Morgunblaðið - 27.04.1963, Síða 14
14
MORCTJNBLAÐIÐ
r
Laugardagur 27. aprfl 196S
—Fastmótub stefna
Framhald aí bls. 13.
því skyni að blekkja svokallaða
vinstri kjósendur til fylgis fram
yfir kosningar.
Stöðvaði samstarf um
landhelgisstækkun.
Á meðan við fórum með utan-
ríkismálin tókst okkur Sjálfstæð
ismönnum að koma á samstarfi
allra annara en kommúnista um
landhelgismálið. En sú sam-
vinna var stöðvuð, þegar Fram-
sókn seldi fjöreggið í hendur
Lúðvíks Jósefssonar við myndun
vinstri stjórnarinnar. Vorið
1958 var enn reynt af hálfu Sjálf
staeðisflokksins að fá Framsókn
til að taka málið upp með fyrir-
hyggju. Þegar það hafði mistek-
izt, buðum við síðari hluta sum-
ars atbeina okkar að því, að
reyna að hindra, að hernaðar-
ástand skapaðist á íslandsmið-
um. Framsókn stöðvaði þessar
tilraunir, og þóttist þá sízt af
öllu þurfa á samvinnu Sjálfstæð-
ismanna að halda. Loks lagði
Framsókn sig alla fram um að
stöðva aflétting þessa stríðs-
ástands og þar með einn stærsta
stjórnmálasigur þjóðarinnar,
sem vannst með samningsgerð-
inni við Breta í marz 1961.
Lengi fram eftir reyndi Fram-
sókn að stöðva eflingu sjávar-
útvegs. Liðið var fram að sið-
ara stríði, þegar menn urðu
að sæta ofsóknum af hálfu Fram
sóknar-ráðherra fyrir að afla
fiskiskipa til landsins. Það læt-
Ur því undarlega í eyrun, þegar
Framsóknarmenn brigsla okkur
nú um það, að við viljum opna
landhelgina, og ofurselja útlend-
ingum islenzkan sjávarútveg.
Stöðvaði rafvæðingu.
Jafn fráleitt er það, þegar
Framsókn sakar okkur um seina
gang í rafvæðingu landsins. Um
það bil, sem Sjálfstæðisflokk-
urinn var stofnaður stöðvaði
Framsókn samþykkt lagafrum-
varps forvígismanna okkar um
allsherjar rafvæðingu íslands.
Árið 1931 var þingrof rökstutt
með því, að stöðva þyrfti rikis-
ábyrgð á láni til virkjunar Sogs-
' ins. Og við undirbúning hita-
veitu fyrir Reykjavík var í fyrstu
reynt að stöðva lánsfjárútvegan-
ir af þáverandi valdamönnum
Framsóknar.
Hins vegar tókst Framsókn
ekki að stöðva kreppuna, sem
hélzt allt fram í seinna striðið.
Höftin, sem gripið var til sem
bráðabirgðaráðstöfunar í upp-
hafí kreppunnar rétt eftir 1930
hafa haldizt hér lengst af síð-
an. Með gengislækkuninni 1950
var þó fyrir forgöngu okkar
Sjálfstæðismanna gerð tilraun
til að veita mönnum á ný frjáls-
ræði í atvinnumálum. Sú tilraun
var stöðvuð af Framsókn vegna
þess, að þegar á reyndi vildi
hún ekki missa foréttindin, sem
hún hafði aflað sér með höftun-
um. Hún hefur ætið viljáð búa
svo um, að hennar skjólstæð-
ingar nytu ríkari réttar en aðrir.
Forráðamenn hennar geta ekki
hugsað sér að missa af þeim
völdum, sem þeir hafa skapað
sér með því, að almenningur
þurfti að leita til yfirvalda og
alls konar ráða og nefnda um
leyfí til innflutnings og hvers
konar athafna.
Stöðvaðijöfn
mannréttindi.
Fjarri fer, að það sé mann-
vonzka, sem hefur ráðið aftur-
haldssemi og frelsisfjandskap
Framsóknar. Þar veldur mestu
um sannfæring forráðamann-
anna um, að þeim sé áskapað
að stjórna, og sú þröngsýni, sem
sjálfsdýrkuninni fylgir. Á sinum
tíma hugðust þeir ætla að verja
sveitimar gegn ofræði þéttbýlis-
ins, en skildu ekki, að vöxtur
þess var forsenda fyrir hinu nýja
landnámi íslands og velfarnaði
sveitanna. Framkoma þeirra í
kjördæmamálinu sannar, að þeir
hugðu að hægt væri að halda
jafnvægi í byggð landsins með
margföldu misrétti milli þegna
þessarar fámennu þjóðar. Fram-
sóknarmönnum tókst að stöðva
leiðréttingu á kjördæmaskipun-
inni 1931 en urðu að semja um
umbætur 1933. Og enn reyndu
þeir að stöðva óhjákvæmilega
endurskoðun 1942, en urðu þá
að lúta í lægra haldi. Hins veg-
ar tókst þeim lengi eftir það,
að stöðva frekari réttarbætur,
þangað til þeir léku stöðvunar-
valdinu úr hendi sér með vinstri
stjórnar ævintýrinu. Upplausn
vinstri stjórnarinnar í árslok
1958 leiddi til hinnar nýju kjör-
dæmaskipunar 1959, sem Fram-
sókn reyndi þó með öllum lifs
og sálar kröftum að stöðva. Á-
hrif þeirrar breytirigar hafa orð-
íð öll önnur en Framsókn sagði
fyrir um. Fækkun kjördæmanna
skapar héruðunum fleiri og öfl-
Ugri málsvama en ella. Sam-
heldni, sem fæst fyrir frelsi og
manndáð, kemur að betra haldi
og er blessunarrikari, er til
lengdar lætur, en þvingun og
misréttL
En er það ekki einmitt hug-
sjón samvinnunnar sem þessir
menn stæra sig af? Jú, í orði
kveðnu. Hug sinn til sannrar
samhjálpar sýndu þeir með því
að reyna að stöðva endurbætur
almannatrygginganna bæði 1946
og 1960. Og hollustuna við þá
sem þeir telja sig sérstaka mál-
svara fyrir, með því að reyna
að stöðva endurreisn landbúnað-
Eiginmaður minn
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON
skipstjóri, Seljavegi 17,
lézt að Landakotsspítala 26. apríL
Guðlaug Grímsdóttir.
Unnusti minn, faðir okkar og bróðir
ÞÓRÐUR ÁSGEIRSSON
andaðist að heimili sínu Þórustíg 18, Ytri-Njarðvík 25.
þ. m. — Jarðarförin ákveðin síðar.
Fyrir hönd bama, barnabarna og systkina.
Eva Sæmundsdóttir.
Hjartkær eiginmaður minn
EMIL ROKSTAD
lézt að heimili sínu Marklandi, Garðahreppi 25. þ. m.
Jóhanna Rokstad.
Hjartans þakkir færi ég öllum, sem sýnt hafa mér og
bömum mínum vinarhug við fráfall mannsins míns
ÚLFARS KRISTJÁNSSONAR
Sérstaklega Félagi Smáhúsaeigenda við Suðurlands-
braut, sem glöddu böm mín nú á sumardaginn fyrsta.
Guð blessi ykkur ölL
Hrefna Svava Þorsteinsdóttir og bömin.
Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu við andlát
og jarðarför
ÁMUNDA SIGMUNDSSONAR
Kambi, Villingaholtshreppi.
Aðstandendur.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og jarðarför
ÞURÍÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR
Skipasundi 3.
Böra og tengdaböra.
Þökkmn innilega hinum mörgu er vottuðu minningu
GUNNARS GUNNLAUGSSONAR
húsasmiðameistara
og okkur samúð og vinarhug við andlát hans og jarðar-
för. Sérstakt þakklæti mitt til sambýlishjóna minna
og systur frúarinnar, sem veitti okkur ómetanlega aðstoð
í veikindum hans. — Fyrir mina hönd, barna minna og
annarra vandamanna.
Guðmunda Ingvarsdóttir, Flókagötu 56.
Innilega þökkum við alla þá samúð og vinarhug, er
okkur hefur verið sýndur við hið sviplega fráfall eigin-
manns, föður og bróður okkar
JÓNS JÓNSSONAR
flugstjóra.
Sérstaklega viljum við þakka Flugfélagi íslands h.f.
er sá um útför hans að öllu leyti.
Friða Hallgrimsdóttir,
Guðrún Jónsdóttir,
systkini og fjölskyldur þeirra.
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför elsku litlu dóttur okkar, sonar- og
dótturdóttur
HREFNU MARGRÉTAR
Kolbrún Thorlacius, Karl Magnússon,
Hrefna Þórðardóttir,
Ólafía Thorlacius, Haraldur Thorlacius.
arsjóðanna, er þeir höfðu hlaup-
izt frá galtómum og gjaldþrota.
Misbeiting
almannasamtaka.
Ég hef rakið þessi mál, ekki
til þess að fjandskapast við
Framsókn, því að fylgismenn
hennar eru frjálsir að sinum
skoðunum, heldur til þess að
rifja upp fyrir mönnum, hvers
þeir mega vænta, ef hún fær
stöðvunarvald á Alþingi íslend-
inga. En annað er, hvort menn
eiga rétt á þvi að hafa rangt
fyrir sér, hitt hvort þeim haldist
uppi að beita aðra rangindum.
Sök sér er, þótt mönnum komi
ekki saman í stjórnmálum, þar
verður að taka því, sem að hönd
um ber og una úrskurði kjós-
enda. Hitt er miklu hættulegra
þegar samtök almennings, sem
stofnuð eru í allt öðru skyni en
að sinna stjómmálaerjum, eru
dregin inn í þær og misnotuð til
að torvelda löglega, lýðræðislega
stjórnarhætti í landinu. Þetta er
ekki einungis hættulegt fyrir
stjórnarfarið heldur ekki siður
fyrir þau samtök, sem svo er
misbeitt.
Frjáls, óháð verkalýðsfélög
eru meginstoðir frjálsra lýðræð-
isþjóðfélaga. Hér á landi eru og
fá þjóðfélagsöfl sterkari en
verkalýðshreyfíngin. Hún hefur
heldur ekki farið dult með
krafta sína. Ekkert afl hefur
verið umsvifameira í islenzku
þjóðfélagi nú um margra ára-
tuga skeið. Er þvi eðlilegt að
spurt sé, hvort verkalýðsfélögin
hafi haft erindi sem erfiði?
Verkalýðshreyfing
á villigötum.
Við sem nú erum komnir fram
yfir miðjan aldur, munum
tvenna tímana. Ömurlegra ástand
en hér ríkti á fyrstu fullorðins-
árum mínum get ég vart hugsað
mér. Atvinnuleysið og örbirgðin,
sem þvi fylgdi á árunum 1932 til
1940 fellur engum úr mmni, er
því kynntist. Þá gengu hér þús-
undir manna atvinnulausir og
áttu sér ekki málungi matar. ís-
lenzk verkalýðshreyfing var orð
in sterk á þessum árum. Sam-
steypustjórn Framsóknar og Al-
þýðuflokks var sett á stofn með
hennar tilstuðlan 1934. Því mið-
ur megnaði verkalýðshreyfingin
þá ekki að bægja böli atvinnu-
leysisins frá dyrum verkalýðsins.
Það var ekki fyrr en eftir her-
námið, í maí 1940, sem veruleg
breyting varð á kjörum hans.
Hernámið var okkur að visu ó-
velkomið, en við verðum að
játa, að með vinnunni, sem þá
skapaðist, varð gjörbreyting á
kjörum verkaamnna. Það voru
ytri ástæður, okkur harla óvel-
komnar, sem breytingunni ollu,
en ekki afl verkalýðshreyfingar-
innar.
Kommúnistar halda því raun-
ar fram, að breytingin hafi orð-
ið fyrir þeirra forgöngu, þegar
gerðardómslögin voru að engu
gerð. Játa má, að setning gerð-
ardómslaganna hafi verið mikil
mistök, og enginn vafi er á því,
að með baráttu sinni gegn þeim
náðu kommúnistar því taki á
voldugasta verkalýðsfélagi lands
ins, Dagsbrún, sem þeir hafa síð-
an haldið. En áhrif þeirrar bar-
áttu réðu ólikt minna um af-
komuna en afleiðingar ófriðar-
ins.
Foringjarnir fordæma
eigin verk.
Hið sanna samhengi verður
enn ljósara, þegar íhugaður er
málfíutningur talsmanna verka'
lýðshreyfingarinnar um þessar
mundir. Þeir fullyrða og birta
ýmsar töiur, sem eiga að sýna,
að kaupmáttur launa hafi lengst-
um farið minnkandi frá þvi
skömmu eftir stríðslok. Raunar
eru þessar fullyrðingar og töl-
urnar, sem nefndar eru þeim til
stuðnings, ærið hæpnar. En ger-
um ráð fyrir, að þær væru rétt-
ar, þá verður þó að játa, að
verkalýðshreyfingin hefur ekki
legið á liði sínu öll þessi ár.
Hvert stórverkfallið hefur rekið
annað til að knýja fram hækkað
timakaup. Engu að siður er nið-
urstaðan sú, að dómi frumkvöðla
verkfallanna, að kaupmáttur
launanna hafi farið minnkandL
Jafnframt getur engum dulizt,
sem augu hefur til að sjá og eyru
til þess að heyra, að heildar-
afkoma verkamanna er nú öll
önnur og betri, ekki aðeins en
hún var fyrir 1940, heldur og
1947 eða 1958. Kaupmáttur launa
fyrir hverja klukkustund er ein-
ungis einn þáttur heildar afkom-
unnar. Að vísu sá þátturinn, sem
verkalýðshreyfingin hefur látið
sér annast um. Ef þessi þáttur
hefur rýrnað meðan aðrir hafa
dafnað, og þá einkum þeir þætt-
ir, sem verkalýðshreyfingin hef-
ur ekki hirt um, þá fellst í þvl
harður dómur yfir ráðamönnum
verkalýðshreyfingarinnar og öll-
um þeirra umsvifum, dómur, sem
þessir menn hafa sjálfir kveðið
upp og stöðugt klifa á.
Lýðræði og frelsi ráði.
Meinið er, að valdi verkalýðs-
félaganna hefur ekki fyrst og
fremt verið beitt til að bæta
kjör verkalýðsins, heldur í valda
baráttu stjórnmálaflokkanna.
Fátt er þjóðinni brýnni nauðsyn
en að hinni pólitísku misnotkun
Alþýðusambandsins og verka-
lýðshreyfingarinnar í heild ljúkL
Vald og þýðing hennar er svo
mikið, að tryggt verður að vera,
að fullkomið lýðræði og frelsi
ráði innan hennar. Þá fyrst eru
líkur til þess að verkalýðsfélög-
in sinn-i heils hugar sínu mik-
ilsverðasta verkefni, raunveru-
legum kjarabótum verkalýðsins.
Þá mundi ekki standa á þátttöku
þeirra í rannsóknarstofnun, sem
gæti orðið til leiðbeiningar um
skynsamlega kröfugerð. Þá
mundi og ekki vera varhugavert
að fela Alþýðusambandinu heild
arsamninga fyrir öll verkalýðs-
félög, eða að minnsta kosti þau,
sem í sömu grein vinna, þó að
slík aukning á valdi Alþýðusam-
bandsins sé stórhættuleg á með-
an þar ráða svo ólýðræðislegir
stjórnarhættir sem nú. Þá mundi
verkalýðshreyfingin og gera sér
fulla grein fyrir, að ekkert er
mikilsverðara fyrir verkalýðinn
en stöðug aukning framleiðsl-
unnar, því að á henni veltur
möguleikinn til raunverulegra
kjarabóta. Því verður ei jafnað,
sem aldrei hefur verið safnað.
Svikasamningamir.
En verkalýðshreyfingin er
ekki einu almannasamtökin, sem
freklega hafa verið misnotuð af
ráðamönnum þeirra. Framsókn-
armenn byggja völd sín á mis-
notkun hins ópersónulega auð-
magns, sem safnað hefur verið
í skjóli samvinnufélaganna. Ekki
þarf að efa að þessu mesta auð-
valdi á íslandi verður öfluglega
beitt á móti okkur í kosningun-
um í sumar. Svikasamningarnir
sumarið 1961 veita forsmekk að
þeim aðferðum, sem viðhafðar
verða. Þá sagði formaður SÍS
og forstjórd eins stærsta kaupfé-
lagsins um vorið, að gengislækk-
un mundi leiða af almennum
kauphækkunum. Engu að síður
voru fyrirtæki SÍS skömmu síð-
ar látin semja um slíkar hækk-
anir og rétt þar eftir lýsti vara-
formaður SfS yfir þvf, að nú
mundi samdrátturinn hefjasL
Sá samdráttur, sem Framsókn
hafði spáð en lét eftir sér biða.
Um samhengið er ekki að vill-
ast og er ekki furða þótt Fram-
sóknarherrunum gremjist gengia
lækkunin í ágúst 1961, sem gerði
að engu þessi þokkalegu áform.
Við Sjálfstæðismenn erum
sáttfúsir en við slík vinnubrögð
munum við ekki sætta okkur.
Engu að síður munum við aldrei
taka upp þann hátt að níðast
á neinum, setja þá, sem aðrar
stjórnmálaskoðanir hafa, til hlið
ar í þjóðfélaginu, eins og á sín-
um tima var sagt, að búið væri
að gera við okkur. Við viður-
kennum mikið gildi bæði sam-
vinnufélaga og verkalýðssam-