Morgunblaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 24
 sparíö og notiö Sparr w LÝSA ANDSTÖÐU VIÐ GILS GUÐMUNDSSON ««3, tw — M»vik«dW«r í. m*í 1?43 — 47. irg. I Hér aS ofan birtist mynd af forsíðu Tímans í fyrradag, þar sem blaðið lýsir yfir fráhvarfi Framsóknarflokksins frá þeirri utanríkisstefnu, sem íslending ar hafa fylgt frá stríðslokum og lýðræðisflokkar landsins hafa í flestum atriðum staðið saman um. Hin meginstefnan, í utanríkismálum, sem uppi , hefur verið, er hins vegar sú stefna, sem til þessa hefur not ið stuðnings kommúnista, þjóð varnarmanna og nokkurs hluta framsóknarmanna, sú stefna að slíta öll tengsl lands ins við vestrænar lýðræðis- þjóðir. Nú virðast þessi hlut- leysis- og einangrunaröfl end anlega hafa náð undirtökun- um í Framsóknarflokknum og hinni opinberu stefnu flokks ins í utanríkismálum breylt til samræmis við þá stað- reynd. SKRIFSTOFA Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi er í Sjálfstæðishúsinu, Borgar- holtsbraut 6. Skrifstofan er opin fyrst um sinn virka daga frá kl. 10—12 og 14—22. — Sími 19708. Skáru niður snúrur á þrettán stöðum Lenti með hand- legginn í spilinu Grindavík, 9. maí. Það óhapp vildi til í gær, þeg- ar vb. Faxaborg var að draga net sín suðvestur af Grindavík, að maðurinn, sem var að draga af spilinu, festi vettlinginn í net- unum, lenti í spilinu og hand- leggsbrotnaði. Komið var strax með hann í land, og var læknir á bryggjunni, en hann fór með hinn slasaða þegar í sjúkrahús í Keflavík. Liggur hann þar. Hon- um leið sæmilega í morgun, en eftir hádegi á að taka myndir af honum. Maður þessi er ungur piltur héðan, að nafni Kristinn Gamal- íelsson, frá Stað. — g. Selja í Hull ffyrir 13 kr. kg. TOGARINN Egill Skaliagríms- son seldi í Hull á þriðjudaginn 117 lestir af ísfiski fyrir 12.740 sterlingspund, eða rúmar 13 kr. kg. Sama dag seldi Júpiter þar 155 lestir fyrir 16.700 pund, eða fyrir tæpar 13 kr. kg. Eru þetta ákaflega góðar sölur, og salan hjá Agli meðal þeirra hæstu, sem fengizt hafa. Ástæðan fyrir þessu góða verði á Bretlandsmarkaðinum er sá, að þar vantar nú fisk, og afl- inn sem togararnir eru með, er svo nýr, úr 14 daga veiðiferðum, og mestmegnis ýsa. Ekki er vit- að um fleiri togara sem selja á markaðinum í Bretlandi á næst- unni. Á fimmtudag kom Þormóður Goði af Nýfundnalandsmiðum til Reykjavíkur með um 250 lestir af fiski, mest karfa. Á miðviku- dag lestaði Þorsteinn Ingólfsson 283 lestum af Nýfundnalands- miðum. Og eru Haufcur og Sig- urður á leið þaðan með nofckurn afla. UM miðnætti á þriðjudag handsamaði lögreglan þrjá ungl- ingspilta á gagnfræðaskólaaldri, sem voru í undirbúnum leið- angri að skera riiður þvottasnúr- ur, vopnaðir 7 mismunandi egg- vopnum, frá stórum hnífum nið- ur í smákuta. Þeir játuðu að hafa komið sam an rétt fyrir miðnættið í þessum tilgangi, og mundu eftir að hafa verið búnir að koma þetta kvöld á 10 lóðir og skera þar niður þvottasnúrur, á tveimur stöðum með þvotti á, auk þess sem þeir höfðu skorið niður flaggsnúrur á þremur stöðum. Ekfci voru þetta þó börn, tveir nltanna eru 15 ára gamlir og inn 16 ára. Leitað í Eyjafirði án árangurs AKUREYRI, 9. maí — Leitað hefur verið í mest allan dag að liki Matthíasar Jónssonar, sem drukknaði í fyrrinótt á Eyjafirði, fram undan Glæsibæ að því er talið er. En leitin hefur engan árangur borið enn. Farið var héðan frá Akureyri á þrem bátum um kl. 5,30 í morg un og leitað fram undir kvöld. Slætt var á þeim stað sem líkleg- cistur þykir og einnig leitað með fjörum. Ráðgert er að halda leit inni áfram á morgun. — Sv. P. Kvikmynd Míú Zetterling sýnd í brezka sjónvarpinu Einkaskeyti frá fréttaritara blaðsins í London, 9. maí. KVIKMYNDIN, sem sænska kvikmyndaleikkonan M a i Zetterling tók á íslandi sl. sumar, verður sýnd í brezka sjónvarpinu þriðjudaginn 14. þ. m. Myndin nefnist á ensku „The do it yourself demo- cracy“ (Lausl. þýð.: Heima- tilbúið lýðræði). — Sýning hennar tekur 45 mínútur og verður hún sýnd á þeim tíma dags, sem flestir horfa á sjón- varp, en það er milli kl. 21,25 og 22,10. Sennilegt er að 5 til 8 milljónir manna sjái kvik- myndina. Mai Zetterling sagði mér, að myndin lýsti Islandi vel og yrði áreiðanlega til þess að laða ferðamenn þang- £ að. — Jóhann. Sendiherra f rá Luxembor" HINN nýi sendiherra Luxem- borgar, André Clasen, afhenti I gær forseta íslands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn á Bessa- stöðum, að viðstöddum utanríkis ráðherra. Fundir Sjdlfslæðismannu ALMENNUR fundur Sjálfstæðismanna verður á Patreks- firði sunnudaginn 12. maí kl. 16. Ræðumenn verða Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra, Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Matthías Bjarnason, framkvæmdastjóri, og Ari Kristinsson, sýslu- maður. ■í bílar í happdrætti Sjálfstæðisflokksins — ■■■■ - — ■ I ■'■l.l.l. .. . I I, 1111- * Kaupið miða í tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.