Morgunblaðið - 14.05.1963, Qupperneq 3
MORCUMÍL4Ð1Ð
19
Þriðjudagur 14. maí 1963
STAKSTEINAR
Einkennileg
baráttuaðferð
Ur barnadeild. Nýju fötin keisarans, sem er eftir Borghildi Önnu, 11 ara og Jonu Þorleifsdottur (12 ara).
Þar, sem hið hagnýta og fagur-
fræðilega fellur saman
andi nefnd, sem hefði þacS
verkefni að semja frumvarp,
sem lagt verður fyrir næsta
Alþingi, og miðar að því að
tréysta grunvöll skólans.
Fram að þessu hefur skólinn
heyrt undir iðnfræðslulöggjöf
ina. Ennfremur sagði skóla-
stjórinn, að hafinn væri undir
búningur að því að skólinn
HANDÍÐA- og myndlistar-
skólanum var slitið sl. laug-
ardag. Stendur nú yfir vorsýn
ing skólans, sem opin er frá 2
—10 síðdegis og lýkur á mið
vikudagskvöld.
í skólanum voru um 250 nem
endur sl. vetur, þar með tald
ir um 50 börn í æfingaskól-
anum. Um 18 kennarar eru
við skólann, að meðtöldum
skólastjóra, Kurt Zier.
Kennsla fer fram á daginn
og kvöldin ag auk þess hafa
umræðukvöld verið á tveggja
vikna fresti, þar sem flutt
hafa verið fræðsluerindi um
listir.
Allir nemendur skólans
verða fyrst að læra í hinu svo
nefnda Forskóla, sem tekur
tvö ár. Þar er kennd teiknun
ýmissa hluta, modelteiknun,
teiknun mannslíkamans,
skrautteiknun, lista- og form
fræði, málun og listasaga.
Inntökuskilyrði er gagnfræða
próf eða landspróf, en skóla-
stjóra er heimilt að veita und
anþágur frá þessum inntöku-
skilyrðum.
Eftir forskólanám geta nem
Martha Þorkelsson, sem er 57 ára, Iærir vefnað í skólanum. Hún segist nota kunnáttu sína
eingöngu fyrir heimili sitt. Frúin er þýzk að uppruna, en hefur búið 36 ár á íslandi.
kæmist í eigið húsnæði, en
hann er nú í leiguhúsnæði að
Skipholti 1.
Lagði Kurt Zier mikla á-
herzlu á, að námið í skólan
um væri bæði langt og strangt
það væri yfirleitt ekki hægt
að stunda með atvinnu.
Á vorsýningu skólans má
glöggt sjá, hversu umfangs-
mikil stofnun skólinn er orð-
inn. Þar virðist hið hagnýta
og fagurfræðilega falla sam-
an í þróttmikinn fárveg.
Kurt Zier, skólastjóri, stendur við nokkrar túss og pennamyndir nemenda úr forskólanum.
endur valið sérgreinar, sem
taka yfirleitt tvö ár til við-
bótar. Þessar greinar eru:
Frjáls myndlist (teiknun mál
un, modelteiknun, myndskip-
an, listfræði, efnisfræði lista-
saga), Frjáls graflist (teikn-
un, myndprentun, linolrista,
trérista, steinprent, málmrista
og aquatinta), Hagnýt graf-
list (modelteiknun, letungerð,
auglýsingateiknun, lonol- og
trérista, steinprent sáldprent,
typografía, prentaðferðir, ljós
myndun, teiknun fyrir vefnað,
listasaga), Og Teiknikennara-
nám (teiknun, málun, letur-
gerð, föndur, kennslufræði,
kennsluæfingar, graflist). Fyr
ir teiknikennaradeildina þarf
að hafa almennt kennarapróf
eða sérkennarapróf undanþág
ur eru þó veittar.
Auk þess er sérnám í Vefn
aðarkennaradeild listvefnaði
og tízkuteiknun. Til að stunda
nám í þessum deildum þarf að
uppfylla ýmis og mismun-
andi skilyrði.
Þá hefur skólinn námskeið
í ýmsum greinum, sem fara
fram á daginn og kvöldin, svo
sem teiknun og málun barna
unglinga og fullorðinna, bók
bandi, batik, tauþrykki, og
sáldlþrykki, almennum vefn-
aði, fjarvíddarteiknun og loks
letrun.
Kurt Zier, skólastjóri, tjáði
Morgunbl. í bær, aðHand-
íða- og myndlistarskólinn ætti
við mikla húsnæðisörðugleika
að etja, sem kæmi m.a. fram
í því að takmarka þyrfti nem
endafjöldann og námsgreinar.
Sagði hann, að nú væri starf
Vigdís Kristjánsdóttir kennir listvefnað. Hér licldur hún
teppi gerðu með íslenzku nálflosi.
Flestum er sjálfsagt enn i
fersku minni hin nýstárlega bar-
áttuaðferð, sem framsóknar-
menn tóku upp fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar í Reykja-"
vík á sl. ári. En þá héldu þeir
því fram, að skaðlaust ætti að
vera fyrir fólk að kasta á þá at-
kvæðum, því að þeir hefðu
hvort eð væri enga möguleika
til að öðlast áhrif á stjórn borg-
arinnar!
Framsóknarmenn virðast nna
vel við árangurinn af þessari
baráttuaðferð, því að ekki verð-
ur annað séð en þeir ætli sér nú
að strá sykri á þessa gömlu
lummu og bjóða kjósendum hana
að nýju. Nú halda þeir því sem-
sé fram í málefnafátækt sinni,
að ekki ætti að koma að sök, þó
að menn kasti nokkrum atkvæð-
um á Framsóknarflokkinn, því
að engin hætta sé á, að núver-
andi stjórnarflokkar muni glata
meirihluta sínum á þingi.
Hvað annað, sem um þessa
nýstárlegu baráttuaðferð má
segja, verður ekki sagt, að hún
beri vott um mikið sjálfsálit eða
sjálfstraust þeirra framsóknar-
manna, þegar þeir telja það Iík-
legustu leiðina til hylli kjós-
enda að gefa loforð um að láta
ekki allt of mikið til sín taka að
kosningum loknum.
Bjarni hættulegastur!
Ekki verður annað séð á
„njósnaskýslu“ kommúnista-
blaðsins í gær en Bjarni Bene-
diktsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, sé sá íslendingur, sem
Bandaríkjamönnum eigi að vera
hættulegastur og mest þörfin sé
á að gefa nánar gætur. Hefði
mönnum einhvern tima þótt tíð-
indum sæta að fá slíkar yfirlýs-
ingar í því blaði, sem árum sam-
an hefur verið að burðast við
að „sanna“, að Bjarni Benedikts-
son hafi metið hag Bandaríkj-
anna meir en hag sinnar eigin
þjóðar.
En nú virðist kommúnista-
blaðið vilja láta þetta margra
ára erfiði allt vera unnið fyrir
gíg og vilja telja mönnum trú
um, að Bandaríkjamenn haldi
uppi heilum „njósnahring“ til að
fylgjast með athöfnum þessa
hættulega óvinar!
Kollsteypa framsóknar
Þegar núverandi ríkisstjórn
bar fram viðreisnartillögur sín-
ar á Alþingi í ársbyrjun 1960,
var það helzta árásarefni fram-
sóknarmanna á þær, að viðreisn-
in mundi leiða til slíks samdrátt-
ar í atvinnulífi landsins, að öll
aukavinna og eftirvinna mundi
niður falla. Þannig sagði t.d.
einn af þingmönnum Framsókn-
arflokksins, Sigurvin Einarsson:
„Samdráttarstefna hæstv. rík-
isstjórnar hlýtur að valda
minnkandi atvinnu manna, sem
fyrst og fremst bitnar á auka-
vinnu manna, sem greidd er 50_
100% hærra verði en dagvinna".
Framsóknarmenn hafa auðvit-
að látið af þessum firrum sín-
um, enda voru þær fyrir löngu
orðnar mönnum aðhlátursefni úti
um allt land, því að atvinna hef-
ur aldrei verið meiri hér á landi
en einmitt í tíð núverandi ríkis-
stjórnar. En framsóknarmenn
hafa samt ekki dáið ráðalausir,
því að nú hafa þeir alveg snúið
við blaðinu og ráðizt á ríkis-
stjórnina fyrir hina miklu at-
vinnu, sem er í landinu. Birtist
síðasta dæmi þessara barnalegu
árása í sunnudagsblaði Tímans,
þar sem menn lesa nú hryllings-
sögur um „vinnuþrælkun" í
stað atvinnuleysisspádóma áður.