Morgunblaðið - 09.05.1963, Side 15
Fimmtudagur 9. maí 1963
M O R C V 1S 7! L A Ð 1 Ð
15
IViinning:
Guðmundur GuðmundsSo
ÞANN 26. f.m. lézt að Landa-
kotsspítala eftir fremur
skamma legu Guðmundur Guð-
mundsson, skipstjóri Seljavegi
17, Reykjavík en hann var jarð-
settur 2. þ.m. frá Fossvogskirkju
að viðstöddum vandamönnum og
yinum.
Guðmundur var fæddur að
Tjörn Miðnesi 16. desember 1894.
Fluttist hann mjög ungur að Nesj
um í sama hreppi og dvaldist
þar, þar til hann var 10 ára
gamall, en þá missti hann móður
6Ína og fluttist þá með föður sín-
um til Reykjavíkur og var heim-
ilisfastur þar til dauðadags.
Guðmundur gerði sjómennsk-
una að sínu ævistarfi, kom
snemma fram að hugur hans stóð
til þeirra starfa, enda hafði hann
alizt upp við sjó og sjómennsku,
eins og æskustöðvar hans gefa til
efni til. Hugur Guðmundar heit-
jns stóð til mannaforráða í því
starfi sem hann hafði helgað sér
og þessvegna gekk hann í Sjó-
mannaskólann og lauk þaðan
pófi vorið 1919. Stýrimaður varð
ihann k b/v Austra árið 1921 og
skipstjóri á sama skipi þremur
árum seinna. Árið 1926 varð
hann skipstjóri á b/v Kára og
var það fram til ársins 1932. Ári
síðar hóf hann eigin útgerð
ásamt öðrum manni. Keyptu þeir
b/v Kóp og var Guðmundur skip
6tjóri á honum þar til þeirri út-
gerð lauk árið 1936.
Þessari útgerð lauk á annan
veg en til var stofnað, en ekki
verður fjölyrt um orsakir þess
hér. Hinu verður e-kki neitað að
viðbrögð stjórnavalda gagnvart
vandamálum útgerðarmanna,
manna, voru á annan veg á þeim
érum heldur en nú hin síðari ár.
Guðmundur heitinn lagði þó
ekki árar í bát þótt á móti blési
í efnalegu tilliti. Áfram sótti
hann sjóinn af engu minna kappi
en áður, og öll stríðsárin sigldi
hann, ýmist sem stýrimaður eða
skipstjóri. Á botnvörpungunum
Gulltoppi og Belgaum. í gegn um
svartnætti stríðsáranna reyndi á
hugprýði og fórnfýsi íslenzkra
sjómanna venju fremur og var
Guðmundur vissulega gæddur
þeim mannkostum, sem þurfti til
þeirra starfa. Eftir stríðsárin var
Guðmundur skipstjóri á mótor-
skipum héðan frá Reykjavík,
fyrst á ni.b. Braga og síðar m.b.
Marz. Á árunum 1949 til 1953 var
Guðmundur stýrimaður á leitar
skipinu „Fanney“ en frá þeim
tíma vann hann í landi, fyrst hjá
Eimskipafélagi íslands og síðar
hjá Ingvari Vilhjálmssyni út-
gerðarmanni.
Guðmundur heitinn var jafnan
aflasæll skipstjóri og vel látinn í
starfi af þeim mönnum, sem
kunnu að meta dugnað hans
sjálfs og stjórnsemi. Hann var
hreinskilinn maður sagði sína
meiningu um menn og málefni,
virtist á stundum nokkuð
hrjúfur og óvæginn en heilsteypt
ur og sanngjarn þrátt fyrir ein
arða málafylgju.
Hin síðari ár lifði hann kyrr-
látu lífi og reglusömu og beið
þess að njóta elliáranna áhyggju
laus, eftir að hafa brotizt til
bjargálna með fádæma þraut-
seigj u og hvíldarlausu striti. Hans
sjónarmið beindist ætíð að því að
þurfa ekki neitt til annarra að
sækja til þess að sjá sér og sín-
um farboða, enda varð sú raun-
in á að til þess kom aldrei að því
er ég bezt vissi.
Guðmundur heitinn lætur eft
ir sig eftirlifandi konu, Guðlaugu
Grímsdóttur, sem alltaf stóð við
hlið manns síns í blíðu og stríðu
og skóp honum gott heimili. Þau
eignuðust 5 syni, sem allir eru á
lífi og eru dugnaðarmenn hver
á sínu sviði, eins og þeir eiga
kyn til.
Að síðustu sendi ég eftirlifandi
eiginkonu og öðrum vandamönh
um samúðarkveðjur og þakka
um leið þau tækifæri sem ég fékk
til þess að kynnast Guðmundi
heitnum og fjölskyldu hans.
G. R. M.
— Landið okkar
Framlhald af bls. 10
reisa minnisvarða um Egil
Skallagrímsson, sem ætti að
vera í Egilsgarði. Sýslurnar
lögðu fyrir fáum árum nokk-
urt fé til minnisvarða og Borg
firðingafélagið í Reykjavík
hugðist koma málinu fram.
Ekki veit ég hvers konar
minnisvarði það yrði. Norski
myndhöggvarinn Vigeland
gerði höggmynd af Agli að
reisa níðstöngina, en viðfangs
efnið er ekki sem heppileg-
ast, auk þess sem ekki er
hægt að fá afsteypu af mynd-
inni. Aftur á móti þyrfti að
athuga með Sonatorrek Ás-
mundar Sveinssonar. Þetta
mál þarf að komast í fram-
kvæmd. Og það er nú einu
sinni svo, að alltaf er hægt
ÍTALSKAR KVENTÖFLUR
SKÓSALAN uwjosveoi i
Husqvarna
Handsláttuvélar
með og án mótors.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16 — Sími 35200.
að safna fé til góðra málefna
á Íslandi.
Eins hefði mér fundist heppi
legt að koma fyrir hér á Borg
byggðasafni Borgfirðinga inn
an Skarðsheiðar, sem vísir er
til að í geymslu hjá kaupfé-
laginu í Borgarnesi.
— Hvað er langt niður í
Borgarnes?
— Aðeins 3 km. Það var
ekki ástæða til að flytja
prestsetrið vegna fjarlægðar
frá BorgarnesL
BORGNESINGAR REISTU
FALLEGA KIRKJU.
— Hvað þjónið þér mörg-
um kirkjum?
— Fjórum, á Borg, í Borg-
arnesi, Álftártungu á Mýrum
og Álftanesi. Tvær þær síðast-
nefndu eru í 29- J0 km. fjar-
lægð héðan. Álftártungusókn
er fámenn og þar er heldur
léleg kirkja. Aftur á móti er
ný og mjög falleg kirkja í
Borgarnesi. Hún yar vígð á
uppstigningardag 1959 og er
fyrsta kirkjan í BorgarnesL
Sóknirnar voru aðskildar árið
1939, en messað var í barna-
skólanum eða samkomuhús-
inu í Borgarnesi pangað til
kirkjan komst upp. Það var
mikið átak að reisa svo veg-
lega kirkju, enda hugur fólks
til málefna kirkjunnar ákaf-
lega góður þar.
— Og hvernig vr kirkju-
sókn?
— Það má segja uð hún sé
góð í þessum sóknum.
— Það er mjög mikilvægt
að Borg sé fagur staður og w
vel um genginn, sagði sr. Leo
að lokum. Þjóðinni er skylt
að halda hann vel, og það er
myndarlegt átak að byggja
hér vandað hús. Úr því við
eigum aðeins minningarnar,
þá verður að búa þannig að
þeim að tengslin rofni ekki
við fortíðina. — E. P.
Husqvarna eldavélasettið
hefur bökunarofninn í
réttri vinnuhæð.... og aðrar
eldavélar verða gamaldags!
HUSQVARNA settið kostar lítið meira en venju-
leg eldavél, en gefur ySur margfalt meira i
auknum þœgindum.
Betri nýting á rými • Útlit og allur útbúnaður
eftir ströngustu kröfum nútimans • 3 eða 4
suðuplötur • Bökunarofninn með innbyggðu
ljósL staðsettur i réttri vinnuhœð á þœgileg-
asta stað £ eldhúsinu.
„glugginn" gerir húsmóðurinni mögulegt að
fylgjast með bakstrinum án þess að opna ofn-
inn.
Husqvama
verða eUhusstörfu ánægjuleg
GUNNAR ÁSGEIRSSON H. F.
FRAMTIDARSTARF
Afgreiðslumaður
í kjöthúð
Vér viljum ráða vana afgreiðslumann til
starfa í kjötbúð.
Nánari upplýsingar gefur Starfsmanna-
hald S.I.S. Sambandshúsinu.
STARFSMANNAHALD