Morgunblaðið - 09.05.1963, Qupperneq 23
Fimmtudagur 9. maí 1963
MORCVNBLAÐIÐ
23
SIÐLHUS FRAMHOMÆ VID
TVÆB NÍU ABM TELPUB
UIVÍ kl. 7.30 á þriðjudaffsmorg-
un er tvær 9 ára telpur voru að
bera út blöð skammt frá Lang-
holtsskóla, kom þar að ungur
maður á ljósum Volkswagen og
bauðst til að aka þeim heim.
Telpumar þágu boðið, þar sem
þær þurftu að mæta í skólann
innan tíðar.
í stað þess að aka telpunum
heim, fór maðurinn með þær upp
að Árbæ og stöðvaði bílinn í
malargryfju, sem þar er.
Maðurinn skipaði telpunum að
klæða sig úr að neðan. Telpurn-
ar, sem voru nú orðnar hræddar,
gerðu það að einhverju leytL
Hafði maðurinn einhverja til-
burði við telpurnar, en snerti
þær þó ekki þar sem þær voru
naktar.
Telpurnar fóru að gráta og ók
maðurinn þeim þá aftur á staðinn
þar sem hann hafði tekið þær
upp í bílinn. Gaf hann hvorri um
sig 25 króna seðil og bað þær að
segja engum frá hvað gerzt
hafði. Telpurnar sögðu mæðrum
sínum frá atburðinum og var
mólið kært til lögreglunnar.
Ný síldarvinnslutæki
koma til Sigluf jarðar
Mynd þessi sýnir flutningaskip úr Dominikanska flotanum á lei'ff
frá Santo Domingo til Haiti, en um borð í skipinu eru fimm skriff-
drekar. Myndin var tekin sl. laugard., en þann dag voru einnig mikl
ir herflutningar aff landamærum Dominikanska lýðveldisins og
Haiti. Sjá nánar frétt á bls. 2.
Siglufirði, 8. maí: —
Ms. Lagarfoss hefur í fyrradag
og gær skipaff hér upp 70 tonn-
um af vélum og tækjum, smiffuð
um í vélsmiðjunni Héðni, og
fara eiga í síldarverksmiffjuna
Rauðku til endurbóta á verk-
smiðjunni, svo að hún geti full-
nýtt þaff hráefni, sem henni
kann að berast.
Hér er um að ræða soðvinnslu
tæki, sem unnið geta sildarsoð úr
8000 málum síldar á sólarhring,
Lífil
von
mga um
nu um samn-
tilraunabann
segir Kennedy, Bandarikjaforsefi
Washington, 8. maí (AP-NTB)
KENNEDY forseti hélt í dag
fund með fréttamönnum. —
Sagði forsetinn m.a. að hann
hefði ekki mikla von um að
samkomulag næðist á þessu
ári um bann við tilraunum
með kjarnorkuvopn. En ef
nýjar tilraunir hefjast, sagði
hann, leiddu þær til mikillar
ógæfu fyrir alla aðila.
Forsetinn sagði :.ð þrátt fyrir
tilslakanir Bandaríkjamanna í
kröfum um viðunandi eftirlit
með tilraunabanni, virtist Rúss-
um frekar miða frá samkomu-
lagi en í samkomulagsátt. Að-
spurður sagði Kennedy að bú-
ast mætti við að bæði Banda-
ríkjamenn og Rússar hæfu til-
raunir á ný.
Forsetinn kom víða við í við-
ræðum við fréttamenn. Hann
ræddi um deilur ísraelsmanna
og Araba, ástandið í Laos, deilur
Haiti og Dóminikanska lýðveld-
isins og kynþáttadeilurnar í
Birmingham, Alabama.
- I AT A
Framhald af bls. 2.
„Mjög jákvæð þróun“
segir stjórnarformaður
LOFTLEIÐA
• Morgunblaðið hringdi vegna
þessarar fréttar til Kristjáns
Guðlaugssonar, stjórnarformanns
LOFTLEIÐA. Lét hann svo um-
mælt:
• Málið er þannig vaxið, að
IATA-flugfélögin hafa viljað
hækka fargjöldin í því formi, að
afsláttur lækki úr 10% í 5%.
Vilja þau, að þetta gildi bæði
tim Atlantshafs- og Kyrrahafs-
flug. CAB, bandaríska flugmála-
stjórnin, hefur alls ekki viljað
fallast á neina fargjaldahækkun
í Kyrrahafsflugi, en hefði lík-
lega látið hækkun í Atlantshafs-
flugi afskiptalausa. Hefur CAB
margsinnis aðvarað IATA, þar
eð bandaríska flugmálastjórnin
telur verðlagspólitík IATA
ranga. Einkum hefur CAB snú-
izt harkalega gegn nokkurri
hækkun í Kyrrahafsflugi, eins
og fyrr greinir. IATA hefur hins
vegar gengið fram hjá aðvörun-
um CAB, og svo má lengi brýna
deigt járn að bíti, því að nú vill
CAB ekki heimila neina hækk-
un, hvorki á Kyrra- né Atlants-
hafi. Afstaða bandarísku flug-
málastjórnarinnar Þýðir, að
IATA er ekki lengur bær um að
ákveða fargjöld. IATA hefur að
vísu orðið að fá samþykki ríkis-
stjórna til fargjaldaákvarðana,
en þær hafa yfirleitt samþykkt
þær. Nú sýnir Bandaríkjastjórn,
að veldi IATA stendur veikum
fótum.
• í þetta mál blandast m.a.
sú staðreynd, að bandaríska
flugfélagið Pan American græddi
um 15 milljónir dollara á síð-
asta ári, meðan brezka flugfé-
lagið BOAC tapaði svo að segja
sömu upphæð í sterlingspund-
um, enda er eins konar ríkis-
rekstur á því fyrirtæki.
• Þetta getur endað í far-
gjaldastríði, en stjórn TJSA reyn-
ir sjálfsagt að koma í veg fyrir
það.
• Fljótt á litið get ég ekki
séð, að þetta hafi nein áhrif á
fargjöld LOFTLEIÐA. Afstaða
Bandaríkjastjórnar er alveg í
okkar anda, og hún er góð fyrir
almenning. Bandaríkjastjórn hef
um hneigzt til æ meira frjáls-
lyndis í þessum efnum upp á síð-
kastið, og því eru áhrif IATA
ekki hin sömu og þau hafa ver-
ið.
• Ég tel þetta mjög jákvæða
þróun.
Fundurinn hófst á umræðum
um kynþáttadeilurnar, og kvaðst
Kenedy fagna því að svo virtist
sem samkomulag kynni að nást
á næstunni. Yfirvöldin í borg-
inni hafa ekki gerzt brotleg við
lög Bandaríkjanna, svo stjórnar-
völdin geta ekkert annað gert
en að hvetja til samninga. —
Kennedy neitaði að ræða aðgerð-
ir lögreglunnar í Birmingham
eða að láta í ljós álit sitt á því
þegar lögreglan beitti bruna-
slöngum og hundum gegn blökku
mönnum, en lagði áherzlu á að
atburðir sem þessir ættu að
minna alla á að ryðja verði úr
vegi öllum hindrunum á jafn-
rétti allra manna.
Varðandi ísrael sagði Kenne-
dy ef til árása kæmi í löndun-
um fyrir botni Miðjarðarhafs,
eða ef útlit væri fyrir árásarað-
gerðir þar, mundu Bandaríkin
óska þess að Sameinuðu þjóðirn-
ar gerðu nauðsynlegar gagnráð-
stafanir. En ef Sí> sjá sér ekki
fært að grípa í taumana, sagði
forsetinn að Bandaríkin mundu
gera það. Bandaríkin munu
stuðla að öryggi ísraels og ná-
grannaríkja þess, sagði hann.
Að sögn móður annarrar telp-
unnar sér ekki á þeim. Rannsókn
arlögreglan hefur málið nú til
meðferðar. Telpurnar tóku ekki
eftir skrásetningarnúmeri bíls-
ins. Þær segja að maðurinn hafi
verið myndarlegur, líklega um
27 ára að aldri, snyrtilegur til
fara, klæddur ljósum gráköfl-
óttum fötum.
i
og sfldarsjóðara af nýjustu og
stærstu gerð.
Verið er að smíða hús yfir soð
vinnslutækin hjá verksmiðjunni.
— Afgreiðslan á tækjum þessum
hefur gengið mjög vel, og eru
þau hingað komin tíu dögum
fyrr en umsamið var í verksamn
ingi.
Þá er og væntanlegur til verk
smiðjunnar fyrir nk. mánaðamót
stór, sjálfvirkur gufuketill.
í vetur hefur vélaverkstæði SR
hér stór soðkjarnatæki í smíðum.
Hjá þeim stendur og yfir stækk
un soðvinnsluhúss. En svo er ráð
fyrir gert, að verksmiðjur SR á
Siglufirði geti unnið úr soði úr
um 20 þúsund síldarmálum á sól
arhring í sumar. — Stefán.
— Erlendar skuldir
Framhald af bls 24.
orðið í landinu, svo að raun-
verulega er hagurinn betri en
að framan segir, enda mun ekki
ofmælt, að birgðaaukningin svari
til allra vörukaupalánanna.
Af þessu má sjá, að mjög hef-
ur breytt um til betri vegar á
viðreisnartímabilinu að því er
snertir gjaldeyrisstöðu landsins
út á við.
Kynrík
hertogafrú
Edinborg, 8. maí (AP): —
f dag lauk fyrir rétti í Skot-
landi skilnaffarmáli hertogans
af Argyll, sem vakiff hefur
feikna athygli víða um heim.
Sótti hertoginn um skilnað frá
konu sinni í nóvember 1959,
en málflutningur dróst mjög
á langinn og réttarhöldin sjálf
stóðu í 11 daga. Dómarinn,
Wheatley lávarffur, veitti her-
toganum skilnaff og lýsti her-
togafrúnni þannig aff hún
hefffi mjög ríkar kynhvatir og
henni nægði ekki venjulcgt
hjónabandslíf.
Taldi dómarinn sannaff að
hertogafrúin hafi haldið fram
hjá manni sínum með fjórum
mönnum. Einn hinna fjögurra
er Sigismund von Braun, bróðt
ir Wemher von Braun, eld-t
flaugasérfræffings Bandaríkja /
manna. Sigismund von Braun »
er áheymarfulltrúi Yestur- \
Þýzkalands hjá Sameinuffu (
þjóðunum, annar er bandarískJ
ur kaupsýslumaffur, þriffji
blaffafulltrúi hjá Savoy Hotel
i London, en hinn fjórði er
ekki nafngreindur.
Hertogafrúin mætti ekki viff
réttarhöldin. Hún er á ferffa-
lagi í Frakklandi. Frúin er 49
ára, tíu árum yngri en her-
toginn.
Meðal gagna, sem lögff voru
fram í réttinum, voru nokkur
sendibréf frá elskhugum her-
togafrúarinnar og ljósmynd af
henni nakinni í faðmlögum
viff ónefndan mann.
Alýtt frá Hoover:
KEYMATIC
algjörlega sjálfvirk
þvottavéL
Sannkallað undratæki.
Komið og sjáið þessa
fallegu nýju véL
Ljós og
Garðastræti 2
Hiti
— Vesturgötumegin.
í kvöld leika sænska meistaraliðið
HELLAS - FRAM
að Hálogalandi kl. 8:15.
Á laugardag kl. 16 leika í íþróttahúsinu á Keflavíkurflugvelli —
HELLAS og ÚRVALSLIÐ SUÐ- VESTURLANDS
Forsala aðgöngumiða í Bókabúð Lárusar Blöndal* Vesturveri og
Skólavörðustíg og Bókaverzlun Olivers Steins, Hafnarfirði.
Komið og sjáið spennandi leik. Sala aðgöngumiða hefst kl. 7:30
Glímufélagið Ármann.