urt og friðsælt. Á daginn rólaði hann um og gaf gaum að starf- semi fólksins eða settist undir laufgrænan hlyn og hlustaði á fugl syngja. Þegar kvölda tók fékk hann sér gjarnan glas af góðu víni eða bjórkollu í krá og horfði á hvernig fólk þessa fjar- læga staðar fór að því að búa sig undir svefninn. Hann bar bróðurhug til framandi þjóða og hafði unun af að kynnast lifi þeirra og háttum. Jók þetta hon- um viðsýni. Um lögfræðistörf Friðþjófs verður hér ekki fjölyrt. Af heið- arleik og réttsýni voru þau á- Teiðanlega unnin. Enda átti hann tiltrú manna, eins og margháttuð störf has bera vott um, og ekki sízt sú staða, sem honum var sið- ast fengin. Lagamaður var hann slikur, að í þeim fræðum munu fáir hafa á hann snúið. Minningin um Friðþjóf G. Johnsen verður í huga minum einlægt samofin. minningunum um „stúdentsárin æskuglöð" og ilman veiga, en fyrst og fremst þó þakklætinu fyrir að hafa mátt njóta vináttu hans, — vin- áttu góðs drengs, setn ætíð var söm við sig til hans ævi.loka. Eiginkonu hans og móður og systkinum votta ég innilegustu samúð. Þorsteinn Björnsson. ISOPON j undraefhi til allra viðgerða : komið aftur. Demparar Hljóðkútar Púströr Kúplingsdtskar Vatnskasear Hraðamælissnúrur Fjaðragormar Speglar Spindilboltar Vatnsdælur Vatnsdælusett BÍLANAU8T Höfðatúni 2. — Simi 20186. STAPAFELL Keflavik — Simi 1730. Hfllienzku nælonsokk- arnir eru komnir C telta Hverfisgata 82 Simi 11-7-88. . Nylonsokkar © NON-RUN og hollenzku sokkarnir. BARE-LEG Nýjar sendingar í tizkulitum Apricot og Candy. S. Ármann Magnússon, heildverzlun. Laugavegi 31. — Súni 16737. Loftpressa á bíl tíl leigu. Cusfur hf, Simi 23902 VINRUD ★EVINRUDE utanborðsmótorinn er þekktur fyrir gæði og öryggi. ★ Hinn mikli fjöldi EVINRUDE mótora hérlendis hefir þegar sýnt, að þeir henta hvort sem er við síldveiðar eða á vatnabáta. A EVINRUDE utanborðsmótorar fyrirliggjandi i stærðunum 3—5 M—10—-18—28—40 hp. ★ Vegna tollabreytinga hækka utanborðsmótorar eftir 1. maí n.k. ★ Dráttarskrúfur og framlengingar á sköft. ★ Varahlutaþjónusta, ★ Hafið samband við oss og leitið nánari upp- lýsinga. Varahlutaþjónusta. lougovegi 178 Simi 38000 fiörn eðo unglingar óskast til þess að bera út IMorgunblaðið í GarðahreppL — Uppl. í síma 51247. Baðkör fyrirliggjandi. 70x168 cm. Verð kr. 2.595.— Byggingavöniverzhm Kópavogs Káxsnesbraut 2 — Sími 23729. IMotaðar síldartunnur óskast til kaups. Upplýsingar hjá Jóni Gíslasyni í sima 50865. SKULDABREF Höfum kaupendur að fasteignatryggðum skuldabréf- um og ríkistryggðum úrdráttarbréfum. FÝRIRGREIÐSLUSKRIFSTOF AN Fasteigna- og verðbréfasala. Austurstræti 14 sími 16223 kL 5—7 Lögfræðingar Traust fyrirtæki óskar að ráða ungan lögfræðing til framtíðarstarfa. Umsókn merkt: „Traust — 6881“ sendist sendist afgr. blaðsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.