Morgunblaðið - 09.05.1963, Blaðsíða 3
Fimtntudagtir 9. maí 1963
MORCVNBl4Ð1Ð
3
UMFANGSMIKLUM og sam-
ræmdum æfingum herskipa
og flugvéla á vegum Atlants-
hafsbandalagsins I a u k sl.
þriðjudag. Tóku þátt í æf-
ingum þessum bandarískar,
brezkar, kanadiskar, franskar
og hollenzkar liðssveitir.
Vegna þessara æfinga hef-
ur brezk flugsveit verið stað-
sett á Keflavíkurflugvelli um
þriggja vikna skeið. Eru flug-
vélarnar úr 203. flugsveit
hins konunglega brezka flug-
hers, en heimastöðvar sveitar
innar eru Ballykelly í Norður-
írlandi.
Talið frá vinstri: Squadron Leader J. Lewis L loyd, Wing Commander
Squadron Leader B. W. Lofthouse.
Saunders,
Brezk fiugsveit staðsett i
3 vikur á Keflavíkurfiugvelli
Tók þátt i æfingum á vegum IMATO
Morgunblaðið ræddi við
yfirmenn flugsveitarinnar í
fyrrakvöld að æfingunum
lauk, en um hádegi í gær fór
flugsveitin til Ballykelly.
Stjórnandi 203. flugsveitar-
innar er Wing-Commander
D. C. Saunders og aðstoðar-
foringjar hans Squadron-
Leader B. W. Lofthouse og
Squadron-Leader T. Lewis
Lloyd.
Sötgðu þeir, að æfingarnar
hefðu verið mjög erfiðar og
strangar og þess vegna hefðu
flugmennirnir haft lítinn tíma
til að kynnast landinu.
Flugvélarnar í sveitinni eru
af gerðinni Shackleton,
skýrðar eftir Sir Emest
Shackleton, heimskautafaran-
um fræga.
Flugvélar þessar eru frem-
ur hægfleygar enda ætlaðar
til eftirlitsflugs og eru að
mestu notaðar í samvinnu við
flotann.
Yfirmennirnir sögðu, að 6
Shackleton vélar hefðu verið
staðsettar á Keflavíkurflug-
velli en öðru leyti tók 203.
flugsveitin þátt í þessum
NATO-æfingum frá Bally-
kelly. Vom hér um 140 brezk
ir flugliðar vegna þessara æf-
inga, flugmenn og flugvirkjar.
Flugsveitin var á lofti yfir
400 klukkustundir á meðan
æfingarnar stóðu yfir, mest-
megnis suður af íslandi.
Yfirmennirnir létu mjög vel
af dvöl sinni hér og kváðu
bandaríska varnarliðið hafa
veitt þeim pmetanlega aðstoð.
Þetta mun í fyrsta skiptið
í mörg ár, sem brezk flug-
sveit hefur verið staðsett á
Islandi. Kváðust Bretamir oft
fara til æfinga í ýmsum lönd-
um, þar sem NATO-flugvellir
væru staðsettir eins og hér á
landi. Þeim þótti heldur
hrjóstrivgt umhverfis Kefla-
víkurflugvöll, en nokkrir
höfðu brugðið sér til Reykja-
víkur og sumir jafnvel klifið
fjöll eða farið á veiðar.
Flugmennimir mynduðu
knattspyrnuflokk og kepptu
við lið frá Keflavíkurkaup-
stað og höfðu mjög gaman af,
þótt þeir töpuðu með 12 mörk
um gegn engu.
Bretarnir sögðu, að þeir
hefðu fengið þær upplýsingar
áður en þeir fóru til íslands,
að veður hér hefði verið
miklu betra í vetur en í Eng-
landi.
En þegar þeir komu hingað
Ivafði veðráttan breytzt og
þótti þeim anzi kalt.
Þeir kváðust samt vona til
að koma hingað síðar — eink-
um ef veðrið yrði dálítið
betra.
Yfirforlngjar 20S. flugsveitarinnar fyrir frama n eina vélina skömmu áður en haldið var til
Ballykelly um hádegi i gær.
Brezku Shackleton vélarnar
á Keflavíkurflugvelli.
8TAKSTEINAR
Örvænting framsóknaí
Það hefur verið ljóst af öllu
framferði framsóknarleiðtog-
anna á því kjörtímabili, sem nú
er að ljúka, að þeir óttast mjög
um sinn hag í stjórnmálálífi
landsins og eru haldnir örvænt-
ingarfullu vonleysi um, að þeir
muni eiga afturkvæmt i ráð-
herrastóla á næstu árum. Er
þetta mjög að vonum, enda
ganga framsóknarmenn þess
auðvitað ekki duldir, að aðrir
stjómmálaflokkar em orðnir
langþreyttir á óheilindum þeirra
í samstarfi og sífelldu eiginhags
munapoti. Hins vegar gera
framsóknarmenn sér vitaskuld
einnig ljóst, að í flokki þeirra
er mikill háski á ferð nema
því aðeins, að honum takist á
ný að komast í valdaaðstöðu,
Á þetta rætur að rekja til hins
sérstaka eðlis Framsóknarflokks
ins, að þar e>r um að ræða félaga
samtök, er bjóða fram við al-
mennar kosningar, en ekki geta
talizt raunveruleg stjórnmála-
samtök.
Vantar stjórnmálaskoðun
Fyrsta skllyrði þess, að félaga-
samtök geti talizt stjórnmála-
flokkur, er að sjálfsögðu það, aS
þau hafi ákveðna stjórnmála-
stefnu. Þetta frumskilyrði upp-
fyllir Framsóknarflokkurinn hins
vegar engan veginn. Framsókn-
armenn segja að vísu ævinlega,
þegar þeir eru inntir eftir því,
hver grundvallarstefna þeirra sé,
að það sé samvinnustefnan. Án
þess að kasta með því nokkurri
rýrð á samvinnustefnuna, verður
því þó auðvitað ekki haldið
'fram, að hún sé raunveruleg
stjórnmálastefna, heldur er hún
fyrst og fremst ákveðin stefna
í verzlunarmálum og rekstri
fyrirtækja. Samtök, sem byggja
stefnu sína á henni, geta því ekki
kallað sig stjómmálasamtök
með meiri rétti en t. d. samtök
manna, sem væru þeirrar skoð-
unar, að heppilegasta rekstrar-
form fyrirtækja væri annað
hvort hlutafélög eða einstakl-
ingsfyrirtæki.
Ciginhagsmunasamtök
En hvers konar fyrirbæri er
þá Framsóknarflokkurinn?
Svo sem alkunnugt er, ertl
innan . raða framsóknarmanna
menn með hinar ólíkustu stjórn-
málaskoðanir, harðsoðnir marx-
istar, einkaframtaksmenn, fylgj-
endur vestrænnar samvinnu og
hinir mestu andstæðingar henn-
ar. Það, sem sameinar þessa
menn í einum flokki er hinsvegar
það, að þeir líta á Framsóknar-
flokkinn sem tæki til að vinna
að hagsmunum sínum. Og hér
er að leita skýringarinnar á því,
að viðgangur Framsóknarflokks-
I ins er fyrst og fremst undir því
kominn, að hann hafi aðstöðu
til að hygla áhangendum sín-
um.
Þetta er hin raunverulega or-
sök hinnar örvæntingarfullu bar
J áttu framsóknar í stjórnarand-
stöðu. Leiðtogar hennar gera
sér fullljóst, að það fylgi, sem
þanníg er til komið, er hverfult
og ætíð reiðubúið til að snúa við
þeim baki, ef á móti blæs. Þess
vegna er heróp framsóknarleið-
toganna nú: í stjóm með hverj-
um sem er og með hvaða ráð-
um sem er!