Morgunblaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 23
f Föstudagur 10. ma' 1963 MORGVNBL4ÐIÐ 23 Ræðast við í fyrsta sinn í tvö ár Varsjá, 9. maí (NTB): — Haít var eftir áreiðanlegum heimildum í Varsjá í dag, að fyr ir skömmu hefðu þeir ræðzt við í borginni, Wyszynski kardínáli yfirmaður rómversk-þaþólsku kirkjunnar í Póllandi og Gom- uika leiðtogi pólskra kommún- ista. Þetta var í fyrsta skipti í rúm tvö ár, sem þeir hittust og talið er, að viðræðumar marki tímamót í samskiptum ríkis og kirkju i Póllandi. Heimildimar segja, að Gomulka og Wyszynski hafi ræðzt við margar klukku- stundir og fifftdur þeirra hafi verið haldinn að frumkvæði kard ínálans. Magnús Magnússon á hesti þeim er hann tamdi og fékk fyrir að verðlaunum Morgunblaðsskeifuna. Skólaslit á Hólum BÆNDASKÓLANUM á Hólum var slitið þriðjudaginn 30. apríl sl. að viðstöddum nemendum, kennurum og starfsmönnum stað arins og nokkrum gestum. Skólastjórinn, Árni Pétursson, greindi frá starfsemi skóla Og bús skólaárið 1962—’63. í skól- ann innrituðust 22 nemendur, 3 í eldri deild, 17 í yngri deild og 2 í unglingadeild. 19 nemend- ur gengu undir próf, þar af luku 3 búfræðiprófi, eftir tveggja Vetra nám. Hæstu einkunn hlaut Njörð- ur Jónsson Spítalastíg 1 A Reykjavík. Hann hlaut einnig SÍS-verðlaunin fyrir fóðurfræði Og verðlaun fyrir leikfimi úr minningarsjóði Tómasar Jóihanns Bonar. Morgunblaðsskeifuna fyr- ir hrossatamnin,gar hlaut Magn- “ús Magnússon Laugavegi 162, Ttaykjavík. Hann hlaut einnig verðlaun fyrir leikfimi. Óskar Ásgeirsson, Álfhólsvegi 2il A Kópavogi hlaut Ferguson-verð- launin fyrir meðferð dráttar- Véla. Stighæstir úr yngri deild vOru þeir Þorsteinn M. Gunnarsson Kópavogi og Hjálmar Pálmason, Bergsstöðum, Vatnsnesi. Nemendur smíðuðu muni að söluverðmæti ca. 50.000,00 kr., — Sýrland Framhald af bls. 1. Eftir hádegið í dag reyndi hópur manna að ryðjast inn í aðalstöðv ar útvarpsins í Damiaskus, en lög reglan kom í veg fyrir það. Innanríkisráðherra Sýrlands, Amin al Hafez, lét svo ummælt í dag, að augljóst væri, að launaðir útsendarar stæðu að baki óeirð anna í Damaskus og Aleppo, en þar hefðu þeir gert tilraun til þess að koma af stað blóðbaði. Hann nefndi ekki hver greiddi útsendurunum laun, en lét að því liggja, að það væru Egyptar. Eft ir óeirðirnar í Aleppo var út- göngubann fyrirskipað í borg- inni. Orsakirnar til óeirðanna eru taldar ósamkomulag, sem ríkir milli Baathflokksins og annarra stjórnmálaflokka í landinu vegna stofnunar hins nýja arabísika sambandslýðveldis. Baathflokks- menn vilja, að löndin þrjú, sem aðild eiga að lýðveldinu, hafi öll jafn mikil ráð um stjóm þess. Aðrir stjórnmálaflokkar Sýr- lands vilja hins vegar að Egyptar ráði mestu un> atiórn lýðveldis- in& bundu bækur, tömdu 15 hesta (búsmenn aðra 15) og smíðuðu í búsmíðum nýjar hurðir og dyra búnaði fyrir 200 kinda fjárhús. Heilsufar var sæmilegt í skól- anum í vetur. Nemendur fóru í tvær náms- ferðir undir leiðsögn kennara og skólastjóra. Fæðiskostnaður og þjónustugjald voru kr. 61,50 á dag. Verklegt nám var aukið við skólann í vetur og gefnar voru milli bekkja einkunnir fyrir tamningar, búsmíðar, búfjár dóma, búfjárhirðingu, hegðun og ástundun. í skólaslitræðu sinni minntist skólastjóri á fyrirhugaðar breyt- ingar á starfsemi skólans í sam ræmi við nýja reglugerð fyrir bændaskóla. Hann kvatti nem endur til að vera traustir og trú- ir í störfum sínum, hver sem þau yrðu, þá myndi þeim vel vegna. Þá benti hann á að náms- efni bændaskólanna væri þrosk- andi og göfgandi fyrir alla hugs- andi menn og kæmi þeim að not- um, hvað sem þeir störfuðu í framtíðinni. Og þótt ekki virtist bjart framundan fyrir landbún- aðinn um þessar mundir, mættu þeir treysta því, að á næstunni myndi rofa til, og störf bænda yrðu metin til jafns við aðrar starfsgreinar þjóðfélagsins. Og því þyrfti þá ekki að iðrast þess að hafa lagt fyrir sig búnaðar- nám, því búfræðingum yrði greitt fyrir störf sín eins og öðr- um fagmönnum. Hann bað að lokum guð að blessa störf þeirra í framtíðinni. „Tíminn falsaði um- mæli í „viðtali" 1. maí n EFTIRFARANDI yfirlýsing birtist í „Tímanum" í gær, svo að lítið ber á: „Eg undirritaður lýsi því yfir, að ummæli um ákvæð isvinnu verðskrár Múrara- félags Reykjavíkur í Tím- anum 1. maí 1963 eru rang lega eftir mér höfð. Eg hef aldrei sagt að hún væri byggð á röngum upplýsing um og ágizkunum. Hins vegar taldi ég að hún þyrfti endurskoðunar við. Reykjavík, 5. maí 1963. Jón Reynir Einarsson“. Af þessari yfirlýsingu er ljóst, að „Tíminn" hefur hrein lega falsað ummæli múrarans, sem blaðið átti „viðtal“ við á hátíðsdegi verkalýðsins, 1. maí. Rennir það stoðum undir þann grun manna, að „við- tölin“ í blaðinu þann dag hafi verið samin að öllu leyti á rit stjómarskrifstofum „Tímans“, ýmist áður en rætt var við fómarlömbin eða á eftir. — Sjaldan bregður mær vana sínum — hvað vinnubrögðin varðar a. m. k. Frá abalfundi Samvinnutrygginga: Reksturinn gekk vel á árinu ÍSAFIRÐI 9. maí. — Aðalfundur Samvinnutrygginga og Andvöku var settur í fundarsal Kaup- félags ísfirðinga kl. 2 í dag. upphafi fundarins minntist stjórnarformaður, Erlendur Ein- arsson, Kjartans Sæmundssonar, kaupfélagsstjóra í Kron, sem átti sæti í fulltrúaráði Samvinnu trygginga. Fundarstjóri var kjör inn Kristján Jónsson frá Garðs- stöðum. Stjórnarformaður, Erlendur Einarsson, flutti skýrslu félags- stjórnar og framkvæmdastjóri, Vestfirðingar ræða kjör á síldveiðum ÍSAFIRÐI, 9. maí. — I dag hóf- ust á ísafirði viðræðufundir milli útvegsmanna og sjómanna um kjör á síldveiðum í sumar, en samningar eru lausir. I nótt lágu mar.gir brezkir og þýzkir togarar inni á Dýrafirði og Önundarfirði og 5 útlendir togarar komu inn til ísafjarðar, enda mun mjög slæmt veður úti á miðunum. Snjór liggur niður í sjó síðan í páskahretinu á Önundarfirði Oig Súgandafirði og yfirleitt fyrir norðan Barða, en lítið hefur snjó að á syðri fjörðunum. Gæftir hafa verið með ein- dæmum slæmar á Vestfjörðum að undanförnu og ekki gefið á sjó meira en 2—3 daga undan- farinn % mánuð, a. m. k. ekki á norðanverðum Vestfjörðum. — H. T. Ásgeir Magnússon, flutti skýrslu um starfsemi félagsins og skýrði reikninga fyrir árið 1962, sem er 16. reikningsár Samvinnutrygg- inga. Allmiklar lagabreytingar voru samþykktar á fundinum. Baldvin >. Kristjánsson út- ’breiðslustjóri flutti erindi um umboð Samvinnutrygginga. Um- ræður urðu fjörugar á fundinum. Úr stjórn áttu að ganga Er- lendur Einarsson, formaður Og meðstjórnendur Jakob Frímanns son og Karvel ögmundsson og voru allir endurkosnir. 2. endur- skoðandi var kosinn HalXgrímur Th. Björnsson. Fundinn sóttu 11 atkvæðisbærir fulltrúaráðsmenn af 15 víðsvegar að af landinu og auk þess margir starfsmenn og gestir. í kvöld sitja fundarmenn og boðsgestir hóf í boði Sam- Vinnutrygginga í Allþýðuhúsinu á ísafirði. Helztu atriði í skýrslu ’Samvinnutrygginga og Andvöku 1962 segir meðal annars: Rekst- ur Samvinnutrygginga gekk vel á árinu þrátt fyrir mjög verulega aukningu tjóna, sem jukust um 14,8 millj., en jafnframt jukust iðgjöldin um 11,8 millj. Heildariðgjaldatekjur Sam- vinnutrygginga komust á árinu yfir 100 millj. og námu samtals 102,4 millj. eða 13% aukning frá árinu áður. Heildartjón ársins 1962, greidd og áætluð, námu samtals tæplega 74,5 millj. kr. eða 24,8% frá árinu áður. Arekstur Akranesi, 9. maí. Allmikill árekstur varð í gær- kvöldi á mótum Háholts og Bjark argrundar á milli Opelfólksbíls og vörubíls frá Síldar og fiski- mjölsverksmiðju Akraness. Sá er ók Opelnum bakkaði all snarp- lega og tók áfram áður en hann var fyllilega búinn að líta fram og varaðist það ekki að vörubíll- inn var kyrrstæður á veginum. Bílarnir skemmdust báðir nokk- uð, Opelinn meir. — Oddur. 10 ára M.A. stúdentar MA-STÚDENTAR frá 1953 æbla að hittast í Súlnasalnum í Hótel Sögiu kl. 9 í kvöld til skrafs og ráðagerða. • • Olvun og vatnsleysi Mikið var um ölvun í bænum á þriðjudagskvöld og enn meiri á mánudagskvöld. Fyrra kvöld- ið fylltust fangageymslur lögregl- unnar við Síðumúla og í kjallara lögreglustöðvarinnar, og þurfti stundum að hleypa mönnum út, svo að enn drukknari menn fengju inni. Vatnslaust var í noklkrum hluta bæjarins um morguninn, og þeg- ar útvarpið skýrði frá drykkju- skapnum kvöldið áður í rnorg- unfréttum kl. 8.30, sögðu sumir, að þar væri skýringm á vatns- skortinum komin. Svo var þó ekki, heldur kom mikil rifa á vatnsleiðlslu austan við Múla, þegar verið var að gera við hana. í fyrrakvöld var enn meira að gera hjá lögreglunni við að taka drukkna menn úr umferð, oig fylltusit geymislur hennar fyrr en kvöldið áður. — Líkleg skýr- ing á þessu fyrirbæri er sú, að fólk er nú tekið að streyma í bæinn aif vertíðinni mieð fuliar hendur fjár. Þrátt fyrir hin auknu tjóna- útgjöld verður rekstrarafkoma góð, því að tekjuafgangur á rekstrarreikningi nemur tæplega 7,9 millj. kr. Stjórn Samvinnu- trygginga hefur samþykkt að endurgreiða tryggingartökum- tæplega 7,4 millj., þar af 2,6 millj. í stofnsjóð. Undanfarin þrjú ár hafa 'Samvinnutryggingar endurgreitt tekjuafgang sem nemur að með- altali um 7,5 millj. kr. á ári, en samanlagt hafa Samvinnutrygg- ingar endurgreitt frá upphafi tæplega 44,7 millj. kr. til trygg- ingartaka. Tjóna- og iðgjaldasjóðir Sam- vinnutrygginga námu í árslok 1962 137 millj. eða tæplega 13 millj. kr. meira en í árslok 1961. — H.T. Aukin tengsl við þjóðir A-Evrópu Strasborg, 9. maí (NTB) Á fundi Evrópuráðsins, sem nú stendur yfir í Stras- borg, var i dag samþykkt, að reyna að koma á nánara sam- bandi við þjóðir A-Evrópu. M.a. var mælt með því að vísindamönnum, listamönnum og stúdentum frá þessum löndum yrðu veittir styrkir til náms í V-Evrópu. Kjördeildum f ækkað um 9 á Vestfjörðum ÍSAFIRÐI, 9. maí. — Yfirkjör- stjórn í Vestfjarðakjördæmi kom saman til fundar á Isafirði í dag. Voru samþykktir framboðslistar stjórnmálaflokkanna við alþingis kosningarnar 10. júní. Eru lista- bókstafir hinir sömu og í síð- ustu alþingiskosningum. Áætluð tala kjósenda á kjör- skrá er 5595. Kjördeildir verða 52 eða 9 færri en við síðustu al- þingiskosningar. í Grunnavíkur- hreppi eru 6 á kjörskrá. Þar er r.'. enginn búsettur og verður því engin kjördeild þar. Sameiginlegir framboðsfundir allra flokka hafa verið ákveðnir í kjördæminu og hefjast í Árnesi 22. maí. Alls eru fyrirhugaðir 13 sameiginlegir framboðsfundir í kjördæminu og verður sá síðasti á ísafirði 29. maí — H.T. — Þjóðarframl. Framhald af bls. 1. mikinn árangur og mun fyrir- sjáíuilega stuðla að enn meiri framleiðsluaukningu í þjóðfélag- inu, ef viðreisnarstefnan verður áfram ríkjandL í skýrslum hagdeildar Fram- kvæmdabankans er að finna tölu legar upplýsingar um þróun þjóðarframleiðslunnar á árun- um 1956—62, þar sem annars vegar er greint frá þjóðarfram- leiðslu hvers árs reiknaðri í milljónum króna á verðlagi árs- ins 1960, og hins vegar vísitölu þjóðarframleiðslunnar fyrir hvert ár: Millj. kr. Vísitala . Athyglisverðast hér er hii stöðuga aukning þjóðarfram leiðslunnar á viðreisnartímabil inu, árin 1960, 1961 og 1962: 39Í árið 1960, 3% árið 1961 og næi loks hámarki 1962, 5%. Þjóðarframleiðslan og aukninj hennar er að sjálfsögðu mjöj komin undir aflabrögðum hverji sinni. Kom það bezt í ljós árií 1958, þegar aflabrögð voru ein staklega góð, enda varð aukninj þjóðarframleiðslunnar þá mjöf mikil miðað við næsta ár á und an, árið 1957, en þá minnkað þjóðarframleiðslan. Eins oj kunnugt er, var síldveiði einnij mjög miltil á árinu 1962, en þ: brást hins vegar afli togaranna 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 7093 7046 7667 7808 8039 8280 8695 100.0 99.3 108.1 110.1 113.3 116.7 122.6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.