Morgunblaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ T Föstudagur 10. maí 1963 JMroffluitMðMfr Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakib. SKÝRAR LÍNUR ¥ utanríkismálunum eru lín-^ urnar nú skýrar. Eins og Tíminn segir er þar um „tvær meginstefnur“ að ræða. Þá sem íslendingar hafa fylgt frá styrj aldarlokum og „nýja“ stefnu, sem Framsókn armenn vilja taka upp og njóta til stuðnings kommún- ista. Eitt af kjörorðum við- reisnarflokkanna hlýtur því að verða: Óbreytt utanríkis- stefna, en vígorð stjórnar- andstæðinga er: Breytt stefna í utanr/kismálum. í innanlandsmálum eru lín- umar líka skýrar. Stjómar- flokkarnir segjast aldrei mimu hvika frá viðreisnar- stefnunni, en stjómarand- stæðingar segjast mimu berj- ast gegn henni, unz yfir lýk- ur. Þeir segjast ætla að taka upp að nýju þá stefnu, sem hér ríkti áður en viðreisnar- ráðstafanirnar vom gerðar. Og hver er þá þessi stefna, sem stjórnarandstæðingar, bæði kommúnistar og Fram- sóknarmenn, segjast ætla að taka upp að nýju. Menn þekkja þá stefnu af reynsl- unni. Hún ríkti hér í mis- munandi ríkum mæli á ann- an áratug. Að vísu var gerð tilraun til að afnema hana upp úr 1950, en þá tilraun tókst kommúnistum að eyði- leggja með aðstoð Framsókn- armanna. Gamla stefnan, sem stjóm- arandstæðingar vilja taka upp í innanlandsmálum, er stefna hafta, þvingana, upp- bóta, nefndafargans og spill- ingar. Þessi stefna hafði dreg ið mjög úr framfömm og þar með komið í veg fyrir þær kjarabætur, sem íslenzkur almenningur ella hefði hlotið. Hámarki náði hún, þegar vinstri stjómin hrökklaðist frá völdum, allir lánasjóðir vom gjaldþrota og skuldir er lendis jukust dag frá degi. Það er milli þessara tveggja meginstefna, viðreisnarstefn- unnar og gömlu haftastefn- unnar, sem barizt er í innan- landsmálunum. UMMÆLI PRÓFESSORS ÓLAFS Drófessor Ólafur Bjömsson ritaði hér í blaðið í gær grein, þar sem hann sannar aðdáun forsvara beggja stjóm arandstöðuflokkanna á hafta- stefnunni. Ólafur segir með- al annars: „í ræðu þeirri, er Lúðvík Jósefsson, formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins flutti í eldhúsdagsumræðun- um síðast, taldi hann það eina af stærstu syndum rík- isstjómarinnar, að hún hefði „gefið heildsölum frjálsræði með gjaldeyri“, eins og hann orðaði það. í hans augum er það hneyksli, að innflutnings- og gjaldeyrishöftum skuli hafa verið aflétt. Þessi um- mæli verða tæpast túlkuð öðmvísi en sem skýlaus yfir- lýsing formanns þingflokks Alþýðubandalagsins um það, að taka beri upp gjaldeyris- og innflutningshöft að nýju, enda er ófrelsið takmark í sjálfu sér frá sjónarmiði kommúnista séð“. Greinarhöfundur bendir síðan á, að „áður en hin nýja skipan innflutningsmála var tekin upp sumarið 1960 höfðu innflutningsfyrirtæki og póli- tískir gæðingar í rauninni einkarétt á því að kaupa gjaldeyrinn”. Þá víkur hann að ræðu Eysteins Jónssonar, en hann talaði um það, að stjómar- flokkamir kynnu ekki önnur ráð til jafnvægis en þau, sem fylgt hefði verið, og þau sýndu „glöggt muninn á stjórnarstefnunni og þeirri vinnutilhögun, sem Fram- sóknarmenn vilja viðhafa". Síðan segir Ólafur Bjömsson: „Hver vom þessi „önnur ráð til jafnvægis“, þegar gengið var fellt sumarið 1961 og hver er sú „vinnutil- högun, sem Framsóknarmenn vilja viðhafa." Engin frekari skýring er á því gefin í ræðu formanns Framsóknarflokks- ins. En að mínu áliti þarf ekki að leggjast djúpt til þess að gera sér grein fyrir því, hvað formaður Framsóknar- flokksins er hér að fara.“ Síðar segir: „Manni með reynslu og þekkingu Eysteins Jónssonar er vel Ijóst, að ekki er hægt að hafa frjáls gjaldeyrisvið- skipti án gjaldeyrisvarasjóða. .... Þegar Eysteinn Jónsson því talar um „önnur ráð til jafnvægis“ og þá „vinnutil- högun sem Framsóknarmenn vilja viðhafa“ getur ekki ver- ið átt við annað en það, að í stað þess að fella gengið hefði átt að taka upp að nýju gjaldeyris- og influtnings- höft.“ Eins og áður segir hafa Framsóknarmenn raunar margsinnis lýst því yfir, að þeir hyggist að nýju taka upp þá stefnu, sem hér ríkti áður en viðreisnarráðstafanirnar voru gerðar. Þessar yfirlýs- ingar Eysteins Jónssonar Frá slysstaðnum á Nílaríljóti. Um 200 fdrust er ferju hvolfdi á IMíl bænagerð og var þá m.a. minnzt þess er Abraihaim ætlaði að fórna symi sínum, Allah til dýrðar, að þvi er segir í Kóraninum, en Allaih feom í veg fyrir það á síðustu stundu og birtist Abraham með laimib i fanginu. ★ ★ ★ TAL.IÐ er að rúmlega tvö hundruð manns hafi farizt s.l. laugardag, er ferju hvolfdi á Nílarfljóti, um það bil 240 km frá Kairo. Slysið varð aðeins um hundrað metra frá fljóts- bakkanum, en allir voru ó- syndir og tókst aðeins að bjarga fimmtán manns. Um borð í ferjunni var bændiafólk, að meiri hluta feon ur og börn. Haifði fólk þetta verið við bænagerð síðustu daga, við grafreit látinna ætt- ingja, og þurfti yfir fljtóið að fara. Ferjan var ekki ætluð fyrir fleiri en 50—80 manns. Alla helgina stóðu yfir björg unartilraunir á slysstaðnum og sýnir meðfylgjandi miynd ættingja hinna látnu, sem fylgj ast með björgunartilraim- um og bíða frétta ai ástvin- um sínum. Tvær skýringar hafa komið fram á slysinu við rannsókn, sem stjórnin fyrirskipaðd, þeg- ar í stað. Önnur er sú, að ferjunni hafi hvolft skyndi- lega, er fairþegarnir söifnðust allir saman við annan borð- stokkinn. Hin skýringin er, að skipið hafi byrj að að hall- aist á aðra hliðina, farþegarn- ir orðið þess varir og þyrpzt skelfingu losnir yfir að hin- um borðstakknum með þess- um afleiðingum. Eigandi ferj- unnar, afgreiðslumaður um borð og skipstjóri hennar hafa aliir verði handteknir. Ekki er að fullu ljóst hve margir fórust, en þeir eru a.m.k. 200. Öruggasta leiðin til þess að ganga úr skugga um tölu hinna látnu er að ganga í hvert hús í nágrenn- inu, og athuga hverjir fóru til bænagerðar og hverjir feomu þaðan aftur. Sem fyrr segir var fólkið, allt múhameðstrúarmenn, við Stuttgart, 8. maí (NTB): J Vinna hófst að nýju í dag í I málimiðnaði Vestur-Þýzka- | lands, þótt enn eigi eftir að | fara fram atkvæðagreiðsla í / verkalýðsfélögunum um sátta J tillögu í launadeilu, sem náði 1 til 400 þúsund verkamanna. I Um 140 þúsund verkamenn í l héraðinu Baden-Wúrtemberg | eru þó enn í verkfalli. Greiða þeir atkvæði um sáttatillög- una á fimmtudag. London, 8. maí (NTB): — | Talningu er ekki að fullu lok- j ið í bæjar- og sveitastjórnar- kosningunum í Bretlandi, en svo virðist sem Verka- mannaflokkurinn hafði unnið | mjög mikið á og bætt við sig i 84 sætum. íhaldsflokkurinn : og óháðir hafa tapað, en Frjáls ' lyndi flokkurinn bætt við sig I 38 þingsætum. I staðfesta það, að Framsókn- armenn — engu síður en kommúnistar — berjast fyr- ir því að koma á ný á hafta- kerfi, uppbótum og spilling- unni, sem því kerfi fylgir. Urn þessi tvö meginsjónar- mið snúast kosningarnar í innanlandsmálum og í utan- ríkismálum eru línurnar einn ig skýrar, eins og vikið var að hér á undan. „EFTIR LÖG- LEGUM LEIÐUM" IT’ins og Morgunblaðið hefur skýrt frá liggur fyrir ský laus yfirlýsing þingflokks Framsóknarflokksins um það, að hann muni nota fyrsta tækifæri til að rifta samn- ingnum í landhelgismálinu við Breta. Þrátt fyrir áskor- un Morgunblaðsins til þings Framsóknarflokksins fékkst það ekki til að breyta þess- ari stefnu, og er hún því hin opinbera stefna Framsóknar- flokksins. Tíminn gerir sér þó lítið fyrir og segir í gær í ritstjóm argrein, sem blaðið nefnir „Aðferð Hitlers“: „Mbl. tönnlast enn á þeirri lygasögu, að Framsóknar- menn hafi lýst því yfir, að þeir ætluðu að hafa landhelg issamninginn frá 1961 að engu, ef þeir kæmust til valda. Þetta er hreinn upp- spuni, heldur hafa Framsókn armenn jafnan tekið fram að þeir ætluðu að fá hann af- numinn eftir löglegum leið- um og var það seinast árétt- að í flokksþingsræðu Ey- steins Jónssonar á dögunum.“ í yfirlýsingu þingflokks Framsóknarflokksins, sem er hin yfirlýsta stefna flokksins, segir , að samningurinn sé „nauðungarsamningur“. — Eins og kunnugt er eru nauð- ungarsamningar að lögum ýmist ógildir eða ógildanleg- ir. Hermann Jónasson, þá- verandi formaður Framsókn- arflokksins, bætti því við, að samningurinn væri „mark- leysa ein.“ Samkvæmt þess- um kenningum þingflokksins. annars vegar og þáverandi formanns Framsóknarflokks- ins hins vegar, væri fullkom- lega löglegt af íslands hálfu að rifta samkomulaginu. Þess vegna má út af fyrir sig segja, að þessi ritstjómargrein Tím ans sé í samræmi við stefnu flokksins. Flokkurinn og for- maður hans hafa lýst því yf« ir, að samningurinn væri ým- ist ógildur eða ógildanlegur. Þess vegna getur Tíminn bætt því við, að Framsókn- armenn ætli „að fá hann af- numinn eftir löglegum leið- um“. Hitt er svo annað mál, að riftun samningsins mundi hafa ófyrirsjáanlegar afleið- ingar. Þá yrði á ný algjör óvissa í landhelgismálinu. Bretar væru þá ekki bundnir af viðurkenningu á nýju grunnlínunum o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.