Morgunblaðið - 27.04.1963, Page 15
’ Laugarðagur 27. apríl 1963
taka. Það eaf einungis misnotkun
þeirra, sem vdð fordæmum og
munum ætíð berjast gegn. Hinu
heitum við að hafa við þau sam-
Btarf um framgang allra góðra
málefna. Við treystum því, að
sá yfirgnæfandi meirihluti ein-
stakra félagsmanna, sem vill
forða félagsskap sínum frá mis-
beitingu og valdníðslu, þoli ekki
til lengdar að svo verði fram-
haldið. Til lengdar hlýtur það
að verka þessum fjölmennu al-
menningssamtökum til niður-
dreps, að þeim sé beitt fyrir
flokksvagn hvort heldur Fram-
sóknar eða kommúnista. Báðir
misfara með þann trúnað, sem
þeim hefur verið veittur, til að
afla sér fyrir hann valda, sem
meirihluti kjósenda vill ekki
veita þeim við almennar kosn-
Ingar.
! Meirihlutinn mun ekki
\ hrekjast af réttri leið,
Að sjálfsögðu bitnar það jafnt
£ allra flokka mönnum í
almannasamtökum ef þeim
er beitt til að efla verðbólgu,
auka dýrtið og torvelda lög-
lega lýðræðisstjórn í landinu.
Verðbólgumeinið verður vafa
laust seinlæknað á meðan vald
þessarra fjölmennu samtaka er
notað heilbrigðum stjórnarhátt-
um til hindrunar. Hitt yrði þó
enn skaðsamlegra, ef látið væri
undan ofbeldinu og meirihluti
þjóðarinnar kúgaður til að láta
af stefnu sinni. Slíkt má aldrei
verða.
Formaður Framsóknar segir
nú, að ekki sé „árennilegt fyrir
landsmenn“ að fela stjórnar-
flokkunum „einum saman for-
ræði mála sinna á næsta kjör-
tímabili". Það leynir sér svo
sem ekki, hvert hugur hans
stefnir. Hann vill sem sé þessa
stundina ólmur komast í sam-
fylgd okkar.
MORCVHTHAfílB
1S
l
fcsamvinna við Framsókn
og kommúnista.
Af öllum stjórnmálaflokkum
höfum við oftast og lengst haft
stjórnarsamvinnu með Fram-
sóknarflokknum. Því miður hef-
ur sú samvinna ætíð verið erfið
og árangurinn harla misjafn.
Erfiðleikarnir hafa ekki einung-
is átt rætur sínar að rekja til
skoðanamunar, sem þó oft hefur
verið mikill sökum afturhalds-
semi og ófrelsisástar Framsókn-
«r. Ekki hefur minna um vald-
ið andinn, sem ráðið hefur hjá
samstarfsflokknum. Samstarf,
tem byggist á óheilindum ann-
ars aðilans, er stöðugt situr á
svikráðum við hinn, reynir að
magna deilur 1 stað þess að setja
þær niður, og aldrei fæst til að
virða neitt málefni málefnisins
vegna heldur notar allt til kaup-
skapar, því líkt samstarf getur
aldrei orðið haldgott. Þessir
sömu eiginleikar hafa lýst sér
í samstarfi Framsóknar við aðra
jafnt og Sjálfstæðisflokkinn. í
þessu er öllu öðru fremur að
finna skýringuna á því af hverju
ta msteypus t j órnir urðu ætíð
tkammlífar á meðan annað hvort
varð að sæta samstarfi við Fram
tóknarflokkinn eða kommúnista.
Því að vitanlega eru kommún-
istar Framsóknarmönnum sízt
tamstarfshæfari. Munurinn er
tá, að menn vita fyrirfram hvað
tkilur kommúnista og lýðræðis-
flokka og vænta ekki hollustu
eða samstarfshátta frjálshuga
manna af kommúnistum.
Þess sjást sízt nokkur merki,
að Framsókn og kommúnistar
hafi breytt um starfshætti svo
að horfur séu á, að þeir yrðu
einlægari I samstarfi nú en áð-
ur. Ekki mundi þó mega setja
tlíkt fyrir sig, ef um málefni
væri hægt að semja. En öll við-
leitni þeirra hefur verið í þá átt
að reyna að stöðva viðreisnina,
lem stjómarflokkarnir eru stað-
ráðnir 1 að efla. Um þann skoð-
anamun verður kosið.
Sundrung eða viðreisn.
Ég varpaði fram þeirri spurn-
ingu, hvort lýðræði og hollir
stjórnarhættir hefðu eins mikil
áhrif og við stjórnmálamennirn-
ir viljum vera láta. Svo sem fram
hefur komið í orðum mínum er
margt fleira en gerðir stjórn-
arvalda, sem miklu ráða um þró
unina, og því fer fjarri, að all-
ar athafnir stjórnmálamanna
leiði til góðs, enda þótt þeir
vilji vel. En hitt er ótvírætt,
að stjórnmálamenn geta komið
miklu góða til vegar, einkum ef
þeir skilja hver takmörk eru
sett völdum þeirra og áhrifum.
Aldrei hefur munurinn á því,
sem horfir til ills og góðs, verið
auðsærri í íslenzkri stjórnmála-
baráttu. Annars vegar er sundr-
ung, úrræðaleysi og löngun til
að stöðva farsæla framþróun
þjóðfélagsins. Hins vegar sam-
starf um fastmótaða stefnu til
viðreisnar og velfarnaðar. Val
kjósandans veltur á því, hvort
hann kýs heldur stöðvun og
stjórnleysi eða samhjálp, frelsi
og manndáð.
Vetur kveður, sumar heilsar
- Frá hátíðahöldunum á sumardaginn fyrsta
Tízkusýninw o"
danssýnin"
á Akranesi
Á MORGUN sunnudaginn 28.
apríl, verður fjölbreytt skemmt-
un í Bíóhöllinni á Akranesi og
hefst kl. 5. Meðal skemmtiatriða
er leikur lúðrasveitar, kórsöng-
ur, danssýning nemenda í skóla
'Hermanns Ragnars og tízku-
sýning sem stúlkur úr skóla
Andreu annast. Sýna þær fatnað
úr verzl. Eygló. Ándrea og Her-
mann Ragnars koma uppeftir
með flokka sína án endurgjalds
ag eru þangað flutt án greiðslu
af Þórði Þ. Þórðarsyni. Ber að
iþakka þetta Og það gera Akur-
nesingar með því að fjölmenna
í Bíóhöllinni og njóta sýningar
atriða. Allur ágóði af skemmtun-
inni rennur til Akraneskirkju.
Grjót eða gull?
1 1—2 ár hafa Bergur Lárusson
og fleiri öðru hverju farið austur
á Skeiðarársand itl að freista þess
að leita að hollenzka skipinu ,Het
van Amesterdam', sem átti að
hafa strandað þar með dýrmæt-
an farm, eins og blaðið hefur oft
skýrt frá. Fyrir skömmu fór
flokkurinn enn austur á sandana.
Segulmælingar gáfu til kynna að
eitthvað væri undir í sandinum
á svipuðum slóðum og segulmæl-
ingair gáfu svörun í fyrra. En það
þýðir að undir sé einhver
hlutur, sem hafi segulsvörun,
járn, stórir hnullungar, hrauri
eða annað þess háttar.
Þeir félagar höfðu með sér loft
bor til að bora niður á þessum
stað og kanna hvað væri þarna
undir, því verður ekki úr því
skorið hvað það er. — En bor-
urún tókst ekki. Hafa þeir í
hyggju að reyna aftur í sumar.
HÁTÍÐAHÖLDIN á sumardag
inn fyrsta hófust með tveim-
ur skrúðgöngum, sem mættust
í Lækjargötu. Úr vestri kom
Vetur konungur með apa og
úlf í broddi fylkingar og
fylgdu þeim lúðrasveit og
hundruð barna. Úr austri kom
Vorgyðjan með storkinn, og
fylgdi henni einnig lúðrasveit
og börn.
Þegar komið var í Lækjar-
götu staðnæmdust fylkingarn
ar og persónugervingar sum-
ars og veturs tóku sér stöðu á
palli fyrir framan Gimli.
Þar flutti prófessor Þórir
Kr. Þórðarson ávarp og sagði
bömunum dæmisögu. Að því
loknu fóru fram árstíðaskiptin,
sem Guðmundur Jónsson,
óperusöngvari, stjórnaði. —
Spjallaði hann við Veturinn
og Vorgyðjuna í gamansömum
tóni, börmmum til mikillar
ánægju. Vorgyðjan, Guðrún M.
Bjöimsdóttir, sem er nemandi
í fóstruskóla Sumargjafar, fór
með vorljóð eftir Hannes Haf-
stein. Að síðustu sungu böm
in lítið lag og stjómaði Guð-
mundur Jónsson söngnum.
Hátíðahöldin fóru vel fram.
Veður var gott framan af degi
og tók ekki að rigna fyrr en
í lok hátíðahaldanna. Inni-
skemmtanimar, sem haldnar
voru í Háskólabíói, Austur-
bæjarbíói, Iðnó og Tjarnarbæ
á vegum Sumargjafar, voru
vel sóttar. — Forráðamenn
Sumargjafar sögðu í gær, að
svo virtist sem ágóðinn af deg
inum hefði verið sæmilegur,
merki og flögg selzt allvel, og
bók barnanna, Sólskin, væri
' uppseld.
Jófríður
Krisfjáns-
dóttir
ÍDAG fer fram frá Stykkis-
hólmskirkju útför Jófríðar Kristj
ánsdóttur. Hún andaðist s.l. laug-
aradg og hafði þá átt við lang-
varandi vaniheilisu a ðstriða. Hún
hafði náð háum aldri, lifað
tvenna timana eins og sú kyn-
slóð sem nú er komin yfir miðj-
an aldur.
Þegar ég kom til Stykkishólms
kynntist ég henni fljótt og alla
tíð síðan var með okkur góð vin-
átta. Hún átti heimili í Stykkis-
hólmi allt frá aldamótum. Dugn-
aður hennar var frábær og mann-
koetir hennar slíkir að þeir
gleymast ei þeim sem til þekktu.
í fleiri ár bjó hún þar með
móður sixmi og annaðist hana á
efri árum. Frændur sína
Guðjón og Benedikt Brynj-
ólfssyni annaðisit hún sem sín
eigin börn og sýndu þeir það
þegar hennar kraftar dvinuðu
hvers þeir mátu þá aðstoð. í
skjóli Benedikts var hún sein-
ustu ári nog var hann henni sem
sonur.
Með Jófríði er á brautu geng-
in góð kona. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Árni Helgason
— Frelsishugsjónin
Framh. af bls. 6.
á. Þróunin, lifið sjálft, sagði
ræðumaður, hefur hér tekið í
taumana. Hinar rykföllnu fræði-
kenningar sósíalismans hafa orð-
ið að þoka fyrir nýrri trú á
frelsi og einstaklings- og félags-
framtak.
Traustur grundvöllur
Rök sjálfstæðisstefnurinar og
grundvöllur væri þess vegna
traustari í dag en nokkru sinni
fyrr. Reynsla íslenzku þjóðar-
innar hefði sannað, að þessi
stefna væri þess ein megnug að
tryggja stöðuga þróun, framfar-
ir og uppbyggingu í þjóðfélag-
inu.
Sigurður Bjarnason gerði því
næst grein fyrir frumdrögum að
stjórnmálayfirlýsingu, sem lögð
var fyrir fundinn, en lauk síðan
máli sínu með þessum orðum:
„Á grundvelli þeirrar raun-
hæfu og frjálslyndu stefnu, sem
flokkur okkar hefur fylgt og
sem Landsfundurinn mun á ný
marka með stjórnmálayfirlýs-
ingu sinni göngum við Sjálf-
stæðismenn um land allt gunn-
reifir til þeirrar baráttu sem
fram undan er. Það er óbifanleg
sannfæring okkar, að forysta
Sjálfstæðisflokksins sé þess ein
megnug að tryggja íslenzku þjóð
inni farsæla framtið og réttlátt
og rúmgott þjóðfélag á lslandi“.
í stjórnmálanefnd Landsfund-
arins voru kosnir þessir menn:
Ásgeir Pétursson, Borgarnesi,
Ásmundur Olsen, Patreksfirði,
Birgir Kjaran, Reykjavík, Bjami
Beinteinsson, Reykjavík, Bragi
Hannesson, Reykjavík, sr. Bjarni
Sigurðsson, Mosfelli, Eiríkur
Alexandersson, Grindavík, Ey-
þór Hallsson, Siglufirði, Friðjón
Þórðarson, Búðardal, Geir HaH-
grímsson, Reykjavík, Gísli Gísla-
son, V estmannaeyjum, Gunnar
Helgason, Reykjavík, Halldór
Gunnarsson, Einarsstöðum, N-
Þing., Helgi Gíslason, Helgafelli,
Höskuldur Ólafsson, Reykjavík,
Jóhann Hafstein, Reykjavík, Jón
as G. Rafnar, Akureyri, Jón Við-
ar Guðlaugsson, Akureyri, Magn
ús Jónsson, alþm., Reykjavík,
María Maack, Reykjavík, Matt-
hías Bjarnason, ísafirði, Páll
Scheving, Vestmannaeyjum, Pét-
ur Blöndal, Seyðisfirði, Pétur
Sigurðsson, alþm., Reykjavík,
Rögnvaldur Finnbogason, Sauð-
árkróki, Sigmundur Sigurðsson,
Syðra-Langholti, Sigríður Auð-
uns, Akranesi, Sigurður Bjama-
son, ritstjóri, Reykjavík, Stefán
Jónsson, Hafnarfirði, og Þór
Vilhjálmsson, Reykjavík.
Kaffidagur fatl-
aðra skáta
HINN ÁRLEGI kaffidagur fatl-
aðra og lamaðra skáta verður 1
Skátaheimiliniu 1. maí n.k. kl.
2—6 e.h. Em skátar og velunnar
ar þeirra góðfúslega beðnir um
að gefa kökur og koma síðan og
kaupa þær aftur með kaffiboUa.
Hvetja skátar alla til að styrkja
og efla starf vanheilla skáta.
Kökunum verður veitt móttaka
frá kl. 10 f.h. 1. mai og einnig
verða kökur sóttar til gefenda
ef óskað er og hringt i síma
15484 kl. 10—12 f.h. 1. maí.